Búinn að sjá medalíu með landsliðinu fyrir sér í mörg ár Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 16. mars 2022 09:01 Bjarki Már Elísson á góða möguleika á að verða markahæstur í þýsku úrvalsdeildinni í annað sinn á þremur árum. stöð 2 sport Bjarki Már Elísson er markahæsti leikmaður þýsku úrvalsdeildarinnar. Hann er ánægður með hvernig honum hefur vegnað að undanförnu og hlakkar til að fara til ungverska stórliðsins Veszprém. Bjarki ætlar að vinna til verðlauna með íslenska landsliðinu. Bjarki hefur skorað 156 mörk fyrir Lemgo í þýsku úrvalsdeildinni og er sex mörkum á undan næstu mönnum. Hann á því góða möguleika á að vinna markakóngstitilinn aftur en hann vann hann fyrir tveimur árum. En hver er galdurinn á bak við þetta góða gengi Bjarka? „Ef það væri einhver ein formúla væru kannski fleiri að þessu. Þetta er samspil margra þátta. Það er búið að ganga rosalega vel og þá hækkar sjálfstraustið. Svo hentar leikur liðsins mér mjög vel. Mér líður eins og allt sé að ganga upp og það er mjög góð tilfinning,“ sagði Bjarki í samtali við Guðjón Guðmundsson fyrir æfingu landsliðsins í Framhúsinu í Safamýrinni í gær. Vil taka virkan þátt Bjarki segir að ekki sé hægt að ganga velgengninni sem sjálfsögðum hlut. „Nei, og alls ekki sem hornamaður. Það er mjög algengt að hornamenn týnist í leikjum og ég hef alveg lent í því áður á mínum ferli. Ég vil taka virkan þátt í leiknum og hafa áhrif. Ég er mjög glaður með stöðuna eins og hún er í dag,“ sagði Bjarki. Klippa: Viðtal við Bjarka Má Í næsta mánuði mætir Ísland annað hvort Eistlandi eða Austurríki í tveimur leikjum um sæti á HM 2023. Mun meiri líkur er á að Austurríkismenn verði andstæðingurinn. Skyldusigur hefur verið hálfgert bannorð hjá handboltalandsliðinu en Bjarki segir að Ísland eigi að vinna Austurríki. „Mér finnst það. Við erum komnir á þann stað að við eigum að klára Austurríki en við þurfum að halda einbeitingu, æfa vel, taka upp þráðinn frá því í janúar og stilla saman strengi. Og þá held ég að við klárum þá,“ sagði Bjarki. Miklar væntingar eru gerðar til handboltalandsliðsins eftir vaska framgöngu á EM þar sem Ísland endaði í 6. sæti. Bjarki gerir sjálfum miklar kröfur til sín og íslenska liðsins og dreymir um að vinna til verðlauna með því. Setjum fáránlega miklar kröfur á okkur sjálfa „Ég er búinn að sjá verðlaunapeninginn fyrir mér í mörg ár. Ég ætla mér að ná því með landsliðinu og veit að strákarnir ætla líka að gera það og við erum mjög samstilltir í því. Við vorum óheppnir að komast ekki í undanúrslit síðast og auðvitað hækka kröfurnar þegar liðinu gengur vel,“ sagði Bjarki. „Við setjum fáránlega miklar kröfur á okkur sjálfa. Ef þú lítur á hópinn í dag sérðu hvar menn eru að spila og hvernig þeir eru að spila. Við erum með frábært lið. Við ætlum okkur langt, það er bara þannig.“ Eftir tímabilið gengur Bjarki í raðir Veszprém en hann hefur skrifað undir tveggja ára samning við félagið. „Þetta er risafélag en þetta er það sem ég ætlaði mér. Þar eru kröfurnar miklar og ég vildi komast í þannig umhverfi. Ég vildi spila í Meistaradeildinni og berjast um titla. Mér finnst ég vera búinn með þennan pakka sem ég er í hjá Lemgo, í bili allavega, og er mjög spenntur fyrir þeirri áskorun,“ sagði hornamaðurinn að lokum. Allt viðtalið við Bjarka má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. HM 2023 í handbolta Tengdar fréttir „Viðræður eru í gangi og ég á von á því að niðurstöðu sé að vænta“ Guðmundur Guðmundsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta, segir að viðræður við HSÍ um nýjan samning standi enn yfir en niðurstöðu þeirra sé að vænta. 15. mars 2022 15:00 Mest lesið Gagnrýnir CrossFit: Flýja alla ábyrgð og láta aðra sjá um kostnaðinn Sport Fær meira fyrir hálftíma ræðu en fyrir að spila heilt tímabil Körfubolti Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Enski boltinn „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir dullað sér úr“ Körfubolti Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Fótbolti „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ Handbolti Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 Ætlaði að ná hundraðasta sigrinum en endaði upp á spítala Sport Dagskráin í dag: Jólamánuðurinn hefst á allskonar Sport Dagur Dan komst ekki í úrslitaleikinn Fótbolti Fleiri fréttir „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ „Ég þarf smá útrás“ Íslendingaliðin með örugga sigra í Portúgal Janus og félagar á toppnum eftir sjöunda sigurinn í röð Norsku stelpurnar hans Þóris með fullt hús Öruggur sigur ÍBV gegn Val „Ætla að gefa þessum kosningum frí“ Steinlágu á móti neðsta liðinu Haukarnir með þrjú síðustu mörkin og eru í góðum málum Aðeins tvær hlupu hraðar en Dana Björg Elvar búinn að ganga frá samningi við Magdeburg Eyjamenn minnast Kolbeins í dag með því að drekka Kollabjórinn Þórir leyfði leikmanni að fara heim til að sinna fjölskyldumálum Skot Elínar Klöru mældist á meira en 101 kílómetra hraða Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð „Við vorum bara klaufar“ Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Uppgjörið: Fram - FH 29-30 | Dramatík í Úlfarsárdal Arnar og Elvar á toppnum Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ „Í seinni hálfleik voru aðeins of margir tapaðir boltar“ „Maður er hálf meyr“ „Kannski svolítið galið þegar maður bakkar aðeins aftur í tímann“ Færeysku stelpurnar svöruðu frábærlega fyrir sig Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims „Þær eru bara hetjur“ „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Monsi með eitt besta mark vikunnar í Evrópudeildinni Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Sjá meira
Bjarki hefur skorað 156 mörk fyrir Lemgo í þýsku úrvalsdeildinni og er sex mörkum á undan næstu mönnum. Hann á því góða möguleika á að vinna markakóngstitilinn aftur en hann vann hann fyrir tveimur árum. En hver er galdurinn á bak við þetta góða gengi Bjarka? „Ef það væri einhver ein formúla væru kannski fleiri að þessu. Þetta er samspil margra þátta. Það er búið að ganga rosalega vel og þá hækkar sjálfstraustið. Svo hentar leikur liðsins mér mjög vel. Mér líður eins og allt sé að ganga upp og það er mjög góð tilfinning,“ sagði Bjarki í samtali við Guðjón Guðmundsson fyrir æfingu landsliðsins í Framhúsinu í Safamýrinni í gær. Vil taka virkan þátt Bjarki segir að ekki sé hægt að ganga velgengninni sem sjálfsögðum hlut. „Nei, og alls ekki sem hornamaður. Það er mjög algengt að hornamenn týnist í leikjum og ég hef alveg lent í því áður á mínum ferli. Ég vil taka virkan þátt í leiknum og hafa áhrif. Ég er mjög glaður með stöðuna eins og hún er í dag,“ sagði Bjarki. Klippa: Viðtal við Bjarka Má Í næsta mánuði mætir Ísland annað hvort Eistlandi eða Austurríki í tveimur leikjum um sæti á HM 2023. Mun meiri líkur er á að Austurríkismenn verði andstæðingurinn. Skyldusigur hefur verið hálfgert bannorð hjá handboltalandsliðinu en Bjarki segir að Ísland eigi að vinna Austurríki. „Mér finnst það. Við erum komnir á þann stað að við eigum að klára Austurríki en við þurfum að halda einbeitingu, æfa vel, taka upp þráðinn frá því í janúar og stilla saman strengi. Og þá held ég að við klárum þá,“ sagði Bjarki. Miklar væntingar eru gerðar til handboltalandsliðsins eftir vaska framgöngu á EM þar sem Ísland endaði í 6. sæti. Bjarki gerir sjálfum miklar kröfur til sín og íslenska liðsins og dreymir um að vinna til verðlauna með því. Setjum fáránlega miklar kröfur á okkur sjálfa „Ég er búinn að sjá verðlaunapeninginn fyrir mér í mörg ár. Ég ætla mér að ná því með landsliðinu og veit að strákarnir ætla líka að gera það og við erum mjög samstilltir í því. Við vorum óheppnir að komast ekki í undanúrslit síðast og auðvitað hækka kröfurnar þegar liðinu gengur vel,“ sagði Bjarki. „Við setjum fáránlega miklar kröfur á okkur sjálfa. Ef þú lítur á hópinn í dag sérðu hvar menn eru að spila og hvernig þeir eru að spila. Við erum með frábært lið. Við ætlum okkur langt, það er bara þannig.“ Eftir tímabilið gengur Bjarki í raðir Veszprém en hann hefur skrifað undir tveggja ára samning við félagið. „Þetta er risafélag en þetta er það sem ég ætlaði mér. Þar eru kröfurnar miklar og ég vildi komast í þannig umhverfi. Ég vildi spila í Meistaradeildinni og berjast um titla. Mér finnst ég vera búinn með þennan pakka sem ég er í hjá Lemgo, í bili allavega, og er mjög spenntur fyrir þeirri áskorun,“ sagði hornamaðurinn að lokum. Allt viðtalið við Bjarka má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
HM 2023 í handbolta Tengdar fréttir „Viðræður eru í gangi og ég á von á því að niðurstöðu sé að vænta“ Guðmundur Guðmundsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta, segir að viðræður við HSÍ um nýjan samning standi enn yfir en niðurstöðu þeirra sé að vænta. 15. mars 2022 15:00 Mest lesið Gagnrýnir CrossFit: Flýja alla ábyrgð og láta aðra sjá um kostnaðinn Sport Fær meira fyrir hálftíma ræðu en fyrir að spila heilt tímabil Körfubolti Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Enski boltinn „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir dullað sér úr“ Körfubolti Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Fótbolti „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ Handbolti Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 Ætlaði að ná hundraðasta sigrinum en endaði upp á spítala Sport Dagskráin í dag: Jólamánuðurinn hefst á allskonar Sport Dagur Dan komst ekki í úrslitaleikinn Fótbolti Fleiri fréttir „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ „Ég þarf smá útrás“ Íslendingaliðin með örugga sigra í Portúgal Janus og félagar á toppnum eftir sjöunda sigurinn í röð Norsku stelpurnar hans Þóris með fullt hús Öruggur sigur ÍBV gegn Val „Ætla að gefa þessum kosningum frí“ Steinlágu á móti neðsta liðinu Haukarnir með þrjú síðustu mörkin og eru í góðum málum Aðeins tvær hlupu hraðar en Dana Björg Elvar búinn að ganga frá samningi við Magdeburg Eyjamenn minnast Kolbeins í dag með því að drekka Kollabjórinn Þórir leyfði leikmanni að fara heim til að sinna fjölskyldumálum Skot Elínar Klöru mældist á meira en 101 kílómetra hraða Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð „Við vorum bara klaufar“ Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Uppgjörið: Fram - FH 29-30 | Dramatík í Úlfarsárdal Arnar og Elvar á toppnum Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ „Í seinni hálfleik voru aðeins of margir tapaðir boltar“ „Maður er hálf meyr“ „Kannski svolítið galið þegar maður bakkar aðeins aftur í tímann“ Færeysku stelpurnar svöruðu frábærlega fyrir sig Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims „Þær eru bara hetjur“ „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Monsi með eitt besta mark vikunnar í Evrópudeildinni Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Sjá meira
„Viðræður eru í gangi og ég á von á því að niðurstöðu sé að vænta“ Guðmundur Guðmundsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta, segir að viðræður við HSÍ um nýjan samning standi enn yfir en niðurstöðu þeirra sé að vænta. 15. mars 2022 15:00