Bannað að nota Google Analytics á vefsíðum sínum Atli Ísleifsson skrifar 28. janúar 2022 10:58 Google Analytics er vinsælasta vefgreiningartól í heiminum þar sem hægt er að fá upplýsingar um samsetningu þeirra sem skoða ákveðna vefsíðu, hvað það geri á síðunni og hvernig þeir rötuðu þar inn. Getty Austurríska persónuverndarstofnunin hefur komist að þeirri niðurstöðu að fyrirtækjum þar í landi sé óheimilt að nota greiningarvél Google (e. Google Analytics) á vefsíðum sínum. Frá þessu segir á vef Persónuverndar á Íslandi. Þar sem persónuverndarlöggjöfin sé í grunninn sameiginlegt evrópskt regluverk sé nauðsynlegt að evrópskar persónuverndarstofnanir túlki reglurnar með sama hætti. Persónuvernd hér á landi muni því kynna sér austurrísku ákvörðunina vel og fylgjast með þróun mála hjá systurstofnunum hennar á Evrópska efnahagssvæðinu. „Persónuvernd gerir ráð fyrir að birta samantekt og leiðbeiningar um notkun á greiningarverkfærum eins og Google Analytics við fyrsta tækifæri,“ segir á vef Persónuverndar. Google Analytics er vinsælasta vefgreiningartól í heiminum þar sem hægt er að fá upplýsingar um samsetningu þeirra sem skoða vefsíðu, hvað það geri á síðunni og hvernig þeir rötuðu þar inn. NOYB lagði fram kvartanir Málið er rakið í tilkynningu Persónuverndar og segir að í dóms Evrópudómstólsins í svokölluðu Schrems II-máli hafi samtökin None of Your Business („NOYB“) lagt fram 101 kvörtun til fjölda evrópskra persónuverndaryfirvalda vegna vefsíðna sem notast hafa við greiningarvél Google. „Töldu samtökin að með notkun hennar væru persónuupplýsingar þeirra sem heimsækja umrædda vefi fluttar til Bandaríkjanna, og að flutningurinn færi í bága við persónuverndarlöggjöfina. Austurríska persónuverndarstofnunin komst að þeirri niðurstöðu að persónuupplýsingar hefðu verið fluttar til Google LLC í Bandaríkjunum. Með vísan til dóms Evrópudómstólsins í Schrems II-málinu var úrskurðað um að flutningurinn hafi verið í bága við 44. gr. reglugerðar (ESB) 2016/679 um miðlun persónuupplýsinga til þriðju landa. Auk þess var komist að þeirri niðurstöðu að þær ráðstafanir sem gerðar höfðu verið til viðbótar við stöðluð samningsákvæði (e. standard contractual clauses) hefðu ekki verið fullnægjandi þar sem þær komu ekki í veg fyrir að hægt væri að fylgjast með og nálgast upplýsingarnar. Í ljósi þessa komst austurríska persónuverndarstofnunin að því að hlutaðeigandi fyrirtæki gæti ekki notað greiningartækið Google Analytics við núverandi aðstæður,“ segir á vef Persónuverndar. Persónuvernd Evrópusambandið Google Austurríki Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
Frá þessu segir á vef Persónuverndar á Íslandi. Þar sem persónuverndarlöggjöfin sé í grunninn sameiginlegt evrópskt regluverk sé nauðsynlegt að evrópskar persónuverndarstofnanir túlki reglurnar með sama hætti. Persónuvernd hér á landi muni því kynna sér austurrísku ákvörðunina vel og fylgjast með þróun mála hjá systurstofnunum hennar á Evrópska efnahagssvæðinu. „Persónuvernd gerir ráð fyrir að birta samantekt og leiðbeiningar um notkun á greiningarverkfærum eins og Google Analytics við fyrsta tækifæri,“ segir á vef Persónuverndar. Google Analytics er vinsælasta vefgreiningartól í heiminum þar sem hægt er að fá upplýsingar um samsetningu þeirra sem skoða vefsíðu, hvað það geri á síðunni og hvernig þeir rötuðu þar inn. NOYB lagði fram kvartanir Málið er rakið í tilkynningu Persónuverndar og segir að í dóms Evrópudómstólsins í svokölluðu Schrems II-máli hafi samtökin None of Your Business („NOYB“) lagt fram 101 kvörtun til fjölda evrópskra persónuverndaryfirvalda vegna vefsíðna sem notast hafa við greiningarvél Google. „Töldu samtökin að með notkun hennar væru persónuupplýsingar þeirra sem heimsækja umrædda vefi fluttar til Bandaríkjanna, og að flutningurinn færi í bága við persónuverndarlöggjöfina. Austurríska persónuverndarstofnunin komst að þeirri niðurstöðu að persónuupplýsingar hefðu verið fluttar til Google LLC í Bandaríkjunum. Með vísan til dóms Evrópudómstólsins í Schrems II-málinu var úrskurðað um að flutningurinn hafi verið í bága við 44. gr. reglugerðar (ESB) 2016/679 um miðlun persónuupplýsinga til þriðju landa. Auk þess var komist að þeirri niðurstöðu að þær ráðstafanir sem gerðar höfðu verið til viðbótar við stöðluð samningsákvæði (e. standard contractual clauses) hefðu ekki verið fullnægjandi þar sem þær komu ekki í veg fyrir að hægt væri að fylgjast með og nálgast upplýsingarnar. Í ljósi þessa komst austurríska persónuverndarstofnunin að því að hlutaðeigandi fyrirtæki gæti ekki notað greiningartækið Google Analytics við núverandi aðstæður,“ segir á vef Persónuverndar.
Persónuvernd Evrópusambandið Google Austurríki Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira