„Þetta kallar á allavegana eina 100 megawatta virkjun á hverju ári“ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 8. mars 2022 22:32 Vilhjálmur Egilsson er formaður starfshópsins sem vann skýrsluna. vísir/vilhelm Þörf er á aukinni orkuframleiðslu til að anna orkuskiptum á komandi áratugum. Formaður starfshóps sem vann skýrslu um orkumál segir að tvöföldun á raforkuframleiðslu Íslands kalli á eina 100 megawatta virkjun á ári fram til ársins 2040. Þetta kemur fram í skýrslu um stöðu og áskoranir í orkumálum sem var kynnt í dag. Orkumálaráðherra skipaði í byrjun árs þriggja manna starfshóp til að vinna skýrsluna með sérstakri vísan til markmiða í loftslagsmálum. Niðurstöður skýrslunnar sýna að þörf er á aukinni orkuframleiðslu til að anna orkuskiptum á komandi áratugum. Sex sviðsmyndir eru settar fram í skýrslunni, þar af fjórar sem taka mið af loftslagsmarkmiðum Íslands, en þær spanna allt frá lítilli sem engri viðbót við raforkuframleiðslu Íslands til ríflega tvöföldunar hennar eða 124% aukningar fram til ársins 2040. „Þetta kallar á allavegana eina 100 megawatta virkjun plús á hverju ári allan þennan tíma. 100 plús í megawöttum er töluvert stór virkjun,“ sagði Vilhjálmur Egilsson, formaður starfshópsins. Hann segir að við munum geta náð loftslagsmarkmiðunum en að það kalli á aukna framleiðslu. Orkumálaráðherra segir að það séu margar leiðir í boði. „Og það sem er búið að breytast frá því að við vorum síðast að tala um rammann, að það eru komnir fleiri þættir, t.d. vindorkan. Og sömuleiðis og ég hef lagt áherslu á það líka að við þurfum að nýta orkuna betur en við gerum núna,“ sagði Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis- og orkumálaráðherra. Frá orkufundi í Hörpu.vísir/vilhelm Heldur þú að það sé bara pólitísk samstaða um að virkja svona mikið? „Ég efast um það en þá þarf sá sem ekki vill fara þessa leið að segja hvað hann nákvæmlega vill,“ sagði Vilhjálmur. „Ég vona að það sé pólitísk sátt um loftslagsmarkmiðin þannig að ef við ætlum ekki að búa til okkar grænu orku til þess að uppfylla loftslagsmarkmiðin þá þýðir það að við ætlum að flytja hana inn. Það held ég að verði aldrei sátt um og verður heldur ekki efnahagslega sjálfbært,“ sagði Guðlaugur Þór. Orkumál Umhverfismál Loftslagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina Sjá meira
Þetta kemur fram í skýrslu um stöðu og áskoranir í orkumálum sem var kynnt í dag. Orkumálaráðherra skipaði í byrjun árs þriggja manna starfshóp til að vinna skýrsluna með sérstakri vísan til markmiða í loftslagsmálum. Niðurstöður skýrslunnar sýna að þörf er á aukinni orkuframleiðslu til að anna orkuskiptum á komandi áratugum. Sex sviðsmyndir eru settar fram í skýrslunni, þar af fjórar sem taka mið af loftslagsmarkmiðum Íslands, en þær spanna allt frá lítilli sem engri viðbót við raforkuframleiðslu Íslands til ríflega tvöföldunar hennar eða 124% aukningar fram til ársins 2040. „Þetta kallar á allavegana eina 100 megawatta virkjun plús á hverju ári allan þennan tíma. 100 plús í megawöttum er töluvert stór virkjun,“ sagði Vilhjálmur Egilsson, formaður starfshópsins. Hann segir að við munum geta náð loftslagsmarkmiðunum en að það kalli á aukna framleiðslu. Orkumálaráðherra segir að það séu margar leiðir í boði. „Og það sem er búið að breytast frá því að við vorum síðast að tala um rammann, að það eru komnir fleiri þættir, t.d. vindorkan. Og sömuleiðis og ég hef lagt áherslu á það líka að við þurfum að nýta orkuna betur en við gerum núna,“ sagði Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis- og orkumálaráðherra. Frá orkufundi í Hörpu.vísir/vilhelm Heldur þú að það sé bara pólitísk samstaða um að virkja svona mikið? „Ég efast um það en þá þarf sá sem ekki vill fara þessa leið að segja hvað hann nákvæmlega vill,“ sagði Vilhjálmur. „Ég vona að það sé pólitísk sátt um loftslagsmarkmiðin þannig að ef við ætlum ekki að búa til okkar grænu orku til þess að uppfylla loftslagsmarkmiðin þá þýðir það að við ætlum að flytja hana inn. Það held ég að verði aldrei sátt um og verður heldur ekki efnahagslega sjálfbært,“ sagði Guðlaugur Þór.
Orkumál Umhverfismál Loftslagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina Sjá meira