Fimm skíðastökkskonur dæmdar úr leik vegna búninga sem voru ekki nógu þröngir Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 10. febrúar 2022 09:30 Sara Takanashi frá Japan var ein þeirra sem var dæmd úr leik í skíðastökki blandaðra liða. Búningur hennar þótti of víður um lærin. getty/Cameron Spencer Fimm konur sem kepptu í skíðastökki blandaðra liða voru dæmdar úr leik vegna búninganna sem þær klæddust. Sara Takanashi frá Japan, Daniela Iraschko-Stolz frá Austurríki, Þjóðverjinn Katharina Althaus og Anna Odine Stroem og Silje Opseth frá Noregi voru dæmdar úr leik og máttu ekki keppa. Eftir skoðun komust sérfræðingar Alþjóðaskíðasambandsins (FIS) að því að búningar þeirra væru of stórir og gæfu þeim ósanngjarnt forskot þegar þær væru í loftinu. Sumar af hinum óheppnu skíðakonum sögðust hafa klæðst sömu búningunum áður án þess að neinar athugasemdir hafi verið gerðar við þá. Althaus var afar ósátt við ákvörðun FIS. „Við hlökkuðum til að taka þátt í annarri keppninni á Ólympíuleikunum en FIS skemmdi það með þessari ákvörðun. Þeir eyðilögðu skíðastökk kvenna. Nöfnin okkar eru þarna núna og við drógum svarta pétur. Svona eyðileggurðu þjóðir, þróun og íþróttina,“ sagði sú þýska. Clas Brede Bråthen, liðsstjóri norska liðsins, sagði að dagurinn sem konurnar voru dæmdar úr leik væri einn á svartasti í sögu íþróttarinnar. Reglur um búninga í skíðastökki eru afar strangar og í þeim er farið í öll minnstu smáatriði, meðal annars hvar saumarnir á búningunum eiga að vera og hvernig undirfötum íþróttafólkið má vera í innan undir búningunum. Slóvenía hrósaði sigri í blandraðri liðakeppni í skíðastökki. Rússneska ólympíunefndin fékk silfur og Kanada brons. Vetrarólympíuleikar 2022 í Peking Skíðaíþróttir Mest lesið Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fleiri fréttir Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fimmta tap Gróttu í röð Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Botnliðið fær landsliðsmann Sættir sig við viku í viðbót í banni þrátt fyrir litla sem enga sök Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Vilja halda HM á hlaupabrettum Fær Ólympíugullið sitt fimmtán árum síðar Sjá meira
Sara Takanashi frá Japan, Daniela Iraschko-Stolz frá Austurríki, Þjóðverjinn Katharina Althaus og Anna Odine Stroem og Silje Opseth frá Noregi voru dæmdar úr leik og máttu ekki keppa. Eftir skoðun komust sérfræðingar Alþjóðaskíðasambandsins (FIS) að því að búningar þeirra væru of stórir og gæfu þeim ósanngjarnt forskot þegar þær væru í loftinu. Sumar af hinum óheppnu skíðakonum sögðust hafa klæðst sömu búningunum áður án þess að neinar athugasemdir hafi verið gerðar við þá. Althaus var afar ósátt við ákvörðun FIS. „Við hlökkuðum til að taka þátt í annarri keppninni á Ólympíuleikunum en FIS skemmdi það með þessari ákvörðun. Þeir eyðilögðu skíðastökk kvenna. Nöfnin okkar eru þarna núna og við drógum svarta pétur. Svona eyðileggurðu þjóðir, þróun og íþróttina,“ sagði sú þýska. Clas Brede Bråthen, liðsstjóri norska liðsins, sagði að dagurinn sem konurnar voru dæmdar úr leik væri einn á svartasti í sögu íþróttarinnar. Reglur um búninga í skíðastökki eru afar strangar og í þeim er farið í öll minnstu smáatriði, meðal annars hvar saumarnir á búningunum eiga að vera og hvernig undirfötum íþróttafólkið má vera í innan undir búningunum. Slóvenía hrósaði sigri í blandraðri liðakeppni í skíðastökki. Rússneska ólympíunefndin fékk silfur og Kanada brons.
Vetrarólympíuleikar 2022 í Peking Skíðaíþróttir Mest lesið Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fleiri fréttir Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fimmta tap Gróttu í röð Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Botnliðið fær landsliðsmann Sættir sig við viku í viðbót í banni þrátt fyrir litla sem enga sök Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Vilja halda HM á hlaupabrettum Fær Ólympíugullið sitt fimmtán árum síðar Sjá meira