Mannauðsmál sett á sama stall og fjármál GEO HUXUN 9. febrúar 2022 14:30 Vilmar Pétursson, mannauðsstjóri hjá Vinnumálastofnun á hnjúknum Vilmar Pétursson er menntaður í félagsfræði og félagsráðgjöf. Eftir að hafa unnið við það í nokkur ár tók hann meistarapróf í stefnumótun og stjórnun, sem fól meðal annars í sér mannauðsstjórnun. Síðustu átta ár hefur Vilmar verið mannauðsstjóri hjá Vinnumálastofnun, en áður vann hann sem ráðgjafi um stefnumótun, þjálfun og mannauðsmál hjá Capacent í um þrettán ár. Mannauðurinn undirstaða árangurs Hvað er það við mannauðsmál sem þér þykir áhugavert? „Í raun og veru þykir mér mest áhugaverð þessi tenging á milli mannauðsmála og stefnumótunar, sem hríslast niður í aðra þætti. „Macro“ hlutirnir. Að tengja saman mannauð við það sem vinnustaðurinn á að gera og standa fyrir.“ Vilmar telur mannauðinn vera undirstaða þess að stefnur nái árangri og því þurfi að tengja þau mál saman. Hann sótti um hjá Vinnumálastofnun m.a. vegna þess að þar situr mannauðsstjóri í yfirstjórn. „Það er alls ekki algilt. Þetta þykir mér mjög mikilvægt, að mannauðsmálin séu sett á sama stað og fjármál og annað slíkt. Að því sé gefið þann sess, þessi stefna og þróun. Mannauðurinn er það mikilvægur. Það skiptir miklu máli fyrir alla starfsemi að mannauðsstjórnun sé við borðið þar sem helstu ákvarðanir séu teknar, og hafi rödd þar.“ Starfsemi stofnunarinnar mótar mannauðsmálin Vinnumálastofnun er einstök hvað varðar mannauðsmál að því leytinu til að stofnunin stækkar og minnkar eftir atvinnuleysi. „Við erum kannski ólík öðrum stofnunum þar sem okkur fjölgar þegar atvinnuleysi eykst, og fækkar þegar atvinnuleysi minnkar. Bara t.d. á COVID tímum, þá hefur okkur fjölgað um næstum því helming á tveimur árum. Við höfum verið meira „reactive“, verið að ráða inn fólk til að takast á við öll auknu verkefnin á COVID tímum.“ Á vinnustaðnum Mannauðsmálin hjá Vinnumálastofnun litast jafnframt af því hve víðtæk starfsemi stofnunarinnar er. „Við sjáum um greiðslu bóta, allt frá því að hjálpa fólki að sækja um, afgreiða bæturnar, greiða þær út og hafa eftirlit með bótasvikum og slíkt. Við erum með lögfræðinga, viðskiptafræðinga, og stjórnsýslusvið. Við erum með ákveðna rannsóknarskyldu, að sjá fyrir um þróun vinnumarkaðar og síðan að fylgjast með þróun atvinnuleysis. Svo við erum með mjög veigamikla starfsemi og allskonar „spectrum“ af fólki. Starfsemi okkar er líka dreifð út um allt land, átta starfsstöðvar. Það eru starfsstöðvar í öllum landsfjórðungum.“ Mikilvægt að fólk finni að vinnan skipti máli Hvað þarf stofnun eins og Vinnumálastofnun til þess að blómstra? „Kannski smá klisjukennt, en það er mikilvægt að fólki finnist það sem það er að gera skipta máli. Sem dæmi: í mesta hasarnum, þegar allt var í sem mestri óvissu í COVID, þá fengum við bestu starfsánægju mælingar sem við höfum nokkurn tímann fengið. Á þeim tímapunkti voru um fimmtíu þúsund manns að fá sitt lífsviðurværi frá okkur, þannig að fólk upplifði svo rosalega á eigin skinni að sín vinna skipti svona miklu máli. Það þarf að passa að vinnan hafi tilgang og skipti máli. Þú þarft að vera í störfum þar sem þú finnur þig og hefur ánægju af, reynir á þig og allt það, og svo skiptir stjórnun gríðarlega miklu máli og allir þessir þættir. Maður gæti haldið endalaust áfram.“ Vilmar og samstarfsfélagar Aðgerðir í mannauðsmálum byggðar á gögnum Vinnumálastofnun leggur sig fram við að skapa gott starfsumhverfi, með ýmsum leiðum. „Við erum að horfa til og höfum verið að þróa okkur áfram í skipulagsbreytingum í gegnum árin og erum að horfa meira á vinnu þvert á einingar, teymisvinnu, verkefnamiðaða vinnu, þannig það skapar einhverja fjölbreytni í störfunum.“ Þar að auki, nota þau mælitækið HR Monitor til að setja sér ýmis markmið. Vinnumálastofnun byrjaði að nota HR Monitor fyrir um fjórum árum. „Við tókum þessa ákvörðun því það er nauðsynlegt að taka svona prufur, til að taka stöðuna reglulega, og meta aðgerðir út frá því. Rétt eins og það eru leiðir til að skoða hvernig okkur gengur út frá fjárhagsáætlun, á það sama að vera hægt út frá mannauðnum. Að það sé ekki bara tilfinning heldur gögn sem maður getur unnið út frá og byggt á.“ Vilmar segir frá því að Vinnumálastofnun noti HR Monitor í mjög víðum tilgangi og með mismunandi markmið að leiðarljósi. „Við höfum stundum notað mælingarnar bara praktískt til að meta árangur af því sem við erum að gera í það og það skiptið, upplifun og líðan fólks. Stundum geta þær verið meira þjálfunarmiðaðar, stundum meira stjórnunarmiðaðar. Eins og í tengslum við styttingu vinnuvikunnar, þá settum við inn spurningar sem tengdust því. Það er mjög gott að hafa svona vettvang.“ Mannauðsmál Vinnustaðamenning Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Barnamálaráðherra keypti fyrsta Jólaálfinn EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Reykskynjara vantar of víða – Eldvarnarátak stendur nú yfir Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Þola gluggarnir þínir íslenskt veðurfar? Greiðsluáskorun Eini sjö sæta rafbíllinn frá Peugot Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Frumsýning á Audi Q6 e-tron lúxussportjeppanum Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Sjá meira
Mannauðurinn undirstaða árangurs Hvað er það við mannauðsmál sem þér þykir áhugavert? „Í raun og veru þykir mér mest áhugaverð þessi tenging á milli mannauðsmála og stefnumótunar, sem hríslast niður í aðra þætti. „Macro“ hlutirnir. Að tengja saman mannauð við það sem vinnustaðurinn á að gera og standa fyrir.“ Vilmar telur mannauðinn vera undirstaða þess að stefnur nái árangri og því þurfi að tengja þau mál saman. Hann sótti um hjá Vinnumálastofnun m.a. vegna þess að þar situr mannauðsstjóri í yfirstjórn. „Það er alls ekki algilt. Þetta þykir mér mjög mikilvægt, að mannauðsmálin séu sett á sama stað og fjármál og annað slíkt. Að því sé gefið þann sess, þessi stefna og þróun. Mannauðurinn er það mikilvægur. Það skiptir miklu máli fyrir alla starfsemi að mannauðsstjórnun sé við borðið þar sem helstu ákvarðanir séu teknar, og hafi rödd þar.“ Starfsemi stofnunarinnar mótar mannauðsmálin Vinnumálastofnun er einstök hvað varðar mannauðsmál að því leytinu til að stofnunin stækkar og minnkar eftir atvinnuleysi. „Við erum kannski ólík öðrum stofnunum þar sem okkur fjölgar þegar atvinnuleysi eykst, og fækkar þegar atvinnuleysi minnkar. Bara t.d. á COVID tímum, þá hefur okkur fjölgað um næstum því helming á tveimur árum. Við höfum verið meira „reactive“, verið að ráða inn fólk til að takast á við öll auknu verkefnin á COVID tímum.“ Á vinnustaðnum Mannauðsmálin hjá Vinnumálastofnun litast jafnframt af því hve víðtæk starfsemi stofnunarinnar er. „Við sjáum um greiðslu bóta, allt frá því að hjálpa fólki að sækja um, afgreiða bæturnar, greiða þær út og hafa eftirlit með bótasvikum og slíkt. Við erum með lögfræðinga, viðskiptafræðinga, og stjórnsýslusvið. Við erum með ákveðna rannsóknarskyldu, að sjá fyrir um þróun vinnumarkaðar og síðan að fylgjast með þróun atvinnuleysis. Svo við erum með mjög veigamikla starfsemi og allskonar „spectrum“ af fólki. Starfsemi okkar er líka dreifð út um allt land, átta starfsstöðvar. Það eru starfsstöðvar í öllum landsfjórðungum.“ Mikilvægt að fólk finni að vinnan skipti máli Hvað þarf stofnun eins og Vinnumálastofnun til þess að blómstra? „Kannski smá klisjukennt, en það er mikilvægt að fólki finnist það sem það er að gera skipta máli. Sem dæmi: í mesta hasarnum, þegar allt var í sem mestri óvissu í COVID, þá fengum við bestu starfsánægju mælingar sem við höfum nokkurn tímann fengið. Á þeim tímapunkti voru um fimmtíu þúsund manns að fá sitt lífsviðurværi frá okkur, þannig að fólk upplifði svo rosalega á eigin skinni að sín vinna skipti svona miklu máli. Það þarf að passa að vinnan hafi tilgang og skipti máli. Þú þarft að vera í störfum þar sem þú finnur þig og hefur ánægju af, reynir á þig og allt það, og svo skiptir stjórnun gríðarlega miklu máli og allir þessir þættir. Maður gæti haldið endalaust áfram.“ Vilmar og samstarfsfélagar Aðgerðir í mannauðsmálum byggðar á gögnum Vinnumálastofnun leggur sig fram við að skapa gott starfsumhverfi, með ýmsum leiðum. „Við erum að horfa til og höfum verið að þróa okkur áfram í skipulagsbreytingum í gegnum árin og erum að horfa meira á vinnu þvert á einingar, teymisvinnu, verkefnamiðaða vinnu, þannig það skapar einhverja fjölbreytni í störfunum.“ Þar að auki, nota þau mælitækið HR Monitor til að setja sér ýmis markmið. Vinnumálastofnun byrjaði að nota HR Monitor fyrir um fjórum árum. „Við tókum þessa ákvörðun því það er nauðsynlegt að taka svona prufur, til að taka stöðuna reglulega, og meta aðgerðir út frá því. Rétt eins og það eru leiðir til að skoða hvernig okkur gengur út frá fjárhagsáætlun, á það sama að vera hægt út frá mannauðnum. Að það sé ekki bara tilfinning heldur gögn sem maður getur unnið út frá og byggt á.“ Vilmar segir frá því að Vinnumálastofnun noti HR Monitor í mjög víðum tilgangi og með mismunandi markmið að leiðarljósi. „Við höfum stundum notað mælingarnar bara praktískt til að meta árangur af því sem við erum að gera í það og það skiptið, upplifun og líðan fólks. Stundum geta þær verið meira þjálfunarmiðaðar, stundum meira stjórnunarmiðaðar. Eins og í tengslum við styttingu vinnuvikunnar, þá settum við inn spurningar sem tengdust því. Það er mjög gott að hafa svona vettvang.“
Mannauðsmál Vinnustaðamenning Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Barnamálaráðherra keypti fyrsta Jólaálfinn EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Reykskynjara vantar of víða – Eldvarnarátak stendur nú yfir Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Þola gluggarnir þínir íslenskt veðurfar? Greiðsluáskorun Eini sjö sæta rafbíllinn frá Peugot Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Frumsýning á Audi Q6 e-tron lúxussportjeppanum Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Sjá meira