Arnar Pétursson: Ég er stoltur af stelpunum Dagbjört Lena Sigurðardóttir skrifar 6. mars 2022 18:52 A-landslið kvenna vann frábæran sjö marka sigur á Tyrklandi fyrr í dag. Ísland var með yfirhöfnina alveg frá fyrstu mínútu en lokatölur voru 29-22. Arnar Pétursson, þjálfari liðsins, var virkilega sáttur með frammistöðu liðsins. „Þetta var bara mjög gott. Ég er sérstaklega ánægður með góðan fyrri hálfleik, bæði varnarlega og sóknarlega. Seinni hálfleikurinn var kannski full stressandi. En við kláruðum þetta vel og ég er virkilega ánægður með það,“ sagði Arnar Pétursson strax að leik loknum. Í viðtali fyrir leik talaði Arnar um það að til þess að sigra þyrfti liðið að þétta vörnina þar sem Tyrkir eru þekktir fyrir hraðar sóknir. „Það var allt annað að sjá ákefðina í varnarleiknum lengst af. Það er nátturlega bara það sem maður þarf í þessum bolta og við þurfum að geta spilað vörn til að eiga möguleika. En það er það sem við gerðum í dag. Ég er stoltur af stelpunum. Við svöruðum þessu ágætlega.“ „Við vorum að spila við hörku lið. Stelpurnar í Tyrklandi eru frábærar. En þetta var gott svar hjá okkur í dag og ég er ánægður með þetta.“ „Lykillinn að sigrinum var fyrst og fremst þéttleikinn varnarlega, sérstaklega í fyrri hálfleik. Svo vorum við að spila mjög vel sóknarlega í fyrri hálfleik. Aðeins hökt á okkur í seinni hálfleik en við kláruðum þetta.“ „Við verðum að sjá hvernig staðan á þessu öllu er. Fyrst og fremst verðum við bara að hugsa um okkar lið og frammistöðu. Frammistaðan í dag var lengst af mjög góð. Það voru framfarir í þessu. Við erum að fara að spila við tvö af tólf bestu liðum í heimi. Svíarnir eru í 5. sæti til þess að koma sér inn á HM. Serbarnir eru í því tólfta. Við erum töluvert aftar. En það er allt hægt. Það þarf mikið til þess að við vinnum Serba úti í Serbíu. En það er allt hægt,“ sagði Arnar að lokum, aðspurður að því hvort liðið eigi séns á því að komast upp úr riðlinum. EM kvenna í handbolta 2022 Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Ísland - Tyrkland 29-22 | Sterkur sigur íslenska liðsins Íslenska kvennalandsliðið í handbolta vann sterkan sjö marka sigur gegn því tyrkneska í undankeppni EM kvenna í handbolta í dag. 6. mars 2022 18:45 Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Handbolti Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Körfubolti Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Handbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Fleiri fréttir „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Monsi með eitt besta mark vikunnar í Evrópudeildinni Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM „Stolt af sjálfri mér“ Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM „Þetta er mjög ljúft“ Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Fimmta tap Gróttu í röð Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Skrýtið en venst Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ Sjá meira
„Þetta var bara mjög gott. Ég er sérstaklega ánægður með góðan fyrri hálfleik, bæði varnarlega og sóknarlega. Seinni hálfleikurinn var kannski full stressandi. En við kláruðum þetta vel og ég er virkilega ánægður með það,“ sagði Arnar Pétursson strax að leik loknum. Í viðtali fyrir leik talaði Arnar um það að til þess að sigra þyrfti liðið að þétta vörnina þar sem Tyrkir eru þekktir fyrir hraðar sóknir. „Það var allt annað að sjá ákefðina í varnarleiknum lengst af. Það er nátturlega bara það sem maður þarf í þessum bolta og við þurfum að geta spilað vörn til að eiga möguleika. En það er það sem við gerðum í dag. Ég er stoltur af stelpunum. Við svöruðum þessu ágætlega.“ „Við vorum að spila við hörku lið. Stelpurnar í Tyrklandi eru frábærar. En þetta var gott svar hjá okkur í dag og ég er ánægður með þetta.“ „Lykillinn að sigrinum var fyrst og fremst þéttleikinn varnarlega, sérstaklega í fyrri hálfleik. Svo vorum við að spila mjög vel sóknarlega í fyrri hálfleik. Aðeins hökt á okkur í seinni hálfleik en við kláruðum þetta.“ „Við verðum að sjá hvernig staðan á þessu öllu er. Fyrst og fremst verðum við bara að hugsa um okkar lið og frammistöðu. Frammistaðan í dag var lengst af mjög góð. Það voru framfarir í þessu. Við erum að fara að spila við tvö af tólf bestu liðum í heimi. Svíarnir eru í 5. sæti til þess að koma sér inn á HM. Serbarnir eru í því tólfta. Við erum töluvert aftar. En það er allt hægt. Það þarf mikið til þess að við vinnum Serba úti í Serbíu. En það er allt hægt,“ sagði Arnar að lokum, aðspurður að því hvort liðið eigi séns á því að komast upp úr riðlinum.
EM kvenna í handbolta 2022 Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Ísland - Tyrkland 29-22 | Sterkur sigur íslenska liðsins Íslenska kvennalandsliðið í handbolta vann sterkan sjö marka sigur gegn því tyrkneska í undankeppni EM kvenna í handbolta í dag. 6. mars 2022 18:45 Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Handbolti Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Körfubolti Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Handbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Fleiri fréttir „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Monsi með eitt besta mark vikunnar í Evrópudeildinni Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM „Stolt af sjálfri mér“ Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM „Þetta er mjög ljúft“ Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Fimmta tap Gróttu í röð Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Skrýtið en venst Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Ísland - Tyrkland 29-22 | Sterkur sigur íslenska liðsins Íslenska kvennalandsliðið í handbolta vann sterkan sjö marka sigur gegn því tyrkneska í undankeppni EM kvenna í handbolta í dag. 6. mars 2022 18:45