„Knattspyrnusambandið þarf að vera meira til staðar fyrir félögin“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 7. febrúar 2022 20:30 Sævar ætlar að bjóða sig fram sem formann KSÍ eftir áratug í starfi hjá KA. Vísir/Tryggvi „Þetta kom upp fyrir rúmri viku síðan. Þá voru nokkrir aðilar sem höfðu samband við mig og ýttu mér af stað, var ekki beint með þetta efst í huga,“ sagði Sævar Pétursson í viðtali við Ríkharð Óskar Guðnason fyrr í dag. Sævar hefur boðið sig fram sem formann Knattspyrnusambands Íslands en kosið verður í lok mánaðarins. „Ég ræddi svo við fjölmarga aðila inn í hreyfingunni og nú um helgina ákvað ég að mig langaði að láta á slag standa og láta á þetta reyna. Við sjáum svo bara hvað verður,“ sagði Sævar í myndbandsviðtali við Stöð 2 og Vísi fyrr í dag. „Það er komin í gang barátta og ég held að það sé það sem flestir í hreyfingunni vildu, að það yrði kosið um formann.“ „Ég tel mig vera með ákveðna reynslu og þekkingu innan úr hreyfingunni. Ég kem úr félögunum og þeim hefur fundist undanfarin misseri tengingin við íþróttafélögin sjálf aðeins vera að tapast. Það er svona það sem ég er að koma með að borðinu, að það verði meiri tenging á milli Knattspyrnusambandsins og þeirra sem starfa í félögunum. Það er svona mitt helsta áherslumál.“ Hvað er mikilvægasta verk næsta formanns KSÍ? „Það er kannski bara það sem ég er að ýja að. Það þarf að taka samtölin við félögin. Á sama tíma má ekki gleyma árangri landsliðanna, hann er mikilvægur rekstri knattspyrnusambandsins. Tengingin þarf að vera betri og samtalið skilvirkari en áður hefur verið.“ „Ég held það fari enginn af stað í svona ferðalag án þess að hafa aðeins rætt það við sitt bakland og skoða hvernig landið liggur. Ég til mig hafa ákveðinn stuðning og svo verður að koma í ljós hversu langt það nær.“ „Knattspyrnan er með úreltan þjóðarleikvang sem þarf að fá niðurstöðu í. Það sama á við um aðrar boltagreinar hér á landi. Þetta er bara barátta sem við verðum að setja vigt í og þrýsta á.“ „Knattspyrnusambandið þarf að vera meira til staðar fyrir félögin. Við erum að ná sögulegum lágpunkti með félagsliðin okkar í Evrópukeppni. Það þarf að endurskoða málin þarna, það þarf að endurskoða mótahaldið hjá okkur. Það er tillaga núna á næsta ársþingi að breyta mótahaldi í efstu deild karla, mitt mat er að það þarf að gera það á fleiri stöðum. Við sitjum rosalega aftarlega á merinni varðandi Íslandsmót barna og unglinga.“ „Þarna þarf að stokka spilin upp á nýtt og ég tel mig hafa þónokkuð til málanna að leggja eftir mína reynslu innan úr hreyfingunni.“ „Lífsnauðsynlegt fyrir hreyfinguna að við fáum hæft fólk sem vill bjóða sig fram í stjórn sambandsins.“ „Við fögnum öllum framboðum sem koma. Það má ekki gleyma því að við erum að ræða um formanninn núna. Ég hvet aðila úr hreyfingunni í að bjóða sig fram til stjórnar KSÍ. Það hefur verið fólk á útleið þar, við erum að tapa ákveðinni þekkingu. Lífsnauðsynlegt fyrir hreyfinguna að við fáum hæft fólk sem vill bjóða sig fram í stjórn sambandsins og ég hvet sem flesta til að bjóða sig fram þannig við höfum val þar í kosningunum,“ sagði Sævar að endingu. Klippa: Viðtal við Sævar Pétursson: Frambjóðanda til formanns Knattspyrnusambands Íslands Fótbolti KSÍ Íslenski boltinn Mest lesið Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Handbolti „Þetta er mjög ljúft“ Handbolti Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Fótbolti Hummels kom Rómverjum til bjargar Fótbolti Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Handbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Hófu titilvörnina með öruggum sigri Handbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Fleiri fréttir Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Yamal Gulldrengur ársins og López Gullstúlka ársins Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Dramatík á Villa Park Mascherano þjálfar Messi á Miami Elfar Árni heim í Völsung „Gefur enga mynd af því sem við erum að fara að ganga í gegnum“ Amma Bellinghams fór ekki út úr húsi á meðan EM stóð Sjá meira
Sævar hefur boðið sig fram sem formann Knattspyrnusambands Íslands en kosið verður í lok mánaðarins. „Ég ræddi svo við fjölmarga aðila inn í hreyfingunni og nú um helgina ákvað ég að mig langaði að láta á slag standa og láta á þetta reyna. Við sjáum svo bara hvað verður,“ sagði Sævar í myndbandsviðtali við Stöð 2 og Vísi fyrr í dag. „Það er komin í gang barátta og ég held að það sé það sem flestir í hreyfingunni vildu, að það yrði kosið um formann.“ „Ég tel mig vera með ákveðna reynslu og þekkingu innan úr hreyfingunni. Ég kem úr félögunum og þeim hefur fundist undanfarin misseri tengingin við íþróttafélögin sjálf aðeins vera að tapast. Það er svona það sem ég er að koma með að borðinu, að það verði meiri tenging á milli Knattspyrnusambandsins og þeirra sem starfa í félögunum. Það er svona mitt helsta áherslumál.“ Hvað er mikilvægasta verk næsta formanns KSÍ? „Það er kannski bara það sem ég er að ýja að. Það þarf að taka samtölin við félögin. Á sama tíma má ekki gleyma árangri landsliðanna, hann er mikilvægur rekstri knattspyrnusambandsins. Tengingin þarf að vera betri og samtalið skilvirkari en áður hefur verið.“ „Ég held það fari enginn af stað í svona ferðalag án þess að hafa aðeins rætt það við sitt bakland og skoða hvernig landið liggur. Ég til mig hafa ákveðinn stuðning og svo verður að koma í ljós hversu langt það nær.“ „Knattspyrnan er með úreltan þjóðarleikvang sem þarf að fá niðurstöðu í. Það sama á við um aðrar boltagreinar hér á landi. Þetta er bara barátta sem við verðum að setja vigt í og þrýsta á.“ „Knattspyrnusambandið þarf að vera meira til staðar fyrir félögin. Við erum að ná sögulegum lágpunkti með félagsliðin okkar í Evrópukeppni. Það þarf að endurskoða málin þarna, það þarf að endurskoða mótahaldið hjá okkur. Það er tillaga núna á næsta ársþingi að breyta mótahaldi í efstu deild karla, mitt mat er að það þarf að gera það á fleiri stöðum. Við sitjum rosalega aftarlega á merinni varðandi Íslandsmót barna og unglinga.“ „Þarna þarf að stokka spilin upp á nýtt og ég tel mig hafa þónokkuð til málanna að leggja eftir mína reynslu innan úr hreyfingunni.“ „Lífsnauðsynlegt fyrir hreyfinguna að við fáum hæft fólk sem vill bjóða sig fram í stjórn sambandsins.“ „Við fögnum öllum framboðum sem koma. Það má ekki gleyma því að við erum að ræða um formanninn núna. Ég hvet aðila úr hreyfingunni í að bjóða sig fram til stjórnar KSÍ. Það hefur verið fólk á útleið þar, við erum að tapa ákveðinni þekkingu. Lífsnauðsynlegt fyrir hreyfinguna að við fáum hæft fólk sem vill bjóða sig fram í stjórn sambandsins og ég hvet sem flesta til að bjóða sig fram þannig við höfum val þar í kosningunum,“ sagði Sævar að endingu. Klippa: Viðtal við Sævar Pétursson: Frambjóðanda til formanns Knattspyrnusambands Íslands
Fótbolti KSÍ Íslenski boltinn Mest lesið Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Handbolti „Þetta er mjög ljúft“ Handbolti Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Fótbolti Hummels kom Rómverjum til bjargar Fótbolti Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Handbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Hófu titilvörnina með öruggum sigri Handbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Fleiri fréttir Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Yamal Gulldrengur ársins og López Gullstúlka ársins Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Dramatík á Villa Park Mascherano þjálfar Messi á Miami Elfar Árni heim í Völsung „Gefur enga mynd af því sem við erum að fara að ganga í gegnum“ Amma Bellinghams fór ekki út úr húsi á meðan EM stóð Sjá meira