Búið að bera kennsl á þá fjóra sem voru í Þingvallavatni Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. febrúar 2022 10:39 Viðbragðsaðilar á slöngubát á Þingvallavatni í morgun. Vísir/Vilhelm Þingvallavatn hefur lagt á ný og þykktin á ísnum gæti reynst slík að fresta þurfi því að ná flugvélinni TF ABB af botni vatnsins. Þeir fjórir sem voru í vélinni náðust á land í gær og hafa aðstanendur borið kennsl á þá látnu. Þingvallavegur er opinn og ekki efni til að loka vegna þeirra aðgerða sem eru framundan við Ölfusvatnsvík í dag. Aðgerðir við Þingvallavatn stóðu yfir í allan gærdag á meðan bjart var og lauk um kvöldmatarleytið. Framan af degi leit út fyrir að erfitt gæti reynst að ná karlmönnunum fjórum af botni vatnsins vegna sentímetraþykks íslags á vatninu. Eftir hádegið var unnt að hefja aðgerðir. Fram kemur í tilkynningu frá Lögreglunni á Suðurlandi að aðgerðirnar í gær hafi gengið afar vel. Líkin voru flutt til Reykjavíkur og komið þar fyrir í kapellu þar sem aðstandur komu og báru kensl á sitt fólk og áttu stund með þeim. Í framhaldi af því voru líkin flutt til krufningar. Tekin var ákvörðun um að nota fjarstýrðan kafbát til að færa líkin upp til móts við kafara í gær. Ætlunin hafði verið að tryggja að allir þeir munir sem á þeim væru væru tryggðir með því að kafarar byggju um þau á botninum og lyfta þeim svo upp. Smákafbátur sem notaður var í gær til að ná þeim látnu upp úr vatninu. Hann virkar á 400 metra dýpi.Vísir/Vilhelm Lögregla segir að við þær aðstæður sem voru á vettvangi í gær og þá stöðu að þurfa að vera með báta á vatninu til að halda því opnu hafi ekki þótt rétt að eyða dýrmætum tíma í það. Því hafi verið gripið til þessa ráðs. Eftir skoðun í gærkvöldi virðist það ekki hafa haft áhrif á mikilvæga þætti við öflun gagna. Viðbragðsaðilar voru komnir á vettvang snemma í morgun og eru aðstæður veðurfarslega góðar. Þar er nú sex stiga frost og hægviðri. Hins vegar hefur vatnið lagt á ný og er nú verið að kanna hvort þykktin á ísnum sé slík að bátar ráði ekki við að brjóta sér leið um vatnið. Stund milli stríða hjá björgunarsveitarfólki á svæðinu.Vísir/Vilhelm Vera kann að nauðsynlegt verði að fresta aðgerðum um lengri tíma ef ekki er unnt að vinna á ísnum nú. „Ákveðið hefur verið að hleypa fjölmiðlum inn á vinnusvæðið nú. Þeir gefa sig fram við lokun við Þingvallaveg og ganga þaðan niður í búðirnar. Þá hefur verið ákveðið að heimila takmarkað drónaflug fjölmiðla þannig að drónar taki á loft frá þessu sama bílastæði en stjórnendur þeirra hafi áður upplýst lögreglumönn við lokun um þá fyrirætlan. Þannig geta lögreglumenn náð á stjórnendur strax ef kalla þarf loftför niður vegna annarra vinnu,“ segir í tilkynningunni. Stjórnstöðvarbíllinn frá Landsbjörg, betur þekktur sem Björninn, sem er á svæðinu við Þingvallavatn.Vísir/Vilhelm Afþrýstiklefi á svæðinu sem kafarar geta nýtt séu þeir með afþrýstiáverka eða finni fyrir köfunarveiki.Vísir/Vilhelm Flugslys við Þingvallavatn Lögreglumál Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Fleiri fréttir Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Framlengir fjöldaflóttavernd enn frekar Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Að starfa með Sjálfstæðisflokknum eins og að sænga hjá ísbirni Grunaður morðingi áfram bak við lás og slá Allir flokkar innan frávika í könnunum nema Flokkur fólksins Sjá meira
Þingvallavegur er opinn og ekki efni til að loka vegna þeirra aðgerða sem eru framundan við Ölfusvatnsvík í dag. Aðgerðir við Þingvallavatn stóðu yfir í allan gærdag á meðan bjart var og lauk um kvöldmatarleytið. Framan af degi leit út fyrir að erfitt gæti reynst að ná karlmönnunum fjórum af botni vatnsins vegna sentímetraþykks íslags á vatninu. Eftir hádegið var unnt að hefja aðgerðir. Fram kemur í tilkynningu frá Lögreglunni á Suðurlandi að aðgerðirnar í gær hafi gengið afar vel. Líkin voru flutt til Reykjavíkur og komið þar fyrir í kapellu þar sem aðstandur komu og báru kensl á sitt fólk og áttu stund með þeim. Í framhaldi af því voru líkin flutt til krufningar. Tekin var ákvörðun um að nota fjarstýrðan kafbát til að færa líkin upp til móts við kafara í gær. Ætlunin hafði verið að tryggja að allir þeir munir sem á þeim væru væru tryggðir með því að kafarar byggju um þau á botninum og lyfta þeim svo upp. Smákafbátur sem notaður var í gær til að ná þeim látnu upp úr vatninu. Hann virkar á 400 metra dýpi.Vísir/Vilhelm Lögregla segir að við þær aðstæður sem voru á vettvangi í gær og þá stöðu að þurfa að vera með báta á vatninu til að halda því opnu hafi ekki þótt rétt að eyða dýrmætum tíma í það. Því hafi verið gripið til þessa ráðs. Eftir skoðun í gærkvöldi virðist það ekki hafa haft áhrif á mikilvæga þætti við öflun gagna. Viðbragðsaðilar voru komnir á vettvang snemma í morgun og eru aðstæður veðurfarslega góðar. Þar er nú sex stiga frost og hægviðri. Hins vegar hefur vatnið lagt á ný og er nú verið að kanna hvort þykktin á ísnum sé slík að bátar ráði ekki við að brjóta sér leið um vatnið. Stund milli stríða hjá björgunarsveitarfólki á svæðinu.Vísir/Vilhelm Vera kann að nauðsynlegt verði að fresta aðgerðum um lengri tíma ef ekki er unnt að vinna á ísnum nú. „Ákveðið hefur verið að hleypa fjölmiðlum inn á vinnusvæðið nú. Þeir gefa sig fram við lokun við Þingvallaveg og ganga þaðan niður í búðirnar. Þá hefur verið ákveðið að heimila takmarkað drónaflug fjölmiðla þannig að drónar taki á loft frá þessu sama bílastæði en stjórnendur þeirra hafi áður upplýst lögreglumönn við lokun um þá fyrirætlan. Þannig geta lögreglumenn náð á stjórnendur strax ef kalla þarf loftför niður vegna annarra vinnu,“ segir í tilkynningunni. Stjórnstöðvarbíllinn frá Landsbjörg, betur þekktur sem Björninn, sem er á svæðinu við Þingvallavatn.Vísir/Vilhelm Afþrýstiklefi á svæðinu sem kafarar geta nýtt séu þeir með afþrýstiáverka eða finni fyrir köfunarveiki.Vísir/Vilhelm
Flugslys við Þingvallavatn Lögreglumál Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Fleiri fréttir Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Framlengir fjöldaflóttavernd enn frekar Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Að starfa með Sjálfstæðisflokknum eins og að sænga hjá ísbirni Grunaður morðingi áfram bak við lás og slá Allir flokkar innan frávika í könnunum nema Flokkur fólksins Sjá meira