Stökkið: „Ég gæti labbað út í hælaskóm, ruslapoka og með uppstoppaða hænu á hausnum“ Elísabet Hanna Maríudóttir skrifar 6. febrúar 2022 07:00 Alexander Sigurður Sigfússon. Aðsend Förðunarfræðingurinn Alexander Sigurður Sigfússon er búsettur í London þar sem honum líður eins og heima hjá sér. Það er erfitt að fá atvinnuleyfi þar en það hefur ekki stoppað hann í að leyfa hæfileikum sínum að njóta sín í hinum ýmsu verkefnum úti og hér heima. Stökkið er viðtalsliður á Lífinu á Vísi þar sem við ræðum við Íslendinga sem hafa tekið stökkið og flutt utan til skamms eða lengri tíma. View this post on Instagram A post shared by Alexander Sigurður Sigfu sson (@facesbyalexsig) Hvert tókstu stökkið?Ég er búsettur í London. Hverfið sem ég bý í heitir Greenwich og er í suð-austur hluti Lundúna borgar. „London varð fyrir valinu hjá mér vegna þess að þegar ég kom þangað í fyrsta skiptið fékk ég strax þessa ,,ég er kominn heim’’ tilfinningu.“ Ég elska hvað borgin er fjölbreytt, ekkert eitt hverfi er eins og ég hef rosalega gaman af Bretum sem þjóð. View this post on Instagram A post shared by lexander Sigurður Sigfu sson (@alexandersig) Með hverjum býrðu úti? Eins og er bý ég með félaga mínum sem er frá Íslandi en það gerðist eiginlega bara fyrir slysni. Ég átti bara að vera hjá honum fyrstu tvær vikurnar eftir að ég flutti út og svo ætlaði ég að flytja inn með vinkonu minni sem er frá París. Staðan æxlaðist svo þannig að hún gat ekki farið frá París vegna heilsuvanda og við misstum íbúðina sem við vorum með. Þá fékk ég að vera aðeins lengur hjá vini mínum og er þar enn, mjög sáttur með það. View this post on Instagram A post shared by Alexander Sigurður Sigfu sson (@facesbyalexsig) Hvenær fluttirðu út? Frekar nýlega, í byrjun haustsins 2021. Upprunalega ætlaði ég að flytja í lok 2019 eða byrjun 2020 en þá skal Covid á. Þá fannst mér skynsamlegra að fresta flutningunum þar til ástandið myndi róast aðeins. Síðan flaug tíminn og allt í einu var árið 2021 komið og þá sagði þá við sjálfan mig ,,það er núna eða aldrei, hvað ætla ég að fresta þessu lengi út af Covid?’’ Og tveimur vikum seinna var ég fluttur út. Langaði þig alltaf að flytja út? Mig hefur alltaf langað til þess að búa erlendis. Bæði vegna þess að Ísland er svo lítið land og vegna vinnunar, þar sem Ísland er takmarkandi varðandi hversu langt ég kemst í minni starfsgrein. Ég var með nokkrar borgir í huga þegar ég var að ákveða hvert ég ætti að flytja en eftir að ég kom fyrst til London var það mjög auðvelt val. View this post on Instagram A post shared by lexander Sigurður Sigfu sson (@alexandersig) Hvernig hefur heimsfaraldurinn haft áhrif á flutningana? Heimsfaraldurinn frestaði ferðinni um sirka eitt og hálft ár sem gerði að af verkum Bretland er gengið út úr Evrópubandalaginu þegar ég flyt. Eftir að England tekur upp Brexit var mikið erfiðara að fá VISA og þar af leiðandi erfitt að finna vinnu. View this post on Instagram A post shared by Alexander Sigurður Sigfu sson (@facesbyalexsig) Hvernig byrjaðir þú að undirbúa ferlið að flytja?Andlega þurfti ég þannig séð ekki að undirbúa mig, ég var svo tilbúinn að byrja nýjan kafla í nýju landi. Það var ekkert mál að finna stað til að búa á, það er hellingur af fólki í London sem leitar að meðleigjendum og til allskonar grúbbur á Facebook þar sem maður getur komið sér í samband við fólk. Eini alvöru undirbúningurinn sem ég þurfti að standa í var að kynna mér vel allar þær nýju reglur og lög sem komu í kjölfarið af Brexit og hvaða VISA maður þarf að sækja um o.s.frv. View this post on Instagram A post shared by lexander Sigurður Sigfu sson (@alexandersig) Hvað þarf að hafa í huga ef að maður ætlar að flytja til útlanda?Það er alltaf gott að hafa í huga þegar maður er að flytja til útlanda að ef maður er ekki búinn að finna vinnu fyrir fram að vera búinn að safna sér upp pening til að geta lifað á því það er ekki sjálfsagt að maður fái vinnu strax. Hins vegar ef Bretland er fyrir valinu mæli ég sterklega með að vera búinn að kynna sér allar þær reglur sem fylgja Brexit því þær eru miklu strangari en maður heldur. View this post on Instagram A post shared by lexander Sigurður Sigfu sson (@alexandersig) Hvernig komstu í kynni við vinnuna og verkefnin sem þú ert í? Eins og er hef ég ekki fasta vinnu vegna þess að ég er ekki enn kominn með vísa og þar af leiðandi hef ég ekki leyfi til að vinna. Hins vegar hef ég verið að taka að mér freelance verkefni sem ég hef fengið í gegnum fólk sem maður þekkir úti. „Það er nóg af vinnu að fá fyrir förðunarfræðinga úti en það eina sem stendur í vegi fyrir manni eru Brexit reglurnar.“ Hvers saknarðu mest við Ísland? Sakna mest fjölskyldu og vina, sakna þess líka rosaleg mikið að geta fengið mér ískalt vatn beint úr krananum. View this post on Instagram A post shared by Alexander Sigurður Sigfu sson (@facesbyalexsig) Hvers saknarðu minnst við Ísland? Hvað þetta er lítið land og ekki mikið pláss fyrir fjölbreytt fólk og menningu. „Ég komst að því eftir að ég flutti út að Ísland er í rosalega miklu boxi.“ Hvernig er veðrið?Veðrið hefur verið óvenju gott, hlýtt og nánast engin rigning. View this post on Instagram A post shared by Alexander Sigurður Sigfu sson (@facesbyalexsig) Hvaða ferðamáta notast þú við? Ég ferðast aðallega með lest og ef ég þarf ekki að fara langt þá tek ég strætó. Mæli með að nota app sem heitir City Mapper sem sýnir þér fljótustu ferðamátana til að komast á milli staða mjög þægilegt. Kemurðu oft til Íslands? Ég kom yfir jólin, fyrst skiptið sem ég kem heim eftir að ég flutti en veit að vegna vinnu verð ég alltaf með annan fótinn á Íslandi. View this post on Instagram A post shared by lexander Sigurður Sigfu sson (@alexandersig) Upplifir þú það sem kostnaðarsamara eða ódýrara að búa í London en á Íslandi? Leigumarkaðurinn er frekar svipaður og á Íslandi en hins vegar er mun hagstæðara að versla inn mat og yfir höfuð lifa í Bretlandi. Hefurðu verið að fá mikið af heimsóknum út? Það hefur ekki liðið ein vika síðan ég flutt sem það er ekki einhver í London sem ég þekki frá Íslandi sem ég get hitt. View this post on Instagram A post shared by lexander Sigurður Sigfu sson (@alexandersig) Er sterkt íslendingasamfélag í London? Já það er ágætlega stórt og mjög virkir á Facebook hópnum. Gott að vita af Íslendingunum þarna úti. Áttu þér uppáhalds stað? Mínir uppáhalds staðir í London eru Shoreditch, Soho og Brick Lane, get verið endalaust í þessum hverfum. Annars eru öll hverfin í London svo mismunandi og maður er alltaf að sjá eitthvað nýtt. View this post on Instagram A post shared by Alexander Sigurður Sigfu sson (@facesbyalexsig) Hvaða matsölustöðum mælir þú með? Soho House rosalega góður staður með allskonar mat hvort sem þú vilt morgunmat, brunch eða kvöldmat. Chiltern Firehouse er einn af bestu veitingastöðum sem ég hef farið á og svo eru allir veitingastaðirnir í China Town rosalega góðir. View this post on Instagram A post shared by lexander Sigurður Sigfu sson (@alexandersig) Hvað er eitthvað sem allir verða að gera í London? Að mínu mati er algjört möst að taka göngutúr á Brick Lane um helg, skoða allar vintage búðirnar og taka matarbása rölt í leiðinni. „Um helgar er fólk frá hinum ýmsu löndum með matarvagna og bása þar sem þau elda allskonar mat sem maður getur keypt sér og ekki er verra að enda röltið á einum kokteil eða svo.“ View this post on Instagram A post shared by lexander Sigurður Sigfu sson (@alexandersig) Hvernig er týpískur dagur hjá þér úti? Ég byrja alla daga á að fara í ræktina og fá mér síðan morgunmat. En síðan er enginn einn dagur eins ég er alltaf annað hvort að fara út og stússast í einhverju sem ég tek mér fyrir hendur og hitta fólk. Hvað er það besta við staðinn þinn? Fólkið, það er öll flóra af fólki í London og mikill fjölbreytileiki, maður getur verið hver sem maður vill, sem ég elska. „Ég gæti labbað út í hælaskóm, ruslapoka og með uppstoppaða hænu á hausnum og fólk myndi ekki kippa sér upp við það og ef eitthvað er frekar hvetja mann áfram.“ Það er eitthvað sem mig finnst vanta smá upp á heima á Íslandi. Það er það sem ég meina þegar ég segi að Ísland er í smá kassa, það er ekki beint pláss fyrir fólk að standa út úr fjöldanum því það eru alltaf einhverjir sem munu gefa manni horn auga eða jafnvel byrja baktal. View this post on Instagram A post shared by Alexander Sigurður Sigfu sson (@facesbyalexsig) Hvað er það versta við staðinn þinn? Eina sem ég get sagt að sé slæmt við staðinn minn er Brexit, það er að flækja alla atvinnu möguleika fyrir mér, því miður. En ég læt það ekki stoppa mig ég fæ vísa á einhverjum tímapunkti og þá ferð ég alveg á fullu að vinna og ætla mér að taka förðunarferillinn eins langt og ég get. View this post on Instagram A post shared by lexander Sigurður Sigfu sson (@alexandersig) Sérðu fyrir þér að flytja aftur til Íslands?Eins og er langar mig alls ekki að flytja aftur heim en ég get alveg séð það fyrir mér að ég flytji aftur heim í framtíðinni. En ekkert sem ég útiloka þegar kemur að framtíðinni, lífið er svo óútreiknanlegt og maður veit aldrei hvert það fer með mann, hvort sem það er eftir viku eða eftir fimm ár. Stökkið Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Stökkið: Vildi prófa eitthvað annað en „týpísku” Kaupmannahöfn Sonja Sófusdóttir býr í Kaupmannahöfn eftir að hafa upphaflega flutt til Svíþjóðar í nám. Hún flutti ein út á vit ævintýranna og býr í dag með íslenskri vinkonu sinni. Hún starfar hjá Deloitte og elskar að hafa það hygge með vinum. 3. febrúar 2022 07:01 Stökkið: Ætlaði bara í frí en endaði á því að flytja Fyrirsætan Hulda Ósmann flutti til Tenerife ásamt eiginmanni sínum Jóni Ósmann og stjúpsyni eftir að hafa flúið þangað í frí vegna veðursins á Íslandi. Síðan þá eru liðin nokkur ár og líður þeim afskaplega vel í sveitinni á Spáni þar sem þau rækta meðal annars lífrænar sítrónur, hnetur, appelsínur og ólífur. 30. janúar 2022 07:01 Stökkið: „Ég fékk tölvupóst með atvinnutilboði og hafði tvær vikur til að pakka og flytja“ Logi Thorvaldsson starfar við kvikmyndaframleiðslu, fékk atvinnutilboð og flutti til London snemma árs 2018. Lífið úti hentar honum afskaplega vel og virðist Ísland ekki vera í framtíðarplönunum. Nýlega fluttu íslenskir vinir hans einnig til London og búa þau nú saman úti. 19. janúar 2022 07:01 Mest lesið Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið Er bókstaflega skíthrædd Lífið Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Lífið Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Tónlist Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Fleiri fréttir Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Er bókstaflega skíthrædd Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Sigmundur taki stríðnina alla leið Bibba kannaði stemninguna á kosningamiðstöðvunum Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina „Álagið er þessi fjarvera“ Kosningakviss: Viðreisn og VG í dýpstu kosningaumræðunni Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Hefur smekk fyrir lélegum B-myndum, braski og sorpi Í skýjunum með sigurinn og stefnir á útgáfu í vor Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Sjá meira
Stökkið er viðtalsliður á Lífinu á Vísi þar sem við ræðum við Íslendinga sem hafa tekið stökkið og flutt utan til skamms eða lengri tíma. View this post on Instagram A post shared by Alexander Sigurður Sigfu sson (@facesbyalexsig) Hvert tókstu stökkið?Ég er búsettur í London. Hverfið sem ég bý í heitir Greenwich og er í suð-austur hluti Lundúna borgar. „London varð fyrir valinu hjá mér vegna þess að þegar ég kom þangað í fyrsta skiptið fékk ég strax þessa ,,ég er kominn heim’’ tilfinningu.“ Ég elska hvað borgin er fjölbreytt, ekkert eitt hverfi er eins og ég hef rosalega gaman af Bretum sem þjóð. View this post on Instagram A post shared by lexander Sigurður Sigfu sson (@alexandersig) Með hverjum býrðu úti? Eins og er bý ég með félaga mínum sem er frá Íslandi en það gerðist eiginlega bara fyrir slysni. Ég átti bara að vera hjá honum fyrstu tvær vikurnar eftir að ég flutti út og svo ætlaði ég að flytja inn með vinkonu minni sem er frá París. Staðan æxlaðist svo þannig að hún gat ekki farið frá París vegna heilsuvanda og við misstum íbúðina sem við vorum með. Þá fékk ég að vera aðeins lengur hjá vini mínum og er þar enn, mjög sáttur með það. View this post on Instagram A post shared by Alexander Sigurður Sigfu sson (@facesbyalexsig) Hvenær fluttirðu út? Frekar nýlega, í byrjun haustsins 2021. Upprunalega ætlaði ég að flytja í lok 2019 eða byrjun 2020 en þá skal Covid á. Þá fannst mér skynsamlegra að fresta flutningunum þar til ástandið myndi róast aðeins. Síðan flaug tíminn og allt í einu var árið 2021 komið og þá sagði þá við sjálfan mig ,,það er núna eða aldrei, hvað ætla ég að fresta þessu lengi út af Covid?’’ Og tveimur vikum seinna var ég fluttur út. Langaði þig alltaf að flytja út? Mig hefur alltaf langað til þess að búa erlendis. Bæði vegna þess að Ísland er svo lítið land og vegna vinnunar, þar sem Ísland er takmarkandi varðandi hversu langt ég kemst í minni starfsgrein. Ég var með nokkrar borgir í huga þegar ég var að ákveða hvert ég ætti að flytja en eftir að ég kom fyrst til London var það mjög auðvelt val. View this post on Instagram A post shared by lexander Sigurður Sigfu sson (@alexandersig) Hvernig hefur heimsfaraldurinn haft áhrif á flutningana? Heimsfaraldurinn frestaði ferðinni um sirka eitt og hálft ár sem gerði að af verkum Bretland er gengið út úr Evrópubandalaginu þegar ég flyt. Eftir að England tekur upp Brexit var mikið erfiðara að fá VISA og þar af leiðandi erfitt að finna vinnu. View this post on Instagram A post shared by Alexander Sigurður Sigfu sson (@facesbyalexsig) Hvernig byrjaðir þú að undirbúa ferlið að flytja?Andlega þurfti ég þannig séð ekki að undirbúa mig, ég var svo tilbúinn að byrja nýjan kafla í nýju landi. Það var ekkert mál að finna stað til að búa á, það er hellingur af fólki í London sem leitar að meðleigjendum og til allskonar grúbbur á Facebook þar sem maður getur komið sér í samband við fólk. Eini alvöru undirbúningurinn sem ég þurfti að standa í var að kynna mér vel allar þær nýju reglur og lög sem komu í kjölfarið af Brexit og hvaða VISA maður þarf að sækja um o.s.frv. View this post on Instagram A post shared by lexander Sigurður Sigfu sson (@alexandersig) Hvað þarf að hafa í huga ef að maður ætlar að flytja til útlanda?Það er alltaf gott að hafa í huga þegar maður er að flytja til útlanda að ef maður er ekki búinn að finna vinnu fyrir fram að vera búinn að safna sér upp pening til að geta lifað á því það er ekki sjálfsagt að maður fái vinnu strax. Hins vegar ef Bretland er fyrir valinu mæli ég sterklega með að vera búinn að kynna sér allar þær reglur sem fylgja Brexit því þær eru miklu strangari en maður heldur. View this post on Instagram A post shared by lexander Sigurður Sigfu sson (@alexandersig) Hvernig komstu í kynni við vinnuna og verkefnin sem þú ert í? Eins og er hef ég ekki fasta vinnu vegna þess að ég er ekki enn kominn með vísa og þar af leiðandi hef ég ekki leyfi til að vinna. Hins vegar hef ég verið að taka að mér freelance verkefni sem ég hef fengið í gegnum fólk sem maður þekkir úti. „Það er nóg af vinnu að fá fyrir förðunarfræðinga úti en það eina sem stendur í vegi fyrir manni eru Brexit reglurnar.“ Hvers saknarðu mest við Ísland? Sakna mest fjölskyldu og vina, sakna þess líka rosaleg mikið að geta fengið mér ískalt vatn beint úr krananum. View this post on Instagram A post shared by Alexander Sigurður Sigfu sson (@facesbyalexsig) Hvers saknarðu minnst við Ísland? Hvað þetta er lítið land og ekki mikið pláss fyrir fjölbreytt fólk og menningu. „Ég komst að því eftir að ég flutti út að Ísland er í rosalega miklu boxi.“ Hvernig er veðrið?Veðrið hefur verið óvenju gott, hlýtt og nánast engin rigning. View this post on Instagram A post shared by Alexander Sigurður Sigfu sson (@facesbyalexsig) Hvaða ferðamáta notast þú við? Ég ferðast aðallega með lest og ef ég þarf ekki að fara langt þá tek ég strætó. Mæli með að nota app sem heitir City Mapper sem sýnir þér fljótustu ferðamátana til að komast á milli staða mjög þægilegt. Kemurðu oft til Íslands? Ég kom yfir jólin, fyrst skiptið sem ég kem heim eftir að ég flutti en veit að vegna vinnu verð ég alltaf með annan fótinn á Íslandi. View this post on Instagram A post shared by lexander Sigurður Sigfu sson (@alexandersig) Upplifir þú það sem kostnaðarsamara eða ódýrara að búa í London en á Íslandi? Leigumarkaðurinn er frekar svipaður og á Íslandi en hins vegar er mun hagstæðara að versla inn mat og yfir höfuð lifa í Bretlandi. Hefurðu verið að fá mikið af heimsóknum út? Það hefur ekki liðið ein vika síðan ég flutt sem það er ekki einhver í London sem ég þekki frá Íslandi sem ég get hitt. View this post on Instagram A post shared by lexander Sigurður Sigfu sson (@alexandersig) Er sterkt íslendingasamfélag í London? Já það er ágætlega stórt og mjög virkir á Facebook hópnum. Gott að vita af Íslendingunum þarna úti. Áttu þér uppáhalds stað? Mínir uppáhalds staðir í London eru Shoreditch, Soho og Brick Lane, get verið endalaust í þessum hverfum. Annars eru öll hverfin í London svo mismunandi og maður er alltaf að sjá eitthvað nýtt. View this post on Instagram A post shared by Alexander Sigurður Sigfu sson (@facesbyalexsig) Hvaða matsölustöðum mælir þú með? Soho House rosalega góður staður með allskonar mat hvort sem þú vilt morgunmat, brunch eða kvöldmat. Chiltern Firehouse er einn af bestu veitingastöðum sem ég hef farið á og svo eru allir veitingastaðirnir í China Town rosalega góðir. View this post on Instagram A post shared by lexander Sigurður Sigfu sson (@alexandersig) Hvað er eitthvað sem allir verða að gera í London? Að mínu mati er algjört möst að taka göngutúr á Brick Lane um helg, skoða allar vintage búðirnar og taka matarbása rölt í leiðinni. „Um helgar er fólk frá hinum ýmsu löndum með matarvagna og bása þar sem þau elda allskonar mat sem maður getur keypt sér og ekki er verra að enda röltið á einum kokteil eða svo.“ View this post on Instagram A post shared by lexander Sigurður Sigfu sson (@alexandersig) Hvernig er týpískur dagur hjá þér úti? Ég byrja alla daga á að fara í ræktina og fá mér síðan morgunmat. En síðan er enginn einn dagur eins ég er alltaf annað hvort að fara út og stússast í einhverju sem ég tek mér fyrir hendur og hitta fólk. Hvað er það besta við staðinn þinn? Fólkið, það er öll flóra af fólki í London og mikill fjölbreytileiki, maður getur verið hver sem maður vill, sem ég elska. „Ég gæti labbað út í hælaskóm, ruslapoka og með uppstoppaða hænu á hausnum og fólk myndi ekki kippa sér upp við það og ef eitthvað er frekar hvetja mann áfram.“ Það er eitthvað sem mig finnst vanta smá upp á heima á Íslandi. Það er það sem ég meina þegar ég segi að Ísland er í smá kassa, það er ekki beint pláss fyrir fólk að standa út úr fjöldanum því það eru alltaf einhverjir sem munu gefa manni horn auga eða jafnvel byrja baktal. View this post on Instagram A post shared by Alexander Sigurður Sigfu sson (@facesbyalexsig) Hvað er það versta við staðinn þinn? Eina sem ég get sagt að sé slæmt við staðinn minn er Brexit, það er að flækja alla atvinnu möguleika fyrir mér, því miður. En ég læt það ekki stoppa mig ég fæ vísa á einhverjum tímapunkti og þá ferð ég alveg á fullu að vinna og ætla mér að taka förðunarferillinn eins langt og ég get. View this post on Instagram A post shared by lexander Sigurður Sigfu sson (@alexandersig) Sérðu fyrir þér að flytja aftur til Íslands?Eins og er langar mig alls ekki að flytja aftur heim en ég get alveg séð það fyrir mér að ég flytji aftur heim í framtíðinni. En ekkert sem ég útiloka þegar kemur að framtíðinni, lífið er svo óútreiknanlegt og maður veit aldrei hvert það fer með mann, hvort sem það er eftir viku eða eftir fimm ár.
Stökkið Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Stökkið: Vildi prófa eitthvað annað en „týpísku” Kaupmannahöfn Sonja Sófusdóttir býr í Kaupmannahöfn eftir að hafa upphaflega flutt til Svíþjóðar í nám. Hún flutti ein út á vit ævintýranna og býr í dag með íslenskri vinkonu sinni. Hún starfar hjá Deloitte og elskar að hafa það hygge með vinum. 3. febrúar 2022 07:01 Stökkið: Ætlaði bara í frí en endaði á því að flytja Fyrirsætan Hulda Ósmann flutti til Tenerife ásamt eiginmanni sínum Jóni Ósmann og stjúpsyni eftir að hafa flúið þangað í frí vegna veðursins á Íslandi. Síðan þá eru liðin nokkur ár og líður þeim afskaplega vel í sveitinni á Spáni þar sem þau rækta meðal annars lífrænar sítrónur, hnetur, appelsínur og ólífur. 30. janúar 2022 07:01 Stökkið: „Ég fékk tölvupóst með atvinnutilboði og hafði tvær vikur til að pakka og flytja“ Logi Thorvaldsson starfar við kvikmyndaframleiðslu, fékk atvinnutilboð og flutti til London snemma árs 2018. Lífið úti hentar honum afskaplega vel og virðist Ísland ekki vera í framtíðarplönunum. Nýlega fluttu íslenskir vinir hans einnig til London og búa þau nú saman úti. 19. janúar 2022 07:01 Mest lesið Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið Er bókstaflega skíthrædd Lífið Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Lífið Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Tónlist Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Fleiri fréttir Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Er bókstaflega skíthrædd Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Sigmundur taki stríðnina alla leið Bibba kannaði stemninguna á kosningamiðstöðvunum Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina „Álagið er þessi fjarvera“ Kosningakviss: Viðreisn og VG í dýpstu kosningaumræðunni Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Hefur smekk fyrir lélegum B-myndum, braski og sorpi Í skýjunum með sigurinn og stefnir á útgáfu í vor Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Sjá meira
Stökkið: Vildi prófa eitthvað annað en „týpísku” Kaupmannahöfn Sonja Sófusdóttir býr í Kaupmannahöfn eftir að hafa upphaflega flutt til Svíþjóðar í nám. Hún flutti ein út á vit ævintýranna og býr í dag með íslenskri vinkonu sinni. Hún starfar hjá Deloitte og elskar að hafa það hygge með vinum. 3. febrúar 2022 07:01
Stökkið: Ætlaði bara í frí en endaði á því að flytja Fyrirsætan Hulda Ósmann flutti til Tenerife ásamt eiginmanni sínum Jóni Ósmann og stjúpsyni eftir að hafa flúið þangað í frí vegna veðursins á Íslandi. Síðan þá eru liðin nokkur ár og líður þeim afskaplega vel í sveitinni á Spáni þar sem þau rækta meðal annars lífrænar sítrónur, hnetur, appelsínur og ólífur. 30. janúar 2022 07:01
Stökkið: „Ég fékk tölvupóst með atvinnutilboði og hafði tvær vikur til að pakka og flytja“ Logi Thorvaldsson starfar við kvikmyndaframleiðslu, fékk atvinnutilboð og flutti til London snemma árs 2018. Lífið úti hentar honum afskaplega vel og virðist Ísland ekki vera í framtíðarplönunum. Nýlega fluttu íslenskir vinir hans einnig til London og búa þau nú saman úti. 19. janúar 2022 07:01
Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið
Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið