Dansinn við íslensku krónuna Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar 1. febrúar 2022 15:01 Þegar íslensk vara eða þjónusta er seld erlendis, þar sem framleiðslukostnaður er að mestu eða öllu leyti í íslenskum krónum, þá skapast oft á tíðum vandamál í rekstri útflutningsfyrirtækja. Það er gömul saga og ný að gengissveiflur í bland við háan innlendan kostnað, einkum launakostnað, hafa skert samkeppnishæfni og sjálfbæran rekstur útflutningsgreina. Í litlu, einhæfu og opnu hagkerfi með eigin mynt má lítið út af bregða til að íslenska krónan sveiflist eins og strá í vindi og oft af ástæðum, sem ekki eru augljósar út á við. Fyrir staðbundin ferðaþjónustufyrirtæki getur því verið mikil áskorun að tryggja framlegð þeirra. Of sterk króna skammgóður vermir Þegar verðútreikningar í ferðaþjónustu fara fram, þá þarf að spá fyrir um gengið og önnur rekstrarskilyrði langt fram í tímann. Einhverjir myndu segja að þá væri best að hafa varann á og reikna alltaf með sterkri krónu - en það getur hins vegar valdið því að verð í erlendri mynt verður of hátt og hefur þá umsvifalaust áhrif á eftirspurn eftir ferðum til Íslands. Það er löngu sannað að það er bein fylgni á milli gengis íslensku krónunnar og eftirspurnar ferðamanna og ekki síður neyslu þeirra hér innanlands. Ragnar Þór og verðbólgan Því miður er verðbólgan nú komin á flug á Íslandi eins og í flestum öðrum vestrænum ríkjum. Krónan styrktist um 2-3% í janúar síðastliðnum, sem við aðrar aðstæður en nú, ynni gegn verðbólgu. Seðlabankinn hefur nýlega tvívegis gripið inn í styrkingarferlið enda verðbólgan ekki eina vandamálið sem við erum að kljást við þessa dagana. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, hefur farið mikinn í fjölmiðlum undanfarið og meðal annars gagnrýnt þessi inngrip Seðlabankans, „þar sem útflutningsgreinarnar lepja nú ekki dauðann úr skel,“ eins og hann orðaði það í Bítinu í gærmorgun. Þáttastjórnandinn minnti hann síðan á ferðaþjónustuna, sem Ragnar vildi þá „taka út fyrir sviga,“ eins og hann orðaði það. Sterk króna bitnar fyrst á ferðaþjónustu Að taka stærstu útflutningsgrein þjóðarinnar (2019) út fyrir sviga í umræðum um hagstjórn, er einfaldlega ekki boðlegt hjá formanni eins stærsta verkalýðsfélags landsins. Það er sérstaklega ekki í boði, þar sem endurreisn ferðaþjónustunnar er af flestum talin forsenda þess að koma ríkisfjármálum og útflutningstekjum aftur á réttan kjöl. Forsenda þess að þúsundir fyrirtækja um land allt nái að rísa upp og skapa störf, verðmæti og betri lífskjör fyrir samfélagið. Ferðaþjónustufyrirtæki um allt land róa nú lífróður við að bæta rekstur sinn og efnahag eftir hörmungar undanfarinna tveggja ára. Rekstrarumhverfið er erfitt, launahækkanir þungar og kjaraviðræður framundan. Veruleg styrking íslensku krónunnar væri afleit fyrir allar útflutningsgreinar og fyrir lífskjör í landinu næstu misserin. Skynsamlegt að hemja styrkingu krónu Það er þakkarvert að Ragnar Þór skuli ekki fara með hagstjórn á Íslandi. Sem betur fer líka fyrir þá félagsmenn í VR sem starfa beint og óbeint í ferðaþjónustu og geta skaðast af svona málflutningi. Seðlabankinn er ekki einn um þá skoðun að nú sé skynsamlegt að hemja styrkingu krónunnar. Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur Íslandsbanka, sagði í viðtali við RÚV í vikunni, að þótt vissulega megi búast við styrkingu krónu frekar en hitt, þá væri sterkari króna ekki heppileg á meðan ferðaþjónustan væri að koma undir sig fótunum. Í raun má kveða fastar að orði og segja að sterkari króna sé ferðaþjónustu stórhættuleg, við þær aðstæður sem nú ríkja - þegar allar þjóðir heims keppast við að fá til sín ferðamenn. Lítil, en dýrmæt markaðshlutdeild er ekki sjálfgefin. Versnandi samkeppnisstaða getur orðið dýrkeypt og kostnaðarsamt að vinna upp töpuð viðskipti. Af þessum sökum er mjög mikilvægt að Seðlabankinn haldi sömu stefnu og beiti inngripum ef þörf er á. Höfundur er formaður Samtaka ferðaþjónustunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarnheiður Hallsdóttir Ferðamennska á Íslandi Íslenska krónan Verðlag Mest lesið Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Sjá meira
Þegar íslensk vara eða þjónusta er seld erlendis, þar sem framleiðslukostnaður er að mestu eða öllu leyti í íslenskum krónum, þá skapast oft á tíðum vandamál í rekstri útflutningsfyrirtækja. Það er gömul saga og ný að gengissveiflur í bland við háan innlendan kostnað, einkum launakostnað, hafa skert samkeppnishæfni og sjálfbæran rekstur útflutningsgreina. Í litlu, einhæfu og opnu hagkerfi með eigin mynt má lítið út af bregða til að íslenska krónan sveiflist eins og strá í vindi og oft af ástæðum, sem ekki eru augljósar út á við. Fyrir staðbundin ferðaþjónustufyrirtæki getur því verið mikil áskorun að tryggja framlegð þeirra. Of sterk króna skammgóður vermir Þegar verðútreikningar í ferðaþjónustu fara fram, þá þarf að spá fyrir um gengið og önnur rekstrarskilyrði langt fram í tímann. Einhverjir myndu segja að þá væri best að hafa varann á og reikna alltaf með sterkri krónu - en það getur hins vegar valdið því að verð í erlendri mynt verður of hátt og hefur þá umsvifalaust áhrif á eftirspurn eftir ferðum til Íslands. Það er löngu sannað að það er bein fylgni á milli gengis íslensku krónunnar og eftirspurnar ferðamanna og ekki síður neyslu þeirra hér innanlands. Ragnar Þór og verðbólgan Því miður er verðbólgan nú komin á flug á Íslandi eins og í flestum öðrum vestrænum ríkjum. Krónan styrktist um 2-3% í janúar síðastliðnum, sem við aðrar aðstæður en nú, ynni gegn verðbólgu. Seðlabankinn hefur nýlega tvívegis gripið inn í styrkingarferlið enda verðbólgan ekki eina vandamálið sem við erum að kljást við þessa dagana. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, hefur farið mikinn í fjölmiðlum undanfarið og meðal annars gagnrýnt þessi inngrip Seðlabankans, „þar sem útflutningsgreinarnar lepja nú ekki dauðann úr skel,“ eins og hann orðaði það í Bítinu í gærmorgun. Þáttastjórnandinn minnti hann síðan á ferðaþjónustuna, sem Ragnar vildi þá „taka út fyrir sviga,“ eins og hann orðaði það. Sterk króna bitnar fyrst á ferðaþjónustu Að taka stærstu útflutningsgrein þjóðarinnar (2019) út fyrir sviga í umræðum um hagstjórn, er einfaldlega ekki boðlegt hjá formanni eins stærsta verkalýðsfélags landsins. Það er sérstaklega ekki í boði, þar sem endurreisn ferðaþjónustunnar er af flestum talin forsenda þess að koma ríkisfjármálum og útflutningstekjum aftur á réttan kjöl. Forsenda þess að þúsundir fyrirtækja um land allt nái að rísa upp og skapa störf, verðmæti og betri lífskjör fyrir samfélagið. Ferðaþjónustufyrirtæki um allt land róa nú lífróður við að bæta rekstur sinn og efnahag eftir hörmungar undanfarinna tveggja ára. Rekstrarumhverfið er erfitt, launahækkanir þungar og kjaraviðræður framundan. Veruleg styrking íslensku krónunnar væri afleit fyrir allar útflutningsgreinar og fyrir lífskjör í landinu næstu misserin. Skynsamlegt að hemja styrkingu krónu Það er þakkarvert að Ragnar Þór skuli ekki fara með hagstjórn á Íslandi. Sem betur fer líka fyrir þá félagsmenn í VR sem starfa beint og óbeint í ferðaþjónustu og geta skaðast af svona málflutningi. Seðlabankinn er ekki einn um þá skoðun að nú sé skynsamlegt að hemja styrkingu krónunnar. Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur Íslandsbanka, sagði í viðtali við RÚV í vikunni, að þótt vissulega megi búast við styrkingu krónu frekar en hitt, þá væri sterkari króna ekki heppileg á meðan ferðaþjónustan væri að koma undir sig fótunum. Í raun má kveða fastar að orði og segja að sterkari króna sé ferðaþjónustu stórhættuleg, við þær aðstæður sem nú ríkja - þegar allar þjóðir heims keppast við að fá til sín ferðamenn. Lítil, en dýrmæt markaðshlutdeild er ekki sjálfgefin. Versnandi samkeppnisstaða getur orðið dýrkeypt og kostnaðarsamt að vinna upp töpuð viðskipti. Af þessum sökum er mjög mikilvægt að Seðlabankinn haldi sömu stefnu og beiti inngripum ef þörf er á. Höfundur er formaður Samtaka ferðaþjónustunnar.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun