Milljónir barna aldrei þekkt annað en stríðsástand Heimsljós 23. mars 2022 10:00 Jonathan Hyams / Save the Children Í Sýrlandi þurfa 6,5 milljónir barna á neyðaraðstoð að halda, 2,5 milljónir barna eru utan skóla og um ein milljón barna þjáist af vannæringu. Alþjóðasamtök Barnaheilla – Save the Children hafa unnið í Sýrlandi frá árinu 2012 og hafa aðstoðað yfir fimm milljónir manna, þar af þrjár milljónir barna. Um þessar mundir er þess minnst að átökin í Sýrlandi hafa staðið yfir í ellefu ár, átök sem „eru lifandi martröð fyrir börn og fjölskyldur þeirra,“ eins og segir í frétt frá Barnaheillum. „Milljónir barna hafa aldrei þekkt annað en stríðsástand. Rannsóknir hafa sýnt fram á að átökin munu hafa langvarandi áhrif á börn, en þau þjást mörg af andlegri vanlíðan, streitu og kvíða og munu bera þess merki það sem eftir er ævinnar.“ Barnaheill segja að meirihluti barna í Sýrlandi búi við mikla fátækt og óviðunandi aðstæður. Þau verði vitni að sprengjuárásum allt í kring og upplifa sig óörugg. Óbreyttir borgarar verði fyrir árásum og árið 2021 hafi 15 skólar orðið fyrir árásum. „Sýrland er í miðri efnahagskreppu þar sem COVID-19 heimsfaraldurinn, átök, gengisfelling gjaldmiðla og skortur á grunnvörum stuðlar að fjárhagslegri baráttu fjölskyldna út um allt land. Verð á matarkörfu hækkaði um 97% frá desember 2020 til desember 2021 sem þýðir að á síðasta ári eyddu fjölskyldur 41% af tekjum sínum í mat. Um 12 milljónir, sem gerir 55% þjóðarinnar, búa við fæðuóöryggi. Fjölskyldur neyðast til að draga verulega úr neyslu á mat og margar eru alfarið háðar neyðaraðstoð. 22% barna hafa neyðst til þess að hætta í skóla til þess að taka þátt í að sjá fyrir heimilinu.“ Yousef, 12 ára, er eitt af þeim börnum sem hefur misst foreldra sína í átökunum og býr við mikla fátækt. „Ég hef búið hjá afa mínum síðustu þrjú ár. Vegna átakanna og fjárhagslegra þrenginga þá búum við í ókláruðu húsi. Báðir foreldrar mínir eru dánir. Mamma dó fyrir níu árum í loftárás en ég slasaðist illa í þeirri árás sem olli varanlegum meiðslum í fótum. Pabbi minn dó fyrir þremur árum vegna veikinda. Hann var vanur að fara með mig á spítalann í læknismeðferð en nú er enginn til þess að fara með mig.“ Neyðaraðstoð Barnaheilla styður við barnavernd, menntun barna, fæðuöryggi, veitir heilbrigðisaðstoð og aðra grunnþjónustu. Í kjölfar átaka í Úkraínu hafa aldrei verið meiri fólksflutningur í Evrópu frá síðari heimsstyrjöld. „Mikilvægt er að styðja við þau börn sem flýja Úkraínu en ekki má missa sjónar á þeim börnum sem hafa búið við átök í Sýrlandi síðustu 11 ár," segir í frétt Barnaheilla. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Sýrland Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent
Um þessar mundir er þess minnst að átökin í Sýrlandi hafa staðið yfir í ellefu ár, átök sem „eru lifandi martröð fyrir börn og fjölskyldur þeirra,“ eins og segir í frétt frá Barnaheillum. „Milljónir barna hafa aldrei þekkt annað en stríðsástand. Rannsóknir hafa sýnt fram á að átökin munu hafa langvarandi áhrif á börn, en þau þjást mörg af andlegri vanlíðan, streitu og kvíða og munu bera þess merki það sem eftir er ævinnar.“ Barnaheill segja að meirihluti barna í Sýrlandi búi við mikla fátækt og óviðunandi aðstæður. Þau verði vitni að sprengjuárásum allt í kring og upplifa sig óörugg. Óbreyttir borgarar verði fyrir árásum og árið 2021 hafi 15 skólar orðið fyrir árásum. „Sýrland er í miðri efnahagskreppu þar sem COVID-19 heimsfaraldurinn, átök, gengisfelling gjaldmiðla og skortur á grunnvörum stuðlar að fjárhagslegri baráttu fjölskyldna út um allt land. Verð á matarkörfu hækkaði um 97% frá desember 2020 til desember 2021 sem þýðir að á síðasta ári eyddu fjölskyldur 41% af tekjum sínum í mat. Um 12 milljónir, sem gerir 55% þjóðarinnar, búa við fæðuóöryggi. Fjölskyldur neyðast til að draga verulega úr neyslu á mat og margar eru alfarið háðar neyðaraðstoð. 22% barna hafa neyðst til þess að hætta í skóla til þess að taka þátt í að sjá fyrir heimilinu.“ Yousef, 12 ára, er eitt af þeim börnum sem hefur misst foreldra sína í átökunum og býr við mikla fátækt. „Ég hef búið hjá afa mínum síðustu þrjú ár. Vegna átakanna og fjárhagslegra þrenginga þá búum við í ókláruðu húsi. Báðir foreldrar mínir eru dánir. Mamma dó fyrir níu árum í loftárás en ég slasaðist illa í þeirri árás sem olli varanlegum meiðslum í fótum. Pabbi minn dó fyrir þremur árum vegna veikinda. Hann var vanur að fara með mig á spítalann í læknismeðferð en nú er enginn til þess að fara með mig.“ Neyðaraðstoð Barnaheilla styður við barnavernd, menntun barna, fæðuöryggi, veitir heilbrigðisaðstoð og aðra grunnþjónustu. Í kjölfar átaka í Úkraínu hafa aldrei verið meiri fólksflutningur í Evrópu frá síðari heimsstyrjöld. „Mikilvægt er að styðja við þau börn sem flýja Úkraínu en ekki má missa sjónar á þeim börnum sem hafa búið við átök í Sýrlandi síðustu 11 ár," segir í frétt Barnaheilla. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Sýrland Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent