Sundrung innan sameinaðrar stjórnarandstöðu og stefnir í enn einn sigur Orbans Atli Ísleifsson skrifar 31. mars 2022 14:43 Victor Orban hefur gegnt embætti forsætisráðherra Ungverjalands frá árinu 2010. Hann hefur sætt mikilli gagnrýni fyrir að ganga á frelsi fjölmiðla í landinu, baráttu sína gegn réttindum hinsegin fólks og breytingar sem gerðar hafa verið á kosningakerfinu. EPA Þingkosningar fara fram í Ungverjalandi á sunnudaginn þar sem bandalag sex ólíkra stjórnarandstöðuflokka reynir að binda enda á tólf ára valdatíð Fidesz-flokksins og forsætisráðherrann Victors Orban. Oft á tíðum hefur gengið erfiðlega hjá stjórnarandstöðunni að tala einum rómi í kosningabaráttunni og benda skoðanakannanir til að áframhald verði á stjórn Orbans. Bandalag stjórnarandstöðuflokkanna – Sameinuð fyrir Ungverjaland – samanstendur af flokkum sem spanna flest róf stjórnmála, flokka bæði yst á hægri og vinstri ás stjórnmálanna, frjálslynda og græningja. Flokkarnir ákváðu á miðju kjörtímabili að snúa saman bökum með það að markmiði að binda endi á þá vegferð sem Ungverjaland hefur verið á undir stjórn Orbans, spillingu og því sem þeir hafa lýst sem einræðistilburðum forsætisráðherrans. Hefur Orban þannig sætt mikilli gagnrýni fyrir að ganga á frelsi fjölmiðla í landinu, baráttu sína gegn réttindum hinsegin fólks og breytingar sem gerðar hafa verið á kosningakerfinu, sem Fidesz er sagt græða á. Stjórnarandstöðuflokkarnir sammældust um það síðasta haust, að lokinni atkvæðagreiðslu, að Peter Marki-Zay – sem er menntaður hagfræðingur, verkfræðingur og sagnfræðingur og bæjarstjóri í Hódmezővásárhely í suðurhluta landsins – verði forsætisráðherraefni bandalagsins. Peter Marki-Zay er forsætisráðherraefni bandalags sex stjórnarandstöðuflokka.EPA Hafa haft tögl og hagldir Fidesz hefur í raun haft tögl og hagldir í ungverskum stjórnmálum síðustu ár og hefur flokkurinn, auk samstarfsflokksins KDNP, átt 133 af 199 fulltrúum á þinginu. Hreinan meirihluta. Skömmu eftir að Marki-Zay var kynntur sem forsætisráðherraefni stjórnarandstöðunnar síðasta haust bentu skoðanakannanir til að sameinuð stjórnarandstaða gæti raunverulega velgt Orban og stjórn hans undir uggum í þingkosningunum sem framundan væru. Síðustu vikurnar hefur þó dregið í sundur og benda kannanir til að bandalag Fidesz og kristilega flokksins KDNP séu með um fimm prósenta forskot á andstæðings sína. Innrás Rússa í Úkraínu hefur skiljanlega haft mikil áhrif á alla kosningabaráttuna, enda er Ungverjaland eitt þeirra ríkja sem á landamæri að Úkraínu og hefur landið tekið á móti nokkrum fjölda flóttafólks. Í frétt Al Jazeera segir sundrung hafi aukist innan raða hinnar sameinuðu stjórnarandstöðu síðustu vikurnar – deilur verið áberandi, tafir orðið á birtingu skrár yfir kosningaloforð, framboðslista og fleiru. Hafa margir innan stjórnarandstöðunnar gagnrýnt félaga sína fyrir að leggja meiri áherslu á að verja stöðu sína innan bandalagsins, frekar en að leggja púður í beina spjótum sínum að Orban. Gagnrýni hefur einnig beinst gegn Marki-Zay fyrir að hafa látið sig hverfa á mikilvægum tímapunkti í kosningabaráttunni til að koma sér upp sínu eigin kosningaliði og framboðið þannig misst dampinn. Frá fjöldafundi stuðningsmanna Victors Orban, forsætisráðherra Ungverjalands, í Búdapest á dögunum.EPA Tengsl Orbans og Pútíns Marki-Zay hefur í kosningabaráttunni reynt að teikna þingkosningarnar upp sem þjóðaratkvæðagreiðslu um Orban og margræðni hans þegar kemur að landfræðipólitík. Vísar hann þar í náin samskipti Orbans og Vladimírs Pútín Rússlandsforseta um margra ára skeið. „Það liggur fyrir hvað er í húfi. [Orban] og Pútín eða Vestrið og Evrópa,“ sagði Marki-Zay á samfélagsmiðlum. Orban hefur hins vegar reynt að draga upp mynd af sjálfum sér sem fulltrúa stöðugleika og friðar. Hefur hann sagt Marki-Zay vera fulltrúa pólitískra óvina sem vilji rústa fullveldi Ungverjalands og kristilegum gildum þjóðarinnar. Þau kosningamál sem voru áberandi í umræðunni í byrjun árs – spilling, mennta- og heilbrigðismál – hafa lítið verið í umræðunni eftir að öryggismál og staða Ungverjalands í samfélagi þjóða tók yfir sviðið eftir innrás. Samfara breytingum á umræðunni í kosningabaráttunni hefur fylgi við Orban og Fidesz aukist og má ljóst vera að þarf að spýta í lófana síðustu dagana fyrir kosningar, standi vonir til að binda enda á stjórnartíð hins þaulsetna Orban. Ungverjaland Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Fleiri fréttir Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Sjá meira
Bandalag stjórnarandstöðuflokkanna – Sameinuð fyrir Ungverjaland – samanstendur af flokkum sem spanna flest róf stjórnmála, flokka bæði yst á hægri og vinstri ás stjórnmálanna, frjálslynda og græningja. Flokkarnir ákváðu á miðju kjörtímabili að snúa saman bökum með það að markmiði að binda endi á þá vegferð sem Ungverjaland hefur verið á undir stjórn Orbans, spillingu og því sem þeir hafa lýst sem einræðistilburðum forsætisráðherrans. Hefur Orban þannig sætt mikilli gagnrýni fyrir að ganga á frelsi fjölmiðla í landinu, baráttu sína gegn réttindum hinsegin fólks og breytingar sem gerðar hafa verið á kosningakerfinu, sem Fidesz er sagt græða á. Stjórnarandstöðuflokkarnir sammældust um það síðasta haust, að lokinni atkvæðagreiðslu, að Peter Marki-Zay – sem er menntaður hagfræðingur, verkfræðingur og sagnfræðingur og bæjarstjóri í Hódmezővásárhely í suðurhluta landsins – verði forsætisráðherraefni bandalagsins. Peter Marki-Zay er forsætisráðherraefni bandalags sex stjórnarandstöðuflokka.EPA Hafa haft tögl og hagldir Fidesz hefur í raun haft tögl og hagldir í ungverskum stjórnmálum síðustu ár og hefur flokkurinn, auk samstarfsflokksins KDNP, átt 133 af 199 fulltrúum á þinginu. Hreinan meirihluta. Skömmu eftir að Marki-Zay var kynntur sem forsætisráðherraefni stjórnarandstöðunnar síðasta haust bentu skoðanakannanir til að sameinuð stjórnarandstaða gæti raunverulega velgt Orban og stjórn hans undir uggum í þingkosningunum sem framundan væru. Síðustu vikurnar hefur þó dregið í sundur og benda kannanir til að bandalag Fidesz og kristilega flokksins KDNP séu með um fimm prósenta forskot á andstæðings sína. Innrás Rússa í Úkraínu hefur skiljanlega haft mikil áhrif á alla kosningabaráttuna, enda er Ungverjaland eitt þeirra ríkja sem á landamæri að Úkraínu og hefur landið tekið á móti nokkrum fjölda flóttafólks. Í frétt Al Jazeera segir sundrung hafi aukist innan raða hinnar sameinuðu stjórnarandstöðu síðustu vikurnar – deilur verið áberandi, tafir orðið á birtingu skrár yfir kosningaloforð, framboðslista og fleiru. Hafa margir innan stjórnarandstöðunnar gagnrýnt félaga sína fyrir að leggja meiri áherslu á að verja stöðu sína innan bandalagsins, frekar en að leggja púður í beina spjótum sínum að Orban. Gagnrýni hefur einnig beinst gegn Marki-Zay fyrir að hafa látið sig hverfa á mikilvægum tímapunkti í kosningabaráttunni til að koma sér upp sínu eigin kosningaliði og framboðið þannig misst dampinn. Frá fjöldafundi stuðningsmanna Victors Orban, forsætisráðherra Ungverjalands, í Búdapest á dögunum.EPA Tengsl Orbans og Pútíns Marki-Zay hefur í kosningabaráttunni reynt að teikna þingkosningarnar upp sem þjóðaratkvæðagreiðslu um Orban og margræðni hans þegar kemur að landfræðipólitík. Vísar hann þar í náin samskipti Orbans og Vladimírs Pútín Rússlandsforseta um margra ára skeið. „Það liggur fyrir hvað er í húfi. [Orban] og Pútín eða Vestrið og Evrópa,“ sagði Marki-Zay á samfélagsmiðlum. Orban hefur hins vegar reynt að draga upp mynd af sjálfum sér sem fulltrúa stöðugleika og friðar. Hefur hann sagt Marki-Zay vera fulltrúa pólitískra óvina sem vilji rústa fullveldi Ungverjalands og kristilegum gildum þjóðarinnar. Þau kosningamál sem voru áberandi í umræðunni í byrjun árs – spilling, mennta- og heilbrigðismál – hafa lítið verið í umræðunni eftir að öryggismál og staða Ungverjalands í samfélagi þjóða tók yfir sviðið eftir innrás. Samfara breytingum á umræðunni í kosningabaráttunni hefur fylgi við Orban og Fidesz aukist og má ljóst vera að þarf að spýta í lófana síðustu dagana fyrir kosningar, standi vonir til að binda enda á stjórnartíð hins þaulsetna Orban.
Ungverjaland Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Fleiri fréttir Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Sjá meira