Verjum Jörðina – bönnum vistmorð Andrés Ingi Jónsson skrifar 20. mars 2022 13:00 Allt of lengi hafa athafnir mannsins valdið óbætanlegum skaða á Jörðinni. Nærtækast er að benda á loftslagsbreytingar, en víða um heim hafa vistkerfi hrunið eða stórtækur og varanlegur skaði orðið á umhverfinu. Oftar en ekki fylgja neikvæðar afleiðingar fyrir mannfólkið þessum skemmdum á náttúrunni, enda erum við hluti af náttúrunni þó að það gleymist oft. Vandinn er að náttúran hefur í gegnum tíðina átt sér allt of fáa málsvara. Hvort sem um er að ræða eyðingu regnskóga svo hægt sé að grafa eftir verðmætum málum, olíuleka á borð við Deepwater Horizon í Mexíkóflóa eða geislamengun vegna þess að ekki var vandað nógu til verka við byggingu kjarnorkuvers – móðir Jörð getur ekki leitað réttar síns fyrir dómstólum, hún getur ekki dregið einstaklingana sem valda skaðanum til ábyrgðar. Í dag byrjum við að snúa vörn í sókn – í dag hefst Evrópuvika fyrir viðurkenningu á vistmorði. Sjálfstæður réttur náttúru Hugmyndin um náttúruna sem sjálfstæðan réttaraðila hefur á síðustu árum skotið upp kollinum í fjölda ríkja, meðal annars með því að greinar sem vísa til umhverfis og náttúru hafa birst í æ fleiri stjórnarskrám. Ekvador reið á vaðið árið 2008 með því að veita náttúrunni sjálfstæðan rétt í stjórnarskrá og vernd til mótvægis við gamlar hugmyndir um yfirráð mannsins yfir náttúrunni. Þær hugmyndir höfðu áhrif á Stjórnlagaráð sem lagði til skýrt ákvæði um skyldu allra til að virða og vernda náttúru Íslands. Sama þróun hefur átt sér stað við almenna lagasetningu. Belgía samþykkti undir lok árs 2021 þingsályktun um að fella vistmorð inn í belgísku hegningarlögin, og hefur frumvarp þess efnis verið lagt fyrir belgíska þingið. Sama ár var ákvæði um vistmorð fellt inn í frönsku hegningarlögin og slíkt brot varðar fésektum eða fangelsisrefsingu eftir alvarleika þess. Eitt nýjasta dæmið er að í janúar 2022 var samþykkt að í stjórnarskrá Ítalíu yrði kveðið á um skyldu stjórnvalda til að standa vörð um umhverfið, líffræðilegan fjölbreytileika og vistkerfi, m.a. í þágu komandi kynslóða. Misfær dómstólaleið í loftslagsmálum Á undanförnum árum hefur færst í vöxt að einstaklingar og félagasamtök leiti til dómstóla þegar þeim þykir vanta metnað hjá stjórnvöldum og stórfyrirtækjum í loftslagsmálum – en með mjög misgóðum árangri. Sem dæmi má nefna mál gegn norska ríkinu vegna endalausrar útgáfu ríkisins á olíuleitarleyfum. Þar féllst hæstiréttur ekki á að réttur stefnenda til heilnæms umhverfis og náttúru yrði brotinn með þeirri losun gróðurhúsalofttegunda sem bruni olíunnar myndi valda. Öðru gegndi í Hollandi, þar sem umhverfisverndarsamtök höfðu betur gegn ríkinu og dómstólar fyrirskipuðu ríkisstjórn Hollands að herða markmið sín í loftslagsmálum. Þegar einstaklingar taka að sér að standa í svona málarekstri er það oftar en ekki síðasta úrræði þeirra í langri baráttu fyrir réttlæti. En þetta eru óvenjuleg dómsmál að því leytinu að þau snúast ekki um einkahagsmuni þeirra sem standa að þeim, heldur eru þau að berjast fyrir sameiginlegum hagsmunum okkar allra. Það er því mikilvægt að opna þessa leið í átt til réttlætis þannig að hún virki sem oftast – og þar getur viðurkenning á vistmorði sem alþjóðlegum glæp skipt sköpum. Vistmorð sem alþjóðlegur glæpur Hugmyndin er einföld: Að bæta fimmta glæpnum við verkefni Alþjóðlega sakamáladómstólsins í Haag. Í dag fjallar dómstóllinn um ferns konar brot sem eru það gróf og alvarleg að þau eru talin geta ógnað friði, öryggi og velferð í heiminum, en það eru: hópmorð, glæpir gegn mannúð, stríðsglæpir og glæpir gegn friði. Baráttan fyrir þeirri útvíkkun hefur styrkst með hverju árinu sem líður, eftir því sem fólk sér betur hversu mikil ógn loftslagsbreytingar eru við frið, öryggi og velferð í heiminum. Undanfarin ár hafa samtökin Stop Ecocide unnið að viðurkenningu á vistmorði, en á síðasta ári fengu þau hóp sérfræðinga til að semja skilgreiningu á hugtakinu sem auðvelt væri að fella að starfi Alþjóðlega sakamáladómstólsins. Sú skilgreining liggur nú fyrir þannig að forvinnan hefur verið unnin fyrir dómstólinn. Berjumst gegn vistmorði á Íslandi Til að styðja við þessa baráttu á heimsvísu hef ég um nokkurt skeið verið hluti af bandalagi þingmanna sem kalla eftir því að vistmorð verði viðurkennt sem alþjóðlegur glæpur, og er með tvennt á dagskrá í komandi viku. Í fyrsta lagi mun þingflokkur Pírata halda málþing á Kjarvalsstöðum til að fara yfir baráttuna, mánudaginn 21. mars kl. 12. Meðal frummælenda verður Richard J. Rogers, einn þeirra sérfræðinga sem sömdu formlegu skilgreininguna sem Alþjóðlegi sakamáladómstóllinn getur notað. Í framhaldinu munum við leggja fram þingsályktunartillögu um að ríkisstjórnin beiti sér fyrir því að vistmorð verði viðurkennt sem brot á alþjóðalögum og jafnframt að hún leggi fram frumvarp til að banna vistmorð að landslögum. Ég vonast til að fá sem breiðastan stuðning við þingmálið, því þetta er eitthvað sem á erindi við allt þingfólk sem lætur sig umhverfis- og loftslagsmálin varða. Það er sama hvort um er að ræða aðgerðir eða aðgerðaleysi stjórnvalda sem hlusta ekki á ákall um tafarlausar aðgerðir í loftslagsmálúm, eða óhefta græðgi stórfyrirtækja sem vilja gjörnýta auðlindir óháð afleiðingum fyrir náttúru og umhverfi – almenningur þarf öflugari verkfæri til að grípa í taumana. Viðurkenning á vistmorði sem alþjóðlegum glæp væri mjög öflugt verkfæri fyrir fólkið sem berst fyrir sameiginlegum hagsmunum okkar allra. Höfundur er þingmaður Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Andrés Ingi Jónsson Píratar Umhverfismál Loftslagsmál Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun Staðreyndir í útlendingamálum Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Augljós og sýnilegur ávinningur í styttingu biðlista Jóhann F K Arinbjarnarson Skoðun Ert þú að velja milli Samfylkingar og Viðreisnar? Sigurrós Elddís Huldudóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason skrifar Skoðun Augljós og sýnilegur ávinningur í styttingu biðlista Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Staðreyndir í útlendingamálum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um ferðaþjónustuna Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson skrifar Skoðun Þetta kostar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þrífætta svínið og auðlindarentan Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Er nóg að bara brjóta land? Þorvaldur Rúnarsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta til framtíðar: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Að kjósa taktískt Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Að standa vörð um þjóðina Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri í boði Sjálfstæðisflokksins Snorri Ingimarsson skrifar Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Náttúran er stærsta kosningamálið Skúli Skúlason skrifar Skoðun Ásýnd spillingar Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Pólitík í pípunum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðin er í húfi Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Sjá meira
Allt of lengi hafa athafnir mannsins valdið óbætanlegum skaða á Jörðinni. Nærtækast er að benda á loftslagsbreytingar, en víða um heim hafa vistkerfi hrunið eða stórtækur og varanlegur skaði orðið á umhverfinu. Oftar en ekki fylgja neikvæðar afleiðingar fyrir mannfólkið þessum skemmdum á náttúrunni, enda erum við hluti af náttúrunni þó að það gleymist oft. Vandinn er að náttúran hefur í gegnum tíðina átt sér allt of fáa málsvara. Hvort sem um er að ræða eyðingu regnskóga svo hægt sé að grafa eftir verðmætum málum, olíuleka á borð við Deepwater Horizon í Mexíkóflóa eða geislamengun vegna þess að ekki var vandað nógu til verka við byggingu kjarnorkuvers – móðir Jörð getur ekki leitað réttar síns fyrir dómstólum, hún getur ekki dregið einstaklingana sem valda skaðanum til ábyrgðar. Í dag byrjum við að snúa vörn í sókn – í dag hefst Evrópuvika fyrir viðurkenningu á vistmorði. Sjálfstæður réttur náttúru Hugmyndin um náttúruna sem sjálfstæðan réttaraðila hefur á síðustu árum skotið upp kollinum í fjölda ríkja, meðal annars með því að greinar sem vísa til umhverfis og náttúru hafa birst í æ fleiri stjórnarskrám. Ekvador reið á vaðið árið 2008 með því að veita náttúrunni sjálfstæðan rétt í stjórnarskrá og vernd til mótvægis við gamlar hugmyndir um yfirráð mannsins yfir náttúrunni. Þær hugmyndir höfðu áhrif á Stjórnlagaráð sem lagði til skýrt ákvæði um skyldu allra til að virða og vernda náttúru Íslands. Sama þróun hefur átt sér stað við almenna lagasetningu. Belgía samþykkti undir lok árs 2021 þingsályktun um að fella vistmorð inn í belgísku hegningarlögin, og hefur frumvarp þess efnis verið lagt fyrir belgíska þingið. Sama ár var ákvæði um vistmorð fellt inn í frönsku hegningarlögin og slíkt brot varðar fésektum eða fangelsisrefsingu eftir alvarleika þess. Eitt nýjasta dæmið er að í janúar 2022 var samþykkt að í stjórnarskrá Ítalíu yrði kveðið á um skyldu stjórnvalda til að standa vörð um umhverfið, líffræðilegan fjölbreytileika og vistkerfi, m.a. í þágu komandi kynslóða. Misfær dómstólaleið í loftslagsmálum Á undanförnum árum hefur færst í vöxt að einstaklingar og félagasamtök leiti til dómstóla þegar þeim þykir vanta metnað hjá stjórnvöldum og stórfyrirtækjum í loftslagsmálum – en með mjög misgóðum árangri. Sem dæmi má nefna mál gegn norska ríkinu vegna endalausrar útgáfu ríkisins á olíuleitarleyfum. Þar féllst hæstiréttur ekki á að réttur stefnenda til heilnæms umhverfis og náttúru yrði brotinn með þeirri losun gróðurhúsalofttegunda sem bruni olíunnar myndi valda. Öðru gegndi í Hollandi, þar sem umhverfisverndarsamtök höfðu betur gegn ríkinu og dómstólar fyrirskipuðu ríkisstjórn Hollands að herða markmið sín í loftslagsmálum. Þegar einstaklingar taka að sér að standa í svona málarekstri er það oftar en ekki síðasta úrræði þeirra í langri baráttu fyrir réttlæti. En þetta eru óvenjuleg dómsmál að því leytinu að þau snúast ekki um einkahagsmuni þeirra sem standa að þeim, heldur eru þau að berjast fyrir sameiginlegum hagsmunum okkar allra. Það er því mikilvægt að opna þessa leið í átt til réttlætis þannig að hún virki sem oftast – og þar getur viðurkenning á vistmorði sem alþjóðlegum glæp skipt sköpum. Vistmorð sem alþjóðlegur glæpur Hugmyndin er einföld: Að bæta fimmta glæpnum við verkefni Alþjóðlega sakamáladómstólsins í Haag. Í dag fjallar dómstóllinn um ferns konar brot sem eru það gróf og alvarleg að þau eru talin geta ógnað friði, öryggi og velferð í heiminum, en það eru: hópmorð, glæpir gegn mannúð, stríðsglæpir og glæpir gegn friði. Baráttan fyrir þeirri útvíkkun hefur styrkst með hverju árinu sem líður, eftir því sem fólk sér betur hversu mikil ógn loftslagsbreytingar eru við frið, öryggi og velferð í heiminum. Undanfarin ár hafa samtökin Stop Ecocide unnið að viðurkenningu á vistmorði, en á síðasta ári fengu þau hóp sérfræðinga til að semja skilgreiningu á hugtakinu sem auðvelt væri að fella að starfi Alþjóðlega sakamáladómstólsins. Sú skilgreining liggur nú fyrir þannig að forvinnan hefur verið unnin fyrir dómstólinn. Berjumst gegn vistmorði á Íslandi Til að styðja við þessa baráttu á heimsvísu hef ég um nokkurt skeið verið hluti af bandalagi þingmanna sem kalla eftir því að vistmorð verði viðurkennt sem alþjóðlegur glæpur, og er með tvennt á dagskrá í komandi viku. Í fyrsta lagi mun þingflokkur Pírata halda málþing á Kjarvalsstöðum til að fara yfir baráttuna, mánudaginn 21. mars kl. 12. Meðal frummælenda verður Richard J. Rogers, einn þeirra sérfræðinga sem sömdu formlegu skilgreininguna sem Alþjóðlegi sakamáladómstóllinn getur notað. Í framhaldinu munum við leggja fram þingsályktunartillögu um að ríkisstjórnin beiti sér fyrir því að vistmorð verði viðurkennt sem brot á alþjóðalögum og jafnframt að hún leggi fram frumvarp til að banna vistmorð að landslögum. Ég vonast til að fá sem breiðastan stuðning við þingmálið, því þetta er eitthvað sem á erindi við allt þingfólk sem lætur sig umhverfis- og loftslagsmálin varða. Það er sama hvort um er að ræða aðgerðir eða aðgerðaleysi stjórnvalda sem hlusta ekki á ákall um tafarlausar aðgerðir í loftslagsmálúm, eða óhefta græðgi stórfyrirtækja sem vilja gjörnýta auðlindir óháð afleiðingum fyrir náttúru og umhverfi – almenningur þarf öflugari verkfæri til að grípa í taumana. Viðurkenning á vistmorði sem alþjóðlegum glæp væri mjög öflugt verkfæri fyrir fólkið sem berst fyrir sameiginlegum hagsmunum okkar allra. Höfundur er þingmaður Pírata.
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun
Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun