Við brúum bilið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar 3. mars 2022 15:01 Við samþykktum í borgarráði í morgun áætlun um að fjölga verulega leikskólarýmum á næstu mánuðum og misserum. Á árunum 2021 og 2022 munu enn fleiri börn fæðast í Reykjavík en gert var ráð fyrir. Það er bara dásamlegt að fá fleiri börn en við þeirri fjölgun þarf að bregðast til að veita barnafólki góða þjónustu í Reykjavík. Það er ekki nóg að vera með ódýrustu leikskólagjöldin meðal stærstu sveitarfélaga landsins. Því verða 850 ný leikskólarými opnuð í ár, bæði með því að fjölga rýmum í núverandi leikskólum og með því að opna sjö nýja leikskóla. Alls er gert ráð fyrir að leikskólarýmum fjölgi um 1680 á næstu þremur árum. 12 mánaða börnum boðin vistun í haust Með þessari áætlun gerum við ráð fyrir að geta boðið öllum 12 mánaða börnum leikskólapláss í haust. Þegar búið er að taka við 12 mánaða börnum teljum við að um 260 laus rými verði til ráðstöfunar, þar sem hægt verður að bjóða börnum sem verða 12 mánaða síðar á árinu eða í byrjun næsta árs. Með þessu skrefi mun meðalaldur barna við inntöku lækka í 15 mánaða úr 19 mánuðum. Börn í leikskólum í sínu hverfi Um 90% barna sækja leikskóla í sínu hverfi. Og flestir foreldrar vilja að barnið sæki leikskóla í heimahverfi sínu og myndi tengsl við önnur börn í hverfinu. Það á því að vera takmark okkar að byggja upp leikskóla í þeim hverfum þar sem þörfin er mest. Og það er skynsamlegt að eitthvað af leikskólabyggingunum verði færanlegar, til þess að færa þær þangað sem þörfin er mest. Þegar að barnasprengjur færast á milli hverfa, þurfa leikskólarnir að fylgja með. Líka fjölgun í sjálfstæðum leikskólum Það sem af er kjörtímabilsins hafa 430 leikskólapláss bæst við í leikskólum Reykjavíkur. Þá hefur fjölgað um 133 leikskólarými í sjálfstætt reknum leikskólum. Sjálfstætt starfandi leikskólar eru mikilvæg viðbót við leikskólana hér í Reykjavík. Viðreisn í Reykjavík styður sjálfstæða skóla og vill gjarnan að þeim fjölgi. Við höfum séð að sjálfstætt reknir leikskólar eru vel reknir og veita góða þjónustu. Því á Reykjavík nú í viðræðum við þessa leikskóla um að fjölga leikskólaplássum. Starfsfólki fjölgar Við þurfum starfsfólk til að sinna börnunum. Allra helst þurfum við í Reykjavík fleiri faglærða starfsmenn af öllum kynjum. Á þessu kjörtímabili hefur verið ráðist í fjölþættar aðgerðir til að bæta starfsaðstæður á leikskólum og gera það meira aðlaðandi að starfa, til langs tíma, á leikskólum. Stöðugildum hefur fjölgað um 350 á þessu kjörtímabili, börnum á hvern starfsmann hefur fækkað og undirbúningstímar leikskólakennara hafa fjölgað. Kjör leikskólakennara hafa batnað verulega og það er ánægjulegt að sjá að nemum í leikskólakennaranámi hefur fjölgað. Að auki hefur Reykjavík ráðist í aukinn stuðning við stjórnendur við ráðningar og starfsmannamál. Við í Viðreisn í Reykjavík höfum allt þetta kjörtímabil lagt áherslu á að brúa bilið, bilið á milli fæðingarorlofs og leikskóla. Við vitum að það er mikilvægt fyrir foreldra og gerir Reykjavík að enn fjölskylduvænna samfélagi. Þannig borg viljum við byggja. Höfundur er oddviti Viðreisnar í Reykjavík og sækist eftir 1. sæti í prófkjöri Viðreisnar sem fram fer 4.-5. mars nk. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Viðreisn Borgarstjórn Reykjavík Skóla - og menntamál Leikskólar Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson Skoðun Staðreyndir í útlendingamálum Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun Augljós og sýnilegur ávinningur í styttingu biðlista Jóhann F K Arinbjarnarson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason skrifar Skoðun Augljós og sýnilegur ávinningur í styttingu biðlista Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Staðreyndir í útlendingamálum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um ferðaþjónustuna Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson skrifar Skoðun Þetta kostar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þrífætta svínið og auðlindarentan Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Er nóg að bara brjóta land? Þorvaldur Rúnarsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta til framtíðar: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Að kjósa taktískt Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Að standa vörð um þjóðina Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri í boði Sjálfstæðisflokksins Snorri Ingimarsson skrifar Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Náttúran er stærsta kosningamálið Skúli Skúlason skrifar Skoðun Ásýnd spillingar Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Pólitík í pípunum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðin er í húfi Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Sjá meira
Við samþykktum í borgarráði í morgun áætlun um að fjölga verulega leikskólarýmum á næstu mánuðum og misserum. Á árunum 2021 og 2022 munu enn fleiri börn fæðast í Reykjavík en gert var ráð fyrir. Það er bara dásamlegt að fá fleiri börn en við þeirri fjölgun þarf að bregðast til að veita barnafólki góða þjónustu í Reykjavík. Það er ekki nóg að vera með ódýrustu leikskólagjöldin meðal stærstu sveitarfélaga landsins. Því verða 850 ný leikskólarými opnuð í ár, bæði með því að fjölga rýmum í núverandi leikskólum og með því að opna sjö nýja leikskóla. Alls er gert ráð fyrir að leikskólarýmum fjölgi um 1680 á næstu þremur árum. 12 mánaða börnum boðin vistun í haust Með þessari áætlun gerum við ráð fyrir að geta boðið öllum 12 mánaða börnum leikskólapláss í haust. Þegar búið er að taka við 12 mánaða börnum teljum við að um 260 laus rými verði til ráðstöfunar, þar sem hægt verður að bjóða börnum sem verða 12 mánaða síðar á árinu eða í byrjun næsta árs. Með þessu skrefi mun meðalaldur barna við inntöku lækka í 15 mánaða úr 19 mánuðum. Börn í leikskólum í sínu hverfi Um 90% barna sækja leikskóla í sínu hverfi. Og flestir foreldrar vilja að barnið sæki leikskóla í heimahverfi sínu og myndi tengsl við önnur börn í hverfinu. Það á því að vera takmark okkar að byggja upp leikskóla í þeim hverfum þar sem þörfin er mest. Og það er skynsamlegt að eitthvað af leikskólabyggingunum verði færanlegar, til þess að færa þær þangað sem þörfin er mest. Þegar að barnasprengjur færast á milli hverfa, þurfa leikskólarnir að fylgja með. Líka fjölgun í sjálfstæðum leikskólum Það sem af er kjörtímabilsins hafa 430 leikskólapláss bæst við í leikskólum Reykjavíkur. Þá hefur fjölgað um 133 leikskólarými í sjálfstætt reknum leikskólum. Sjálfstætt starfandi leikskólar eru mikilvæg viðbót við leikskólana hér í Reykjavík. Viðreisn í Reykjavík styður sjálfstæða skóla og vill gjarnan að þeim fjölgi. Við höfum séð að sjálfstætt reknir leikskólar eru vel reknir og veita góða þjónustu. Því á Reykjavík nú í viðræðum við þessa leikskóla um að fjölga leikskólaplássum. Starfsfólki fjölgar Við þurfum starfsfólk til að sinna börnunum. Allra helst þurfum við í Reykjavík fleiri faglærða starfsmenn af öllum kynjum. Á þessu kjörtímabili hefur verið ráðist í fjölþættar aðgerðir til að bæta starfsaðstæður á leikskólum og gera það meira aðlaðandi að starfa, til langs tíma, á leikskólum. Stöðugildum hefur fjölgað um 350 á þessu kjörtímabili, börnum á hvern starfsmann hefur fækkað og undirbúningstímar leikskólakennara hafa fjölgað. Kjör leikskólakennara hafa batnað verulega og það er ánægjulegt að sjá að nemum í leikskólakennaranámi hefur fjölgað. Að auki hefur Reykjavík ráðist í aukinn stuðning við stjórnendur við ráðningar og starfsmannamál. Við í Viðreisn í Reykjavík höfum allt þetta kjörtímabil lagt áherslu á að brúa bilið, bilið á milli fæðingarorlofs og leikskóla. Við vitum að það er mikilvægt fyrir foreldra og gerir Reykjavík að enn fjölskylduvænna samfélagi. Þannig borg viljum við byggja. Höfundur er oddviti Viðreisnar í Reykjavík og sækist eftir 1. sæti í prófkjöri Viðreisnar sem fram fer 4.-5. mars nk.
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun
Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun
Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir Skoðun