Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - Njarðvík 76-70 | Botnliðið hafði betur gegn toppliðinu Dagur Lárusson skrifar 9. febrúar 2022 22:22 Breiðablik vann sterkan sigur gegn Njarðvík í kvöld. Vísir/Daníel Breiðablik fór með sigur af hólmi gegn toppliði Njarðvíkur í Subway-deild kvenna í dag en lokatölur voru 76-70. Fyrir leikinn var Njarðvík í efsta sætinu með tuttugu stig á meðan Breiðablik var á hinum enda töflunnar með sex stig. Blikar byrjuðu leikinn af miklum krafti og náðu forystunni strax snemma leiks. Sú forysta átti eftir að fylgja þeim út allan fyrri hálfleikinn en eftir fyrsta leikhluta var staðan 18-17 og í hálfleik var hún 39-29. Í seinni hálfleiknum voru nokkrir kaflar þar sem það leit út fyrir það að toppliðið væri að ná tökum á leiknum en alltaf náðu Blikar að koma til baka og auka forskot sitt að nýju. Eftir þriðja leikhluta var staðan 57-48 og lokatölur voru síðan 76-70. Michaela Kelly átti sannkallaðan stórleik í liði Breiðabliks en hún gerði sér lítið fyrir og skoraði 37 stig, tók sjö fráköst og gaf þrjá stoðsendingar. Af hverju vann Breiðablik? Þær virtust vilja þetta meira í dag og það sást á spilamennskunni. Baráttan var til staðar allan leikinn og þær komu alltaf til baka eftir góða kafla hjá Njarðvík. Hverjar stóðu upp úr? Það var einn leikmaður sem spilaði betur heldur en allir aðrir í dag og það var Michaela Kelly. Hvað fór illa? Rúnar Ingi, þjálfari Njarðvíkur, talaði um það eftir leik að það hafi vantað upp á orkuna og baráttuandann í sínu liði. Hvað gerist næst? Næsti leikur Breiðabliks er gegn Haukum þann 13.febrúar á meðan næsti leikur Njarðvíkur er toppslagur gegn Fjölni þann sama dag. Ívar Ásgrímsson: Varnarleikurinn og karakterinn til fyrirmyndar Ívar Ásgrímsson, þjálfari Breiðabliks, var eðlilega sáttur með sigur kvöldsinsVÍSIR/DANÍEL „Jú ég er mjög sáttur, núna erum við búnar að vinna bæði Val í síðasta leik og svo Njarðvík núna,” byrjaði Ívar Ásgrímsson, þjálfari Breiðabliks, að segja eftir leik. Ívar var á því að þetta væri ein besta frammistaða liðsins í vetur. „Þetta er allaveganna ein af bestu frammistöðunum. Við spiluðum einnig vel í síðasta leik gegn þeim þar sem við töpuðum með einu stigi, síðan spiluðum við líka vel þegar við unnum Val og Keflavík. Ég myndi segja að þetta væri svona þriðja besta frammistaðan,” hélt Ívar áfram. Ívar var sérstaklega ánægður með varnarleikinn og karakter liðsins í leiknum. „Það var varnarleikurinn sem var lykilinn að sigrinum í kvöld, við vörðumst vel allan leikinn en svo var það líka karakterinn. Það var í nokkur skipti þar sem þær voru nálægt því að jafna þar sem við vorum að kasta frá okkur boltanum en við sáum alltaf til þess að þær næðu því ekki og síðan náðum við að auka forskotið aftur.” Michaela Kelly átti stórleik í liði Breiðabliks en hún skoraði 37 stig. „Svo var ég rosalega ánægður með Kelly í þessum leik, þegar okkur vantaði körfu þá einfaldlega sótti hún að körfunni og skoraði fyrir ykkur sem var mjög mikilvægt,” sagði Ívar að lokum. Rúnar Ingi: Vildum að næsti maður gerði þetta ,,Þetta er auðvitað gríðarlega svekkjandi en við vorum einfaldlega undir í baráttunni strax frá því í byrjun,” byrjaði Rúnar Ingi, þjálfari Njarðvíkur, að segja eftir leik. ,,Ég var að reyna að fá einhverja orku inn í mitt lið allan leikinn en það virtist ekki virka. Kannski auðvelt fyrir Breiðablik að koma inn í þennan leik með tvo lykilmenn meidda og gefa allt í þetta. Við vorum einhvern veginn alltaf að vonast til þess að næsti maður gerði hlutina fyrir okkur,” hélt Rúnar áfram. Rúnar vill þó alls ekki meina að lið hans hafi vanmetið Breiðablik. ,,Nei alls ekki, við áttum slakan leik síðast og vorum staðráðnar að mæta í þennan leik og snúa þessu við á nýjan leik. Við einfaldlega vorum ekki með á nótunum í fjörutíu mínútur en í staðinn vorum við að velja kafla í leiknum þar sem við gáfum allt í þetta og það er ekki nógu gott.” Subway-deild kvenna Breiðablik UMF Njarðvík
Breiðablik fór með sigur af hólmi gegn toppliði Njarðvíkur í Subway-deild kvenna í dag en lokatölur voru 76-70. Fyrir leikinn var Njarðvík í efsta sætinu með tuttugu stig á meðan Breiðablik var á hinum enda töflunnar með sex stig. Blikar byrjuðu leikinn af miklum krafti og náðu forystunni strax snemma leiks. Sú forysta átti eftir að fylgja þeim út allan fyrri hálfleikinn en eftir fyrsta leikhluta var staðan 18-17 og í hálfleik var hún 39-29. Í seinni hálfleiknum voru nokkrir kaflar þar sem það leit út fyrir það að toppliðið væri að ná tökum á leiknum en alltaf náðu Blikar að koma til baka og auka forskot sitt að nýju. Eftir þriðja leikhluta var staðan 57-48 og lokatölur voru síðan 76-70. Michaela Kelly átti sannkallaðan stórleik í liði Breiðabliks en hún gerði sér lítið fyrir og skoraði 37 stig, tók sjö fráköst og gaf þrjá stoðsendingar. Af hverju vann Breiðablik? Þær virtust vilja þetta meira í dag og það sást á spilamennskunni. Baráttan var til staðar allan leikinn og þær komu alltaf til baka eftir góða kafla hjá Njarðvík. Hverjar stóðu upp úr? Það var einn leikmaður sem spilaði betur heldur en allir aðrir í dag og það var Michaela Kelly. Hvað fór illa? Rúnar Ingi, þjálfari Njarðvíkur, talaði um það eftir leik að það hafi vantað upp á orkuna og baráttuandann í sínu liði. Hvað gerist næst? Næsti leikur Breiðabliks er gegn Haukum þann 13.febrúar á meðan næsti leikur Njarðvíkur er toppslagur gegn Fjölni þann sama dag. Ívar Ásgrímsson: Varnarleikurinn og karakterinn til fyrirmyndar Ívar Ásgrímsson, þjálfari Breiðabliks, var eðlilega sáttur með sigur kvöldsinsVÍSIR/DANÍEL „Jú ég er mjög sáttur, núna erum við búnar að vinna bæði Val í síðasta leik og svo Njarðvík núna,” byrjaði Ívar Ásgrímsson, þjálfari Breiðabliks, að segja eftir leik. Ívar var á því að þetta væri ein besta frammistaða liðsins í vetur. „Þetta er allaveganna ein af bestu frammistöðunum. Við spiluðum einnig vel í síðasta leik gegn þeim þar sem við töpuðum með einu stigi, síðan spiluðum við líka vel þegar við unnum Val og Keflavík. Ég myndi segja að þetta væri svona þriðja besta frammistaðan,” hélt Ívar áfram. Ívar var sérstaklega ánægður með varnarleikinn og karakter liðsins í leiknum. „Það var varnarleikurinn sem var lykilinn að sigrinum í kvöld, við vörðumst vel allan leikinn en svo var það líka karakterinn. Það var í nokkur skipti þar sem þær voru nálægt því að jafna þar sem við vorum að kasta frá okkur boltanum en við sáum alltaf til þess að þær næðu því ekki og síðan náðum við að auka forskotið aftur.” Michaela Kelly átti stórleik í liði Breiðabliks en hún skoraði 37 stig. „Svo var ég rosalega ánægður með Kelly í þessum leik, þegar okkur vantaði körfu þá einfaldlega sótti hún að körfunni og skoraði fyrir ykkur sem var mjög mikilvægt,” sagði Ívar að lokum. Rúnar Ingi: Vildum að næsti maður gerði þetta ,,Þetta er auðvitað gríðarlega svekkjandi en við vorum einfaldlega undir í baráttunni strax frá því í byrjun,” byrjaði Rúnar Ingi, þjálfari Njarðvíkur, að segja eftir leik. ,,Ég var að reyna að fá einhverja orku inn í mitt lið allan leikinn en það virtist ekki virka. Kannski auðvelt fyrir Breiðablik að koma inn í þennan leik með tvo lykilmenn meidda og gefa allt í þetta. Við vorum einhvern veginn alltaf að vonast til þess að næsti maður gerði hlutina fyrir okkur,” hélt Rúnar áfram. Rúnar vill þó alls ekki meina að lið hans hafi vanmetið Breiðablik. ,,Nei alls ekki, við áttum slakan leik síðast og vorum staðráðnar að mæta í þennan leik og snúa þessu við á nýjan leik. Við einfaldlega vorum ekki með á nótunum í fjörutíu mínútur en í staðinn vorum við að velja kafla í leiknum þar sem við gáfum allt í þetta og það er ekki nógu gott.”
Leik lokið: Holland - Ísland 27-25 | Tveggja marka tap niðurstaðan eftir flotta frammistöðu gegn erfiðum andstæðingi Handbolti
Leik lokið: Holland - Ísland 27-25 | Tveggja marka tap niðurstaðan eftir flotta frammistöðu gegn erfiðum andstæðingi Handbolti