Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - Valur 74-72 | Frábær endurkoma Keflavíkur í háspennuleik Hjörvar Ólafsson skrifar 23. mars 2022 22:00 Anna Ingunn var frábær í kvöld. Vísir/Bára Dröfn Anna Ingunn Svansdóttir og Ameryst Alston voru í sérflokki hjá liðum sínum þegar Keflavík og Valur leiddu saman hesta sína í Blue-höllinni við Sunnubraut í Subway-deild kvenna í körfubolta í kvöld. Eftir sveiflukenndan leik fór Keflavík með sigur af hólmi en það var Daniela Wallen Morillo sem tryggði heimakonum 74-72 sigur með þriggja stiga körfu þegar skammt var eftir af leiknum. Valur, sem er í eltingarleik við Fjölni við topp deildarinnar, missti þarna af mikilvægum stigum en Keflavík sýndi að það er enn hungur í liðinu að hala inn stigum á töfluna þrátt fyrir að liðið hafi að engu að keppa. Undir lok þriðja leikhluta var Valur 13 stigum yfir en allan leikinn höfðu heimakonur sýnt mikinn baráttuanda og það var áhlaup í kortunum frá því að góðum kafla Valsliðsins lauk á þessum tímapunkti. Anna Ingunn lék á als oddi í þessum leik en fimm þriggja stiga körfur hennar og 25 stig alls voru lykillinn að því að koma Keflavík aftur inn í leikinn. Morillo rak svo smiðshöggið á endurkomu Keflavíkur en það var ekki að sjá að hún væri að leika í gegnum veikindi í þessum leik. Liðsheildin var frábær hjá leikmönnum Keflavíkur í þessum leik og samvinnan var til fyrirmyndar bæði í vörn og sókn. Keflavíkurkonur börðust um alla lausa bolta og hengdu aldrei haus þrátt fyrir að staðan væri orðin svort á tímabili. Af hverju vann Keflavík? Keflavíkurliðið sýndi það frá upphafi til enda að leikmenn liðsins ætluðu að gefa allt sem þær áttu í leikinn og spila fyrir hver aðra. Varnarleikur liðsins var grimmur og stórar körfur frá Önnu Ingunni Svansdóttur héldu heimakonum inni í leiknum þegar staðan var orðin erfið. Þá náðu leikmenn Keflavíkur að hægja á stigaskorun Alston í seinni hálfleik sem var mikilvægt. Hverjar stóðu upp úr? Frábær spilamennska Önnu Ingunnar lagði grunninn að sigri Keflavíkur og Daniela Wallen Morillo skoraði svo þriggja stiga körfuna sem tryggði Keflavík verðskuldaðan sigur. Auk þess að skora 20 stig í leiknum tók Morillo jafn mörg fráköst. Hvað gekk illa? Eftir að Keflavík fór að tvídekka Alston var engin leikmaður Vals sem náði að taka almennilega við keflinu af henni. Lokasóknir Valsliðsins voru illa framkvæmdar. Lið í gæðaflokki Vals hefur nógu mörg vopn í vopnabúri sínu til þess að bregðast við áköfum varnarleik eins og Keflavík náði upp í viðureign liðanna. Gestunum tókst bara ekki að nýta styrkleika sína. Hvað gerist næst? Valur, sem hefur 28 stig líkt og Haukar og Njarðvík í öðru til fjórða sæti deildarinnar, fær Hauka í heimsókn í næstu umferð deildarinnar á sunnudaginn kemur. Keflavík leikur aftur á móti við Breiðablik í Smáranum í Kópavogi á laugardaginn. Ánægðust með liðsheildina Anna Ingunnv var frábær í kvöld.Vísir/Bára Dröfn „Við höfum að engu að keppa þannig að við ákváðum bara að leggja allt í verkefnið og hafa gaman af þessu. Ég er sáttust við hvað við börðumst vel fyrir hvor aðra og hættum aldrei þrátt fyrir að við værum tíu plús undir," sagði Anna Ingunn í samtali við Vísi eftir leikinnn. „Liðsheildin hjá okkur skilaði þessum sigri og ég er mjög ánægð með hvað það var mikil orka í liðinu þrátt fyrir veikindi og það sé ekkert undir. Skotin voru að detta hjá mér í kvöld sem er bara frábært en eins og ég segi þá var það samvinnan á báðum endum vallarins sem varð til þess að náðum í tvö stig," sagði hún enn fremur. „Við vorum að berjast fyrir öllum boltum og vörnin var þétt. Það er gríðarlega góð stemming í liðinu og vilji til þess að klára deildarkeppina á jákvæðum nótum. Það sást vel í þessum leik að það er metnaður til þess að ná í stig," sagði besti leikmaður vallarins. Náðum aldrei upp almennilegum krafti Ólafur Jónas var ekki sáttur.vísir/vilhelm „Mér fannst við í raun flatar allan leikinn og við vorum að reyna að feika okkur í gegnum þetta. Pressuvörnin var svona næstum því og við komumst aldrei almennilega af stað. Það var vitað að Keflavík myndi láta okkur hafa fyrir hlutunum og það kom á daginn," sagði Ólafur Jónas Sigurðsson, þjálfari Vals, súr í bragði. „Þrátt fyrir að við værum með gott forskot þá fannst mér spilamennskan ekki nógu sannfærandi og lokasóknir okkar voru slakar. Við náðum ekki að bregðast við þegar fóru að tvídekka Alston og það var ekki nógu gott flæði í sóknarleiknum, sagði hann þar að auki. „Nú er bara að læra af þessu tapi og setja hausinn aftur upp. Það eru mikilægir leikir fram undan í toppbaráttunni og enginn tími til þess að gráta þetta tap. Ég hef engar áhyggjur af því að við höfum ekki náð nógu miklum krafti í spilamennskuna í þessum leik. Svona getur gerst og það er alltaf erfitt að mæta til Keflavíkur og sækja sigur," segir þjálfarinn. Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Subway-deild kvenna Keflavík ÍF Valur
Anna Ingunn Svansdóttir og Ameryst Alston voru í sérflokki hjá liðum sínum þegar Keflavík og Valur leiddu saman hesta sína í Blue-höllinni við Sunnubraut í Subway-deild kvenna í körfubolta í kvöld. Eftir sveiflukenndan leik fór Keflavík með sigur af hólmi en það var Daniela Wallen Morillo sem tryggði heimakonum 74-72 sigur með þriggja stiga körfu þegar skammt var eftir af leiknum. Valur, sem er í eltingarleik við Fjölni við topp deildarinnar, missti þarna af mikilvægum stigum en Keflavík sýndi að það er enn hungur í liðinu að hala inn stigum á töfluna þrátt fyrir að liðið hafi að engu að keppa. Undir lok þriðja leikhluta var Valur 13 stigum yfir en allan leikinn höfðu heimakonur sýnt mikinn baráttuanda og það var áhlaup í kortunum frá því að góðum kafla Valsliðsins lauk á þessum tímapunkti. Anna Ingunn lék á als oddi í þessum leik en fimm þriggja stiga körfur hennar og 25 stig alls voru lykillinn að því að koma Keflavík aftur inn í leikinn. Morillo rak svo smiðshöggið á endurkomu Keflavíkur en það var ekki að sjá að hún væri að leika í gegnum veikindi í þessum leik. Liðsheildin var frábær hjá leikmönnum Keflavíkur í þessum leik og samvinnan var til fyrirmyndar bæði í vörn og sókn. Keflavíkurkonur börðust um alla lausa bolta og hengdu aldrei haus þrátt fyrir að staðan væri orðin svort á tímabili. Af hverju vann Keflavík? Keflavíkurliðið sýndi það frá upphafi til enda að leikmenn liðsins ætluðu að gefa allt sem þær áttu í leikinn og spila fyrir hver aðra. Varnarleikur liðsins var grimmur og stórar körfur frá Önnu Ingunni Svansdóttur héldu heimakonum inni í leiknum þegar staðan var orðin erfið. Þá náðu leikmenn Keflavíkur að hægja á stigaskorun Alston í seinni hálfleik sem var mikilvægt. Hverjar stóðu upp úr? Frábær spilamennska Önnu Ingunnar lagði grunninn að sigri Keflavíkur og Daniela Wallen Morillo skoraði svo þriggja stiga körfuna sem tryggði Keflavík verðskuldaðan sigur. Auk þess að skora 20 stig í leiknum tók Morillo jafn mörg fráköst. Hvað gekk illa? Eftir að Keflavík fór að tvídekka Alston var engin leikmaður Vals sem náði að taka almennilega við keflinu af henni. Lokasóknir Valsliðsins voru illa framkvæmdar. Lið í gæðaflokki Vals hefur nógu mörg vopn í vopnabúri sínu til þess að bregðast við áköfum varnarleik eins og Keflavík náði upp í viðureign liðanna. Gestunum tókst bara ekki að nýta styrkleika sína. Hvað gerist næst? Valur, sem hefur 28 stig líkt og Haukar og Njarðvík í öðru til fjórða sæti deildarinnar, fær Hauka í heimsókn í næstu umferð deildarinnar á sunnudaginn kemur. Keflavík leikur aftur á móti við Breiðablik í Smáranum í Kópavogi á laugardaginn. Ánægðust með liðsheildina Anna Ingunnv var frábær í kvöld.Vísir/Bára Dröfn „Við höfum að engu að keppa þannig að við ákváðum bara að leggja allt í verkefnið og hafa gaman af þessu. Ég er sáttust við hvað við börðumst vel fyrir hvor aðra og hættum aldrei þrátt fyrir að við værum tíu plús undir," sagði Anna Ingunn í samtali við Vísi eftir leikinnn. „Liðsheildin hjá okkur skilaði þessum sigri og ég er mjög ánægð með hvað það var mikil orka í liðinu þrátt fyrir veikindi og það sé ekkert undir. Skotin voru að detta hjá mér í kvöld sem er bara frábært en eins og ég segi þá var það samvinnan á báðum endum vallarins sem varð til þess að náðum í tvö stig," sagði hún enn fremur. „Við vorum að berjast fyrir öllum boltum og vörnin var þétt. Það er gríðarlega góð stemming í liðinu og vilji til þess að klára deildarkeppina á jákvæðum nótum. Það sást vel í þessum leik að það er metnaður til þess að ná í stig," sagði besti leikmaður vallarins. Náðum aldrei upp almennilegum krafti Ólafur Jónas var ekki sáttur.vísir/vilhelm „Mér fannst við í raun flatar allan leikinn og við vorum að reyna að feika okkur í gegnum þetta. Pressuvörnin var svona næstum því og við komumst aldrei almennilega af stað. Það var vitað að Keflavík myndi láta okkur hafa fyrir hlutunum og það kom á daginn," sagði Ólafur Jónas Sigurðsson, þjálfari Vals, súr í bragði. „Þrátt fyrir að við værum með gott forskot þá fannst mér spilamennskan ekki nógu sannfærandi og lokasóknir okkar voru slakar. Við náðum ekki að bregðast við þegar fóru að tvídekka Alston og það var ekki nógu gott flæði í sóknarleiknum, sagði hann þar að auki. „Nú er bara að læra af þessu tapi og setja hausinn aftur upp. Það eru mikilægir leikir fram undan í toppbaráttunni og enginn tími til þess að gráta þetta tap. Ég hef engar áhyggjur af því að við höfum ekki náð nógu miklum krafti í spilamennskuna í þessum leik. Svona getur gerst og það er alltaf erfitt að mæta til Keflavíkur og sækja sigur," segir þjálfarinn. Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti