Dagný Lísa: „Ég var ekki að fara að tapa þessum leik“ Atli Arason skrifar 2. mars 2022 23:30 Dagný Lísa Davíðsdóttir í baráttunni undir körfunni. Vísir/Hulda Margrét Dagný Lísa Davíðsdóttir, leikmaður Fjölnis, var afar sátt eftir 4 stiga sigur Fjölnis á Njarðvík í Dalhúsum í kvöld, 80-76. „Þetta var fjögurra stiga leikur og skemmtilegt líka að þetta er toppleikur en ekki einhvers staðar um miðja deild. Þetta gerir helling fyrir okkur,“ sagði Dagný Lísa í viðtali við Vísi. „Við komum inn í leikinn með aðeins öðruvísi leikplan en við höfum verið að gera. Það sem við erum búnar að vera að gera í síðustu leikjum gegn þeim hefur ekki verið að virka. Við spiluðum aðra vörn og vorum í svæði allan tíman og settum einbeitinguna á útlendingana þeirra sem hafa verið að skila mjög miklu fyrir þær í leikjum gegn okkur.“ „Leikurinn var allur í járnum. Við vorum einu stigi undir í hálfleik en þá voru þær búnar að taka sitt áhlaup. Þær fundu einhverjar lausnir á okkar varnarleik og voru að setja nokkra þrista í röð. Við vissum samt alveg að þær væru ekki að fara að skjóta 60% í þristum í heilan leik.“ „Ég myndi ekki segja að annaðhvort liðið hafi verið með yfirhöndina í leiknum en ég hafði trú á okkur allan leikinn fram í blálokin. Ég var ekki að fara að tapa þessum leik.“ Eftir sigurinn í kvöld er Fjölniskonur komnar í bílstjórasætið um deildarmeistaratitilinn sem er nú þeirra til að tapa þegar fimm umferðir eru eftir. Stefnan er skýr hjá Grafarvogsliðinu. „Við tví- eða þríeflumst við möguleika á titli og það er eitthvað sem við höfum verið að vinna að allt tímabilið. Við ætlum ekki að gera neitt annað en að klára dæmið. Það er enn þá alveg hægt að klúðra þessu. Við ætlum að gera allt sem við getum gert til þess að klára deildarmeistaratitilinn.“ Keflvíkingar töpuðu gegn Haukum í kvöld og með tapinu er það endanlega laust að Keflavík nær ekki sæti í úrslitakeppninni. Næsti leikur Fjölnis er gegn Keflavík en þrátt fyrir tap suðurnesjaliðsins þá býst Dagný ekki við neinn afslátt frá þeim í viðureign liðanna sem er miðvikudaginn næsta. „Keflavík hefur verið í úrslitakeppninni stanslaust frá einhverjum tíma áður en ég fæddist. Það er einhver menning þarna og það er hefð fyrir því að berjast og gefast ekki upp. Þetta er ekki leikur sem við ætlum að gera lítið úr og þetta er verkefni sem við ætlum að mæta brjálaðar í. Við ætlum að gera það sem við getum til að tryggja okkar sæti enn betur og sækja heimavallarétt fyrir úrslitakeppnina,“ sagði Dagný Lísa Davíðsdóttir, leikmaður Fjölnis, að endingu. Subway-deild kvenna Fjölnir UMF Njarðvík Mest lesið Gagnrýnir CrossFit: Flýja alla ábyrgð og láta aðra sjá um kostnaðinn Sport Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Enski boltinn Fær meira fyrir hálftíma ræðu en fyrir að spila heilt tímabil Körfubolti Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Fótbolti „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir dullað sér út“ Körfubolti Ætlaði að ná hundraðasta sigrinum en endaði upp á spítala Sport Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ Handbolti Rautt spjald eftir þrjátíu sekúndur en unnu samt úrslitaleikinn Fótbolti Tekur barnið sitt úr leikskóla svo að skíðakonan geti haldið jólin með þeim Sport Fleiri fréttir „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir dullað sér út“ Fær meira fyrir hálftíma ræðu en fyrir að spila heilt tímabil Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Landsliðsmenn Stjörnunnar skoruðu saman 53 stig í fyrri hálfleik Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Þór Þ. 124-82 | Þórsarar kjöldregnir í Garðabænum Pavel um leikjamet Óla Óla fyrir Grindavík: „Ég reyndi að eyðileggja þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Uppgjörið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 74-93 | Haukar enn í leit að fyrsta sigrinum Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Sjá meira
„Þetta var fjögurra stiga leikur og skemmtilegt líka að þetta er toppleikur en ekki einhvers staðar um miðja deild. Þetta gerir helling fyrir okkur,“ sagði Dagný Lísa í viðtali við Vísi. „Við komum inn í leikinn með aðeins öðruvísi leikplan en við höfum verið að gera. Það sem við erum búnar að vera að gera í síðustu leikjum gegn þeim hefur ekki verið að virka. Við spiluðum aðra vörn og vorum í svæði allan tíman og settum einbeitinguna á útlendingana þeirra sem hafa verið að skila mjög miklu fyrir þær í leikjum gegn okkur.“ „Leikurinn var allur í járnum. Við vorum einu stigi undir í hálfleik en þá voru þær búnar að taka sitt áhlaup. Þær fundu einhverjar lausnir á okkar varnarleik og voru að setja nokkra þrista í röð. Við vissum samt alveg að þær væru ekki að fara að skjóta 60% í þristum í heilan leik.“ „Ég myndi ekki segja að annaðhvort liðið hafi verið með yfirhöndina í leiknum en ég hafði trú á okkur allan leikinn fram í blálokin. Ég var ekki að fara að tapa þessum leik.“ Eftir sigurinn í kvöld er Fjölniskonur komnar í bílstjórasætið um deildarmeistaratitilinn sem er nú þeirra til að tapa þegar fimm umferðir eru eftir. Stefnan er skýr hjá Grafarvogsliðinu. „Við tví- eða þríeflumst við möguleika á titli og það er eitthvað sem við höfum verið að vinna að allt tímabilið. Við ætlum ekki að gera neitt annað en að klára dæmið. Það er enn þá alveg hægt að klúðra þessu. Við ætlum að gera allt sem við getum gert til þess að klára deildarmeistaratitilinn.“ Keflvíkingar töpuðu gegn Haukum í kvöld og með tapinu er það endanlega laust að Keflavík nær ekki sæti í úrslitakeppninni. Næsti leikur Fjölnis er gegn Keflavík en þrátt fyrir tap suðurnesjaliðsins þá býst Dagný ekki við neinn afslátt frá þeim í viðureign liðanna sem er miðvikudaginn næsta. „Keflavík hefur verið í úrslitakeppninni stanslaust frá einhverjum tíma áður en ég fæddist. Það er einhver menning þarna og það er hefð fyrir því að berjast og gefast ekki upp. Þetta er ekki leikur sem við ætlum að gera lítið úr og þetta er verkefni sem við ætlum að mæta brjálaðar í. Við ætlum að gera það sem við getum til að tryggja okkar sæti enn betur og sækja heimavallarétt fyrir úrslitakeppnina,“ sagði Dagný Lísa Davíðsdóttir, leikmaður Fjölnis, að endingu.
Subway-deild kvenna Fjölnir UMF Njarðvík Mest lesið Gagnrýnir CrossFit: Flýja alla ábyrgð og láta aðra sjá um kostnaðinn Sport Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Enski boltinn Fær meira fyrir hálftíma ræðu en fyrir að spila heilt tímabil Körfubolti Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Fótbolti „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir dullað sér út“ Körfubolti Ætlaði að ná hundraðasta sigrinum en endaði upp á spítala Sport Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ Handbolti Rautt spjald eftir þrjátíu sekúndur en unnu samt úrslitaleikinn Fótbolti Tekur barnið sitt úr leikskóla svo að skíðakonan geti haldið jólin með þeim Sport Fleiri fréttir „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir dullað sér út“ Fær meira fyrir hálftíma ræðu en fyrir að spila heilt tímabil Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Landsliðsmenn Stjörnunnar skoruðu saman 53 stig í fyrri hálfleik Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Þór Þ. 124-82 | Þórsarar kjöldregnir í Garðabænum Pavel um leikjamet Óla Óla fyrir Grindavík: „Ég reyndi að eyðileggja þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Uppgjörið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 74-93 | Haukar enn í leit að fyrsta sigrinum Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Sjá meira