Leggið þú og makinn þinn ykkur bæði fram við að halda í neistann í sambandinu? Ása Ninna Pétursdóttir skrifar 4. mars 2022 12:57 Ert þú eða maki þinn líklegri til að plana stefnumótin og halda við spennunni í sambandinu? Getty Í byrjun ástarsambands þegar spennan er endalaus og rómantíkin flæðir óheflað um verk okkar og vit er allt eitthvað svo áreynslulaust, allt svo einfalt, náttúrulegt. Þá er auðvelt að vera ástfangin(n). Ekki síður fallegur kafli tekur yfirleitt við eftir bleika skýið, fallegur en oft á tíðum flókinn. Við byrjum að púsla lífinu saman, þroskast saman, lifa saman. Við þurfum að búa til rútínu í hversdagslífinu og gera málamiðlanir, framtíðarplön. Pör gera oft á tíðum með sér einhverja verkaskiptingu á heimilinu, sérstaklega þegar börn eru komin í spilið. Það getur oft verið heilmikið að halda öllum boltum rúllandi. Í mörg horn að líta og eðlilega er spennan sem einkenndi samskiptin í fyrstu breytt. Það er líklegra að fá sendan innkaupalista í sms-i heldur en skilaboðin: „Hlakka svo til að koma heim til þín!“ Er það alltaf sami aðilinn sem planar stefnumótin? Það virðist kannski órómantískt að tala um skipulagningu þegar kemur að rómantík og spennu en samt sem áður er líklega nauðsynlegt að plana rómantíkina, sérstaklega þegar fólk hefur verið saman í einhvern tíma og mikið er að gera. Ef þessum hlutum er ekki sinnt verður það til þess að pör byrja að fjarlægjast, nándin minnkar og meiri líkur eru á því að hrifningin dvíni og sambandið endi eða fjari út smátt og smátt. Sumum gæti jafnvel fundist eðlilegt að annar aðilinn beri að mestu ábyrgðina á því að halda neistanum lifandi því það er meira í „hans eða hennar eðli“. En þegar annar aðilinn í sambandinu stólar alfarið á hinn þegar kemur að rómantíkinni getur það komið út sem ákveðið áhugaleysi. Spurningu vikunnar er að þessu sinni kynjaskipt og er fólk beðið um að svara þeirri könnun sem á við. Leggið þú og makinn þinn ykkur bæði fram við að halda í neistann í sambandinu? KONUR SVARA HÉR: KARLAR SVARA HÉR: KYNSEGIN SVARA HÉR: Makamál hafa síðustu tvö ár spurt lesendur Vísis nær vikulega um þeirra skoðanir og viðhorf varðandi málefni tengd ástinni, samböndum, tilfinningum og kynlífi. Fyrir áhugasama er hægt að nálgast allar fyrri Spurningar vikunnar og niðurstöður hér. Spurning vikunnar Ástin og lífið Mest lesið Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Spurning vikunnar: Hefur þú „dömpað“ einhverjum í gegnum skilaboð? Makamál Nokkuð algengt að fólk feli rafræn samskipti fyrir maka sínum Makamál Af hverju ættir þú að knúsa í þig? Makamál Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Makamál Íris og Lucas á CooCoo's Nest: „Við þóttumst vera rík einu sinni í mánuði“ Makamál Heiðdís Rós vill komast á Forbes listann Makamál Rekin úr píanókennslu, menntaskóla og Ljósmyndaskólanum Makamál Fleiri fréttir „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Sjá meira
Þá er auðvelt að vera ástfangin(n). Ekki síður fallegur kafli tekur yfirleitt við eftir bleika skýið, fallegur en oft á tíðum flókinn. Við byrjum að púsla lífinu saman, þroskast saman, lifa saman. Við þurfum að búa til rútínu í hversdagslífinu og gera málamiðlanir, framtíðarplön. Pör gera oft á tíðum með sér einhverja verkaskiptingu á heimilinu, sérstaklega þegar börn eru komin í spilið. Það getur oft verið heilmikið að halda öllum boltum rúllandi. Í mörg horn að líta og eðlilega er spennan sem einkenndi samskiptin í fyrstu breytt. Það er líklegra að fá sendan innkaupalista í sms-i heldur en skilaboðin: „Hlakka svo til að koma heim til þín!“ Er það alltaf sami aðilinn sem planar stefnumótin? Það virðist kannski órómantískt að tala um skipulagningu þegar kemur að rómantík og spennu en samt sem áður er líklega nauðsynlegt að plana rómantíkina, sérstaklega þegar fólk hefur verið saman í einhvern tíma og mikið er að gera. Ef þessum hlutum er ekki sinnt verður það til þess að pör byrja að fjarlægjast, nándin minnkar og meiri líkur eru á því að hrifningin dvíni og sambandið endi eða fjari út smátt og smátt. Sumum gæti jafnvel fundist eðlilegt að annar aðilinn beri að mestu ábyrgðina á því að halda neistanum lifandi því það er meira í „hans eða hennar eðli“. En þegar annar aðilinn í sambandinu stólar alfarið á hinn þegar kemur að rómantíkinni getur það komið út sem ákveðið áhugaleysi. Spurningu vikunnar er að þessu sinni kynjaskipt og er fólk beðið um að svara þeirri könnun sem á við. Leggið þú og makinn þinn ykkur bæði fram við að halda í neistann í sambandinu? KONUR SVARA HÉR: KARLAR SVARA HÉR: KYNSEGIN SVARA HÉR: Makamál hafa síðustu tvö ár spurt lesendur Vísis nær vikulega um þeirra skoðanir og viðhorf varðandi málefni tengd ástinni, samböndum, tilfinningum og kynlífi. Fyrir áhugasama er hægt að nálgast allar fyrri Spurningar vikunnar og niðurstöður hér.
Spurning vikunnar Ástin og lífið Mest lesið Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Spurning vikunnar: Hefur þú „dömpað“ einhverjum í gegnum skilaboð? Makamál Nokkuð algengt að fólk feli rafræn samskipti fyrir maka sínum Makamál Af hverju ættir þú að knúsa í þig? Makamál Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Makamál Íris og Lucas á CooCoo's Nest: „Við þóttumst vera rík einu sinni í mánuði“ Makamál Heiðdís Rós vill komast á Forbes listann Makamál Rekin úr píanókennslu, menntaskóla og Ljósmyndaskólanum Makamál Fleiri fréttir „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Sjá meira