Styttist í Stórmeistaramótið í CS:GO: „Þetta er keppnin sem allir eru búnir að bíða eftir“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 23. mars 2022 23:31 Tómas Jóhannsson (t.v.) og Kristján Einar Kristjánsson (t.h.) fóru stuttlega yfir Stórmeistaramótið í CS:GO sem framundan er. Stöð 2 eSport Eftir viðureignir gærkvöldsins í Ljósleiðaradeildinni í CS:GO ræddu þeir Kristján Einar Kristjánsson og Tómas Jóhannsson, sérfræðingar deildarinnar, stuttlega um Stórmeistaramótið sem framundan er. Efstu fjögur lið Ljósleiðaradeildarinnar vinna sér inn þátttökurétt á Stórmeistaramótinu. Liðið sem lendir í níunda sæti fer í umspil við annað sæti 1. deildarinnar og tíunda og neðsta liðið fellur beint niður. Dusty hefur nú þegar tryggt sér deildarmeistaratitilinn og á því öruggt sæti á Stórmeistaramótinu. Þór og Vallea sitja í öðru og þriðja sæti Ljósleiðaradeildarinnar og hafa einnig tryggt þáttökurétt sinn á mótinu, og í gær tryggði Ármann sér fjórða og seinasta lausa sætið. „Það er bara þannig. Stóri, stóri bikarinn, Íslandsmeistaratitillinn,“ sagði Kristján Einar í útsendingunni í gær. „Dusty er búið að tryggja sér deildarmeistaratitilinn, en Íslandsmeistaratitillinn er enn í boði. Þetta er bara eins og við þekkjum úr körfunni og svona, það er bara hörku úrslitakeppni.“ Tómas tók í sama streng og virtist jafnvel enn spenntari en kollegi sinn. „Það er nefnilega það sem við viljum,“ sagði Tómas. „Að sjálfsögðu viljum við alveg geggjaða baráttu um þennan Íslandsmeistaratitil því þetta er keppnin sem allir eru búnir að bíða eftir og gíra sig upp í á meðan að tímabilið stendur yfir. Mér sýnist öll liðin vera orðin alveg vel heit.“ Innslagið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Ljósleiðaradeildin: Styttist í Stórmeistaramótið Ljósleiðaradeildin Rafíþróttir Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Handbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti „Þetta er mjög ljúft“ Handbolti Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Fótbolti Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Handbolti Fleiri fréttir Dusty enn á toppnum eftir sigur á Hetti Höfuðandstæðingarnir tveir skiptu sjöttu umferð á milli sín Dvergarnir voru of stór biti fyrir Coup de Brains að kyngja Selir enn á hælum Þórs í Overwatch Þrjú efstu örugg áfram í Valorant Þríframlengt í „gjörsamlega svakalegum“ leik Keflvíkingar spyrntu sér af botninum Dusty sigraði fjandvinaslaginn við Ármann Kristófer komst upp fyrir Denas í Fortnite Bráðabani í æsispennandi netskákeinvígi Tæknin varð Breiðnefjum fjötur um fót í Dota2 Þór sigraðist á Selum í toppbaráttunni Topplið Venus hélt Grýlum á botninum Fyrsti sigur Rafík innsiglaður með „jarðsetningu“ á Sögu Grænlensku börnin spiluðu tölvuleiki með stjörnur í augunum Hnífjafnt á toppnum í Rocket League Míludeildin er stærsta Valorant-mótið frá upphafi Venus skellti Skagamönnum á botninn Denas og Kristófer stinga af í ELKO-Deildinni TÍK horfir fram á veginn frá Bessastöðum Félagslegi þátturinn vegur þungt á rafíþróttaæfingum Fjölnis Sjá meira
Efstu fjögur lið Ljósleiðaradeildarinnar vinna sér inn þátttökurétt á Stórmeistaramótinu. Liðið sem lendir í níunda sæti fer í umspil við annað sæti 1. deildarinnar og tíunda og neðsta liðið fellur beint niður. Dusty hefur nú þegar tryggt sér deildarmeistaratitilinn og á því öruggt sæti á Stórmeistaramótinu. Þór og Vallea sitja í öðru og þriðja sæti Ljósleiðaradeildarinnar og hafa einnig tryggt þáttökurétt sinn á mótinu, og í gær tryggði Ármann sér fjórða og seinasta lausa sætið. „Það er bara þannig. Stóri, stóri bikarinn, Íslandsmeistaratitillinn,“ sagði Kristján Einar í útsendingunni í gær. „Dusty er búið að tryggja sér deildarmeistaratitilinn, en Íslandsmeistaratitillinn er enn í boði. Þetta er bara eins og við þekkjum úr körfunni og svona, það er bara hörku úrslitakeppni.“ Tómas tók í sama streng og virtist jafnvel enn spenntari en kollegi sinn. „Það er nefnilega það sem við viljum,“ sagði Tómas. „Að sjálfsögðu viljum við alveg geggjaða baráttu um þennan Íslandsmeistaratitil því þetta er keppnin sem allir eru búnir að bíða eftir og gíra sig upp í á meðan að tímabilið stendur yfir. Mér sýnist öll liðin vera orðin alveg vel heit.“ Innslagið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Ljósleiðaradeildin: Styttist í Stórmeistaramótið
Ljósleiðaradeildin Rafíþróttir Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Handbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti „Þetta er mjög ljúft“ Handbolti Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Fótbolti Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Handbolti Fleiri fréttir Dusty enn á toppnum eftir sigur á Hetti Höfuðandstæðingarnir tveir skiptu sjöttu umferð á milli sín Dvergarnir voru of stór biti fyrir Coup de Brains að kyngja Selir enn á hælum Þórs í Overwatch Þrjú efstu örugg áfram í Valorant Þríframlengt í „gjörsamlega svakalegum“ leik Keflvíkingar spyrntu sér af botninum Dusty sigraði fjandvinaslaginn við Ármann Kristófer komst upp fyrir Denas í Fortnite Bráðabani í æsispennandi netskákeinvígi Tæknin varð Breiðnefjum fjötur um fót í Dota2 Þór sigraðist á Selum í toppbaráttunni Topplið Venus hélt Grýlum á botninum Fyrsti sigur Rafík innsiglaður með „jarðsetningu“ á Sögu Grænlensku börnin spiluðu tölvuleiki með stjörnur í augunum Hnífjafnt á toppnum í Rocket League Míludeildin er stærsta Valorant-mótið frá upphafi Venus skellti Skagamönnum á botninn Denas og Kristófer stinga af í ELKO-Deildinni TÍK horfir fram á veginn frá Bessastöðum Félagslegi þátturinn vegur þungt á rafíþróttaæfingum Fjölnis Sjá meira