Umfjöllun og viðtöl: Selfoss - Haukar 27-30 | Aron lokaði búrinu í sigri Hauka Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 13. febrúar 2022 21:54 Aron Rafn Eðvaldsson var frábær í marki Hauka í kvöld. Haukar unnu góðan þriggja marka sigur er liðið heimsótti Selfyssinga í Olís-deild karla í handbolta í kvöld. Lokatölur urðu 27-30, en Aron Rafn Eðvaldsson stal senunni í marki Hauka. Liðin skiptust á að skora í upphafi og mikill hraði einkenndi leikinn. Haukar skoruðu fyrstu tvö mörk leiksins, en munurinn á liðunum varð aldrei meiri en tvö mörk í fyrri hálfleik. Selfyssingar geta helst þakkað markverði sínum, Vilius Rasimas, fyrir það að Haukar náðu ekki afgerandi forystu í fyrri hálfleik, en Rasimas varði oft á tíðum mjög vel. Liðin skiptust því á að hafa forystuna út hálfleikinn, en það voru að lokum heimamenn sem fóru með eins marks forskot inn í búningsklefa í stöðunni 13-12. Haukarnir komu sterkir til leiks í síðari hálfleikinn og náðu fljótt forystunni á ný. Selfyssingar skutu Aron Rafn Eðvaldsson í gang á sama tíma og það varð til þess að Haukar náðu þriggja marka forystu í fyrsta skipti í leiknum í stöðunni 20-17 þegar rétt rúmar tíu mínútur voru liðnar af síðar hálfleik. Aron var ekki á þeim buxunum að fara að hætta að verja alveg strax og Haukarnir juku forskot sitt í fimm mörk. Selfyssingar hefðu auðveldlega getað lagst í gólfið og gefist upp, en þeir náðu að klóra sig aftur inn í leikinn og minnka muninn niður í eitt mark þegar rúmar sjö mínútur voru til leiksloka. Haukarnir reyndust þó sterkari aðilinn á lokametrunum og unnu að lokum góðan þriggja marka sigur, 30-27. Af hverju unnu Haukar? Aron Rafn Eðvaldsson á stóran þátt í sigri Hauka. Hann skellti í lás í síðari hálfleik og sá til þess að áhlaup Selfyssinga kom seint. Tökum þó ekkert af Haukaliðinu sem heild, en þeir spiluðu heilt yfir góðan leik. Að skora 30 mörk gegn Selfyssingum á útivelli er ekki á allra færi. Hverjir stóðu upp úr? Markverðirnir áttu sviðið í kvöld. Vilius Rasimas hélt Selfyssingum inni í leiknum í fyrri hálfleik og og hjálpaði liðinu að halda leiknum jöfnum allan tíman. Aron Rafn Eðvaldsson var svo algjörlega frábær í allt kvöld, og þá sérstaklega í síðari hálfleik. Samkvæmt minni talningu endaði hann með 23 varin skot, sem geri 46 prósent markvörslu. Hvað gekk illa? Selfyssingum gekk fyrst og fremst illa að skora fram hjá Aroni Rafni í síðari hálfleik. Bæði lið áttu það einnig til að tapa boltanum klaufalega á köflum. Hvað gerist næst? Bæði Selfyssingar og Haukar leika í Coca Cola bikarnum á miðvikudaginn. Haukar heimsækja Gróttu og Selfyssingar fara í Breiðholtið þar sem ÍR-ingar bíða þeirra. Aron: Seinni hálfleikurinn var bara mjög góður af okkar hálfu Aron Kristjánsson var eðlilega sáttur með þriggja marka sigur sinna manna í kvöld.VÍSIR/BÁRA „Mér líður bara mjög vel, ég er ánægður með þennan sigur því þetta er erfiður útivöllur að spila á,“ sagði Aron Kristjánsson, þjálfari Hauka, eftir sigur kvöldsins. „Selfyssingar eru búnir að endurheimta flesta sína leikmenn þannig að þeir eru með sterkt lið og þetta var bara hörkuleikur.“ Eins og fram hefur komið átti Aron Rafn Eðvaldsson frábæran leik í marki Hauka. Þjálfarinn segir þó að sigurinn sé ekki bara markverði liðsins að þakka. „Þetta er ekki bara Aroni að þakka. Hann spilaði frábæran leik, en mér fannst varnarleikurinn lengi vel vera mjög góður. Það sem var vandamálið hjá okkur í fyrri hálfleik var að mér fannst við vera að flýta okkur aðeins of mikið í hraðaupphlaupum og gerðum mjög marga tæknifeila fram á við sem er ólíkt okkur. Svo klikkum við á nokkrum dauðafærum og þess vegna erum við kannski einu undir í hálfleik í staðin fyrir að leiða leikinn aðeins.“ „Í seinni hálfleik erum við agaðari fram á við og spilum góða vörn. Aron er að verja vel og sóknarleikurinn fannst mér góður líka. Seinni hálfleikurinn var bara mjög góður af okkar hálfu.“ Eins og Aron talaði um þá voru Haukarnir hálfgerðir klaufar að vera undir í hálfleik. Vilius Rasimas átti stóran þátt í því í marki Selfyssinga og Aron segir að það hefði verið hægt að detta í meiri pirring yfir þeirri stöðu. „Ef markmenn eru að verja og maður er að henda boltanum frá sér eins og við erum að gera þá geta menn farið að hengja haus. En við vorum búnir að ræða það fyrir leikinn að Selfyssingar væru oft svona sveiflukenndir. Þeir eiga góða spretti en eiga líka oft svona dapra kafla og þá er að nýta sér það.“ „Vilius var frábær í fyrri hálfleik og hans leikur í markinu og okkar mistök frammi við gera það að verkum að eins marks forskot í hálfleik.“ Haukarnir eru á leið í bikarleik næsta miðvikudag þar sem liðið heimsækir Gróttu og Aron er meðvitaður um það að í bikarnum getur allt gerst. „Nú förum við strax í bikarleik á miðvikudaginn og ef við vinnum þann leik þá er leikur strax aftur um helgina og svo kemur vikupása. “ „Nú eru svona allt eða ekkert leikir sem eru aðeins öðruvísi. Mér finnst ágætis taktur hjá okkur, en bikarinn er bara einn leikur og menn verða að vera á tánum og við verðum það á miðvikudaginn.“ Olís-deild karla UMF Selfoss Haukar
Haukar unnu góðan þriggja marka sigur er liðið heimsótti Selfyssinga í Olís-deild karla í handbolta í kvöld. Lokatölur urðu 27-30, en Aron Rafn Eðvaldsson stal senunni í marki Hauka. Liðin skiptust á að skora í upphafi og mikill hraði einkenndi leikinn. Haukar skoruðu fyrstu tvö mörk leiksins, en munurinn á liðunum varð aldrei meiri en tvö mörk í fyrri hálfleik. Selfyssingar geta helst þakkað markverði sínum, Vilius Rasimas, fyrir það að Haukar náðu ekki afgerandi forystu í fyrri hálfleik, en Rasimas varði oft á tíðum mjög vel. Liðin skiptust því á að hafa forystuna út hálfleikinn, en það voru að lokum heimamenn sem fóru með eins marks forskot inn í búningsklefa í stöðunni 13-12. Haukarnir komu sterkir til leiks í síðari hálfleikinn og náðu fljótt forystunni á ný. Selfyssingar skutu Aron Rafn Eðvaldsson í gang á sama tíma og það varð til þess að Haukar náðu þriggja marka forystu í fyrsta skipti í leiknum í stöðunni 20-17 þegar rétt rúmar tíu mínútur voru liðnar af síðar hálfleik. Aron var ekki á þeim buxunum að fara að hætta að verja alveg strax og Haukarnir juku forskot sitt í fimm mörk. Selfyssingar hefðu auðveldlega getað lagst í gólfið og gefist upp, en þeir náðu að klóra sig aftur inn í leikinn og minnka muninn niður í eitt mark þegar rúmar sjö mínútur voru til leiksloka. Haukarnir reyndust þó sterkari aðilinn á lokametrunum og unnu að lokum góðan þriggja marka sigur, 30-27. Af hverju unnu Haukar? Aron Rafn Eðvaldsson á stóran þátt í sigri Hauka. Hann skellti í lás í síðari hálfleik og sá til þess að áhlaup Selfyssinga kom seint. Tökum þó ekkert af Haukaliðinu sem heild, en þeir spiluðu heilt yfir góðan leik. Að skora 30 mörk gegn Selfyssingum á útivelli er ekki á allra færi. Hverjir stóðu upp úr? Markverðirnir áttu sviðið í kvöld. Vilius Rasimas hélt Selfyssingum inni í leiknum í fyrri hálfleik og og hjálpaði liðinu að halda leiknum jöfnum allan tíman. Aron Rafn Eðvaldsson var svo algjörlega frábær í allt kvöld, og þá sérstaklega í síðari hálfleik. Samkvæmt minni talningu endaði hann með 23 varin skot, sem geri 46 prósent markvörslu. Hvað gekk illa? Selfyssingum gekk fyrst og fremst illa að skora fram hjá Aroni Rafni í síðari hálfleik. Bæði lið áttu það einnig til að tapa boltanum klaufalega á köflum. Hvað gerist næst? Bæði Selfyssingar og Haukar leika í Coca Cola bikarnum á miðvikudaginn. Haukar heimsækja Gróttu og Selfyssingar fara í Breiðholtið þar sem ÍR-ingar bíða þeirra. Aron: Seinni hálfleikurinn var bara mjög góður af okkar hálfu Aron Kristjánsson var eðlilega sáttur með þriggja marka sigur sinna manna í kvöld.VÍSIR/BÁRA „Mér líður bara mjög vel, ég er ánægður með þennan sigur því þetta er erfiður útivöllur að spila á,“ sagði Aron Kristjánsson, þjálfari Hauka, eftir sigur kvöldsins. „Selfyssingar eru búnir að endurheimta flesta sína leikmenn þannig að þeir eru með sterkt lið og þetta var bara hörkuleikur.“ Eins og fram hefur komið átti Aron Rafn Eðvaldsson frábæran leik í marki Hauka. Þjálfarinn segir þó að sigurinn sé ekki bara markverði liðsins að þakka. „Þetta er ekki bara Aroni að þakka. Hann spilaði frábæran leik, en mér fannst varnarleikurinn lengi vel vera mjög góður. Það sem var vandamálið hjá okkur í fyrri hálfleik var að mér fannst við vera að flýta okkur aðeins of mikið í hraðaupphlaupum og gerðum mjög marga tæknifeila fram á við sem er ólíkt okkur. Svo klikkum við á nokkrum dauðafærum og þess vegna erum við kannski einu undir í hálfleik í staðin fyrir að leiða leikinn aðeins.“ „Í seinni hálfleik erum við agaðari fram á við og spilum góða vörn. Aron er að verja vel og sóknarleikurinn fannst mér góður líka. Seinni hálfleikurinn var bara mjög góður af okkar hálfu.“ Eins og Aron talaði um þá voru Haukarnir hálfgerðir klaufar að vera undir í hálfleik. Vilius Rasimas átti stóran þátt í því í marki Selfyssinga og Aron segir að það hefði verið hægt að detta í meiri pirring yfir þeirri stöðu. „Ef markmenn eru að verja og maður er að henda boltanum frá sér eins og við erum að gera þá geta menn farið að hengja haus. En við vorum búnir að ræða það fyrir leikinn að Selfyssingar væru oft svona sveiflukenndir. Þeir eiga góða spretti en eiga líka oft svona dapra kafla og þá er að nýta sér það.“ „Vilius var frábær í fyrri hálfleik og hans leikur í markinu og okkar mistök frammi við gera það að verkum að eins marks forskot í hálfleik.“ Haukarnir eru á leið í bikarleik næsta miðvikudag þar sem liðið heimsækir Gróttu og Aron er meðvitaður um það að í bikarnum getur allt gerst. „Nú förum við strax í bikarleik á miðvikudaginn og ef við vinnum þann leik þá er leikur strax aftur um helgina og svo kemur vikupása. “ „Nú eru svona allt eða ekkert leikir sem eru aðeins öðruvísi. Mér finnst ágætis taktur hjá okkur, en bikarinn er bara einn leikur og menn verða að vera á tánum og við verðum það á miðvikudaginn.“
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti