Sara og BKG tóku stökk í síðasta hluta The Open: Fjögur á topp fimmtíu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. mars 2022 08:30 Sara Sigmundsdóttir var á uppleið allar vikurnar á The Open. Instagram/@sarasigmunds Ísland endaði með fjóra flotta fulltrúa meðal fimmtíu efstu á The Open í ár en þar er á ferðinni fyrsti hluti undankeppni heimsleikanna í CrossFit. Anníe Mist Þórisdóttir náði bestum árangri af íslenska CrossFit-fólkinu í ár. Sara Sigmundsdóttir er samt á réttri leið og hækkaði sig mikið aðra vikuna í röð. Katrín Tanja Davíðsdóttir hækkaði sig líka mikið og það gerði Björgvin Karl Guðmundsson einnig. CrossFit samtökin hafa nú tekið á móti öllum úrslitum fyrir þriðja hluta The Open og þó að niðurstöðurnar séu ekki endanlega staðfestar þá breytast þær ekki mikið úr þessu. Þriðji hlutinn reyndi verulega á og það var gaman að sjá íslenska CrossFit fólkið standa sig vel. Nú eru átta manna úrslitin en þar mun reyna enn meira á íslenska fólkið að tryggja sér sæti í undanúrslitunum í sumar. Ellefu bestu íslensku konurnar á CrossFit Open í ár.CrossFit Games Anníe Mist hækkaði sig um tvö sæti í þriðja hlutanum og endar því í átjánda sætinu. Þuríður Erla Helgadóttir kom sér inn á topp fimmtíu með því að hækka sig um sex sæti og komast upp í 46. sætið. Sara Sigmundsdóttir fór upp um 43 sæti milli 22.1 og 22.2 og nú hoppaði hún upp um 26 sæti og inn á topp fimmtíu. Sara endaði í 48. sætinu. View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) Katrín Tanja hækkaði sig um sjötíu sæti því hún fór úr 208. sætinu upp í sæti númer 138. Fimmta íslenska konan á listanum er síðan Sólveig Sigurðardóttir sem endaði í 171. sæti. Björgvin Karl Guðmundsson fór upp um 45 sæti og endaði í 32. sætinu en hann var í 77. sætinu eftir 22.2. Næsti íslenski karlmaðurinn á eftir Björgvini er Þorri Þorláksson sem er í 679. sæti í heildarkeppninni. Alex Daði Reynisson er í 923. sæti, Bjarni Leifs í 972. sæti og Sigurður Jónsson er í 1111. sæti. Ellefu bestu íslensku karlarnir á CrossFit Open í ár.CrossFit Games Hin átján ára gamla Mallory O'Brien vann The Open hjá konunum en hún endaði tveimur stigum á undan heimsmeistaranum Tiu-Clair Toomey sem er tíu árum eldri. O'Brien var á topp tvö í öllum þremur hlutunum og það dugði ekki Toomey að vinna bæði 22.2 og 22.3. Hin bandaríska Haley Adams varð þriðja, Frakkinn Laurie Clément í fjórða sæti og í því fimmta endaði Brooke Wells sem er að koma til baka eftir erfið olnbogameiðsli. Efsti Norðurlandabúinn varð hin norska Andrea Solberg sem endaði níunda en landa hennar Matilde Garnes varð í ellefta sæti. Bandaríkjamenn voru í fimm efstu sætunum hjá körlunum. Saxon Panchik vann, Matt Poulin varð annar, heimsmeistarinn Justin Medeiros náði þriðja sætinu, Colten Mertens varð fjórði og Phil Toon endaði í fimmta sæti. Efsti Norðurlandabúinn varð Svíinn Victor Ljungdal í sjötta stæinu en Finninn Jonne Koski náði nítjánda sæti. CrossFit Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Enski boltinn Annar þáttur Kanans í kvöld: Jón Páll og Frank Booker voru miklir vinir Körfubolti Maté hættir með Hauka Körfubolti Skautadrottning með 197 hraðasektir á árinu Sport Gagnrýnir CrossFit: Flýja alla ábyrgð og láta aðra sjá um kostnaðinn Sport Draumadagur fyrir Rashford og Zirkzee: Amorim lestin lögð af stað Enski boltinn „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir drullað sér út“ Körfubolti Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Fótbolti Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ „Sjúklega stolt af þessum hóp“ „Ég held að við getum alveg staðið í Þjóðverjum“ Orri skoraði sjö í risasigri Maté hættir með Hauka Nítján íslensk mörk í öruggum sigri Kolstad Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Víkingur sækir lykilmenn bikarmeistaranna Hollendingar á leið upp úr íslenska riðlinum „Þær eru svolítið þyngri“ Júlíus og Sveinn Aron skoruðu í lokaumferðinni Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Þýsku meistararnir að ná vopnum sínum á ný Bellingham og Mbappé tryggðu Madrídingum sigur Arnar Birkir fór á kostum í sigri Færeysku stelpurnar náðu sögulegu jafntefli á EM McTominay tryggði Napoli fjögurra stiga forskot á toppnum Annar þáttur Kanans í kvöld: Jón Páll og Frank Booker voru miklir vinir Chelsea náði Arsenal að stigum en Tottenham tapaði stigum Draumadagur fyrir Rashford og Zirkzee: Amorim lestin lögð af stað Daníel Tristan með þrennu: Stuðningsmennirnir sungu nafnið hans Haukarnir kláruðu Kur og komust í 32 liða úrslit Ísak Bergmann skoraði og liðið fékk hjálp í lokin Fullt af möguleikum í þessu Skautadrottning með 197 hraðasektir á árinu Jón Axel frábær í sigri toppliðsins NFL stórstjarnan trúlofaðist Hollywood stjörnu Sjá meira
Sara Sigmundsdóttir er samt á réttri leið og hækkaði sig mikið aðra vikuna í röð. Katrín Tanja Davíðsdóttir hækkaði sig líka mikið og það gerði Björgvin Karl Guðmundsson einnig. CrossFit samtökin hafa nú tekið á móti öllum úrslitum fyrir þriðja hluta The Open og þó að niðurstöðurnar séu ekki endanlega staðfestar þá breytast þær ekki mikið úr þessu. Þriðji hlutinn reyndi verulega á og það var gaman að sjá íslenska CrossFit fólkið standa sig vel. Nú eru átta manna úrslitin en þar mun reyna enn meira á íslenska fólkið að tryggja sér sæti í undanúrslitunum í sumar. Ellefu bestu íslensku konurnar á CrossFit Open í ár.CrossFit Games Anníe Mist hækkaði sig um tvö sæti í þriðja hlutanum og endar því í átjánda sætinu. Þuríður Erla Helgadóttir kom sér inn á topp fimmtíu með því að hækka sig um sex sæti og komast upp í 46. sætið. Sara Sigmundsdóttir fór upp um 43 sæti milli 22.1 og 22.2 og nú hoppaði hún upp um 26 sæti og inn á topp fimmtíu. Sara endaði í 48. sætinu. View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) Katrín Tanja hækkaði sig um sjötíu sæti því hún fór úr 208. sætinu upp í sæti númer 138. Fimmta íslenska konan á listanum er síðan Sólveig Sigurðardóttir sem endaði í 171. sæti. Björgvin Karl Guðmundsson fór upp um 45 sæti og endaði í 32. sætinu en hann var í 77. sætinu eftir 22.2. Næsti íslenski karlmaðurinn á eftir Björgvini er Þorri Þorláksson sem er í 679. sæti í heildarkeppninni. Alex Daði Reynisson er í 923. sæti, Bjarni Leifs í 972. sæti og Sigurður Jónsson er í 1111. sæti. Ellefu bestu íslensku karlarnir á CrossFit Open í ár.CrossFit Games Hin átján ára gamla Mallory O'Brien vann The Open hjá konunum en hún endaði tveimur stigum á undan heimsmeistaranum Tiu-Clair Toomey sem er tíu árum eldri. O'Brien var á topp tvö í öllum þremur hlutunum og það dugði ekki Toomey að vinna bæði 22.2 og 22.3. Hin bandaríska Haley Adams varð þriðja, Frakkinn Laurie Clément í fjórða sæti og í því fimmta endaði Brooke Wells sem er að koma til baka eftir erfið olnbogameiðsli. Efsti Norðurlandabúinn varð hin norska Andrea Solberg sem endaði níunda en landa hennar Matilde Garnes varð í ellefta sæti. Bandaríkjamenn voru í fimm efstu sætunum hjá körlunum. Saxon Panchik vann, Matt Poulin varð annar, heimsmeistarinn Justin Medeiros náði þriðja sætinu, Colten Mertens varð fjórði og Phil Toon endaði í fimmta sæti. Efsti Norðurlandabúinn varð Svíinn Victor Ljungdal í sjötta stæinu en Finninn Jonne Koski náði nítjánda sæti.
CrossFit Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Enski boltinn Annar þáttur Kanans í kvöld: Jón Páll og Frank Booker voru miklir vinir Körfubolti Maté hættir með Hauka Körfubolti Skautadrottning með 197 hraðasektir á árinu Sport Gagnrýnir CrossFit: Flýja alla ábyrgð og láta aðra sjá um kostnaðinn Sport Draumadagur fyrir Rashford og Zirkzee: Amorim lestin lögð af stað Enski boltinn „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir drullað sér út“ Körfubolti Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Fótbolti Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ „Sjúklega stolt af þessum hóp“ „Ég held að við getum alveg staðið í Þjóðverjum“ Orri skoraði sjö í risasigri Maté hættir með Hauka Nítján íslensk mörk í öruggum sigri Kolstad Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Víkingur sækir lykilmenn bikarmeistaranna Hollendingar á leið upp úr íslenska riðlinum „Þær eru svolítið þyngri“ Júlíus og Sveinn Aron skoruðu í lokaumferðinni Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Þýsku meistararnir að ná vopnum sínum á ný Bellingham og Mbappé tryggðu Madrídingum sigur Arnar Birkir fór á kostum í sigri Færeysku stelpurnar náðu sögulegu jafntefli á EM McTominay tryggði Napoli fjögurra stiga forskot á toppnum Annar þáttur Kanans í kvöld: Jón Páll og Frank Booker voru miklir vinir Chelsea náði Arsenal að stigum en Tottenham tapaði stigum Draumadagur fyrir Rashford og Zirkzee: Amorim lestin lögð af stað Daníel Tristan með þrennu: Stuðningsmennirnir sungu nafnið hans Haukarnir kláruðu Kur og komust í 32 liða úrslit Ísak Bergmann skoraði og liðið fékk hjálp í lokin Fullt af möguleikum í þessu Skautadrottning með 197 hraðasektir á árinu Jón Axel frábær í sigri toppliðsins NFL stórstjarnan trúlofaðist Hollywood stjörnu Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti