Þungavigtin: Elfar vill losna frá Breiðabliki Sindri Sverrisson skrifar 17. mars 2022 10:47 Elfar Freyr Helgason lék ekkert með Breiðabliki í fyrra vegna meiðsla en vill ólmur spila í sumar. vísir/bára Miðvörðurinn öflugi Elfar Freyr Helgason vill komast að láni í burtu frá Breiðabliki í sumar með það í huga að fá stærra hlutverk en honum virðist ætlað hjá Blikum. Þetta kom fram í nýjasta þætti Þungavigtarinnar en hægt er að hlusta á þáttinn á tal.is/vigtin eða í Bylgju-appinu. Elfar, sem er 32 ára og fyrrverandi atvinnumaður, gat ekkert spilað með Breiðabliki á síðustu leiktíð vegna meiðsla. Nú er Elfar hins vegar heill heilsu en Blikar, sem meðal annars hafa bætt varnarmanninum Mikkel Qvist við sig frá KA í vetur, hafa ekki nýtt krafta hans að undanförnu. „Hann vill fara á lán. Hann er ekki búinn að vera í hóp í síðustu tveimur leikjum í deildabikar. Ef að hann fer að láni þá er bara spurning hversu gott lið hann getur farið í. Heill heilsu er hann alltaf á topp tíu yfir hafsenta í þessari deild,“ sagði Kristján Óli Sigurðsson í Þungavigtinni. Klippa: Þungavigtin - Elfar vill fara frá Blikum Mörg félög gætu verið áhugasöm Aðspurður hvaða lið væru líkleg til að sækjast eftir því að fá Elfar svaraði Kristján: „Það vantar fullt af liðum hafsent; FH, Fram, KA…“ Mikael Nikulásson bætti KR á listann en Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, hefur talað um að félagið þurfi að sækja sér tvo leikmenn til viðbótar. „Ég myndi hugsa að hann sé að hugsa um hafsent í aðra stöðuna, og ég tæki Elfar Frey í hvelli,“ sagði Mikael. „Svo er það spurningin; Leyfir Breiðablik honum að fara í eitt af þessum stóru liðum?“ spurði Kristján Óli. „Á endanum er þetta leikur og þú verður að leyfa mönnum að spila. Ef hann kemst ekki í hóp hjá Breiðabliki ætlar þú þá að fara að senda hann á lán til Fram eða bara niður í 1. deild? Ég veit það ekki,“ svaraði Mikael. Þungavigtin Breiðablik Besta deild kvenna Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Í beinni: Holland - Ísland | Fyrsti leikur stelpnanna á EM Handbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Jenas missir annað starf Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Enski boltinn Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Handbolti Fleiri fréttir Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Sjá meira
Þetta kom fram í nýjasta þætti Þungavigtarinnar en hægt er að hlusta á þáttinn á tal.is/vigtin eða í Bylgju-appinu. Elfar, sem er 32 ára og fyrrverandi atvinnumaður, gat ekkert spilað með Breiðabliki á síðustu leiktíð vegna meiðsla. Nú er Elfar hins vegar heill heilsu en Blikar, sem meðal annars hafa bætt varnarmanninum Mikkel Qvist við sig frá KA í vetur, hafa ekki nýtt krafta hans að undanförnu. „Hann vill fara á lán. Hann er ekki búinn að vera í hóp í síðustu tveimur leikjum í deildabikar. Ef að hann fer að láni þá er bara spurning hversu gott lið hann getur farið í. Heill heilsu er hann alltaf á topp tíu yfir hafsenta í þessari deild,“ sagði Kristján Óli Sigurðsson í Þungavigtinni. Klippa: Þungavigtin - Elfar vill fara frá Blikum Mörg félög gætu verið áhugasöm Aðspurður hvaða lið væru líkleg til að sækjast eftir því að fá Elfar svaraði Kristján: „Það vantar fullt af liðum hafsent; FH, Fram, KA…“ Mikael Nikulásson bætti KR á listann en Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, hefur talað um að félagið þurfi að sækja sér tvo leikmenn til viðbótar. „Ég myndi hugsa að hann sé að hugsa um hafsent í aðra stöðuna, og ég tæki Elfar Frey í hvelli,“ sagði Mikael. „Svo er það spurningin; Leyfir Breiðablik honum að fara í eitt af þessum stóru liðum?“ spurði Kristján Óli. „Á endanum er þetta leikur og þú verður að leyfa mönnum að spila. Ef hann kemst ekki í hóp hjá Breiðabliki ætlar þú þá að fara að senda hann á lán til Fram eða bara niður í 1. deild? Ég veit það ekki,“ svaraði Mikael.
Þungavigtin Breiðablik Besta deild kvenna Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Í beinni: Holland - Ísland | Fyrsti leikur stelpnanna á EM Handbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Jenas missir annað starf Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Enski boltinn Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Handbolti Fleiri fréttir Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Sjá meira