Hlutabréfamarkaðir rauðir en olía og gull rýkur upp Eiður Þór Árnason skrifar 24. febrúar 2022 11:21 Verðbréfasali í Frankfurt. Innrás Rússa hefur haft mikil áhrif á markaði víða um heim. Getty/Arne Dedert Verðið á Brent Norðursjávarolíu er komið upp fyrir hundrað Bandaríkjadali á tunnuna í fyrsta skipti frá árinu 2014 í kjölfar innrásar Rússa inn í Úkraínu sem talið er að geti haft áhrif á framboð olíu. Hlutabréfamarkaðir eru rauðir víðast hvar í dag og náði rússneska rúblan nýjum lægðum. Þá eru markaðir í Rússlandi og Úkraínu í frjálsu falli. Á sama tíma hafa fjárfestar leitað í gull, olíu og ríkisskuldabréf en gullverð hefur ekki verið hærra í meira en ár. Íslenska úrvalsvísitalan, OMXI10, hefur lækkað um og yfir 5% í fyrstu viðskiptum dagsins. Nær öll félög í á aðalmarkaði Kauphallarinnar hafa lækkað um meira en 1%. Hlutabréf í Icelandair og Marel hafa lækkað mest í Kauphöllinni eða um 5,48% og 6,74%. Rússneska MOEX-vísitalan hefur lækkað yfir 29% í dag en hlutabréf í kauphöllinni í Moskvu lækkuðu yfir 10% við opnun í morgun. Rússneski seðlabankinn fyrirskipaði þá bann við skortsölu og milliliðalausum verðbréfaviðskiptum. Þýska DAX-hlutabréfavísitalan hefur lækkað um 4,40% það sem af er degi. Viðskipti voru stöðvuð í PFTS kauphöllinni í Úkraínu í morgun. S&P 500 vísitalan hefur lækkað um 1,84%. Rúblan veiktist um nærri 7% í 86,98 gagnvart Bandaríkjadal og hefur verið aldrei verið lægri. Hún hækkaði upp í 84,27 eftir gjaldeyrisaðgerðir rússneska seðlabankans. Innrás Rússa í Úkraínu Kauphöllin Bensín og olía Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
Hlutabréfamarkaðir eru rauðir víðast hvar í dag og náði rússneska rúblan nýjum lægðum. Þá eru markaðir í Rússlandi og Úkraínu í frjálsu falli. Á sama tíma hafa fjárfestar leitað í gull, olíu og ríkisskuldabréf en gullverð hefur ekki verið hærra í meira en ár. Íslenska úrvalsvísitalan, OMXI10, hefur lækkað um og yfir 5% í fyrstu viðskiptum dagsins. Nær öll félög í á aðalmarkaði Kauphallarinnar hafa lækkað um meira en 1%. Hlutabréf í Icelandair og Marel hafa lækkað mest í Kauphöllinni eða um 5,48% og 6,74%. Rússneska MOEX-vísitalan hefur lækkað yfir 29% í dag en hlutabréf í kauphöllinni í Moskvu lækkuðu yfir 10% við opnun í morgun. Rússneski seðlabankinn fyrirskipaði þá bann við skortsölu og milliliðalausum verðbréfaviðskiptum. Þýska DAX-hlutabréfavísitalan hefur lækkað um 4,40% það sem af er degi. Viðskipti voru stöðvuð í PFTS kauphöllinni í Úkraínu í morgun. S&P 500 vísitalan hefur lækkað um 1,84%. Rúblan veiktist um nærri 7% í 86,98 gagnvart Bandaríkjadal og hefur verið aldrei verið lægri. Hún hækkaði upp í 84,27 eftir gjaldeyrisaðgerðir rússneska seðlabankans.
Innrás Rússa í Úkraínu Kauphöllin Bensín og olía Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira