Erfið staða hjá Elkem eftir skerðingu Snorri Másson skrifar 15. mars 2022 11:24 Álfheiður Ágústsdóttir er forstjóri Elkem á Íslandi. Elkem Forstjóri Elkem á Íslandi segir stöðuna erfiða fyrir alla notendur rafmagns á Íslandi. Slökkt hefur verið á einum af þremur ofnum kísilmálmverksmiðjunnar vegna skerðingar Landsvirkjunar á orku til fyrirtækisins. Það er ekki nægt vatn í lónum á hálendi Íslands og af því leiðir að virkjanir afkasta ekki eins mikilli orku og ákjósanlegt væri. Því þarf Landsvirkjun að skammta orku til notenda og þar sæta þeir fyrstir skerðingum sem hafa samið um þann möguleika. Elkem, sem rekur kísilmálmverksmiðjuna á Grundartanga, er með ákvæði í sínum samning sem gefa Landsvirkjun heimild til að kaupa í raun til baka þá orku sem þegar hefur verið afhend. Þeim mun minni orku hefur Elkem til umráða. „Við náttúrulega erum með lokað orkukerfi á Íslandi. Á meðan það er þannig og við erum að reiða okkur aðallega á vatnsafl, verður þetta svona á einhverra ára fresti. Þannig að það er bara mikilvægt að vita það,“ segir Álfheiður Ágústsdóttir, forstjóri Elkem á Íslandi. Í kísilmálmverksmiðjunni eru alla jafna þrír svonefndir ljósbogaofnar í notkun. Nú hefur verið slökkt á einum þeirra. „Þegar staðan er svona er það auðvitað erfitt fyrir alla notendur og framleiðendur rafmagns. Þannig að þetta er erfið staða og fólk þarf að vinna saman við að leysa úr þessu. Við erum með einn ofn úti og erum í raun bara að reyna að nota tímann í viðhald eins og við getum. Svo leggjum við bara upp með að reyna að þjálfa fólk vel á meðan á þessu stendur,“ segir Álfheiður. Yfirstandandi vatnsár er eitt það erfiðasta í sögu Landsvirkjunar, segir á vef fyrirtækisins. Staða miðlunarlóna enn lægri en spáð var í janúarlok og ljóst er að miðað við stöðuna nú munu skerðingar standa út apríl. „Ég reyni nú að vera bjartsýn og vona að snjólögin sem eru búin að safnast fyrir núna geri næsta ár betra. Það þarf bara að taka þessu af yfirvegun og reyna að gera sitt besta úr aðstæðum. Það finnst þetta engum gaman,“ segir Álfheiður. Orkumál Stóriðja Hvalfjarðarsveit Landsvirkjun Tengdar fréttir Slökkva á stærsta ljósbogaofni Elkem á Grundartanga vegna skerðingar Slökkt hefur verið á einum ljósbogaofni í kísilmálmverksmiðjunni á Grundartanga, þeim stærsta af þremur slíkum ofnum í verksmiðjunni. 15. mars 2022 07:30 Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Sjá meira
Það er ekki nægt vatn í lónum á hálendi Íslands og af því leiðir að virkjanir afkasta ekki eins mikilli orku og ákjósanlegt væri. Því þarf Landsvirkjun að skammta orku til notenda og þar sæta þeir fyrstir skerðingum sem hafa samið um þann möguleika. Elkem, sem rekur kísilmálmverksmiðjuna á Grundartanga, er með ákvæði í sínum samning sem gefa Landsvirkjun heimild til að kaupa í raun til baka þá orku sem þegar hefur verið afhend. Þeim mun minni orku hefur Elkem til umráða. „Við náttúrulega erum með lokað orkukerfi á Íslandi. Á meðan það er þannig og við erum að reiða okkur aðallega á vatnsafl, verður þetta svona á einhverra ára fresti. Þannig að það er bara mikilvægt að vita það,“ segir Álfheiður Ágústsdóttir, forstjóri Elkem á Íslandi. Í kísilmálmverksmiðjunni eru alla jafna þrír svonefndir ljósbogaofnar í notkun. Nú hefur verið slökkt á einum þeirra. „Þegar staðan er svona er það auðvitað erfitt fyrir alla notendur og framleiðendur rafmagns. Þannig að þetta er erfið staða og fólk þarf að vinna saman við að leysa úr þessu. Við erum með einn ofn úti og erum í raun bara að reyna að nota tímann í viðhald eins og við getum. Svo leggjum við bara upp með að reyna að þjálfa fólk vel á meðan á þessu stendur,“ segir Álfheiður. Yfirstandandi vatnsár er eitt það erfiðasta í sögu Landsvirkjunar, segir á vef fyrirtækisins. Staða miðlunarlóna enn lægri en spáð var í janúarlok og ljóst er að miðað við stöðuna nú munu skerðingar standa út apríl. „Ég reyni nú að vera bjartsýn og vona að snjólögin sem eru búin að safnast fyrir núna geri næsta ár betra. Það þarf bara að taka þessu af yfirvegun og reyna að gera sitt besta úr aðstæðum. Það finnst þetta engum gaman,“ segir Álfheiður.
Orkumál Stóriðja Hvalfjarðarsveit Landsvirkjun Tengdar fréttir Slökkva á stærsta ljósbogaofni Elkem á Grundartanga vegna skerðingar Slökkt hefur verið á einum ljósbogaofni í kísilmálmverksmiðjunni á Grundartanga, þeim stærsta af þremur slíkum ofnum í verksmiðjunni. 15. mars 2022 07:30 Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Sjá meira
Slökkva á stærsta ljósbogaofni Elkem á Grundartanga vegna skerðingar Slökkt hefur verið á einum ljósbogaofni í kísilmálmverksmiðjunni á Grundartanga, þeim stærsta af þremur slíkum ofnum í verksmiðjunni. 15. mars 2022 07:30