Fótboltaþjálfari kvennaliðs hvatti til hópnauðgunar Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 7. febrúar 2022 07:01 Fáni spænska fótboltaliðsins Rayo Vallecano Wikimedia Commons Spænskur fótboltaþjálfari kvennaliðs í Madrid hvatti þjálfarateymi sitt fyrir nokkrum árum til þess að hópnauðga ungri konu. Það myndi efla liðsandann. Stuðningsmenn félagsins krefjast þess að maðurinn verði rekinn, en stjórn félagsins aftekur það með öllu. Carlos Santiso, var um síðustu helgi ráðinn þjálfari kvennaliðs Rayo Vallecano í Madrid, en liðið er í spænsku úrvalsdeildinni. Hann var ráðinn þrátt fyrir að vitað væri að Santiso hefði fyrir fjórum árum sent þjálfarateymi sínu hjá stúlknaliði Rayo Vallecano, skilaboð um að þeir væru að standa sig vel, en að þeir gætu gert enn betur. Og til þess að það mætti gerast væri þjóðráð að hópnauðga ungri stúlku. „Við þurfum“, sagði Santiso í skilaboðum sem hann sendi þjálfarateyminu, „að gera eins og drengirnir frá Arandina. Við þurfum að taka eina stelpu. Gætum þess bara að hún sé sjálfráða, til þess að lenda ekki í veseni. Og svo tökum við hana allir. Það herðir liðsandann og þéttir okkur saman.“ Svo mörg voru þau orð og ósmekklegu skilaboð sem þjálfarinn sendi, og reyndar aðeins lengri. Drengirnir frá Arandina sem þjálfarinn vísaði til og vildi taka sér til fyrirmyndar, eru þrír ungir fótboltamenn, sem fyrir 5 árum nauðguðu 15 ára stúlku í norður spænska bænum Pamplona. Þeir voru dæmdir til 38 ára fangelsisvistar í héraðsdómi, en æðra dómstig mildaði dómana, einn var sýknaður, en hinir tveir dæmdir í 3ja og 4ra ára fangelsi fyrir kynferðislega áreitni. Stjórnin vissi af ummælunum en réði manninn samt til starfa Skilaboð Santiso voru gerð opinber í lok nóvember síðastliðnum, á baráttudegi gegn kynbundnu ofbeldi. Santiso var þá samstundis rekinn sem þjálfari úrvalsliðs stúlkna yngri en 12 ára í Madrid. Þessi ummæli virðast hins vegar ekki hafa pirrað stjórnendur Rayo Vallecano meira en svo, að um síðustu helgi var hann, sem fyrr segir, endurráðinn til félagsins. Margir hafa mótmælt ráðningunni, borgarfulltrúar í Madrid krefjast þess að Santiso verði látinn taka pokann sinn, forseti Íþróttasambands Spánar hefur lýst yfir vandlætingu sinni og stuðningsmenn og -konur félagsins hafa mótmælt ráðningunni og sett upp borða í kringum leikvang félagsins þar sem því er mótmælt að svona maður sé látinn þjálfa stúlkurnar þeirra. Biðst afsökunar en segist eiga flekklausan feril að baki Santiso, sem er rúmlega þrítugur, hefur sjálfur beðist afsökunar á ummælunum, þau séu óheppileg og óverjandi og endurspegli karlrembu og smekkleysu. Hann biðst hins vegar vægðar, hann hafi aldrei nokkurn tímann brotið á nokkurri manneskju og eigi að baki 15 ára flekklausan feril sem fótboltaþjálfari ungra stúlkna. Svo virðist sem afsökunarbeiðni Santiso nái einungis eyrum stjórnenda Rayo Vallecano, sem þverneita að láta manninn fara. Stjórn spænska knattspyrnusambandsins hefur fallist á að leggja málið fyrir siðanefnd þess, en á meðan það velkist þar, stjórnar Santiso æfingum og leikjum kvennaliðsins eins og ekkert hafi í skorist. Fótbolti Spánn Kynferðisofbeldi Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Fleiri fréttir Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sjá meira
Carlos Santiso, var um síðustu helgi ráðinn þjálfari kvennaliðs Rayo Vallecano í Madrid, en liðið er í spænsku úrvalsdeildinni. Hann var ráðinn þrátt fyrir að vitað væri að Santiso hefði fyrir fjórum árum sent þjálfarateymi sínu hjá stúlknaliði Rayo Vallecano, skilaboð um að þeir væru að standa sig vel, en að þeir gætu gert enn betur. Og til þess að það mætti gerast væri þjóðráð að hópnauðga ungri stúlku. „Við þurfum“, sagði Santiso í skilaboðum sem hann sendi þjálfarateyminu, „að gera eins og drengirnir frá Arandina. Við þurfum að taka eina stelpu. Gætum þess bara að hún sé sjálfráða, til þess að lenda ekki í veseni. Og svo tökum við hana allir. Það herðir liðsandann og þéttir okkur saman.“ Svo mörg voru þau orð og ósmekklegu skilaboð sem þjálfarinn sendi, og reyndar aðeins lengri. Drengirnir frá Arandina sem þjálfarinn vísaði til og vildi taka sér til fyrirmyndar, eru þrír ungir fótboltamenn, sem fyrir 5 árum nauðguðu 15 ára stúlku í norður spænska bænum Pamplona. Þeir voru dæmdir til 38 ára fangelsisvistar í héraðsdómi, en æðra dómstig mildaði dómana, einn var sýknaður, en hinir tveir dæmdir í 3ja og 4ra ára fangelsi fyrir kynferðislega áreitni. Stjórnin vissi af ummælunum en réði manninn samt til starfa Skilaboð Santiso voru gerð opinber í lok nóvember síðastliðnum, á baráttudegi gegn kynbundnu ofbeldi. Santiso var þá samstundis rekinn sem þjálfari úrvalsliðs stúlkna yngri en 12 ára í Madrid. Þessi ummæli virðast hins vegar ekki hafa pirrað stjórnendur Rayo Vallecano meira en svo, að um síðustu helgi var hann, sem fyrr segir, endurráðinn til félagsins. Margir hafa mótmælt ráðningunni, borgarfulltrúar í Madrid krefjast þess að Santiso verði látinn taka pokann sinn, forseti Íþróttasambands Spánar hefur lýst yfir vandlætingu sinni og stuðningsmenn og -konur félagsins hafa mótmælt ráðningunni og sett upp borða í kringum leikvang félagsins þar sem því er mótmælt að svona maður sé látinn þjálfa stúlkurnar þeirra. Biðst afsökunar en segist eiga flekklausan feril að baki Santiso, sem er rúmlega þrítugur, hefur sjálfur beðist afsökunar á ummælunum, þau séu óheppileg og óverjandi og endurspegli karlrembu og smekkleysu. Hann biðst hins vegar vægðar, hann hafi aldrei nokkurn tímann brotið á nokkurri manneskju og eigi að baki 15 ára flekklausan feril sem fótboltaþjálfari ungra stúlkna. Svo virðist sem afsökunarbeiðni Santiso nái einungis eyrum stjórnenda Rayo Vallecano, sem þverneita að láta manninn fara. Stjórn spænska knattspyrnusambandsins hefur fallist á að leggja málið fyrir siðanefnd þess, en á meðan það velkist þar, stjórnar Santiso æfingum og leikjum kvennaliðsins eins og ekkert hafi í skorist.
Fótbolti Spánn Kynferðisofbeldi Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Fleiri fréttir Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sjá meira