Katrín Tanja um nýja tíma: Ógnvekjandi að breyta þjálfuninni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. mars 2022 08:31 Katrín Tanja Daviðsdóttir með nýja þjálfara sínum Jami Tikkanen. Instagram/@katrintanja Katrín Tanja Davíðsdóttir er að fara í gegnum stórar breytingar hjá sér og er ekki mikið að horfa á það að frammistaða hennar á The Open hefur ekki verið nálægt þeim bestu. Hún ætlar ekki að uppskera í mars heldur í haust þegar heimsleikarnir fara fram. Katrín Tanja ræddi breytingarnar hjá sér í viðtali við Morning Chalk Up en okkar kona er flutt heim til Íslands og farin að æfa undir stjórn þjálfarans Jami Tikkanen hjá CrossFit Reykjavík. Tikkanen hefur þjálfað Anníe Mist Þórisdóttur í meira en tólf ár og hann er einnig þjálfari Björgvins Karls Guðmundssonar til margra ár. Katrín Tanja hefur þekkt Jami lengi og þá í gegnum bestu vinkonu sína Anníe Mist. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) „Á þessum tímapunkti á mínum ferli var þetta mjög eðlileg og mjög spennandi breyting að gera á mínum ferli. Jamie hugsar mikið um öll smáatriði og ég held ég hafi aldrei hitt áður mann sem skoðar hverja hreyfingu svo nákvæmlega,“ sagði Katrín Tanja Davíðsdóttir. Hefur stóra veikleika „Ég hef stóra veikleika sem hafa því miður verið að koma fram á heimsleikunum á hverju einasta ári. Það er mér sjálfri að kenna og það er eitthvað sem ég þarf að laga. Nú þegar ég leita til Jamie og spyr hann hvernig við getum lagað hluti þá sér hann mjög skýrar leiðir til þess,“ sagði Katrín Tanja. „Ég er að breyta þjálfuninni sem er ógnvekjandi en þegar ég verð hrædd við eitthvað eða er að gera eitthvað sem ég er ekki vön þá get ég bara horf á Anníe og BKG sem hafa bæði átt ótrúlega ferla. Þau koma líka alltaf tilbúin til leiks,“ sagði Katrín „Þetta er stór breyting og ég verð að minna mig á það þegar ég verð pirruð og dett kannski í gamla farið að ég er búin að taka ákvörðun um að breyta þessu og ég er ákveðin að halda þetta út,“ sagði Katrín. Æfði á fullum krafti með The Open „Auðvitað get ég ekki sparað allt fyrir heimsleikana því ég mun aldrei ganga að því vísu að ég komist þangað. Ég er að æfa á fullu um leið og ég er í The Open. Við erum að æfa á fullum krafti því stuttu eftir The Open lýkur þá koma átta manna úrslitin. Þau eru aðeins mikilvægari og við þurfum að vera klár í þau,“ sagði Katrín. „Við verðum að standa okkur vel þar til að komast í undanúrslitin. Það verður lítill toppur í undanúrslitunum því þau eru mjög mikilvæg. Þau munu líka skipta mig miklu máli fyrir sjálfstraustið með því að ná að standa mig vel þar,“ sagði Katrín sem segir að tímasetning undanúrslitanna muni líka skipta máli. Ekki hægt að toppa allt árið „Mín aðalmarkmið hafa alltaf verið að standa mig vel á heimsleikunum og þú getur ekki verið tilbúin allt árið eða toppað allt árið. Það getur verið mikil áskorun og sérstaklega núna eftir allar breytingarnar. Ég er að sýna sjálfri mér þolinmæði og tek á því á fullu á hverri æfingu. Ég legg mitt traust á það að ég uppskeri í haust,“ sagði Katrín. Það má horfa á allt viðtalið hér fyrir neðan. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=PoacAihMyE4">watch on YouTube</a> CrossFit Mest lesið Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Enski boltinn Í beinni: Ísland - Úkraína | Mikilvægur leikur í Innsbruck Handbolti Annar þáttur Kanans í kvöld: Jón Páll og Frank Booker voru miklir vinir Körfubolti Skautadrottning með 197 hraðasektir á árinu Sport Gagnrýnir CrossFit: Flýja alla ábyrgð og láta aðra sjá um kostnaðinn Sport Draumadagur fyrir Rashford og Zirkzee: Amorim lestin lögð af stað Enski boltinn „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir drullað sér út“ Körfubolti Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Fótbolti Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Enski boltinn Daníel Tristan með þrennu: Stuðningsmennirnir sungu nafnið hans Fótbolti Fleiri fréttir Orri skoraði sjö í risasigri Maté hættir með Hauka Nítján íslensk mörk í öruggum sigri Kolstad Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Í beinni: Ísland - Úkraína | Mikilvægur leikur í Innsbruck Víkingur sækir lykilmenn bikarmeistaranna Hollendingar á leið upp úr íslenska riðlinum „Þær eru svolítið þyngri“ Júlíus og Sveinn Aron skoruðu í lokaumferðinni Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Þýsku meistararnir að ná vopnum sínum á ný Bellingham og Mbappé tryggðu Madrídingum sigur Arnar Birkir fór á kostum í sigri Færeysku stelpurnar náðu sögulegu jafntefli á EM McTominay tryggði Napoli fjögurra stiga forskot á toppnum Annar þáttur Kanans í kvöld: Jón Páll og Frank Booker voru miklir vinir Chelsea náði Arsenal að stigum en Tottenham tapaði stigum Draumadagur fyrir Rashford og Zirkzee: Amorim lestin lögð af stað Daníel Tristan með þrennu: Stuðningsmennirnir sungu nafnið hans Haukarnir kláruðu Kur og komust í 32 liða úrslit Ísak Bergmann skoraði og liðið fékk hjálp í lokin Fullt af möguleikum í þessu Skautadrottning með 197 hraðasektir á árinu Jón Axel frábær í sigri toppliðsins NFL stórstjarnan trúlofaðist Hollywood stjörnu Stelpur sem geta lúðrað á markið Liverpool bara með einn sigur í síðustu níu leikjum á móti Man. City Tekur barnið sitt úr leikskóla svo að skíðakonan geti haldið jólin með þeim Rautt spjald eftir þrjátíu sekúndur en unnu samt úrslitaleikinn Ætlaði að ná hundraðasta sigrinum en endaði upp á spítala Sjá meira
Katrín Tanja ræddi breytingarnar hjá sér í viðtali við Morning Chalk Up en okkar kona er flutt heim til Íslands og farin að æfa undir stjórn þjálfarans Jami Tikkanen hjá CrossFit Reykjavík. Tikkanen hefur þjálfað Anníe Mist Þórisdóttur í meira en tólf ár og hann er einnig þjálfari Björgvins Karls Guðmundssonar til margra ár. Katrín Tanja hefur þekkt Jami lengi og þá í gegnum bestu vinkonu sína Anníe Mist. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) „Á þessum tímapunkti á mínum ferli var þetta mjög eðlileg og mjög spennandi breyting að gera á mínum ferli. Jamie hugsar mikið um öll smáatriði og ég held ég hafi aldrei hitt áður mann sem skoðar hverja hreyfingu svo nákvæmlega,“ sagði Katrín Tanja Davíðsdóttir. Hefur stóra veikleika „Ég hef stóra veikleika sem hafa því miður verið að koma fram á heimsleikunum á hverju einasta ári. Það er mér sjálfri að kenna og það er eitthvað sem ég þarf að laga. Nú þegar ég leita til Jamie og spyr hann hvernig við getum lagað hluti þá sér hann mjög skýrar leiðir til þess,“ sagði Katrín Tanja. „Ég er að breyta þjálfuninni sem er ógnvekjandi en þegar ég verð hrædd við eitthvað eða er að gera eitthvað sem ég er ekki vön þá get ég bara horf á Anníe og BKG sem hafa bæði átt ótrúlega ferla. Þau koma líka alltaf tilbúin til leiks,“ sagði Katrín „Þetta er stór breyting og ég verð að minna mig á það þegar ég verð pirruð og dett kannski í gamla farið að ég er búin að taka ákvörðun um að breyta þessu og ég er ákveðin að halda þetta út,“ sagði Katrín. Æfði á fullum krafti með The Open „Auðvitað get ég ekki sparað allt fyrir heimsleikana því ég mun aldrei ganga að því vísu að ég komist þangað. Ég er að æfa á fullu um leið og ég er í The Open. Við erum að æfa á fullum krafti því stuttu eftir The Open lýkur þá koma átta manna úrslitin. Þau eru aðeins mikilvægari og við þurfum að vera klár í þau,“ sagði Katrín. „Við verðum að standa okkur vel þar til að komast í undanúrslitin. Það verður lítill toppur í undanúrslitunum því þau eru mjög mikilvæg. Þau munu líka skipta mig miklu máli fyrir sjálfstraustið með því að ná að standa mig vel þar,“ sagði Katrín sem segir að tímasetning undanúrslitanna muni líka skipta máli. Ekki hægt að toppa allt árið „Mín aðalmarkmið hafa alltaf verið að standa mig vel á heimsleikunum og þú getur ekki verið tilbúin allt árið eða toppað allt árið. Það getur verið mikil áskorun og sérstaklega núna eftir allar breytingarnar. Ég er að sýna sjálfri mér þolinmæði og tek á því á fullu á hverri æfingu. Ég legg mitt traust á það að ég uppskeri í haust,“ sagði Katrín. Það má horfa á allt viðtalið hér fyrir neðan. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=PoacAihMyE4">watch on YouTube</a>
CrossFit Mest lesið Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Enski boltinn Í beinni: Ísland - Úkraína | Mikilvægur leikur í Innsbruck Handbolti Annar þáttur Kanans í kvöld: Jón Páll og Frank Booker voru miklir vinir Körfubolti Skautadrottning með 197 hraðasektir á árinu Sport Gagnrýnir CrossFit: Flýja alla ábyrgð og láta aðra sjá um kostnaðinn Sport Draumadagur fyrir Rashford og Zirkzee: Amorim lestin lögð af stað Enski boltinn „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir drullað sér út“ Körfubolti Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Fótbolti Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Enski boltinn Daníel Tristan með þrennu: Stuðningsmennirnir sungu nafnið hans Fótbolti Fleiri fréttir Orri skoraði sjö í risasigri Maté hættir með Hauka Nítján íslensk mörk í öruggum sigri Kolstad Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Í beinni: Ísland - Úkraína | Mikilvægur leikur í Innsbruck Víkingur sækir lykilmenn bikarmeistaranna Hollendingar á leið upp úr íslenska riðlinum „Þær eru svolítið þyngri“ Júlíus og Sveinn Aron skoruðu í lokaumferðinni Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Þýsku meistararnir að ná vopnum sínum á ný Bellingham og Mbappé tryggðu Madrídingum sigur Arnar Birkir fór á kostum í sigri Færeysku stelpurnar náðu sögulegu jafntefli á EM McTominay tryggði Napoli fjögurra stiga forskot á toppnum Annar þáttur Kanans í kvöld: Jón Páll og Frank Booker voru miklir vinir Chelsea náði Arsenal að stigum en Tottenham tapaði stigum Draumadagur fyrir Rashford og Zirkzee: Amorim lestin lögð af stað Daníel Tristan með þrennu: Stuðningsmennirnir sungu nafnið hans Haukarnir kláruðu Kur og komust í 32 liða úrslit Ísak Bergmann skoraði og liðið fékk hjálp í lokin Fullt af möguleikum í þessu Skautadrottning með 197 hraðasektir á árinu Jón Axel frábær í sigri toppliðsins NFL stórstjarnan trúlofaðist Hollywood stjörnu Stelpur sem geta lúðrað á markið Liverpool bara með einn sigur í síðustu níu leikjum á móti Man. City Tekur barnið sitt úr leikskóla svo að skíðakonan geti haldið jólin með þeim Rautt spjald eftir þrjátíu sekúndur en unnu samt úrslitaleikinn Ætlaði að ná hundraðasta sigrinum en endaði upp á spítala Sjá meira