Vanda – ekki spurning Árni Guðmundsson skrifar 21. febrúar 2022 08:01 Ef ég væri fulltrúi á komandi KSÍ þingi þá myndi ég kjósa Vöndu Sigurgeirsdóttur í embætti formanns og hvetja alla aðra fulltrúa til þess að gera það sama. En ég er ekki þingfulltrúi, þó svo að ég hafi allmikla reynslu af störfum í kringum kvennaboltann hjá FH hér áður fyrr. Það hefur engin haft samband og ég ekki gefið kost á mér enda verkefni mín á öðrum vettvangi. Og það er á þeim vettvangi, sem ég þekki Vöndu og get með stolti kallað hana bæði vinkonu mína og samstarfsmann. Ekki bara síðustu árin í því að byggja upp og efla námsbraut í tómstunda- og félagsmálafræðum við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Leiðir okkar lágu fyrst saman fyrir margt löngu er ég gegndi starfi forstöðumanns félagsmiðstöðvarinnar Ársels. Til mín kom ung stúlka sem var á bólakafi í fótboltanum, virk í skátastarfi og óskaði eftir starfi í félagsmiðstöðinni. Það þurfti ekki langt spjall til þess að skynja að hér var á ferð kona margra góðra eiginda sem myndu nýtast vel í starfsemi félagsmiðstöðvarinnar enda var hún ráðin. Vanda gerði sig strax gildandi og reyndist einstaklega góður starfsmaður. Margt af því sem hún verður síðar þekkt fyrir er í frummótun á þessum árum. Allt sem laut að skipulagi, samskiptum og hópastarfi átti afar vel við hana. Vanda varð strax leiðtogi og naut virðingar sem slík. Allt eru þetta eiginleikar sem hafa nýst henni vel í öllum hennar störfum. Nokkrum árum seinna, að loknum námi í tómstunda- og félagsmálafræðum í Svíþjóð, gerðist hún forstöðumaður Ársels við góðan orðstý. Seinna meir þegar að sá framsýni uppeldisfrömuður þ.v. rektor Kennaraháskóla Íslands Ólafur Proppé fór að vinna að námsbraut í tómstunda- og félagsmálafræðum við KHÍ þá hófst samstarf að nýju. Margir höfðu komið að hugmyndavinnu í upphafi m.a. undirritaður, þá starfandi sem æskulýðs- og tómstundafulltrúi Hafnarfjarðarbæjar. Vanda varð fyrsti starfsmaður námsbrautarinnar, námsbrautarstjóri, og vann af miklum krafti að uppbyggingu námsins og af öðrum ólöstuðum átti hún einna mestan þátt í því hve vel hefur tekist til. Svo fór að Vanda réð mig til starfa við námsbrautina og þá kom upp sú skemmtilega staða að við höfum ráðið hvort annað til starfa og jafnframt verið yfir- og undirmenn hvors annars. Síðasta áratuginn eða svo höfum við unnið saman í hópi góðs fólks í að mennta tómstunda- og félagsmálafræðinga og stunda æskulýðsrannsóknir. Ég var einn af þeim fjölmörgu sem hvatti Vöndu til þess að gefa kost á sér til formennsku i KSÍ þegar að sú staða kom upp. Auðvitað er slæmt að missa góðan starfsfélaga, sem er þó smáatriði í stóra samhenginu, en að mínu mati þá hefur Vanda alla þá kosti sem þarf í þetta mikilvæga embætti. Vanda býr að góðri menntun sem m.a. miðar að því að mennta fólk til forystu á félagslegum vettvangi, hún er leiðtogi, hún hefur gríðarlega reynslu í æskulýðs- og forvarnamálum og mikla reynslu af störfum innan knattspyrnuhreyfingarinnar. Það er því í mínum huga engin spurning um að veita Vöndu brautargengi. Ég hvet því eindregið alla þingfulltrúa á KSÍ þinginu til þess að kjósa Vöndu sem næsta formann KSÍ. Höfundur er tómstunda- og félagsmálafræðingur / Félagsuppeldisfræðingur og starfsmaður Námsbrautar í Tómstunda- og félagsmálafræðum hjá Menntavísindasviði HÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein KSÍ Mest lesið Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Skoðun Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Ef ég væri fulltrúi á komandi KSÍ þingi þá myndi ég kjósa Vöndu Sigurgeirsdóttur í embætti formanns og hvetja alla aðra fulltrúa til þess að gera það sama. En ég er ekki þingfulltrúi, þó svo að ég hafi allmikla reynslu af störfum í kringum kvennaboltann hjá FH hér áður fyrr. Það hefur engin haft samband og ég ekki gefið kost á mér enda verkefni mín á öðrum vettvangi. Og það er á þeim vettvangi, sem ég þekki Vöndu og get með stolti kallað hana bæði vinkonu mína og samstarfsmann. Ekki bara síðustu árin í því að byggja upp og efla námsbraut í tómstunda- og félagsmálafræðum við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Leiðir okkar lágu fyrst saman fyrir margt löngu er ég gegndi starfi forstöðumanns félagsmiðstöðvarinnar Ársels. Til mín kom ung stúlka sem var á bólakafi í fótboltanum, virk í skátastarfi og óskaði eftir starfi í félagsmiðstöðinni. Það þurfti ekki langt spjall til þess að skynja að hér var á ferð kona margra góðra eiginda sem myndu nýtast vel í starfsemi félagsmiðstöðvarinnar enda var hún ráðin. Vanda gerði sig strax gildandi og reyndist einstaklega góður starfsmaður. Margt af því sem hún verður síðar þekkt fyrir er í frummótun á þessum árum. Allt sem laut að skipulagi, samskiptum og hópastarfi átti afar vel við hana. Vanda varð strax leiðtogi og naut virðingar sem slík. Allt eru þetta eiginleikar sem hafa nýst henni vel í öllum hennar störfum. Nokkrum árum seinna, að loknum námi í tómstunda- og félagsmálafræðum í Svíþjóð, gerðist hún forstöðumaður Ársels við góðan orðstý. Seinna meir þegar að sá framsýni uppeldisfrömuður þ.v. rektor Kennaraháskóla Íslands Ólafur Proppé fór að vinna að námsbraut í tómstunda- og félagsmálafræðum við KHÍ þá hófst samstarf að nýju. Margir höfðu komið að hugmyndavinnu í upphafi m.a. undirritaður, þá starfandi sem æskulýðs- og tómstundafulltrúi Hafnarfjarðarbæjar. Vanda varð fyrsti starfsmaður námsbrautarinnar, námsbrautarstjóri, og vann af miklum krafti að uppbyggingu námsins og af öðrum ólöstuðum átti hún einna mestan þátt í því hve vel hefur tekist til. Svo fór að Vanda réð mig til starfa við námsbrautina og þá kom upp sú skemmtilega staða að við höfum ráðið hvort annað til starfa og jafnframt verið yfir- og undirmenn hvors annars. Síðasta áratuginn eða svo höfum við unnið saman í hópi góðs fólks í að mennta tómstunda- og félagsmálafræðinga og stunda æskulýðsrannsóknir. Ég var einn af þeim fjölmörgu sem hvatti Vöndu til þess að gefa kost á sér til formennsku i KSÍ þegar að sú staða kom upp. Auðvitað er slæmt að missa góðan starfsfélaga, sem er þó smáatriði í stóra samhenginu, en að mínu mati þá hefur Vanda alla þá kosti sem þarf í þetta mikilvæga embætti. Vanda býr að góðri menntun sem m.a. miðar að því að mennta fólk til forystu á félagslegum vettvangi, hún er leiðtogi, hún hefur gríðarlega reynslu í æskulýðs- og forvarnamálum og mikla reynslu af störfum innan knattspyrnuhreyfingarinnar. Það er því í mínum huga engin spurning um að veita Vöndu brautargengi. Ég hvet því eindregið alla þingfulltrúa á KSÍ þinginu til þess að kjósa Vöndu sem næsta formann KSÍ. Höfundur er tómstunda- og félagsmálafræðingur / Félagsuppeldisfræðingur og starfsmaður Námsbrautar í Tómstunda- og félagsmálafræðum hjá Menntavísindasviði HÍ.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun