Í brýnni þörf er best að bíða! Sara Dögg Svanhildardóttir skrifar 7. febrúar 2022 09:00 Þann 8. júní árið 2021 var mikill gleðidagur í Garðabæ. Þá var vinningstillaga á hönnun nýs leikskóla í Urriðaholti kynnt. Þarna skyldi rísa 6 deilda leikskóli ætlaður 120 börnum 12 mánaða og eldri. Allt klappað og klárt og næsta skref að undirbúa útboðsgögn og koma byggingunni í framkvæmd því ekki veitti af. Og enn veitir ekki af. Eftir hverju er verið að bíða? Það bólar ekkert á útboðsgögnum. Á meðan beðið er eftir þeim tefst framkvæmdin og nú orðið afar ólíklegt að hún geti hafist, héðan af fyrr en undir lok þessa árs. í frétt á heimasíðu Garðabæjar, þegar vinningstillagan var kynnt, kom fram að leikskólinn eigi að hefja starfsemi sína á þessu ári. Með þennan meirihluta einan við ákvarðanaborðið verður trúlegast ekkert af því. Við verðum heppin ef framkvæmdir verða hafnar. Til að fá nánari upplýsingar um framgang verkefnisins og hvenær foreldrar í Urriðahverfi megi loks eiga von á því að það rísi nýr leikskóli í hverfinu, hef ég lagt fram fyrirspurn um málið þar sem óskað var eftir tímalínu um framgang verkefnisins. Sprungnir skólar og skammtímareddingar Í desember 2021 voru skráðir íbúar í Urriðaholti á aldrinum 0-5 ára 292. Leikskólinn sem fyrir er er löngu sprunginn. Gert var ráð fyrir 120 börnum í 6 deildum en í vetur voru þar tæplega 170 börn. Hægt er að koma fleiri börnum að á leikskóla með því að þrengja verulega að grunnskólanum. Allt í boði Sjálfstæðismanna. Einu svörin sem núverandi meirihluti hefur eru tímabundnar reddingar á reddingar ofan. Því miður eru engin ný tíðindi það. Það á enn á ný að koma fyrir færanlegum einingum sem verður kostað til með tímabundinni leigu. Þarna bætist við aukinn kostnaður sem meirihlutinn telur sér einhvern veginn til tekna í allri umræðu um ábyrga fjármálastjórn. Svona getur hlutum verið snúið á haus. Barnafjölskyldurnar koma samt Á meðan flykkjast barnafjölskyldur í Urriðaholtið. Þær sjá fyrir sér í hillingum framúrskarandi þjónustu sveitarfélagsins, þar sem leikur einn er að koma börnum inn á leikskóla. Það er glansmyndin sem þeim hefur verið seld en stenst ekki. Urriðaholtið er mjög eftirsóknarvert hverfi, þar sem er að skapast frábært 15 mínútna hverfi, með fjölbreytta verslun og þjónustu að færast í aukana með hverfiskaffihúsi og glæsilegum veitingastað. Allt í göngufæri og áður en við vitum af hefur fyrsti snjallkaupmaðurinn á horninu hafið starfsemi sína. En ákvarðanir meirihlutans um forgangsröðun í Garðabæ hefur veruleg áhrif á ímynd hverfisins. Það hefur áhrif að í stað framúrskarandi þjónustu og leikskólapláss við 12 mánaða aldur í umhverfisvottaða hverfinu eru brostnar vonir og flækjur við að koma börnum í leikskóla eða til dagmóður staðreynd. Þessu er hægt að snúa við ef viljinn er fyrir hendi. Við sem tölum fyrir því að tryggja framúrskarandi þjónustu við íbúa hljótum að meina það sem við segjum og segja það sem við meinum. Það gerum við í Viðreisn að minnsta kosti. Höfundur er bæjarfulltrúi Viðreisnar í Garðabæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sara Dögg Svanhildardóttir Skoðun: Kosningar 2022 Garðabær Skóla - og menntamál Leikskólar Mest lesið Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Kynþáttahyggja, einangrunarhyggja og Evrópusambandsaðild Haraldur Ólafsson Skoðun Kæru kjósendur í Suðvesturkjördæmi Alma D. Möller Skoðun Hvers vegna við veljum ekki „Reykjavíkurmódelið“ Meyvant Þórólfsson Skoðun Keyrum á nýrri menntastefnu Arnór Heiðarsson Skoðun Skoðun Skoðun Fákeppni og almannahagsmunir Sonja Ýr Þorbergsdóttir,Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sameinumst um stóru málin Ingi Þór Hermannson skrifar Skoðun Sjálfboðavinna hálfan sólarhringinn Áslaug Inga Kristinsdóttir skrifar Skoðun Loftslag, Trump og COP29: hvað á Ísland nú að gera? Haraldur Tristan Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju VG? Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Opið bréf til Guðlaugs Þórs umhverfisráðherra Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun XB fyrir börn Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Stöndum sameinuð á móti ofbeldi gegn konum - #NoExcuse Helga Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hefðu getað minnkað verðbólguna Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna við veljum ekki „Reykjavíkurmódelið“ Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Er nauðsynlegt að velta þessu fjalli? Elín Fanndal skrifar Skoðun Kæru kjósendur í Suðvesturkjördæmi Alma D. Möller skrifar Skoðun Breytum þessu saman! Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn í fortíð og framtíð Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja, einangrunarhyggja og Evrópusambandsaðild Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur skrifar Skoðun Keyrum á nýrri menntastefnu Arnór Heiðarsson skrifar Skoðun Réttindabarátta sjávarbyggðanna Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Íslenska, hvað? Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason skrifar Skoðun Augljós og sýnilegur ávinningur í styttingu biðlista Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Staðreyndir í útlendingamálum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um ferðaþjónustuna Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson skrifar Skoðun Þetta kostar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þrífætta svínið og auðlindarentan Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Sjá meira
Þann 8. júní árið 2021 var mikill gleðidagur í Garðabæ. Þá var vinningstillaga á hönnun nýs leikskóla í Urriðaholti kynnt. Þarna skyldi rísa 6 deilda leikskóli ætlaður 120 börnum 12 mánaða og eldri. Allt klappað og klárt og næsta skref að undirbúa útboðsgögn og koma byggingunni í framkvæmd því ekki veitti af. Og enn veitir ekki af. Eftir hverju er verið að bíða? Það bólar ekkert á útboðsgögnum. Á meðan beðið er eftir þeim tefst framkvæmdin og nú orðið afar ólíklegt að hún geti hafist, héðan af fyrr en undir lok þessa árs. í frétt á heimasíðu Garðabæjar, þegar vinningstillagan var kynnt, kom fram að leikskólinn eigi að hefja starfsemi sína á þessu ári. Með þennan meirihluta einan við ákvarðanaborðið verður trúlegast ekkert af því. Við verðum heppin ef framkvæmdir verða hafnar. Til að fá nánari upplýsingar um framgang verkefnisins og hvenær foreldrar í Urriðahverfi megi loks eiga von á því að það rísi nýr leikskóli í hverfinu, hef ég lagt fram fyrirspurn um málið þar sem óskað var eftir tímalínu um framgang verkefnisins. Sprungnir skólar og skammtímareddingar Í desember 2021 voru skráðir íbúar í Urriðaholti á aldrinum 0-5 ára 292. Leikskólinn sem fyrir er er löngu sprunginn. Gert var ráð fyrir 120 börnum í 6 deildum en í vetur voru þar tæplega 170 börn. Hægt er að koma fleiri börnum að á leikskóla með því að þrengja verulega að grunnskólanum. Allt í boði Sjálfstæðismanna. Einu svörin sem núverandi meirihluti hefur eru tímabundnar reddingar á reddingar ofan. Því miður eru engin ný tíðindi það. Það á enn á ný að koma fyrir færanlegum einingum sem verður kostað til með tímabundinni leigu. Þarna bætist við aukinn kostnaður sem meirihlutinn telur sér einhvern veginn til tekna í allri umræðu um ábyrga fjármálastjórn. Svona getur hlutum verið snúið á haus. Barnafjölskyldurnar koma samt Á meðan flykkjast barnafjölskyldur í Urriðaholtið. Þær sjá fyrir sér í hillingum framúrskarandi þjónustu sveitarfélagsins, þar sem leikur einn er að koma börnum inn á leikskóla. Það er glansmyndin sem þeim hefur verið seld en stenst ekki. Urriðaholtið er mjög eftirsóknarvert hverfi, þar sem er að skapast frábært 15 mínútna hverfi, með fjölbreytta verslun og þjónustu að færast í aukana með hverfiskaffihúsi og glæsilegum veitingastað. Allt í göngufæri og áður en við vitum af hefur fyrsti snjallkaupmaðurinn á horninu hafið starfsemi sína. En ákvarðanir meirihlutans um forgangsröðun í Garðabæ hefur veruleg áhrif á ímynd hverfisins. Það hefur áhrif að í stað framúrskarandi þjónustu og leikskólapláss við 12 mánaða aldur í umhverfisvottaða hverfinu eru brostnar vonir og flækjur við að koma börnum í leikskóla eða til dagmóður staðreynd. Þessu er hægt að snúa við ef viljinn er fyrir hendi. Við sem tölum fyrir því að tryggja framúrskarandi þjónustu við íbúa hljótum að meina það sem við segjum og segja það sem við meinum. Það gerum við í Viðreisn að minnsta kosti. Höfundur er bæjarfulltrúi Viðreisnar í Garðabæ.
Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir skrifar
Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar