Dropinn holar steininn Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar 9. mars 2022 08:01 Mikil kulda- og vætutíð hefur herjað á landann undanfarið og virðist ekkert lát vera á. Við erum flest vön því að fá fréttir af litríkum lægðum á þessum árstíma við mismikinn ef nokkurn fögnuð. Búast má við slabbi og skvettum fram á vorið en þó hefur þetta tímabil reynt talsvert á. Ekki síst í kjölfarið á heimsfaraldri sem enn setur mark sitt á samfélagið. En vorið kemur og sumarið skömmu síðar með birtu og blóm í haga. Þangað til þurfum við að hjálpast að, fara varlega og sýna ávallt tillitssemi í umferðinni. Vakandi í vetrarfærð Aksturslag og aðstæður skipta miklu máli þegar kemur að vetrarakstri. Þegar kólnar í veðri geta vegir skyndilega orðið hálir og þegar snjóþungt er þrengjast götur og færðin spillist. Mikilvægt er þá að ökumenn séu á varðbergi og með augun á veginum. Í sögulegu samhengi var febrúarmánuður þetta árið í raun ekki óhefðbundinn vetrarmánuður. Lykilatriði er að flýta sér hægt og sýna tillitssemi, við höfum öll heyrt þessi varnaðarorð áður. Oft var þörf en nú er nauðsyn í þeim aðstæðum sem verið hafa á vegum landsins undanfarið. Nauðsynlegt er að vera á góðum dekkjum, velja hraða við hæfi og vera létt á inngjöfinni. Það sem skiptir þó fyrst og fremst máli við akstur í snjó og hálku er að sýna þolinmæði við aksturinn og fara varlega. Stundum er fólk að troðast en það kann ekki góðri lukku að stýra. Umferðin er samvinnuverkefni sem krefst þess að allir leggi sitt af mörkum til að hún gangi smurt fyrir sig. Vatnselgur á götum úti Þegar ekið er í polla eða vatnselg þurfum við að vera meðvituð um að óljóst er hvað leynist þar undir. Þar geta verið holur, grjót, pollurinn getur verið dýpri en við höldum og svo framvegis. Þá er vert að hafa nokkur atriði í huga og fæ ég að láni góðar ábendingar af heimasíðu Brimborgar. Gott er að miða akstur í vatni við gönguhraða og hafa skal í huga að öldur sem myndast af umferð á móti geta farið upp fyrir gólf bílsins. Ef hægt er að kanna dýptina á dýpsta stað áður en ekið er í gegnum vatnið þá væri það vissulega ákjósanlegt, en sjaldnast gefst færi til þess í innanbæjarumferð. Mismunandi er eftir bílgerðum hver vaðdýpt bílsins er en yfirleitt er miðað við að vatn fari ekki upp fyrir sílsa bílsins, það er listana neðst við bílhurðar. Mikilvægt er að stöðva ekki bíl í vatni, frekar skal keyra varlega áfram eða bakka bílnum strax upp úr vatninu. Forðast ætti að aka í gegnum saltvatn þar sem það getur valdið tæringu í ýmsum hlutum bílsins. Eftir að ekið er í gegnum vatn skal stíga létt á bremsuna til að athuga hvort full bremsuvirkni sé til staðar. Bremsubúnaðurinn hreinsar sig við hemlun en vatn og leðja geta sest á bremsubúnað og haft áhrif á virkni hans. Er hola í veginum? Í miklu fannfergi er óhjákvæmilegt að malbik losni upp og holur myndist. Djúp hola getur myndast á örfáum klukkutímum. Margir hafa orðið fyrir tjóni á bílum undanfarið vegna slæms ástands gatna. Þegar klakinn bráðnar koma í ljós holur og skarpar brúnir sem geta sprengt dekk, skemmt felgur og valdið öðrum skaða undir bílnum. Undirvagnar bíla eru viðkvæmir fyrir þungum höggum. Sú ábyrgð hvílir á veghaldara að grípa sem fyrst til aðgerða til að koma í veg fyrir tjón og mikilvægt er að tilkynna holur. Inni á heimasíðu Vegagerðarinnar er farið yfir hvernig tilkynna má um tjón á ökutæki og þá fer sú tilkynning strax í ákveðið afgreiðsluferli. Einnig er hægt að tilkynna holur með FÍB forritinu Vegbót á vegbot.is þar sem skrá má holu eða hvarf í vegi. Ef það er gert með snjalltæki á staðnum á staðsetning að fylgja með tilkynningunni. Verum viðbúin hinu óvænta Dropinn holar steininn er yfirskrift þessa pistils og má skilja máltækið bókstaflega þar sem dropinn hefur sannarlega holað steininn á götum borgarinnar. En hins vegar vísar máltækið líka til þess að endurtekin skilaboð skila árangri. Nú hafa tryggingafélögin tekið undirvagnstjón inn í sínar kaskótryggingar. Kaskóverndin er því orðin mun víðtækari en hún var og er það viðbragð við ákalli markaðarins. Mikil verðmæti eru fólgin í undirvagninum, ekki síst með tilkomu rafbíla, og taka þarf tillit til þess. Mikilvægt er því að mæta þörfum viðskiptavina á hverjum tíma. En best er auðvitað fyrir alla hlutaðeigandi að forða tjónum og þar kemur aðgæsla ökumanna til sögunnar. Með því að huga að forvörnum og vera sem best undirbúin fyrir akstur í mismunandi aðstæðum getum við komist hjá leiðindum og miska. Þetta felur meðal annars í sér að sinna vel viðhaldi ökutækisins, aka um á góðum dekkjum, hafa rúðusköfu og framrúðuplástur til taks í bílnum, láta símann eiga sig á meðan á akstri stendur, bakka í stæði og virða hámarkshraða. Góð athygli, þolinmæði og tillitssemi eru besta veganestið. Förum varlega í umferðinni og góða ferð. Höfundur er verkefnastjóri forvarna hjá Sjóvá. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hrefna Sigurjónsdóttir Umferðaröryggi Tryggingar Slysavarnir Mest lesið Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Sjá meira
Mikil kulda- og vætutíð hefur herjað á landann undanfarið og virðist ekkert lát vera á. Við erum flest vön því að fá fréttir af litríkum lægðum á þessum árstíma við mismikinn ef nokkurn fögnuð. Búast má við slabbi og skvettum fram á vorið en þó hefur þetta tímabil reynt talsvert á. Ekki síst í kjölfarið á heimsfaraldri sem enn setur mark sitt á samfélagið. En vorið kemur og sumarið skömmu síðar með birtu og blóm í haga. Þangað til þurfum við að hjálpast að, fara varlega og sýna ávallt tillitssemi í umferðinni. Vakandi í vetrarfærð Aksturslag og aðstæður skipta miklu máli þegar kemur að vetrarakstri. Þegar kólnar í veðri geta vegir skyndilega orðið hálir og þegar snjóþungt er þrengjast götur og færðin spillist. Mikilvægt er þá að ökumenn séu á varðbergi og með augun á veginum. Í sögulegu samhengi var febrúarmánuður þetta árið í raun ekki óhefðbundinn vetrarmánuður. Lykilatriði er að flýta sér hægt og sýna tillitssemi, við höfum öll heyrt þessi varnaðarorð áður. Oft var þörf en nú er nauðsyn í þeim aðstæðum sem verið hafa á vegum landsins undanfarið. Nauðsynlegt er að vera á góðum dekkjum, velja hraða við hæfi og vera létt á inngjöfinni. Það sem skiptir þó fyrst og fremst máli við akstur í snjó og hálku er að sýna þolinmæði við aksturinn og fara varlega. Stundum er fólk að troðast en það kann ekki góðri lukku að stýra. Umferðin er samvinnuverkefni sem krefst þess að allir leggi sitt af mörkum til að hún gangi smurt fyrir sig. Vatnselgur á götum úti Þegar ekið er í polla eða vatnselg þurfum við að vera meðvituð um að óljóst er hvað leynist þar undir. Þar geta verið holur, grjót, pollurinn getur verið dýpri en við höldum og svo framvegis. Þá er vert að hafa nokkur atriði í huga og fæ ég að láni góðar ábendingar af heimasíðu Brimborgar. Gott er að miða akstur í vatni við gönguhraða og hafa skal í huga að öldur sem myndast af umferð á móti geta farið upp fyrir gólf bílsins. Ef hægt er að kanna dýptina á dýpsta stað áður en ekið er í gegnum vatnið þá væri það vissulega ákjósanlegt, en sjaldnast gefst færi til þess í innanbæjarumferð. Mismunandi er eftir bílgerðum hver vaðdýpt bílsins er en yfirleitt er miðað við að vatn fari ekki upp fyrir sílsa bílsins, það er listana neðst við bílhurðar. Mikilvægt er að stöðva ekki bíl í vatni, frekar skal keyra varlega áfram eða bakka bílnum strax upp úr vatninu. Forðast ætti að aka í gegnum saltvatn þar sem það getur valdið tæringu í ýmsum hlutum bílsins. Eftir að ekið er í gegnum vatn skal stíga létt á bremsuna til að athuga hvort full bremsuvirkni sé til staðar. Bremsubúnaðurinn hreinsar sig við hemlun en vatn og leðja geta sest á bremsubúnað og haft áhrif á virkni hans. Er hola í veginum? Í miklu fannfergi er óhjákvæmilegt að malbik losni upp og holur myndist. Djúp hola getur myndast á örfáum klukkutímum. Margir hafa orðið fyrir tjóni á bílum undanfarið vegna slæms ástands gatna. Þegar klakinn bráðnar koma í ljós holur og skarpar brúnir sem geta sprengt dekk, skemmt felgur og valdið öðrum skaða undir bílnum. Undirvagnar bíla eru viðkvæmir fyrir þungum höggum. Sú ábyrgð hvílir á veghaldara að grípa sem fyrst til aðgerða til að koma í veg fyrir tjón og mikilvægt er að tilkynna holur. Inni á heimasíðu Vegagerðarinnar er farið yfir hvernig tilkynna má um tjón á ökutæki og þá fer sú tilkynning strax í ákveðið afgreiðsluferli. Einnig er hægt að tilkynna holur með FÍB forritinu Vegbót á vegbot.is þar sem skrá má holu eða hvarf í vegi. Ef það er gert með snjalltæki á staðnum á staðsetning að fylgja með tilkynningunni. Verum viðbúin hinu óvænta Dropinn holar steininn er yfirskrift þessa pistils og má skilja máltækið bókstaflega þar sem dropinn hefur sannarlega holað steininn á götum borgarinnar. En hins vegar vísar máltækið líka til þess að endurtekin skilaboð skila árangri. Nú hafa tryggingafélögin tekið undirvagnstjón inn í sínar kaskótryggingar. Kaskóverndin er því orðin mun víðtækari en hún var og er það viðbragð við ákalli markaðarins. Mikil verðmæti eru fólgin í undirvagninum, ekki síst með tilkomu rafbíla, og taka þarf tillit til þess. Mikilvægt er því að mæta þörfum viðskiptavina á hverjum tíma. En best er auðvitað fyrir alla hlutaðeigandi að forða tjónum og þar kemur aðgæsla ökumanna til sögunnar. Með því að huga að forvörnum og vera sem best undirbúin fyrir akstur í mismunandi aðstæðum getum við komist hjá leiðindum og miska. Þetta felur meðal annars í sér að sinna vel viðhaldi ökutækisins, aka um á góðum dekkjum, hafa rúðusköfu og framrúðuplástur til taks í bílnum, láta símann eiga sig á meðan á akstri stendur, bakka í stæði og virða hámarkshraða. Góð athygli, þolinmæði og tillitssemi eru besta veganestið. Förum varlega í umferðinni og góða ferð. Höfundur er verkefnastjóri forvarna hjá Sjóvá.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun