Um helmingur íbúa lést á innan við mánuði Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 15. febrúar 2022 14:32 Frá öldrunarheimili á Spáni. Vísir/Getty Saksóknari í Katalóníu á Spáni hefur ákært tvo stjórnendur öldrunarheimilis fyrir manndráp, en á innan við mánuði, létust 64 íbúar heimilisins, nær helmingur íbúa, vegna Covid 19. Lýsingar saksóknara á ástandinu á heimilinu minna á atriði úr hryllingsmynd. Fá ríki Evrópu fóru eins illa út úr fyrstu bylgju Covid19-farsóttarinnar og Spánn. Þúsundir manna týndu lífi, líkin hlóðust upp á sjúkrahúsum og algert útgöngubann var sett á í landinu um rúmlega þriggja mánaða skeið á fyrri hluta ársins 2020. Sérstaklega slæmt var ástandið á öldrunarheimilum landsins, þar sem gamla fólkið dó unnvörpum án þess að nokkuð fengist að gert. Allt gekk að vonum... í byrjun Á öldrunarheimilinu í Tremp, sem er lítið bæjarfélag í norðanverðri Katalóníu, gekk allt hins vegar vonum framar. Ekki einn einasti maður týndi lífi þar í fyrstu bylgjunni. Þegar önnur bylgjan reið yfir, haustið 2020, stóð hins vegar ekki steinn yfir steini í Tremp, og á einum mánuði frá nóvember til desember, týndu 64 af 140 vistmönnum heimilisins lífinu. Saksóknari hefur lokið rannsókn á aðstæðum og aðbúnaði á heimilinu og skýrslan sú er býsna hryllileg lesning. Svo virðist sem forstjóri heimilisins hafi vanrækt með öllu að gera ráðstafanir fyrir aðra bylgju farsóttarinnar eins og stjórnvöld gerðu strangar kröfur um. Hún upplýsti starfsmenn í engu um hvernig skyldi bregðast við ef og þegar næsta bylgja skylli á, hún skipti heimilinu ekki upp í rauð, appelsínugul og græn svæði, eftir smitum og ástandi íbúa, né gerði nokkrar ráðstafanir varðandi matargjafir, fatnað eða sorphirðu. Alger ringulreið Og þegar starfsmaður greindist með Covid19, þann 19. nóvember var fjandinn laus. Fljótlega smituðust stjórnendur heimilisins og við tók alger ringulreið. Mánuði síðar lágu 64 vistmenn í valnum, tæplega helmingur íbúa heimilisins. Vistmenn, jafnt kórónaveirusmitaðir sem heilbrigðir, héldu áfram að umgangast hver annan á göngum heimilisins, sem gerði það að verkum að smitin dreifðust á ógnarhraða. Enginn greinarmunur var gerður á matargjöfum til smitaðra og heilbrigðra og fatnaði allra var blandað saman. Ringulreiðin var slík, segir í skýrslu saksóknara að dæmi voru um að starfsmenn héldu áfram að mæla hitastig heimilismanna, allt að þremur dögum eftir andlát og vistmenn fengu áfram lyfjagjöf eftir að þeir voru látnir. Ættingjar fengu engar upplýsingar Ættingjum íbúa var meinað að heimsækja þá á þessum tíma og þeir fengu litlar sem engar upplýsingar um ástand ástvina sinna. Dæmi voru um að fólki væri sagt að faðir þeirra eða móðir væri við hestaheilsu, þegar viðkomandi var í raun látinn. Dæmi voru um ættingja sem var nóg boðið, þeir réðust inn á heimilið og fundu þá ættingja sína dána í rúmum sínum. Rannsókn saksóknara tók meira en eitt ár og niðurstaða hans var að ákæra tvo æðstu stjórnendur heimilisins fyrir manndráp. Spánn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Fleiri fréttir Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sjá meira
Fá ríki Evrópu fóru eins illa út úr fyrstu bylgju Covid19-farsóttarinnar og Spánn. Þúsundir manna týndu lífi, líkin hlóðust upp á sjúkrahúsum og algert útgöngubann var sett á í landinu um rúmlega þriggja mánaða skeið á fyrri hluta ársins 2020. Sérstaklega slæmt var ástandið á öldrunarheimilum landsins, þar sem gamla fólkið dó unnvörpum án þess að nokkuð fengist að gert. Allt gekk að vonum... í byrjun Á öldrunarheimilinu í Tremp, sem er lítið bæjarfélag í norðanverðri Katalóníu, gekk allt hins vegar vonum framar. Ekki einn einasti maður týndi lífi þar í fyrstu bylgjunni. Þegar önnur bylgjan reið yfir, haustið 2020, stóð hins vegar ekki steinn yfir steini í Tremp, og á einum mánuði frá nóvember til desember, týndu 64 af 140 vistmönnum heimilisins lífinu. Saksóknari hefur lokið rannsókn á aðstæðum og aðbúnaði á heimilinu og skýrslan sú er býsna hryllileg lesning. Svo virðist sem forstjóri heimilisins hafi vanrækt með öllu að gera ráðstafanir fyrir aðra bylgju farsóttarinnar eins og stjórnvöld gerðu strangar kröfur um. Hún upplýsti starfsmenn í engu um hvernig skyldi bregðast við ef og þegar næsta bylgja skylli á, hún skipti heimilinu ekki upp í rauð, appelsínugul og græn svæði, eftir smitum og ástandi íbúa, né gerði nokkrar ráðstafanir varðandi matargjafir, fatnað eða sorphirðu. Alger ringulreið Og þegar starfsmaður greindist með Covid19, þann 19. nóvember var fjandinn laus. Fljótlega smituðust stjórnendur heimilisins og við tók alger ringulreið. Mánuði síðar lágu 64 vistmenn í valnum, tæplega helmingur íbúa heimilisins. Vistmenn, jafnt kórónaveirusmitaðir sem heilbrigðir, héldu áfram að umgangast hver annan á göngum heimilisins, sem gerði það að verkum að smitin dreifðust á ógnarhraða. Enginn greinarmunur var gerður á matargjöfum til smitaðra og heilbrigðra og fatnaði allra var blandað saman. Ringulreiðin var slík, segir í skýrslu saksóknara að dæmi voru um að starfsmenn héldu áfram að mæla hitastig heimilismanna, allt að þremur dögum eftir andlát og vistmenn fengu áfram lyfjagjöf eftir að þeir voru látnir. Ættingjar fengu engar upplýsingar Ættingjum íbúa var meinað að heimsækja þá á þessum tíma og þeir fengu litlar sem engar upplýsingar um ástand ástvina sinna. Dæmi voru um að fólki væri sagt að faðir þeirra eða móðir væri við hestaheilsu, þegar viðkomandi var í raun látinn. Dæmi voru um ættingja sem var nóg boðið, þeir réðust inn á heimilið og fundu þá ættingja sína dána í rúmum sínum. Rannsókn saksóknara tók meira en eitt ár og niðurstaða hans var að ákæra tvo æðstu stjórnendur heimilisins fyrir manndráp.
Spánn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Fleiri fréttir Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sjá meira