Til hamingju með Marakess-sáttmálann Marín Guðrún Hrafnsdóttir skrifar 2. mars 2022 08:32 Aðild Íslands að Marakess-sáttmálanum tekur formlega gildi í dag og því ástæða til að fagna. Undirritun sáttmálans tryggir aðgengi að fjölbreyttara efni fyrir blinda, sjónskerta og fólk með lestrarhömlun og nú með þeim hætti að ekki skiptir máli hvar í heiminum bækur og annað prentefni er gefið út. Höfundarréttarvarið efni, sem gert er aðgengilegt, verður því óháð landamærum. Heimildir í sáttmálanum fjalla sérstaklega um óhagnaðardrifin félög og stofnanir á borð við Hljóðbókasafn Íslands sem gerir efni aðgengilegt fyrir þá sem á þurfa að halda og því skiptir undirritun Íslands miklu máli fyrir þann hóp sem nýtir sér mikilvæga þjónustu safnsins. Lengi hefur verið beðið eftir því að Ísland fullgilti sáttmálann og bættist þar með í hóp 85 aðildarríkja heimsins. Á síðasta ári voru gerðar nauðsynlegar breytingar á höfundalögum til undirbúnings og jafnframt var skerpt á hlutverki og réttindum Hljóðbókasafns Íslands en í 19. grein endurskoðaðra höfundalaga segir: „Viðurkennd eining getur gert eintak á aðgengilegu formi af verki eða öðru efni sem hún hefur lögmætan aðgang að, eða miðlað eintaki á aðgengilegu formi, gert það aðgengilegt, dreift því eða lánað einstaklingi með sjón- eða lestrarhömlun eða annarri viðurkenndri einingu með staðfestu á Evrópska efnahagssvæðinu, sé það ekki gert í hagnaðarskyni og sé eingöngu til afnota fyrir einstaklinga með sjón- eða lestrarhömlun.“ Sáttmálinn setur skýrar reglur um meðferð á höfundarrétti og einvörðungu er verið að opna á millisafnaaðgang til þeirra hópa sem á þurfa að halda og sem í tilviki Hljóðbókasafns Íslands hafa skilað inn vottorði um prentleturshömlun. Sáttmálinn birtir þó fyrst og síðast ríkan skilning á mannréttindum og nauðsyn þess að tryggja jafnt aðgengi að lesefni. Sáttmálinn bætir verulega aðgengi blindra og sjónskerta að les- og prentefni nú þegar höfundarréttarvarið aðgengilegt efni getur ferðast yfir landamæri. Höfundur er forstöðumaður Hljóðbókasafns Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bókmenntir Höfundarréttur Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason skrifar Skoðun Augljós og sýnilegur ávinningur í styttingu biðlista Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Staðreyndir í útlendingamálum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um ferðaþjónustuna Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson skrifar Skoðun Þetta kostar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þrífætta svínið og auðlindarentan Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Er nóg að bara brjóta land? Þorvaldur Rúnarsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta til framtíðar: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Að kjósa taktískt Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Að standa vörð um þjóðina Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri í boði Sjálfstæðisflokksins Snorri Ingimarsson skrifar Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Náttúran er stærsta kosningamálið Skúli Skúlason skrifar Skoðun Ásýnd spillingar Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Pólitík í pípunum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðin er í húfi Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Sjá meira
Aðild Íslands að Marakess-sáttmálanum tekur formlega gildi í dag og því ástæða til að fagna. Undirritun sáttmálans tryggir aðgengi að fjölbreyttara efni fyrir blinda, sjónskerta og fólk með lestrarhömlun og nú með þeim hætti að ekki skiptir máli hvar í heiminum bækur og annað prentefni er gefið út. Höfundarréttarvarið efni, sem gert er aðgengilegt, verður því óháð landamærum. Heimildir í sáttmálanum fjalla sérstaklega um óhagnaðardrifin félög og stofnanir á borð við Hljóðbókasafn Íslands sem gerir efni aðgengilegt fyrir þá sem á þurfa að halda og því skiptir undirritun Íslands miklu máli fyrir þann hóp sem nýtir sér mikilvæga þjónustu safnsins. Lengi hefur verið beðið eftir því að Ísland fullgilti sáttmálann og bættist þar með í hóp 85 aðildarríkja heimsins. Á síðasta ári voru gerðar nauðsynlegar breytingar á höfundalögum til undirbúnings og jafnframt var skerpt á hlutverki og réttindum Hljóðbókasafns Íslands en í 19. grein endurskoðaðra höfundalaga segir: „Viðurkennd eining getur gert eintak á aðgengilegu formi af verki eða öðru efni sem hún hefur lögmætan aðgang að, eða miðlað eintaki á aðgengilegu formi, gert það aðgengilegt, dreift því eða lánað einstaklingi með sjón- eða lestrarhömlun eða annarri viðurkenndri einingu með staðfestu á Evrópska efnahagssvæðinu, sé það ekki gert í hagnaðarskyni og sé eingöngu til afnota fyrir einstaklinga með sjón- eða lestrarhömlun.“ Sáttmálinn setur skýrar reglur um meðferð á höfundarrétti og einvörðungu er verið að opna á millisafnaaðgang til þeirra hópa sem á þurfa að halda og sem í tilviki Hljóðbókasafns Íslands hafa skilað inn vottorði um prentleturshömlun. Sáttmálinn birtir þó fyrst og síðast ríkan skilning á mannréttindum og nauðsyn þess að tryggja jafnt aðgengi að lesefni. Sáttmálinn bætir verulega aðgengi blindra og sjónskerta að les- og prentefni nú þegar höfundarréttarvarið aðgengilegt efni getur ferðast yfir landamæri. Höfundur er forstöðumaður Hljóðbókasafns Íslands.
Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar