Telur að bregðast þurfi strax við ásökunum um kynferðisbrot innan fyrirtækja Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 27. mars 2022 07:21 Ingunn segir fyrirtækjum mun hagstæðara að segja upp einstaklingum sem sakaðir eru um brot gegn öðrum en að halda þeim í vinnu. Það eigi við sama hvort meint brot hafi verið kærð eða ekki. Vísir Á að byggja ákvarðanir sem teknar eru innan fyrirtækja á sömu hagsmunum og í refsimálum fyrir dómstólum? Er sambærilegt að missa starf og að vera dæmdur í fangelsi? Þessum spurningum veltir lögfræðingurinn Ingunn Agnes Kro upp í grein sem birtist í Lögmannablaðinu sem kom út á föstudaginn. Ingunn fjallar í greininni um viðbrögð vinnuveitenda við ásakanir sem kunna að vera bornar á hendur stjórnendum þeirra. Ingunn situr í fjölda stjórna fyrirtækja, þar á meðal í stjórnum Sjóvár, HS Orku og Iceland Seafood. Ingunn kom meðal annars fram í fjölmiðlum og ræddi þessi mál í kjölfar þess að ásakanir á hendur fimm háttsettum mönnum í íslensku þjóðfélagi komust í hámæli í byrjun janúar. Þrír þeirra sátu í stjórnum stórra fyrirtækja en viku frá í kjölfar þess að ásakanirnar, sem Vítalía Lazareva bar á þá, voru umfjöllunarefni fjölmiðla. Í ljós kom að stjórn Ísey útflutnings, sem Ari Edwald var framkvæmdastjóri hjá, var meðvituð um ásakanirnar áður en þær voru til umfjöllunar hjá fjölmiðlum en tekin hafði verið ákvörðun um það í stjórninni að ekkert yrði aðhafst nema meira kæmi fram um málið. Spyr hvort fyrirtæki vilji hafa stjórnendur sem hafa mögulega tekið ákvörðun um að brjóta á öðrum Ingunn veltir því upp í greininni hvort það sé fyrirtækjum til góðs að halda inni fólki sem hafi verið sakað um brot gegn annarri manneskju. Hún bendir á að aðeins um 10 prósent brotaþola kæri mál sín til lögreglu og ekki ákært nema í minnihluta þeirra mála. „Þá sit ég uppi með manneskju í fyrirtækinu mínu sem hefur að líkindum sýnt af sér gríðarlegan karakter- eða að minnsta kosti dómgreindarbrest. Er það ekki sama dómgreindin og viðkomandi notar við aðra ákvörðunartöku, meðal annars innan fyrirtækisins míns? Vil ég treysta á þesa dómgreind? Er þetta líka manneskja sem ég treysti fyrir því að byggja upp heilbrigða menningu innan fyrirtækisins?“ skrifar Ingunn í greininni. Sönnunarbyrði eigi ekki að vera sú sama og í dómsmáli Ingunn segir í samtali við fréttastofu að inni í fyrirtækjum hafi það tíðkast að þau taki ekki sjálf ákvörðun í málum sem þessum. „Og vísa yfir í dómskerfið sem síðan virkar ekki í þessum málum út af þessari ströngu sönnunarbyrði. Mér finnst ekki að fyrirtæki eigi að fara eftir sömu leikreglum og dómskerfið endilega því það eru ekki sömu hagsmunirnir þar að baki. Það á ekki að beita sömu sönnunarbyrðinni finnst mér varðandi það hvort þú ert að segja upp starfsmanni eða að dæma einhvern í fangelsi,“ segir Ingunn. Hún bendir á að sem löglærð manneskja komi hugtakið saklaus uns sekt er sönnuð upp í hugann þegar þessi mál eru annars vegar. Hún veltir hins vegar fyrir sér hvort sama regla eigi að gilda þegar fyrirtæki eru annars vegar. „Þegar dómstólar beita reglunni þá eru viðurlögin fangelsi. Frelsissvipting. Er það sambærilegt við það að missa ákveðið starf? Eru það grundvallarmannréttindi að vera í ákveðnu starfi? Þarf sönnunin að vera jafn ótvíræð?“ spyr Ingunn. Þolendur segi satt í yfir 90 prósent tilvika en aðeins 10 prósent kæri Hún segir að innan lögfræðinnar sjálfrar sé jafnstrangri sönnunarbyrði ekki beitt annars staðar og gert er í refsimálum. Stjórnendur fyrirtækja taki ákvarðanir um ráðningar og uppsagnir út frá alls kyns ástæðum. „Af hverju eiga þeir í erfiðustu málunum, þar sem áhrifin á fyrirtækið eru hvað mest, að vísa frá sér ábyrgðinni og láta annað kerfi, dómskerfið, um ákvarðanatökuna? Er það ekki hlutverk stjórnenda að taka erfiðar ákvarðanir? Er brottrekstur úr starfi ekki viðskiptaleg ákvörðun?“ Hún skrifar að sér líði ekki illa með þessa nálgun vegna þess að rannsóknir sýni að rangar sakargiftir séu einungis í 2-10 prósent tilvika: Þolendur segi satt í 90-98 prósentum tilvika. „Er ég þá orðin hluti af „dómstól götunnar“? Kannski. Ég er hins vegar að gera það sem mér er ætlað; að gæta hagsmuna fyrirtækisins með ákvörðun sem er byggð á mjög sterkum líkum.“ Umfjöllun fjölmiðla eigi ekki að vera útgangspunkturinn Hún segir í samtali við fréttastofu að út frá því hve hátt hlutfall sé að segja satt, samkvæmt þessum rannsóknum, eigi fyrirtæki að taka ásakanir alvarlega. „Mér finnst fyrirtæki ekki geta annað en að taka slíkt virkilega alvarlega ef einhver er borinn slíkum ásökunum innan fyrirtækisins,“ segir Ingunn. Þá segist hún þeirrar skoðunar að ákvörðun fyrirtækisins eigi ekki að byggja á mögulegri umfjöllun fjölmiðla um meint brot. „Það að málið komist í fjölmiðla á ekki að vera einhver ákvörðunarpunktur heldur að það sé einhver atburður sem þarf að skoða niður í kjölinn og taka ákvörðun út frá. Ekki út frá umræðunni.“ MeToo Vinnustaðurinn Mál Vítalíu Lazarevu Tengdar fréttir Ritstjóri Mogga blandar sér varfærnislega í heita umræðu um kynferðisbrot Í leiðara Morgunblaðsins er fjallað um heita umræðu á samfélagsmiðlum og dómsstól götunnar, sem leiðarahöfundur segir óskapnaður. 11. janúar 2022 12:14 Dagurinn sem fimm þjóðþekktir karlmenn stigu til hliðar Hún var hröð atburðarrásin í dag þegar fimm þjóðþekktir karlmenn ýmist létu af störfum eða fóru í leyfi í tengslum við ásakanir ungrar konu um að fjórir þeirra hafi brotið á henni á meðan hún átti í ástarsambandi við vin þeirra. 6. janúar 2022 23:30 Telur vendingar dagsins merki um að þolendum virðist trúað Tanja Ísfjörð, ein af stjórnarmeðlimum aðgerðarsinnahópsins Öfga, telur að sú atburðarrás sem fór af stað í dag þegar fimm þjóðþekktir einstaklingar stigu til hliðar eftir að hafa verið bendlaðir við mál ungra konu sem sakar þá um að hafa brotið á sér, séu merki um að fólk virðist trúa þolendum. 6. janúar 2022 19:29 Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Sjá meira
Ingunn fjallar í greininni um viðbrögð vinnuveitenda við ásakanir sem kunna að vera bornar á hendur stjórnendum þeirra. Ingunn situr í fjölda stjórna fyrirtækja, þar á meðal í stjórnum Sjóvár, HS Orku og Iceland Seafood. Ingunn kom meðal annars fram í fjölmiðlum og ræddi þessi mál í kjölfar þess að ásakanir á hendur fimm háttsettum mönnum í íslensku þjóðfélagi komust í hámæli í byrjun janúar. Þrír þeirra sátu í stjórnum stórra fyrirtækja en viku frá í kjölfar þess að ásakanirnar, sem Vítalía Lazareva bar á þá, voru umfjöllunarefni fjölmiðla. Í ljós kom að stjórn Ísey útflutnings, sem Ari Edwald var framkvæmdastjóri hjá, var meðvituð um ásakanirnar áður en þær voru til umfjöllunar hjá fjölmiðlum en tekin hafði verið ákvörðun um það í stjórninni að ekkert yrði aðhafst nema meira kæmi fram um málið. Spyr hvort fyrirtæki vilji hafa stjórnendur sem hafa mögulega tekið ákvörðun um að brjóta á öðrum Ingunn veltir því upp í greininni hvort það sé fyrirtækjum til góðs að halda inni fólki sem hafi verið sakað um brot gegn annarri manneskju. Hún bendir á að aðeins um 10 prósent brotaþola kæri mál sín til lögreglu og ekki ákært nema í minnihluta þeirra mála. „Þá sit ég uppi með manneskju í fyrirtækinu mínu sem hefur að líkindum sýnt af sér gríðarlegan karakter- eða að minnsta kosti dómgreindarbrest. Er það ekki sama dómgreindin og viðkomandi notar við aðra ákvörðunartöku, meðal annars innan fyrirtækisins míns? Vil ég treysta á þesa dómgreind? Er þetta líka manneskja sem ég treysti fyrir því að byggja upp heilbrigða menningu innan fyrirtækisins?“ skrifar Ingunn í greininni. Sönnunarbyrði eigi ekki að vera sú sama og í dómsmáli Ingunn segir í samtali við fréttastofu að inni í fyrirtækjum hafi það tíðkast að þau taki ekki sjálf ákvörðun í málum sem þessum. „Og vísa yfir í dómskerfið sem síðan virkar ekki í þessum málum út af þessari ströngu sönnunarbyrði. Mér finnst ekki að fyrirtæki eigi að fara eftir sömu leikreglum og dómskerfið endilega því það eru ekki sömu hagsmunirnir þar að baki. Það á ekki að beita sömu sönnunarbyrðinni finnst mér varðandi það hvort þú ert að segja upp starfsmanni eða að dæma einhvern í fangelsi,“ segir Ingunn. Hún bendir á að sem löglærð manneskja komi hugtakið saklaus uns sekt er sönnuð upp í hugann þegar þessi mál eru annars vegar. Hún veltir hins vegar fyrir sér hvort sama regla eigi að gilda þegar fyrirtæki eru annars vegar. „Þegar dómstólar beita reglunni þá eru viðurlögin fangelsi. Frelsissvipting. Er það sambærilegt við það að missa ákveðið starf? Eru það grundvallarmannréttindi að vera í ákveðnu starfi? Þarf sönnunin að vera jafn ótvíræð?“ spyr Ingunn. Þolendur segi satt í yfir 90 prósent tilvika en aðeins 10 prósent kæri Hún segir að innan lögfræðinnar sjálfrar sé jafnstrangri sönnunarbyrði ekki beitt annars staðar og gert er í refsimálum. Stjórnendur fyrirtækja taki ákvarðanir um ráðningar og uppsagnir út frá alls kyns ástæðum. „Af hverju eiga þeir í erfiðustu málunum, þar sem áhrifin á fyrirtækið eru hvað mest, að vísa frá sér ábyrgðinni og láta annað kerfi, dómskerfið, um ákvarðanatökuna? Er það ekki hlutverk stjórnenda að taka erfiðar ákvarðanir? Er brottrekstur úr starfi ekki viðskiptaleg ákvörðun?“ Hún skrifar að sér líði ekki illa með þessa nálgun vegna þess að rannsóknir sýni að rangar sakargiftir séu einungis í 2-10 prósent tilvika: Þolendur segi satt í 90-98 prósentum tilvika. „Er ég þá orðin hluti af „dómstól götunnar“? Kannski. Ég er hins vegar að gera það sem mér er ætlað; að gæta hagsmuna fyrirtækisins með ákvörðun sem er byggð á mjög sterkum líkum.“ Umfjöllun fjölmiðla eigi ekki að vera útgangspunkturinn Hún segir í samtali við fréttastofu að út frá því hve hátt hlutfall sé að segja satt, samkvæmt þessum rannsóknum, eigi fyrirtæki að taka ásakanir alvarlega. „Mér finnst fyrirtæki ekki geta annað en að taka slíkt virkilega alvarlega ef einhver er borinn slíkum ásökunum innan fyrirtækisins,“ segir Ingunn. Þá segist hún þeirrar skoðunar að ákvörðun fyrirtækisins eigi ekki að byggja á mögulegri umfjöllun fjölmiðla um meint brot. „Það að málið komist í fjölmiðla á ekki að vera einhver ákvörðunarpunktur heldur að það sé einhver atburður sem þarf að skoða niður í kjölinn og taka ákvörðun út frá. Ekki út frá umræðunni.“
MeToo Vinnustaðurinn Mál Vítalíu Lazarevu Tengdar fréttir Ritstjóri Mogga blandar sér varfærnislega í heita umræðu um kynferðisbrot Í leiðara Morgunblaðsins er fjallað um heita umræðu á samfélagsmiðlum og dómsstól götunnar, sem leiðarahöfundur segir óskapnaður. 11. janúar 2022 12:14 Dagurinn sem fimm þjóðþekktir karlmenn stigu til hliðar Hún var hröð atburðarrásin í dag þegar fimm þjóðþekktir karlmenn ýmist létu af störfum eða fóru í leyfi í tengslum við ásakanir ungrar konu um að fjórir þeirra hafi brotið á henni á meðan hún átti í ástarsambandi við vin þeirra. 6. janúar 2022 23:30 Telur vendingar dagsins merki um að þolendum virðist trúað Tanja Ísfjörð, ein af stjórnarmeðlimum aðgerðarsinnahópsins Öfga, telur að sú atburðarrás sem fór af stað í dag þegar fimm þjóðþekktir einstaklingar stigu til hliðar eftir að hafa verið bendlaðir við mál ungra konu sem sakar þá um að hafa brotið á sér, séu merki um að fólk virðist trúa þolendum. 6. janúar 2022 19:29 Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Sjá meira
Ritstjóri Mogga blandar sér varfærnislega í heita umræðu um kynferðisbrot Í leiðara Morgunblaðsins er fjallað um heita umræðu á samfélagsmiðlum og dómsstól götunnar, sem leiðarahöfundur segir óskapnaður. 11. janúar 2022 12:14
Dagurinn sem fimm þjóðþekktir karlmenn stigu til hliðar Hún var hröð atburðarrásin í dag þegar fimm þjóðþekktir karlmenn ýmist létu af störfum eða fóru í leyfi í tengslum við ásakanir ungrar konu um að fjórir þeirra hafi brotið á henni á meðan hún átti í ástarsambandi við vin þeirra. 6. janúar 2022 23:30
Telur vendingar dagsins merki um að þolendum virðist trúað Tanja Ísfjörð, ein af stjórnarmeðlimum aðgerðarsinnahópsins Öfga, telur að sú atburðarrás sem fór af stað í dag þegar fimm þjóðþekktir einstaklingar stigu til hliðar eftir að hafa verið bendlaðir við mál ungra konu sem sakar þá um að hafa brotið á sér, séu merki um að fólk virðist trúa þolendum. 6. janúar 2022 19:29