Elsku seðlabankastjóri... Vilhjálmur Birgisson skrifar 30. mars 2022 13:01 Að hugsa sér þessi ummæli frá seðlabankastjóra um að hagvaxtaraukinn, sem kemur til framkvæmda um næstu mánaðarmót, skuli ekki koma sér vel! En í Lífskjarasamningnum var samið um svokallaðan hagvaxtarauka og nú liggur fyrir að hagvöxtur pr. mann hækkaði fyrir árið 2021 um 2,53% milli ára. Þessi hækkun á hagvexti tryggir hækkun samkvæmt lífskjarasamningnum á mánaðarlaunataxta um 10.500 kr. og hækkun á almenn laun um 7.875 kr. á mánuði skv. áðurnefndum samningi. Það er svo grátbroslegt að sjá seðlabankastjóra agnúast yfir 10.500 kr. launahækkun hjá lágtekjufólki en segja nánast ekkert yfir stjarnfræðilegum hækkunum á mánaðarlaunum hjá hinum ýmsu forstjórum. En samkvæmt frétt frá Kjarnanum frá 3. mars á þessu ári þá hækkuðu mánaðarlaun forstjóra þeirra 20 félaga sem skráð voru á aðalmarkað Kauphallar Íslands á síðasta ári að meðaltali um 444 þúsund krónur og voru þeir með rúmlega 5,6 milljónir króna í mánaðarlaun. Hvernig á verkafólk á hinum almenna vinnumarkaði að takast á við verðlagshækkanir á öllum sviðum og sem dæmi þá hefur aðili á leigumarkaði sem leigir á 250 þúsund á mánuði þurft að þola 16.750 króna hækkun á leigu vegna hækkunar á vísitölunni. Ég tel að seðlabankastjóri eigi að byrja á því að gagnrýna af krafti þær gríðarlegu launahækkanir hjá efri lögum samfélagsins áður en hann gagnrýnir örlitlar launahækkanir sem verkafólk er að fá sem hrökkva skammt upp í allar þær kostnaðarhækkanir sem dynja á almenningi um þessar mundir. Einnig væri ráðlegt að gagnrýna þær gríðarlegu arðgreiðslur sem nú eiga sér stað til eigenda og fjárfesta fyrirtækja en áætlað er að þær muni nema 200 milljörðum í ár. Elsku Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri, byrjaðu að gagnrýna þessa þætti áður en þú finnur að 10.500 kr. hækkun til handa launafólki. Meðan þú ekki gerir það er ekki hægt annað en að segja að öll þín gagnrýni á hagvaxtaraukann sé grátbrosleg hræsni! Höfundur er formaður Verkalýðsfélags Akraness og Starfsgreinasambands Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vilhjálmur Birgisson Kjaramál Seðlabankinn Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Augljós og sýnilegur ávinningur í styttingu biðlista Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Staðreyndir í útlendingamálum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um ferðaþjónustuna Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson skrifar Skoðun Þetta kostar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þrífætta svínið og auðlindarentan Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Er nóg að bara brjóta land? Þorvaldur Rúnarsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta til framtíðar: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Að kjósa taktískt Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Að standa vörð um þjóðina Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri í boði Sjálfstæðisflokksins Snorri Ingimarsson skrifar Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Náttúran er stærsta kosningamálið Skúli Skúlason skrifar Skoðun Ásýnd spillingar Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Pólitík í pípunum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðin er í húfi Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Lilja lofar öllu fögru Björn B Björnsson skrifar Sjá meira
Að hugsa sér þessi ummæli frá seðlabankastjóra um að hagvaxtaraukinn, sem kemur til framkvæmda um næstu mánaðarmót, skuli ekki koma sér vel! En í Lífskjarasamningnum var samið um svokallaðan hagvaxtarauka og nú liggur fyrir að hagvöxtur pr. mann hækkaði fyrir árið 2021 um 2,53% milli ára. Þessi hækkun á hagvexti tryggir hækkun samkvæmt lífskjarasamningnum á mánaðarlaunataxta um 10.500 kr. og hækkun á almenn laun um 7.875 kr. á mánuði skv. áðurnefndum samningi. Það er svo grátbroslegt að sjá seðlabankastjóra agnúast yfir 10.500 kr. launahækkun hjá lágtekjufólki en segja nánast ekkert yfir stjarnfræðilegum hækkunum á mánaðarlaunum hjá hinum ýmsu forstjórum. En samkvæmt frétt frá Kjarnanum frá 3. mars á þessu ári þá hækkuðu mánaðarlaun forstjóra þeirra 20 félaga sem skráð voru á aðalmarkað Kauphallar Íslands á síðasta ári að meðaltali um 444 þúsund krónur og voru þeir með rúmlega 5,6 milljónir króna í mánaðarlaun. Hvernig á verkafólk á hinum almenna vinnumarkaði að takast á við verðlagshækkanir á öllum sviðum og sem dæmi þá hefur aðili á leigumarkaði sem leigir á 250 þúsund á mánuði þurft að þola 16.750 króna hækkun á leigu vegna hækkunar á vísitölunni. Ég tel að seðlabankastjóri eigi að byrja á því að gagnrýna af krafti þær gríðarlegu launahækkanir hjá efri lögum samfélagsins áður en hann gagnrýnir örlitlar launahækkanir sem verkafólk er að fá sem hrökkva skammt upp í allar þær kostnaðarhækkanir sem dynja á almenningi um þessar mundir. Einnig væri ráðlegt að gagnrýna þær gríðarlegu arðgreiðslur sem nú eiga sér stað til eigenda og fjárfesta fyrirtækja en áætlað er að þær muni nema 200 milljörðum í ár. Elsku Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri, byrjaðu að gagnrýna þessa þætti áður en þú finnur að 10.500 kr. hækkun til handa launafólki. Meðan þú ekki gerir það er ekki hægt annað en að segja að öll þín gagnrýni á hagvaxtaraukann sé grátbrosleg hræsni! Höfundur er formaður Verkalýðsfélags Akraness og Starfsgreinasambands Íslands.
Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar