Tyreek Hill til liðs við Höfrungana: Sá launahæsti í sögunni Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 23. mars 2022 17:30 Tyreek Hill er með fljótari leikmönnum NFL-deildarinnar. Getty/Peter Aiken Útherjinn Tyreek Hill er genginn í raðir Miami Dolphins í NFL-deildinni. Hann gerir fjögurra ára samning upp á 120 milljónir Bandaríkjadala eða tæplega 15 og hálfan milljarð íslenskra króna. Hinn 28 ára gamli Hill hefur leikið með Kansas City Chiefs síðan hann kom í NFL-deildina árið 2016. Hann varð meistari með liðinu árið 2020 og hefur átt stóran þátt í velgengni liðsins á undanförnum árum. Sem ríkjandi meistarar fóru Chiefs alla leið í Ofurskálina en töpuðu þar fyrir Tom Brady og félögum í Tampa Bay Buccaneers. Á síðustu leiktíð fór liðið svo alla leið í undanúrslit en tapaði þar í framlengdum leik gegn Cincinnati Bengals. Hill er frár á fæti og fékk viðurnefnið „Blettatígurinn“ eftir sína fyrstu leiktíð í NFL-deildinni. Alls hefur hann skorað 56 snertimörk og hlaupið fyrir 6062 metrum. Næsta tímabil verður hins vegar fyrsta tímabil útherjans smá en knáa í NFL-deildinni þar sem hann mun ekki klæðast búningi Chiefs. Samkvæmt öruggum heimildum Vestanhafs hefur leikmaðurinn samið við Höfrungana í Miami. Gerir hann fjögurra ára samning upp á samtals 120 milljónir Bandaríkjadala, þar af eru 72,2 milljónir tryggðar. Overall, this is a 4-year extension worth $120M per agent @DrewJRosenhaus with $72.2M guaranteed. As @TomPelissero said, the 3-year numbers are below. https://t.co/3Ntrj8Edm6— Ian Rapoport (@RapSheet) March 23, 2022 Það þýðir að sama hvaða meiðslum hann verður fyrir þá þurfa Miami Dolphins alltaf að greiða Hill að lágmarki 72,2 milljónir. Höfðingjarnir frá Kansas fá fjölda valrétta fyrir Hill, ekki er enn komið nákvæmlega fram hvaða valrétti þeir fá. Samningur Hill gerir hann að launahæsta útherja deildarinnar. Það virðist vera nóg til í NFL-deildinni um þessar mundir en stutt er síðan Davante Adams varð launahæstur er hann yfirgaf Green Bay Packers fyrir Las Vegas Raiders. NFL er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NFL er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Beinar útsendingar frá öllum leikjum eru á NFL Game Pass sem hægt er að kaupa sem á 2.990 krónur á mánuði fyrir núverandi áskrifendur. NFL Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Handbolti Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Körfubolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Handbolti Fleiri fréttir Monsi með eitt besta mark vikunnar í Evrópudeildinni Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Hjólreiðamaður lést á nítján ára afmælisdaginn sinn Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Allt íþróttafólkið sem vill atkvæði á morgun Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum „Stolt af sjálfri mér“ Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Dagskráin í dag: Körfuboltaveisla „Þetta er mjög ljúft“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fimmta tap Gróttu í röð Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Sjá meira
Hinn 28 ára gamli Hill hefur leikið með Kansas City Chiefs síðan hann kom í NFL-deildina árið 2016. Hann varð meistari með liðinu árið 2020 og hefur átt stóran þátt í velgengni liðsins á undanförnum árum. Sem ríkjandi meistarar fóru Chiefs alla leið í Ofurskálina en töpuðu þar fyrir Tom Brady og félögum í Tampa Bay Buccaneers. Á síðustu leiktíð fór liðið svo alla leið í undanúrslit en tapaði þar í framlengdum leik gegn Cincinnati Bengals. Hill er frár á fæti og fékk viðurnefnið „Blettatígurinn“ eftir sína fyrstu leiktíð í NFL-deildinni. Alls hefur hann skorað 56 snertimörk og hlaupið fyrir 6062 metrum. Næsta tímabil verður hins vegar fyrsta tímabil útherjans smá en knáa í NFL-deildinni þar sem hann mun ekki klæðast búningi Chiefs. Samkvæmt öruggum heimildum Vestanhafs hefur leikmaðurinn samið við Höfrungana í Miami. Gerir hann fjögurra ára samning upp á samtals 120 milljónir Bandaríkjadala, þar af eru 72,2 milljónir tryggðar. Overall, this is a 4-year extension worth $120M per agent @DrewJRosenhaus with $72.2M guaranteed. As @TomPelissero said, the 3-year numbers are below. https://t.co/3Ntrj8Edm6— Ian Rapoport (@RapSheet) March 23, 2022 Það þýðir að sama hvaða meiðslum hann verður fyrir þá þurfa Miami Dolphins alltaf að greiða Hill að lágmarki 72,2 milljónir. Höfðingjarnir frá Kansas fá fjölda valrétta fyrir Hill, ekki er enn komið nákvæmlega fram hvaða valrétti þeir fá. Samningur Hill gerir hann að launahæsta útherja deildarinnar. Það virðist vera nóg til í NFL-deildinni um þessar mundir en stutt er síðan Davante Adams varð launahæstur er hann yfirgaf Green Bay Packers fyrir Las Vegas Raiders. NFL er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NFL er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Beinar útsendingar frá öllum leikjum eru á NFL Game Pass sem hægt er að kaupa sem á 2.990 krónur á mánuði fyrir núverandi áskrifendur.
NFL er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NFL er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Beinar útsendingar frá öllum leikjum eru á NFL Game Pass sem hægt er að kaupa sem á 2.990 krónur á mánuði fyrir núverandi áskrifendur.
NFL Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Handbolti Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Körfubolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Handbolti Fleiri fréttir Monsi með eitt besta mark vikunnar í Evrópudeildinni Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Hjólreiðamaður lést á nítján ára afmælisdaginn sinn Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Allt íþróttafólkið sem vill atkvæði á morgun Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum „Stolt af sjálfri mér“ Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Dagskráin í dag: Körfuboltaveisla „Þetta er mjög ljúft“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fimmta tap Gróttu í röð Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Sjá meira