Breyttist úr innipúka í útivistarmann og hreindýraskyttu Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 16. mars 2022 13:31 Kári Egilsson flutti tólf ára til Grænlands Hvar er best að búa Hjónin Ingunn Ásgeirsdóttir og Egill Þorri Steingrímsson fluttu ásamt yngri syni sínum, Kára Egilssyni, til Grænlands árið 2018, eftir fimm ára dvöl í Brussel. Kári hóf framhaldsskólanám síðastliðið haust í Danmörku en þau segja hann hafa blómstrað þessi ár sem þau bjuggu í höfuðstað Grænlands, Nuuk. Þau segja að hann hafi verið innipúki á meðan þau bjuggu í Brussel og alls ekki hneigður til íþrótta. „Hann sóttist ekkert í neinn hasar eða neitt,“ segir Egill enda tilveran í stórborginni Brussel órafjarri lífinu á Grænlandi. Í Brussel þurfti að skipuleggja samveru við vini með góðum fyrirvara og skólinn strangur. En líf hans gjörbreyttist þegar þau fluttu með hann tólf ára gamlan úr aganum í Brussel í frelsið á Grænlandi. Þar æfði hann box undir handleiðslu þjálfara frá Íran, varð hreindýraskytta kornungur og naut frelsisins sem fylgir því að búa í víðáttunni á Grænlandi - eins og sjá má í myndbrotinu sem hér fylgir úr þættinum Hvar er best að búa? sem sýndur var á sunnudagskvöld á Stöð 2. Klippa: Sonurinn Made in Greenland Lóa Pind Aldísardóttir heimsótti Egil og Ingunni og Kára til Nuuk á Grænlandi en í þáttaröðinni heimsækir hún alls konar fólk og fjölskyldur sem býr í stórborgum, sveit, helli, fjallaþorpum, bæjum og miðaldaþorpum í Portúgal, Frakklandi, Tékklandi, á Grænlandi, Gran Kanaría og Ítalíu. Framleiðandi og leikstjóri þáttanna er Lóa Pind Aldísardóttir, myndatökumaður er Ívar Kristján Ívarsson, klippingu önnuðust Kári Jóhannsson og Sigurður Kristinn Ómarsson hjá Obbosí. Framleitt af Lóu Production fyrir Stöð 2. Ferðalög Hvar er best að búa? Grænland Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Lífið þarf að vera spennandi áskorun „Maður þarf náttúrlega að hafa einhvern tilgang í lífinu en það þarf að vera eitthvað sem er spennandi, sem er áskorun eða áhætta til að þetta verði ekki alltaf sami hversdagurinn,“ svaraði Egill Þorri Steingrímsson þegar hann var spurður um hvað veitti honum hamingju. 14. mars 2022 15:30 Þurfum ekki að vera föst í hlekkjum fasteignalána og endalausum veðurviðvörunum „Það var náttúrlega ekki alveg einfalt að vera sjónvarpsþáttaframleiðandi í miðjum heimsfaraldri,“ segir Lóa Pind, sem fer í kvöld aftur af stað með þætti sína Hvar er best að búa? 6. mars 2022 13:31 Mest lesið Er bókstaflega skíthrædd Lífið Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Lífið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Lífið Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina Lífið Fleiri fréttir Er bókstaflega skíthrædd Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Sigmundur taki stríðnina alla leið Bibba kannaði stemninguna á kosningamiðstöðvunum Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina „Álagið er þessi fjarvera“ Kosningakviss: Viðreisn og VG í dýpstu kosningaumræðunni Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Hefur smekk fyrir lélegum B-myndum, braski og sorpi Í skýjunum með sigurinn og stefnir á útgáfu í vor Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Sjá meira
Kári hóf framhaldsskólanám síðastliðið haust í Danmörku en þau segja hann hafa blómstrað þessi ár sem þau bjuggu í höfuðstað Grænlands, Nuuk. Þau segja að hann hafi verið innipúki á meðan þau bjuggu í Brussel og alls ekki hneigður til íþrótta. „Hann sóttist ekkert í neinn hasar eða neitt,“ segir Egill enda tilveran í stórborginni Brussel órafjarri lífinu á Grænlandi. Í Brussel þurfti að skipuleggja samveru við vini með góðum fyrirvara og skólinn strangur. En líf hans gjörbreyttist þegar þau fluttu með hann tólf ára gamlan úr aganum í Brussel í frelsið á Grænlandi. Þar æfði hann box undir handleiðslu þjálfara frá Íran, varð hreindýraskytta kornungur og naut frelsisins sem fylgir því að búa í víðáttunni á Grænlandi - eins og sjá má í myndbrotinu sem hér fylgir úr þættinum Hvar er best að búa? sem sýndur var á sunnudagskvöld á Stöð 2. Klippa: Sonurinn Made in Greenland Lóa Pind Aldísardóttir heimsótti Egil og Ingunni og Kára til Nuuk á Grænlandi en í þáttaröðinni heimsækir hún alls konar fólk og fjölskyldur sem býr í stórborgum, sveit, helli, fjallaþorpum, bæjum og miðaldaþorpum í Portúgal, Frakklandi, Tékklandi, á Grænlandi, Gran Kanaría og Ítalíu. Framleiðandi og leikstjóri þáttanna er Lóa Pind Aldísardóttir, myndatökumaður er Ívar Kristján Ívarsson, klippingu önnuðust Kári Jóhannsson og Sigurður Kristinn Ómarsson hjá Obbosí. Framleitt af Lóu Production fyrir Stöð 2.
Ferðalög Hvar er best að búa? Grænland Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Lífið þarf að vera spennandi áskorun „Maður þarf náttúrlega að hafa einhvern tilgang í lífinu en það þarf að vera eitthvað sem er spennandi, sem er áskorun eða áhætta til að þetta verði ekki alltaf sami hversdagurinn,“ svaraði Egill Þorri Steingrímsson þegar hann var spurður um hvað veitti honum hamingju. 14. mars 2022 15:30 Þurfum ekki að vera föst í hlekkjum fasteignalána og endalausum veðurviðvörunum „Það var náttúrlega ekki alveg einfalt að vera sjónvarpsþáttaframleiðandi í miðjum heimsfaraldri,“ segir Lóa Pind, sem fer í kvöld aftur af stað með þætti sína Hvar er best að búa? 6. mars 2022 13:31 Mest lesið Er bókstaflega skíthrædd Lífið Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Lífið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Lífið Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina Lífið Fleiri fréttir Er bókstaflega skíthrædd Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Sigmundur taki stríðnina alla leið Bibba kannaði stemninguna á kosningamiðstöðvunum Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina „Álagið er þessi fjarvera“ Kosningakviss: Viðreisn og VG í dýpstu kosningaumræðunni Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Hefur smekk fyrir lélegum B-myndum, braski og sorpi Í skýjunum með sigurinn og stefnir á útgáfu í vor Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Sjá meira
Lífið þarf að vera spennandi áskorun „Maður þarf náttúrlega að hafa einhvern tilgang í lífinu en það þarf að vera eitthvað sem er spennandi, sem er áskorun eða áhætta til að þetta verði ekki alltaf sami hversdagurinn,“ svaraði Egill Þorri Steingrímsson þegar hann var spurður um hvað veitti honum hamingju. 14. mars 2022 15:30
Þurfum ekki að vera föst í hlekkjum fasteignalána og endalausum veðurviðvörunum „Það var náttúrlega ekki alveg einfalt að vera sjónvarpsþáttaframleiðandi í miðjum heimsfaraldri,“ segir Lóa Pind, sem fer í kvöld aftur af stað með þætti sína Hvar er best að búa? 6. mars 2022 13:31