„Öskuhaugarnir lagðir niður að fullu og öllu“ Rakel Sveinsdóttir skrifar 27. febrúar 2022 08:01 Þúsundir einstaklinga hafa starfað hjá Héðni í þau 100 ár sem fyrirtækið hefur starfað. Í dag starfa þar um hundrað manns og hér má sjá hluta starfshópsins. Um miðbik síðustu aldar voru starfsmenn tæplega fimmhundruð enda þurfti oft fleiri hendur við hvert verk þá, þar sem vélar og búnaður var ekki eins þróaður og í dag. Héðinn var lengi með reikningsnúmer 1 í Iðnaðarbankanum, enda löngu orðinn stór vinnustaður þegar sá banki var stofnaður (og síðar varð Íslandsbanki). Í dag er Héðinn eitt af framúrskarandi fyrirtækjum landsins samkvæmt mati Creditinfo og hefur verið það frá því að það styrkleikamat var kynnt til sögunnar í íslensku atvinnulífi. Vísir/Vilhelm Ein af skemmtilegri sögum úr rekstri Héðins hf. er frá árinu 1959. Þegar menn töldu að framtíðarlausnin á sorpurðun væri fundin. „Öskuhaugarnir lagðir niður að fullu og öllu,“ sagði þá í fyrirsögn á baksíðu Morgunblaðsins. Þar sem sagt var frá því að ný sorpeyðingarstöð á Ártúnshöfða tæki til starfa og myndi breyta sorpi í lífrænan áburð. Í kjölfarið yrðu öskuhaugarnir á Eiðsgranda lagðir niður. Héðinn kom að því verki að reisa þessa nýju sorpeyðingarstöð. Sem þótti svo byltingarkennd nýsköpun að boðað var til blaðamannafundar. Það er svo margt svona í sögu Héðins sem okkur finnst kannski fyndið í dag, en segir okkur svo mikið um tíðarandann og samfélagið eins og það var á hverjum tíma,“ segir Rögnvaldur Einarsson forstjóri Héðins en bætir við að síðar reisti Héðinn sorpeyðingarstöðina Kölku í Reykjanesbæ. „Sem uppfyllir allar þær kröfur sem gerðar eru til sorpeyðingar í dag og nýtir brunaorku til framleiðslu á rafmagni og heitu vatni.“ Fá fyrirtæki á Íslandi eiga sér 100 ára gamla sögu og enn færri fyrirtæki eru aldargömul og þó með afkomendur stofnanda enn í hluthafahópi. Það á þó við um Héðin hf. sem í heila öld hefur verið eitt stærsta fyrirtæki landsins á sviði málmiðnaðar og véltækni. Í dag eru 45% hluteigendur í Héðni þeir Rögnvaldur Einarsson, Gunnar Pálsson og Ingimar Bjarnason. Rögnvaldur er framkvæmdastjóri Héðins, Gunnar starfar þar sem verkfræðingur en Ingimar er stjórnarmaður í Héðni og stjórnarformaður Héðins hurða. Aðrir hluteigendur eru lykilstarfsmenn og afkomendur Markúsar Ívarssonar. Stærstu verkefni Héðins eru fyrir sjávarútveginn og stóriðju. Þessi verkefni spanna allt frá því að reisa fiskimjölsverksmiðjur á Íslandi eða úti í heimi yfir í umhverfisvæna nýsköpun, viðgerðir og smíði. Saga Héðins snýst þó um annað og meira en hvað fyrirtækið hefur afrekað í rekstri og verkefnum. Því saga Héðins er ekkert síður saga um fólk og samfélag í 100 ár. Mynd af Markúsi Ívarssyni og eiginkonu hans, Kristínu Andrésdóttur, tekin árið 1940 með hluta af fjölskyldunni. Markús var annar af tveimur stofnendum Héðins árið 1922 og eru afkomendur hans enn í hluthafahópi fyrirtækisins. Markús er gjarnan kallaður fyrsti listaverksafnari Íslands því ástríðan hans var myndlist. Þegar Markús varð bráðkvaddur árið 1943 er talið að hann hafi átt um 200 íslensk listaverk en mörg þeirra hafa verið gefin Listasafni Íslands. Meira má lesa um Markús og meðstofnanda hans, Bjarna Þorsteinsson, í fyrri hluta umfjöllunar um Héðin sem birtur var um síðustu helgi og sjá má neðst í þessari grein. Þar má einnig sjá mikið af myndum sem endurspegla íslenskt samfélag á fyrri hluta síðustu aldar.Úr einkasafni Þegar AA samtökin á Íslandi voru stofnuð Um síðustu helgi fjölluðum við um aðdragandann að stofnun Héðins árið 1922 en létum staðar numið þegar félagið fagnaði hálfrar aldar afmælinu sínu árið 1972. Þá þegar höfðu þúsundir starfað hjá félaginu, enda störfuðu þar tæplega fimm hundruð manns um miðja síðustu öld. Svo stór vinnustaður var Héðinn í Reykjavík. Allir þekkja líka Héðinshúsið fræga á Seljavegi, húsið sem nú hýsir veitingastaði með meiru. Þar var löngum mikið félagslíf á vegum starfsfólks Héðins. Ekki síst á þeim tímum þegar afþreying eins og sjónvarp og fleira var ekki komið. Margt má rekja til þessara tíma og þá um leið nefna hina fornu frægð Héðinsnausts, starfsmannasalarins á efstu hæð í Héðinshúsi. Á þeim tíma þegar viðburðir voru þar sem flestir, var skortur á salarkynnum í Reykjavík. Af því leiddi, var salurinn stundum lánaður fyrir ýmsa aðra viðburði eða aðila. Eitt dæmi um slíkt var þegar verkstjóri í Héðni, Guðmundur Jóhannsson, fékk hann lánaðan til merkilegrar fundar, en það var stofnun AA samtakanna á Íslandi. Sá stofnfundur fór fram föstudaginn 16.apríl árið 1954 og var haldinn í Héðinsnausti. Þeir sem boðuðu til fundarins höfðu reyndar ekki áttað sig á því að þessi dagsetning bar upp á föstudaginn langa. En sú tilviljun að svo var, er skýringin á því hvers vegna afmæli AA samtakanna á Íslandi miðast við föstudaginn langa ár hvert. Rögnvaldur segir svo sem ekki hægt að tala um að félagslíf starfsmanna í dag í líkingu við það sem var í gangi á fimmta og sjötta áratug síðustu aldar. Þegar haldnir voru viðburðir upp á hvert einasta kvöld og starfrækt var bæði fótboltalið starfsmanna og sérstakur karlakór. En góð stemning ríkir þó enn. Ekki síst fyrir jólin. „Við erum alltaf með jólahlaðborð fyrir jólin þar sem gömlu karlarnir koma,“ segja Rögnvaldur og útskýrir að fyrir tíma kórónufaraldurs, hafi fyrirtækið haft þá hefð að bjóða fyrrverandi starfsmönnum á jólahlaðborð með núverandi starfsmönnum. Og þessi boð hafi alltaf lukkast vel og verið mjög vinsæl. Eitt fullkomnasta fiskiskipi norðurslóða er togarinn Ilivileq sem hér sést á mynd. Þar er HPP próteinverksmiðja um borð sem Héðinn hannaði og tryggir 100% nýtingu af fiskinum. Hönnun skipsins og allur vélbúnaður er frá norska fyritrækinu Kongsberg, sem Héðinn er umboðsaðili fyrir en áður nefndist Rolls Royce. Hér sést skipið í Reykjavíkurhöfn en það er í eigu dótturfélags Brims.Vísir/Páll Stefánsson Danfoss og Hauganesflísarnar Þegar síldin var horfin tók við nokkuð erfitt tímabil hjá mörgum íslenskum fyrirtækjum. Enda áttundi áratugurinn oft kenndur við óðaverðbólgu, efnahagsóstjórn og ýmiss viðskiptahöft sem gerðu íslenskum fyrirtækjum erfitt fyrir. Reyndar svo erfitt að mörg þeirra lifðu þennan áratug ekki af. „Það sem bjargaði rekstri Héðins var búðin á Seljavegi,“ segir Gunnar Pálsson, verkfræðingur hjá Héðni en hann er einn eiganda fyrirtækisins eins og Rögnvaldur. Sem dæmi um þekktar vörur úr Héðinsbúðinni má nefna Danfoss lokana á ofna. Sem hjá íslenskri þjóð varð svo þekkt vara að Danfoss var nánast á hverju heimili! „Skýringin á þessu var helst sú að við vorum með svo rosalega duglegan verslunarstjóra að áður en við vissum af þekktu Danfoss allir, svona eins og aðrar tegundir væru ekki til,“ segir Gunnar og hlær. Önnur þekkt vara í Héðinsbúðinni voru hinar frægu Hauganesflísar frá Svíþjóð. Þær seldust eins og heitar lummur á sjötta áratugnum og enn má einstaka sinnum sjá tilvísun í þær þegar eldri glæsihýsi eru auglýst til sölu. „Skýringin er ekki sú að þessar flísar séu svona rosalega merkileg hönnun. Heldur bara það að á þeim tíma sem við fórum að flytja þær inn, þekktust flísar lítið sem ekkert á Íslandi. Fyrir tilviljun komumst við að því að aðili sem við versluðum mikið af í Svíþjóð, framleiddi líka flísar,“ segir Gunnar og bætir við: Við fórum því að flytja inn og selja Hauganesflísar. Með þeim afleiðingum að öll flísalögð baðherbergi á þessum tíma voru beisiklí eins. Enda við vorum bara með eina tegund af flísum!“ segir Gunnar. Fv: Tveir af helstu eigendum Héðins starfa þar báðir en það eru þeir Gunnar Pálsson verkfræðingur og Rögnvaldur Einarsson framkvæmdastjóri. Gunnar hefur starfað hjá Héðni í hartnær þrjátíu ár en Rögnvaldur í um aldarfjórðung. Langur starfsaldur í Héðni er þó svo algengur að enn þykja þeir félagar aðeins kettlingar í samanburði við ýmsa aðra starfsmenn. Hér standa þeir við skrúfu í mjölsnigil. Vísir/Vilhelm Verbúðartímabilið og stefnumótun En reksturinn var þungur um tíma. Fór svo að breskir ráðgjafar voru fengnir til landsins. Sverrir, elsti sonur Sveins fyrrum forstjóra var þá tekinn við forstjórakeflinu. Þótti það síðar mikil framsýni hjá Sverri að fá þessa bresku ráðgjafa til að leiða allsherjar stefnumótunarvinnu eins og ráðist var í. Enda stefnumótun nánast óþekkt í íslensku atvinnulífi á þessum tíma. Niðurstaða stefnumótunarvinnunnar var að einfalda reksturinn. Næstu misserin og árin á eftir var því ráðist í þær hagræðingar. Kjarnastarfsemin skyldi vera sú sama og áætluð var í upphafi þar sem einkum væri unnið að verkefnum fyrir sjávarútveginn og stóriðju. Það höfðu ekki allir trú á að þessi stefna myndi ganga upp. Við höfðum til dæmis alltaf verið í viðskiptum við Iðnaðarbankann og vorum þar með reikning númer 1. Bankinn hafði takmarkaða trú á að kjarnastarfsemi fyrir sjávarútveginn myndi ganga upp,“ segir Gunnar. Ekki er laust við að þessi orð minni nokk á þá stemningu sem sjá mátti í Verbúðarþáttunum góðu síðustu vikur. Þegar íslenskur sjávarútvegur virtist oftar en ekki á barmi gjaldþrots. Það er heill heimur út af fyrir sig að heimsækja Héðinn því þar er bæði hægt að sjá stóran og mikinn vélbúnað sem er alveg nýr, en einnig áratugagamall því á meðan sumt breytist mikið, breytist margt hægt eða lítið. Hér má sjá einn af starfsmönnum Héðins við vinnu, Ingþór Theodór Guðmundsson. Þótt þessi búnaður teljist ekki gamall má einnig sjá í salarkynnum Héðins vélar og búnað sem enn standa frá upphafsárum fyrirtækisins fyrir hundrað árum: Og virka öll enn!Vísir/Vilhelm Aftur til fortíðar En ákvörðunin var rétt. Reksturinn var einfaldaður sem þýddi ýmiss umskipti. Verslunin var til dæmis seld og þar af leiðandi þekkt vörumerki eins og Danfoss. Eignarhlutur í ýmsum fyrirtækjum sem Héðinn hafði átt í var ýmist seldur eða yfirtekinn. Til dæmis var hlutur Héðins í Stálsmiðjunni seldur árið 1985 en það ár yfirtók Héðinn Járnsteypuna að fullu, félag sem fyrirtækið hafði áður aðeins átt hlut í. Járnsteypan varð í kjölfarið sjálfstæð rekstrareining innan Héðins. Árið 1989 flutti Héðinn alla starfsemi sína í Garðabæinn, en þar hafði Héðinn starfrækt útibú frá árinu 1966. Árið 1990 var dótturfyrirtækið Héðinn Shindler stofnað sem sjálfstæð rekstrareining fyrir lyftuþjónustu og tengda starfsemi. Árið 1993 fékk Héðinn umboð fyrir Ulstein vélbúnað í skip og báta, en Ulstein er umsvifamesti framleiðandi vélbúnaðar fyrir skip og báta í heiminum. Tímabilið 1994-1995 vann Héðinn að nokkrum verkefnum fyrir fiskimjölsverksmiðjur víðs vegar um landið: Í Bolungavík, á Akranesi, Neskaupsstað, Grindavík Eskifirði og Fáskrúðsfirði. Þá voru tvö stór verkefni árið 1996 þegar Héðinn vann að heildarenduruppbyggingu 1000 tonna fiskimjölsverksmiðju Haraldar Böðvarssonar á Akranesi og 350 tonna fiskimjölsverksmiðju Faxamjöls í Reykjavík. „Stefnumótunin margborgaði sig eftir allt saman,“ segja Rögnvaldur og Gunnar og skýra það út hvernig Héðinn hætti að vera fyrirtæki sem var út um allt og í öllu og yfir í sérhæft fyrirtæki eins og upphaflega stóð til að byggja upp árið 1922. Hér stendur Rögnvaldur í nokkuð skemmtilegu umhverfi því skipalíkanið í glerkassanum er togari með HPP Protein plant verksmiðju innanborðs og hannað af Rolls Royce. Það sama gildir um varðskipin Þór og Freyju, þau voru hönnuð með Rolls Royce skipabúnaði og varðskipið Þór, ásamt norsku systurskipi, má sjá á myndinni fyrir ofan skipalíkandið. Árið 2019 var skipaþáttur Rolls Royce seldur til norsks fyrirtækis sem heitir Kongsberg og Héðinn er með umboð fyrir. Rögnvaldur viðurkennir þó að honum finnist smá missir af því að geta ekki lengur talað um Rolls Royce. Vísir/Vilhelm Sagan sem endaði öðruvísi Á síðustu áratugum hafa þau verið ófá stóru verkefnin. Bæði hérlendis og erlendis. Verkefni sem skilgreinast sem milljarðaverkefni. „En byggja á trausti,“ segja Rögnvaldur og Gunnar. Þannig skýra þeir það út að eitt af því sem ávinnst með gömlum og góðum rekstri er að menn byggja upp tengslanet og ávinna sér traust manna um allan heim. „Það eru kannski risastór verkefni fyrir erlenda aðila. En engin formlegheit. Menn handsala bara það helsta og vinna verkin. Þetta snýst allt um traust,“ segir Gunnar og bætir við: „Og þetta traust er ekki sjálfgefið skal ég segja þér.“ Tenging við Noreg hefur verið lengi. Og þaðan kemur saga sem endurspeglar vel hvers konar traust verið er að tala um. Í júní árið 2002 segir Morgunblaðið frá því að norska fyrirtækið Peder Halvorsen AS hefði óskað eftir gjaldþrotaskiptum. Héðinn átti 73% eignarhlut í félaginu og sagði Guðmundur Sveinsson, þáverandi stjórnarformaður og forstjóri Héðins í viðtali við Morgunblaðið, að gjaldþrotið væri áfall en lítið annað hægt að gera. En sagan endaði þó öðruvísi. Félagið umrædda fór í þrot. Við því var ekkert hægt að gera. En fljótlega fóru menn ytra að vinna í því að endurreisa félagið og starfsemina á gömlum grunni. „Og þá fór það þannig að norsku bankarnir tóku ekki í mál annað en að við yrðum þá líka með í hinu endurreista félagi. Sem þó var aldagamalt norsk fjölskyldufyrirtæki og til löngu fyrir tíma Héðins. Þetta var mikið átak en tókst og ég get alveg sagt þér það, að sá árangur náðist ekki nema bara fyrir þetta traust sem ég er að tala um. Traust á milli manna sem er áunnið en ekki keypt,“ segir Gunnar en þess skal getið að þessi eignarhlutur Héðins var síðan seldur árið 2009. Það hefur nú sitthvað breyst í öryggi og vinnufatnaði starfsmanna Héðins á þeim 100 árum síðan fyrirtækið tók til starfa. Hér er Einar Patrekur Bæringsson, einn af starfsmönnum Héðins í dag en Héðinn er nú staðsett í 8000 fermetra húsnæði í Gjáhellu í Hafnarfirði. Á fyrri hluta síðustu aldar mættu starfsmenn og lærlingar með bindi í vélsmiðjuna. Í dag er það vinnugalli og ýmiss hlífðarbúnaður.Vísir/Vilhelm Og enn ein kynslóðin er mætt! Stofnendur Héðins árið 1922 voru þeir Markús Ívarsson og Bjarni Þorsteinsson. Bjarni var bráðkvaddur árið 1942 og Markús árið 1943. Tengdasonur Markúsar, Sveinn Guðmundsson, tók þá við forstjórakeflinu og stóð þá vakt í hátt í fjörtíu ár. Þá tóku við synir Sveins, fyrst Sverrir eins og áður sagði en hann er elstur. Síðar Guðmundur Sveinn sem er yngstur. Árið 1998 var Héðinn skráður á markað, sem þá kallaðist Verðbréfaþing Íslands. Hugmyndin með skráningunni var að losa um eignarhald að hluta úr höndum afkomenda stofnenda, enda hafði fjölgað í þeim hópi mjög. Skráningunni fylgdi mikið pappírs- og bókhaldsstúss segja Rögnvaldur og Gunnar og fór svo að árið 1999 var Héðinn skráður af markaði. „Enda gerðist ekki neitt þar,“ segja þeir félagarnir og brosa í kambinn. Árið 2005 keypti félag í eigu Rögnvalds, Gunnars og Ingimars Bjarnasonar 45% hlut í Héðni. Aðrir eignarhlutar eru í eigu starfsmanna og afkomenda Markúsar Ívarssonar. Eitt stærsta verkefni Héðins í nýsköpun síðasta áratuginn er þróun próteinverksmiðju. Þessi prótein verksmiðja er fyrir togara og þróuð og smíðuð af Héðni. Prótótýpa verksmiðjunnar var sett í togarann Sólberg ÓF-1 frá Ramma hf. árið 2017. Tímabilið 2017-2021 seldi Héðinn ýmsar útgáfur af próteinverksmiðjunni til sjö landa utan Íslands. Námu útflutningsverðmætin um sex milljarða króna. En hvað gerir próteinverksmiðja um borð í togurum? Jú, hún tryggir 100% nýtingu á fiskinum. Sem þýðir að það er hægt að auka á próteinframleiðslu án þess að veiða meira úr sjónum. Sem fyrir framtíðina skiptir miklu máli enda fyrirséð að mannkynið verður að læra að auka próteinframleiðslu án þess að ganga meira á náttúruna. Árið 2021 var loks tekin ákvörðun um að nýsköpunarverkefnið skyldi eignast sjálfstætt líf og fyrirtækið HPP Solution stofnað sem dótturfyrirtæki Héðins hf. „Nú er kominn tími til að verkefnið standi undir sér rekstrarlega og það er að fara vel af stað,“ segir Rögnvaldur stoltur. Og viti menn: Nú er enn ein kynslóðin mætt til starfa því framkvæmdastjóri HPP er Ragnar Sverrisson. Hann er sonur Sverris Sveinssonar fyrrum forstjóra Héðins og langafabarn Markúsar Ívarssonar, stofnanda Héðins! Í fyrra var HPP stofnað sem dótturfélag Héðins og þar er framkvæmdastjóri langafabarn Markúsar Ívarssonar stofnanda Héðins, Ragnar Sverrisson. HPP er afrakstur af einu stærsta og umfangsmesta nýsköpunarverkefni Héðins síðustu árin sem fólst í því að hanna og þróa próteinverksmiðjur fyrir skip. Þær tryggja 100% nýtingu á fiskinum sem þýðir að það er hægt að auka á próteinframleiðslu án þess að veiða meira úr sjónum. Á mynd má sjá lykilmenn HPP, frá vinstri aftari röð: Einar Már Aðalsteinsson, Þórður M. Elefson, Garðar Thor Guðbergsson, Pétur Jakob Pétursson, Gauti Stefánsson og Jakob Valgarð Óðinsson. Í fremri röð frá vinstri, Ragnar Sverrisson, Helgi Stefánsson, Steinar Rúnarsson, Daníel Sveinsson, Jakob Hrafn Ágústson og Gunnar Pálsson.Vísir/Vilhelm Dýnamíkin sem lifir af stríð, kreppur og breytta tíma Það má gera ráð fyrir að hjá Héðni hafi starfað þúsundir einstaklinga á þeim hundrað árum síðan fyrirtækið var stofnað. Og enn starfa þar um hundrað manns. Að byggja upp stóran vinnustað sem nær þeim árangri að teljast eitt af framúrskarandi fyrirtækjum landsins ár eftir ár gerist þó ekki að sjálfu sér. Þarna skipta líka máli okkar viðskiptavinir. Ég nefni sem dæmi Samherja sem eru mjög góðir viðskiptavinir hjá okkur. Þeir hafa til að mynda haft frumkvæði við samningagerð á nýsmíði á erlendum skipum sínum að viðhaldsverkefnin fyrir vélbúnað skipanna sé sinnt af okkur frá Íslandi. Þetta skiptir miklu máli og er ekki sjálfgefið viðhorf hjá viðskiptavinum,“ segir Rögnvaldur. Og þótt margt hafi breyst, stendur sumt óbreytt enn. Í vélarsölum Héðins í Gjáhellu í Hafnarfirði má til dæmis sjá ýmsar stórtækar vélar og búnað sem án efa teljast það nýjasta nýtt. En einnig búnað frá upphafsárum Héðins. „Og allar virka enn,“ segir Rögnvaldur. Eflaust hefði mönnum aldrei dottið í hug fyrir heilli öld, hversu tæknivædd vélsmiðjan yrði á endanum enda mikið tölvustýrt í dag og starfsemin að miklu leyti hátæknivædd. Hér má sjá einn af starfsmönnum Héðins í dag við vinnu í Gjáhellu 4, Alvin Pálsson. Héðinn er einnig með starfsstöð við Grundartanga og í Noregi.Vísir/Vilhelm Þá segja Rögnvaldur og Gunnar það góða tilfinningu að kjarnastarfsemi fyrirtækisins sé sú sama í dag og fyrir heilli öld. Það sé góð tilfinning að vera stefnunni trú og margborgi sig að vera með skýran fókus. Þar sem starfsemi Héðins er mjög sérhæfð þekkja kannski fáir til hennar dag frá degi. Þó eru ýmsir hlutir oft sýnilegir í umhverfinu okkar sem eru frá Héðni komnir. Sem dæmi má nefna hina klassísku Rónabekki í Reykjavík. Þeir voru smíðaðir af Héðni. Þá muna margir eftir varðmönnunum ellefu sem stóðu á þaki fjármála- og efnahagsráðuneytisins um tíma. Mannhæðaháir skúlptúrar eftir myndlistarkonuna Steinunni Þórarinsdóttur. Og unnir í samstarfi við ýmsa aðila, þar á meðan Héðinn. „Já eitt sinn voru örugglega um tuttugu steyptir karlar inni á renniverkstæði hjá okkur,“ segir Gunnar og kímir þegar hann rifjar upp það samstarf. Þá smíðaði Héðinn listaverkið Upphaf eftir Grím Marinó Steindórsson, en verkið stendur fyrir utan íþróttamiðstöðina Smárinn í Kópavogi. Annað gamalt verk rataði á síður fjölmiðla á dögunum. En það var skjaldamerki sem Alþingi pantaði árið 1990 og ætlunin var að staðsetja á Alþingishúsið í stað Dönsku kórónunnar. Skjaldamerkið var þó bara hálfunnið því Alþingi afpantaði merkið áður en það var fullunnið og afhent. Það var vegna þess að Húsfriðunarnefnd setti sig upp á móti breytingunni og varð úr svo mikil orrahríð milli Alþingis og nefndarinnar að Sigmund skopmyndateiknari Morgunblaðsins teiknaði heilar fjórar myndir um málið. „Við fengum borgað eitthvað fyrir verkið en þó ekki nóg. Þannig að það varð úr að við héldum mótinu eftir og það hangir hér uppi á vegg,“ sagði Guðmundur Sveinsson, fyrrum forstjóri Héðins í viðtali við Fréttablaðið 28.janúar síðastliðinn. Þá var erindi frá Héðni tekið fyrir hjá Garðabæ á dögunum, þar sem óskað er eftir því að listaverkið Samspil eftir Pétur Bjarnason verði fundinn nýr staður. Listaverkið gaf Héðinn Garðabæ þegar fyrirtækið fagnaði 75 ára afmæli sínu árið 1997. Síðan þá hefur það staðið við Búðakinn við Reykjanesbraut í Garðabæ en götumyndin breyst verulega og því margt sem skyggir á verkið. Í fundargerð Garðabæjar segir um niðurstöðuna: „Menningarfulltrúa falið að ræða við bréfritara og leggja í kjölfarið fram mótaða tillögu í málinu á næsta fundi. Leitast verði við að finna listaverkinu nýjan stað þannig að sem flestir geti notið þessa fallega verks.“ Hér er mynd frá þörungaframleiðslunni VAXA á Hellisheiði. Þar er framleitt prótein úr þörungum með aðferð sem beinlínis dregur úr losun gróðurhúslofttegunda vegna tengsla verksmiðjunnar við Hellisheiðavirkjun. VAXA verkefnið er dæmi um nýsköpunarverkefni sem fellur vel að stefnu Héðins í umhverfismálum. Héðinn er með sambærilegt verkefni í gangi á Nesjavöllum. Vísir/Páll Stefánsson Þá er nokkuð merkilegt til þess að horfa að í 100 ár hefur Héðinn staðið að ýmsum nýsköpunarverkefnum. Sem dæmi má nefna verkefnið VAXA þörungaframleiðsluna á Hellisheiði. „Þetta er umhverfisgrænt verkefni þar sem unnið er að eyða CO2 frá Hellisheiðarvirkjun og þar eru á ferð frábærir og frjóir frumkvöðlar með áhugavert verkefni í loftslagsmálum,” segir Rögnvaldur og bætir við: „Það samsvarar stefnu Héðins vel að taka þátt í slíku og vilja okkar til að greiða götu slíkra verkefna. Í þessu verkefni höfum við til dæmis stærsta hluta þess kostnaðar sem við höfum lagt til, meðal annars hönnuði sem unnið hafa með starfsfólki VAXA að hönnun búnaðar, smíði framleiðslueininga og uppsetning þeirra.” Rögnvaldur segir markmiðið síðan vera að þegar fyrirtækið vex úr grasi, er gert ráð fyrir að það hafi bolmagn til að ráða við endurgreiðslu kostnaðar og betra umhverfi. Þá er Héðinn með sambærilegt verkefni í gangi á Nesjavöllum. „Þar erum við að smíða og setja upp tilraunastöð fyrir Carbfix sem hreinsar CO2 frá Nesjavallarvirkjun, með því að dæla því niður 800m oní jörðina þar sem það umbreytist í Silfurberg.” Langur starfsaldur er líka enn eitt atriðið sem lifir enn í Héðni. Þannig teljast Rögnvaldur og Gunnar enn hálfgerðir „kettlingar“ þótt Rögnvaldur hafi starfað þar í um aldarfjórðung og Gunnar í hartnær þrjátíu ár. Þó spriklar fyrirtækið enn af eldmóð og nýjum hugmyndum. Margt að gerast og enn fleira á döfinni. Já það má eiginlega segja um Héðinn að dínamíkin sem varð til í fyrirtækinu í upphafi, er enn hér. Það eru liðin 100 ár en dínamíkin er enn sú sama,“ segir Gunnar og Rögnvaldur kinkar kolli. Hér að neðan sjá fyrri hluta um sögu Héðins. Þar er sagt frá aðdraganda þess að fyrirtækið var stofnað sem rekja má til nítjándu aldar. Í umfjölluninni má sjá margar myndir sem endurspegla íslenskt samfélag á fyrri hluta tuttugustu aldarinnar. Helgarviðtal Atvinnulífsins Nýsköpun Tækni Vinnumarkaður Vinnustaðamenning Sjávarútvegur Stóriðja Menning Tengdar fréttir Vaxandi velgengni: „Við erum bara svo góðir vinir“ Þrátt fyrir heimsfaraldur birtust jákvæðar fréttir af fjölmörgum íslenskum fyrirtækjum árið 2021. Ekki síst fyrirtækjum á sviði nýsköpunar. 2. janúar 2022 08:01 „Persónulega þoldi ég ekki sjálfa mig“ Fyrri hluti viðtals við Guðbjörg Ósk Friðriksdóttur, sem margir upplifa sem hina íslensku Elizabeth Gilbert. Síðari hluti viðtalsins verður birtur á Vísi klukkan átta á sunnudagsmorgun, annan í jólum. 25. desember 2021 08:01 Röddin mín: Naktir miðaldra karlmenn í fjáröflun „Þetta er besta partí sem ég hef farið í,“ segir Dalvíkingurinn Friðrik Már Þorsteinsson um fimmtugsafmælið sitt; veislu sem hann hélt í Hull í Bretlandi þar sem hann býr ásamt eiginkonu og tveimur dætrum. 4. desember 2021 08:00 Skíðaskálinn í Hveradölum: Þar sem ástin mættist á miðri leið „Við ætluðum að gifta okkur á bökkum Rangár en ekki hér,“ segir Ólöf Ása Guðmundsdóttir og eiginmaðurinn Grettir Rúnarsson, kinkar kolli og hlær. 21. nóvember 2021 08:00 „Af hverju erum við hér?“ „Af hverju erum við hér?“ spurði Guðrún Jóhannesdóttir sjálfa sig í göngutúr laust fyrir aldamótin. 31. október 2021 08:00 Mest lesið Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Viðskipti innlent Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Viðskipti innlent Verðbólgan komin undir fimm prósent Viðskipti innlent Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Viðskipti innlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Viðskipti innlent Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Viðskipti innlent Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum Sjá meira
„Öskuhaugarnir lagðir niður að fullu og öllu,“ sagði þá í fyrirsögn á baksíðu Morgunblaðsins. Þar sem sagt var frá því að ný sorpeyðingarstöð á Ártúnshöfða tæki til starfa og myndi breyta sorpi í lífrænan áburð. Í kjölfarið yrðu öskuhaugarnir á Eiðsgranda lagðir niður. Héðinn kom að því verki að reisa þessa nýju sorpeyðingarstöð. Sem þótti svo byltingarkennd nýsköpun að boðað var til blaðamannafundar. Það er svo margt svona í sögu Héðins sem okkur finnst kannski fyndið í dag, en segir okkur svo mikið um tíðarandann og samfélagið eins og það var á hverjum tíma,“ segir Rögnvaldur Einarsson forstjóri Héðins en bætir við að síðar reisti Héðinn sorpeyðingarstöðina Kölku í Reykjanesbæ. „Sem uppfyllir allar þær kröfur sem gerðar eru til sorpeyðingar í dag og nýtir brunaorku til framleiðslu á rafmagni og heitu vatni.“ Fá fyrirtæki á Íslandi eiga sér 100 ára gamla sögu og enn færri fyrirtæki eru aldargömul og þó með afkomendur stofnanda enn í hluthafahópi. Það á þó við um Héðin hf. sem í heila öld hefur verið eitt stærsta fyrirtæki landsins á sviði málmiðnaðar og véltækni. Í dag eru 45% hluteigendur í Héðni þeir Rögnvaldur Einarsson, Gunnar Pálsson og Ingimar Bjarnason. Rögnvaldur er framkvæmdastjóri Héðins, Gunnar starfar þar sem verkfræðingur en Ingimar er stjórnarmaður í Héðni og stjórnarformaður Héðins hurða. Aðrir hluteigendur eru lykilstarfsmenn og afkomendur Markúsar Ívarssonar. Stærstu verkefni Héðins eru fyrir sjávarútveginn og stóriðju. Þessi verkefni spanna allt frá því að reisa fiskimjölsverksmiðjur á Íslandi eða úti í heimi yfir í umhverfisvæna nýsköpun, viðgerðir og smíði. Saga Héðins snýst þó um annað og meira en hvað fyrirtækið hefur afrekað í rekstri og verkefnum. Því saga Héðins er ekkert síður saga um fólk og samfélag í 100 ár. Mynd af Markúsi Ívarssyni og eiginkonu hans, Kristínu Andrésdóttur, tekin árið 1940 með hluta af fjölskyldunni. Markús var annar af tveimur stofnendum Héðins árið 1922 og eru afkomendur hans enn í hluthafahópi fyrirtækisins. Markús er gjarnan kallaður fyrsti listaverksafnari Íslands því ástríðan hans var myndlist. Þegar Markús varð bráðkvaddur árið 1943 er talið að hann hafi átt um 200 íslensk listaverk en mörg þeirra hafa verið gefin Listasafni Íslands. Meira má lesa um Markús og meðstofnanda hans, Bjarna Þorsteinsson, í fyrri hluta umfjöllunar um Héðin sem birtur var um síðustu helgi og sjá má neðst í þessari grein. Þar má einnig sjá mikið af myndum sem endurspegla íslenskt samfélag á fyrri hluta síðustu aldar.Úr einkasafni Þegar AA samtökin á Íslandi voru stofnuð Um síðustu helgi fjölluðum við um aðdragandann að stofnun Héðins árið 1922 en létum staðar numið þegar félagið fagnaði hálfrar aldar afmælinu sínu árið 1972. Þá þegar höfðu þúsundir starfað hjá félaginu, enda störfuðu þar tæplega fimm hundruð manns um miðja síðustu öld. Svo stór vinnustaður var Héðinn í Reykjavík. Allir þekkja líka Héðinshúsið fræga á Seljavegi, húsið sem nú hýsir veitingastaði með meiru. Þar var löngum mikið félagslíf á vegum starfsfólks Héðins. Ekki síst á þeim tímum þegar afþreying eins og sjónvarp og fleira var ekki komið. Margt má rekja til þessara tíma og þá um leið nefna hina fornu frægð Héðinsnausts, starfsmannasalarins á efstu hæð í Héðinshúsi. Á þeim tíma þegar viðburðir voru þar sem flestir, var skortur á salarkynnum í Reykjavík. Af því leiddi, var salurinn stundum lánaður fyrir ýmsa aðra viðburði eða aðila. Eitt dæmi um slíkt var þegar verkstjóri í Héðni, Guðmundur Jóhannsson, fékk hann lánaðan til merkilegrar fundar, en það var stofnun AA samtakanna á Íslandi. Sá stofnfundur fór fram föstudaginn 16.apríl árið 1954 og var haldinn í Héðinsnausti. Þeir sem boðuðu til fundarins höfðu reyndar ekki áttað sig á því að þessi dagsetning bar upp á föstudaginn langa. En sú tilviljun að svo var, er skýringin á því hvers vegna afmæli AA samtakanna á Íslandi miðast við föstudaginn langa ár hvert. Rögnvaldur segir svo sem ekki hægt að tala um að félagslíf starfsmanna í dag í líkingu við það sem var í gangi á fimmta og sjötta áratug síðustu aldar. Þegar haldnir voru viðburðir upp á hvert einasta kvöld og starfrækt var bæði fótboltalið starfsmanna og sérstakur karlakór. En góð stemning ríkir þó enn. Ekki síst fyrir jólin. „Við erum alltaf með jólahlaðborð fyrir jólin þar sem gömlu karlarnir koma,“ segja Rögnvaldur og útskýrir að fyrir tíma kórónufaraldurs, hafi fyrirtækið haft þá hefð að bjóða fyrrverandi starfsmönnum á jólahlaðborð með núverandi starfsmönnum. Og þessi boð hafi alltaf lukkast vel og verið mjög vinsæl. Eitt fullkomnasta fiskiskipi norðurslóða er togarinn Ilivileq sem hér sést á mynd. Þar er HPP próteinverksmiðja um borð sem Héðinn hannaði og tryggir 100% nýtingu af fiskinum. Hönnun skipsins og allur vélbúnaður er frá norska fyritrækinu Kongsberg, sem Héðinn er umboðsaðili fyrir en áður nefndist Rolls Royce. Hér sést skipið í Reykjavíkurhöfn en það er í eigu dótturfélags Brims.Vísir/Páll Stefánsson Danfoss og Hauganesflísarnar Þegar síldin var horfin tók við nokkuð erfitt tímabil hjá mörgum íslenskum fyrirtækjum. Enda áttundi áratugurinn oft kenndur við óðaverðbólgu, efnahagsóstjórn og ýmiss viðskiptahöft sem gerðu íslenskum fyrirtækjum erfitt fyrir. Reyndar svo erfitt að mörg þeirra lifðu þennan áratug ekki af. „Það sem bjargaði rekstri Héðins var búðin á Seljavegi,“ segir Gunnar Pálsson, verkfræðingur hjá Héðni en hann er einn eiganda fyrirtækisins eins og Rögnvaldur. Sem dæmi um þekktar vörur úr Héðinsbúðinni má nefna Danfoss lokana á ofna. Sem hjá íslenskri þjóð varð svo þekkt vara að Danfoss var nánast á hverju heimili! „Skýringin á þessu var helst sú að við vorum með svo rosalega duglegan verslunarstjóra að áður en við vissum af þekktu Danfoss allir, svona eins og aðrar tegundir væru ekki til,“ segir Gunnar og hlær. Önnur þekkt vara í Héðinsbúðinni voru hinar frægu Hauganesflísar frá Svíþjóð. Þær seldust eins og heitar lummur á sjötta áratugnum og enn má einstaka sinnum sjá tilvísun í þær þegar eldri glæsihýsi eru auglýst til sölu. „Skýringin er ekki sú að þessar flísar séu svona rosalega merkileg hönnun. Heldur bara það að á þeim tíma sem við fórum að flytja þær inn, þekktust flísar lítið sem ekkert á Íslandi. Fyrir tilviljun komumst við að því að aðili sem við versluðum mikið af í Svíþjóð, framleiddi líka flísar,“ segir Gunnar og bætir við: Við fórum því að flytja inn og selja Hauganesflísar. Með þeim afleiðingum að öll flísalögð baðherbergi á þessum tíma voru beisiklí eins. Enda við vorum bara með eina tegund af flísum!“ segir Gunnar. Fv: Tveir af helstu eigendum Héðins starfa þar báðir en það eru þeir Gunnar Pálsson verkfræðingur og Rögnvaldur Einarsson framkvæmdastjóri. Gunnar hefur starfað hjá Héðni í hartnær þrjátíu ár en Rögnvaldur í um aldarfjórðung. Langur starfsaldur í Héðni er þó svo algengur að enn þykja þeir félagar aðeins kettlingar í samanburði við ýmsa aðra starfsmenn. Hér standa þeir við skrúfu í mjölsnigil. Vísir/Vilhelm Verbúðartímabilið og stefnumótun En reksturinn var þungur um tíma. Fór svo að breskir ráðgjafar voru fengnir til landsins. Sverrir, elsti sonur Sveins fyrrum forstjóra var þá tekinn við forstjórakeflinu. Þótti það síðar mikil framsýni hjá Sverri að fá þessa bresku ráðgjafa til að leiða allsherjar stefnumótunarvinnu eins og ráðist var í. Enda stefnumótun nánast óþekkt í íslensku atvinnulífi á þessum tíma. Niðurstaða stefnumótunarvinnunnar var að einfalda reksturinn. Næstu misserin og árin á eftir var því ráðist í þær hagræðingar. Kjarnastarfsemin skyldi vera sú sama og áætluð var í upphafi þar sem einkum væri unnið að verkefnum fyrir sjávarútveginn og stóriðju. Það höfðu ekki allir trú á að þessi stefna myndi ganga upp. Við höfðum til dæmis alltaf verið í viðskiptum við Iðnaðarbankann og vorum þar með reikning númer 1. Bankinn hafði takmarkaða trú á að kjarnastarfsemi fyrir sjávarútveginn myndi ganga upp,“ segir Gunnar. Ekki er laust við að þessi orð minni nokk á þá stemningu sem sjá mátti í Verbúðarþáttunum góðu síðustu vikur. Þegar íslenskur sjávarútvegur virtist oftar en ekki á barmi gjaldþrots. Það er heill heimur út af fyrir sig að heimsækja Héðinn því þar er bæði hægt að sjá stóran og mikinn vélbúnað sem er alveg nýr, en einnig áratugagamall því á meðan sumt breytist mikið, breytist margt hægt eða lítið. Hér má sjá einn af starfsmönnum Héðins við vinnu, Ingþór Theodór Guðmundsson. Þótt þessi búnaður teljist ekki gamall má einnig sjá í salarkynnum Héðins vélar og búnað sem enn standa frá upphafsárum fyrirtækisins fyrir hundrað árum: Og virka öll enn!Vísir/Vilhelm Aftur til fortíðar En ákvörðunin var rétt. Reksturinn var einfaldaður sem þýddi ýmiss umskipti. Verslunin var til dæmis seld og þar af leiðandi þekkt vörumerki eins og Danfoss. Eignarhlutur í ýmsum fyrirtækjum sem Héðinn hafði átt í var ýmist seldur eða yfirtekinn. Til dæmis var hlutur Héðins í Stálsmiðjunni seldur árið 1985 en það ár yfirtók Héðinn Járnsteypuna að fullu, félag sem fyrirtækið hafði áður aðeins átt hlut í. Járnsteypan varð í kjölfarið sjálfstæð rekstrareining innan Héðins. Árið 1989 flutti Héðinn alla starfsemi sína í Garðabæinn, en þar hafði Héðinn starfrækt útibú frá árinu 1966. Árið 1990 var dótturfyrirtækið Héðinn Shindler stofnað sem sjálfstæð rekstrareining fyrir lyftuþjónustu og tengda starfsemi. Árið 1993 fékk Héðinn umboð fyrir Ulstein vélbúnað í skip og báta, en Ulstein er umsvifamesti framleiðandi vélbúnaðar fyrir skip og báta í heiminum. Tímabilið 1994-1995 vann Héðinn að nokkrum verkefnum fyrir fiskimjölsverksmiðjur víðs vegar um landið: Í Bolungavík, á Akranesi, Neskaupsstað, Grindavík Eskifirði og Fáskrúðsfirði. Þá voru tvö stór verkefni árið 1996 þegar Héðinn vann að heildarenduruppbyggingu 1000 tonna fiskimjölsverksmiðju Haraldar Böðvarssonar á Akranesi og 350 tonna fiskimjölsverksmiðju Faxamjöls í Reykjavík. „Stefnumótunin margborgaði sig eftir allt saman,“ segja Rögnvaldur og Gunnar og skýra það út hvernig Héðinn hætti að vera fyrirtæki sem var út um allt og í öllu og yfir í sérhæft fyrirtæki eins og upphaflega stóð til að byggja upp árið 1922. Hér stendur Rögnvaldur í nokkuð skemmtilegu umhverfi því skipalíkanið í glerkassanum er togari með HPP Protein plant verksmiðju innanborðs og hannað af Rolls Royce. Það sama gildir um varðskipin Þór og Freyju, þau voru hönnuð með Rolls Royce skipabúnaði og varðskipið Þór, ásamt norsku systurskipi, má sjá á myndinni fyrir ofan skipalíkandið. Árið 2019 var skipaþáttur Rolls Royce seldur til norsks fyrirtækis sem heitir Kongsberg og Héðinn er með umboð fyrir. Rögnvaldur viðurkennir þó að honum finnist smá missir af því að geta ekki lengur talað um Rolls Royce. Vísir/Vilhelm Sagan sem endaði öðruvísi Á síðustu áratugum hafa þau verið ófá stóru verkefnin. Bæði hérlendis og erlendis. Verkefni sem skilgreinast sem milljarðaverkefni. „En byggja á trausti,“ segja Rögnvaldur og Gunnar. Þannig skýra þeir það út að eitt af því sem ávinnst með gömlum og góðum rekstri er að menn byggja upp tengslanet og ávinna sér traust manna um allan heim. „Það eru kannski risastór verkefni fyrir erlenda aðila. En engin formlegheit. Menn handsala bara það helsta og vinna verkin. Þetta snýst allt um traust,“ segir Gunnar og bætir við: „Og þetta traust er ekki sjálfgefið skal ég segja þér.“ Tenging við Noreg hefur verið lengi. Og þaðan kemur saga sem endurspeglar vel hvers konar traust verið er að tala um. Í júní árið 2002 segir Morgunblaðið frá því að norska fyrirtækið Peder Halvorsen AS hefði óskað eftir gjaldþrotaskiptum. Héðinn átti 73% eignarhlut í félaginu og sagði Guðmundur Sveinsson, þáverandi stjórnarformaður og forstjóri Héðins í viðtali við Morgunblaðið, að gjaldþrotið væri áfall en lítið annað hægt að gera. En sagan endaði þó öðruvísi. Félagið umrædda fór í þrot. Við því var ekkert hægt að gera. En fljótlega fóru menn ytra að vinna í því að endurreisa félagið og starfsemina á gömlum grunni. „Og þá fór það þannig að norsku bankarnir tóku ekki í mál annað en að við yrðum þá líka með í hinu endurreista félagi. Sem þó var aldagamalt norsk fjölskyldufyrirtæki og til löngu fyrir tíma Héðins. Þetta var mikið átak en tókst og ég get alveg sagt þér það, að sá árangur náðist ekki nema bara fyrir þetta traust sem ég er að tala um. Traust á milli manna sem er áunnið en ekki keypt,“ segir Gunnar en þess skal getið að þessi eignarhlutur Héðins var síðan seldur árið 2009. Það hefur nú sitthvað breyst í öryggi og vinnufatnaði starfsmanna Héðins á þeim 100 árum síðan fyrirtækið tók til starfa. Hér er Einar Patrekur Bæringsson, einn af starfsmönnum Héðins í dag en Héðinn er nú staðsett í 8000 fermetra húsnæði í Gjáhellu í Hafnarfirði. Á fyrri hluta síðustu aldar mættu starfsmenn og lærlingar með bindi í vélsmiðjuna. Í dag er það vinnugalli og ýmiss hlífðarbúnaður.Vísir/Vilhelm Og enn ein kynslóðin er mætt! Stofnendur Héðins árið 1922 voru þeir Markús Ívarsson og Bjarni Þorsteinsson. Bjarni var bráðkvaddur árið 1942 og Markús árið 1943. Tengdasonur Markúsar, Sveinn Guðmundsson, tók þá við forstjórakeflinu og stóð þá vakt í hátt í fjörtíu ár. Þá tóku við synir Sveins, fyrst Sverrir eins og áður sagði en hann er elstur. Síðar Guðmundur Sveinn sem er yngstur. Árið 1998 var Héðinn skráður á markað, sem þá kallaðist Verðbréfaþing Íslands. Hugmyndin með skráningunni var að losa um eignarhald að hluta úr höndum afkomenda stofnenda, enda hafði fjölgað í þeim hópi mjög. Skráningunni fylgdi mikið pappírs- og bókhaldsstúss segja Rögnvaldur og Gunnar og fór svo að árið 1999 var Héðinn skráður af markaði. „Enda gerðist ekki neitt þar,“ segja þeir félagarnir og brosa í kambinn. Árið 2005 keypti félag í eigu Rögnvalds, Gunnars og Ingimars Bjarnasonar 45% hlut í Héðni. Aðrir eignarhlutar eru í eigu starfsmanna og afkomenda Markúsar Ívarssonar. Eitt stærsta verkefni Héðins í nýsköpun síðasta áratuginn er þróun próteinverksmiðju. Þessi prótein verksmiðja er fyrir togara og þróuð og smíðuð af Héðni. Prótótýpa verksmiðjunnar var sett í togarann Sólberg ÓF-1 frá Ramma hf. árið 2017. Tímabilið 2017-2021 seldi Héðinn ýmsar útgáfur af próteinverksmiðjunni til sjö landa utan Íslands. Námu útflutningsverðmætin um sex milljarða króna. En hvað gerir próteinverksmiðja um borð í togurum? Jú, hún tryggir 100% nýtingu á fiskinum. Sem þýðir að það er hægt að auka á próteinframleiðslu án þess að veiða meira úr sjónum. Sem fyrir framtíðina skiptir miklu máli enda fyrirséð að mannkynið verður að læra að auka próteinframleiðslu án þess að ganga meira á náttúruna. Árið 2021 var loks tekin ákvörðun um að nýsköpunarverkefnið skyldi eignast sjálfstætt líf og fyrirtækið HPP Solution stofnað sem dótturfyrirtæki Héðins hf. „Nú er kominn tími til að verkefnið standi undir sér rekstrarlega og það er að fara vel af stað,“ segir Rögnvaldur stoltur. Og viti menn: Nú er enn ein kynslóðin mætt til starfa því framkvæmdastjóri HPP er Ragnar Sverrisson. Hann er sonur Sverris Sveinssonar fyrrum forstjóra Héðins og langafabarn Markúsar Ívarssonar, stofnanda Héðins! Í fyrra var HPP stofnað sem dótturfélag Héðins og þar er framkvæmdastjóri langafabarn Markúsar Ívarssonar stofnanda Héðins, Ragnar Sverrisson. HPP er afrakstur af einu stærsta og umfangsmesta nýsköpunarverkefni Héðins síðustu árin sem fólst í því að hanna og þróa próteinverksmiðjur fyrir skip. Þær tryggja 100% nýtingu á fiskinum sem þýðir að það er hægt að auka á próteinframleiðslu án þess að veiða meira úr sjónum. Á mynd má sjá lykilmenn HPP, frá vinstri aftari röð: Einar Már Aðalsteinsson, Þórður M. Elefson, Garðar Thor Guðbergsson, Pétur Jakob Pétursson, Gauti Stefánsson og Jakob Valgarð Óðinsson. Í fremri röð frá vinstri, Ragnar Sverrisson, Helgi Stefánsson, Steinar Rúnarsson, Daníel Sveinsson, Jakob Hrafn Ágústson og Gunnar Pálsson.Vísir/Vilhelm Dýnamíkin sem lifir af stríð, kreppur og breytta tíma Það má gera ráð fyrir að hjá Héðni hafi starfað þúsundir einstaklinga á þeim hundrað árum síðan fyrirtækið var stofnað. Og enn starfa þar um hundrað manns. Að byggja upp stóran vinnustað sem nær þeim árangri að teljast eitt af framúrskarandi fyrirtækjum landsins ár eftir ár gerist þó ekki að sjálfu sér. Þarna skipta líka máli okkar viðskiptavinir. Ég nefni sem dæmi Samherja sem eru mjög góðir viðskiptavinir hjá okkur. Þeir hafa til að mynda haft frumkvæði við samningagerð á nýsmíði á erlendum skipum sínum að viðhaldsverkefnin fyrir vélbúnað skipanna sé sinnt af okkur frá Íslandi. Þetta skiptir miklu máli og er ekki sjálfgefið viðhorf hjá viðskiptavinum,“ segir Rögnvaldur. Og þótt margt hafi breyst, stendur sumt óbreytt enn. Í vélarsölum Héðins í Gjáhellu í Hafnarfirði má til dæmis sjá ýmsar stórtækar vélar og búnað sem án efa teljast það nýjasta nýtt. En einnig búnað frá upphafsárum Héðins. „Og allar virka enn,“ segir Rögnvaldur. Eflaust hefði mönnum aldrei dottið í hug fyrir heilli öld, hversu tæknivædd vélsmiðjan yrði á endanum enda mikið tölvustýrt í dag og starfsemin að miklu leyti hátæknivædd. Hér má sjá einn af starfsmönnum Héðins í dag við vinnu í Gjáhellu 4, Alvin Pálsson. Héðinn er einnig með starfsstöð við Grundartanga og í Noregi.Vísir/Vilhelm Þá segja Rögnvaldur og Gunnar það góða tilfinningu að kjarnastarfsemi fyrirtækisins sé sú sama í dag og fyrir heilli öld. Það sé góð tilfinning að vera stefnunni trú og margborgi sig að vera með skýran fókus. Þar sem starfsemi Héðins er mjög sérhæfð þekkja kannski fáir til hennar dag frá degi. Þó eru ýmsir hlutir oft sýnilegir í umhverfinu okkar sem eru frá Héðni komnir. Sem dæmi má nefna hina klassísku Rónabekki í Reykjavík. Þeir voru smíðaðir af Héðni. Þá muna margir eftir varðmönnunum ellefu sem stóðu á þaki fjármála- og efnahagsráðuneytisins um tíma. Mannhæðaháir skúlptúrar eftir myndlistarkonuna Steinunni Þórarinsdóttur. Og unnir í samstarfi við ýmsa aðila, þar á meðan Héðinn. „Já eitt sinn voru örugglega um tuttugu steyptir karlar inni á renniverkstæði hjá okkur,“ segir Gunnar og kímir þegar hann rifjar upp það samstarf. Þá smíðaði Héðinn listaverkið Upphaf eftir Grím Marinó Steindórsson, en verkið stendur fyrir utan íþróttamiðstöðina Smárinn í Kópavogi. Annað gamalt verk rataði á síður fjölmiðla á dögunum. En það var skjaldamerki sem Alþingi pantaði árið 1990 og ætlunin var að staðsetja á Alþingishúsið í stað Dönsku kórónunnar. Skjaldamerkið var þó bara hálfunnið því Alþingi afpantaði merkið áður en það var fullunnið og afhent. Það var vegna þess að Húsfriðunarnefnd setti sig upp á móti breytingunni og varð úr svo mikil orrahríð milli Alþingis og nefndarinnar að Sigmund skopmyndateiknari Morgunblaðsins teiknaði heilar fjórar myndir um málið. „Við fengum borgað eitthvað fyrir verkið en þó ekki nóg. Þannig að það varð úr að við héldum mótinu eftir og það hangir hér uppi á vegg,“ sagði Guðmundur Sveinsson, fyrrum forstjóri Héðins í viðtali við Fréttablaðið 28.janúar síðastliðinn. Þá var erindi frá Héðni tekið fyrir hjá Garðabæ á dögunum, þar sem óskað er eftir því að listaverkið Samspil eftir Pétur Bjarnason verði fundinn nýr staður. Listaverkið gaf Héðinn Garðabæ þegar fyrirtækið fagnaði 75 ára afmæli sínu árið 1997. Síðan þá hefur það staðið við Búðakinn við Reykjanesbraut í Garðabæ en götumyndin breyst verulega og því margt sem skyggir á verkið. Í fundargerð Garðabæjar segir um niðurstöðuna: „Menningarfulltrúa falið að ræða við bréfritara og leggja í kjölfarið fram mótaða tillögu í málinu á næsta fundi. Leitast verði við að finna listaverkinu nýjan stað þannig að sem flestir geti notið þessa fallega verks.“ Hér er mynd frá þörungaframleiðslunni VAXA á Hellisheiði. Þar er framleitt prótein úr þörungum með aðferð sem beinlínis dregur úr losun gróðurhúslofttegunda vegna tengsla verksmiðjunnar við Hellisheiðavirkjun. VAXA verkefnið er dæmi um nýsköpunarverkefni sem fellur vel að stefnu Héðins í umhverfismálum. Héðinn er með sambærilegt verkefni í gangi á Nesjavöllum. Vísir/Páll Stefánsson Þá er nokkuð merkilegt til þess að horfa að í 100 ár hefur Héðinn staðið að ýmsum nýsköpunarverkefnum. Sem dæmi má nefna verkefnið VAXA þörungaframleiðsluna á Hellisheiði. „Þetta er umhverfisgrænt verkefni þar sem unnið er að eyða CO2 frá Hellisheiðarvirkjun og þar eru á ferð frábærir og frjóir frumkvöðlar með áhugavert verkefni í loftslagsmálum,” segir Rögnvaldur og bætir við: „Það samsvarar stefnu Héðins vel að taka þátt í slíku og vilja okkar til að greiða götu slíkra verkefna. Í þessu verkefni höfum við til dæmis stærsta hluta þess kostnaðar sem við höfum lagt til, meðal annars hönnuði sem unnið hafa með starfsfólki VAXA að hönnun búnaðar, smíði framleiðslueininga og uppsetning þeirra.” Rögnvaldur segir markmiðið síðan vera að þegar fyrirtækið vex úr grasi, er gert ráð fyrir að það hafi bolmagn til að ráða við endurgreiðslu kostnaðar og betra umhverfi. Þá er Héðinn með sambærilegt verkefni í gangi á Nesjavöllum. „Þar erum við að smíða og setja upp tilraunastöð fyrir Carbfix sem hreinsar CO2 frá Nesjavallarvirkjun, með því að dæla því niður 800m oní jörðina þar sem það umbreytist í Silfurberg.” Langur starfsaldur er líka enn eitt atriðið sem lifir enn í Héðni. Þannig teljast Rögnvaldur og Gunnar enn hálfgerðir „kettlingar“ þótt Rögnvaldur hafi starfað þar í um aldarfjórðung og Gunnar í hartnær þrjátíu ár. Þó spriklar fyrirtækið enn af eldmóð og nýjum hugmyndum. Margt að gerast og enn fleira á döfinni. Já það má eiginlega segja um Héðinn að dínamíkin sem varð til í fyrirtækinu í upphafi, er enn hér. Það eru liðin 100 ár en dínamíkin er enn sú sama,“ segir Gunnar og Rögnvaldur kinkar kolli. Hér að neðan sjá fyrri hluta um sögu Héðins. Þar er sagt frá aðdraganda þess að fyrirtækið var stofnað sem rekja má til nítjándu aldar. Í umfjölluninni má sjá margar myndir sem endurspegla íslenskt samfélag á fyrri hluta tuttugustu aldarinnar.
Helgarviðtal Atvinnulífsins Nýsköpun Tækni Vinnumarkaður Vinnustaðamenning Sjávarútvegur Stóriðja Menning Tengdar fréttir Vaxandi velgengni: „Við erum bara svo góðir vinir“ Þrátt fyrir heimsfaraldur birtust jákvæðar fréttir af fjölmörgum íslenskum fyrirtækjum árið 2021. Ekki síst fyrirtækjum á sviði nýsköpunar. 2. janúar 2022 08:01 „Persónulega þoldi ég ekki sjálfa mig“ Fyrri hluti viðtals við Guðbjörg Ósk Friðriksdóttur, sem margir upplifa sem hina íslensku Elizabeth Gilbert. Síðari hluti viðtalsins verður birtur á Vísi klukkan átta á sunnudagsmorgun, annan í jólum. 25. desember 2021 08:01 Röddin mín: Naktir miðaldra karlmenn í fjáröflun „Þetta er besta partí sem ég hef farið í,“ segir Dalvíkingurinn Friðrik Már Þorsteinsson um fimmtugsafmælið sitt; veislu sem hann hélt í Hull í Bretlandi þar sem hann býr ásamt eiginkonu og tveimur dætrum. 4. desember 2021 08:00 Skíðaskálinn í Hveradölum: Þar sem ástin mættist á miðri leið „Við ætluðum að gifta okkur á bökkum Rangár en ekki hér,“ segir Ólöf Ása Guðmundsdóttir og eiginmaðurinn Grettir Rúnarsson, kinkar kolli og hlær. 21. nóvember 2021 08:00 „Af hverju erum við hér?“ „Af hverju erum við hér?“ spurði Guðrún Jóhannesdóttir sjálfa sig í göngutúr laust fyrir aldamótin. 31. október 2021 08:00 Mest lesið Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Viðskipti innlent Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Viðskipti innlent Verðbólgan komin undir fimm prósent Viðskipti innlent Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Viðskipti innlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Viðskipti innlent Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Viðskipti innlent Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum Sjá meira
Vaxandi velgengni: „Við erum bara svo góðir vinir“ Þrátt fyrir heimsfaraldur birtust jákvæðar fréttir af fjölmörgum íslenskum fyrirtækjum árið 2021. Ekki síst fyrirtækjum á sviði nýsköpunar. 2. janúar 2022 08:01
„Persónulega þoldi ég ekki sjálfa mig“ Fyrri hluti viðtals við Guðbjörg Ósk Friðriksdóttur, sem margir upplifa sem hina íslensku Elizabeth Gilbert. Síðari hluti viðtalsins verður birtur á Vísi klukkan átta á sunnudagsmorgun, annan í jólum. 25. desember 2021 08:01
Röddin mín: Naktir miðaldra karlmenn í fjáröflun „Þetta er besta partí sem ég hef farið í,“ segir Dalvíkingurinn Friðrik Már Þorsteinsson um fimmtugsafmælið sitt; veislu sem hann hélt í Hull í Bretlandi þar sem hann býr ásamt eiginkonu og tveimur dætrum. 4. desember 2021 08:00
Skíðaskálinn í Hveradölum: Þar sem ástin mættist á miðri leið „Við ætluðum að gifta okkur á bökkum Rangár en ekki hér,“ segir Ólöf Ása Guðmundsdóttir og eiginmaðurinn Grettir Rúnarsson, kinkar kolli og hlær. 21. nóvember 2021 08:00
„Af hverju erum við hér?“ „Af hverju erum við hér?“ spurði Guðrún Jóhannesdóttir sjálfa sig í göngutúr laust fyrir aldamótin. 31. október 2021 08:00