Hver er glæpur forsetans? Signý Jóhannesdóttir skrifar 31. mars 2022 17:30 Drífa Snædal forseti ASÍ hefur setið undir linnulausum árásum einstakra forystumanna félaga innan ASÍ. Fyrrum forseti ASÍ, samstarfsmaður minn og félagi Gylfi Arnbjörnsson varð fyrir skítkasti og árásum víða að úr samfélaginu, þó mun minna innan úr hreyfingunni sjálfri, en í tilfelli Drífu. Það skal tekið fram að undirrituð var ekki stuðningsmaður Drífu þegar hún bauð sig fram til forseta ASÍ haustið 2018. Hún fór í viðtal í Vísi þegar hún tilkynnti um framboð og í því viðtali fór hún að mínu mati mjög frjálslega með staðreyndir. Það varð til þess að ég sendi henni lítið lettersbréf og las henni pistilinn. Ég hvatti hana til að kynna sér m.a. Salek áður en hún héldi áfram að bulla um eðli þess og gildi. Ég fer ekkert leynt með það að ég er stuðningsmaður þess að aðilar vinnumarkaðarins afli upplýsinga um anda Saleks. Þeir sem vilja í alvöru kynna sér málið geta t.d. leitað á meðfylgjandi slóð, í stað þess að éta bullið upp eftir nettröllunum. https://www.asi.is/media/243038/Spurt-og-svarad-um-SALEK-GA.pdf SALEK er skammstöfun fyrir samstarf um launaupplýsingar og efnahagsforsendur kjarasamninga. SALEK er afrakstur vinnu sem hófst 2013 með úttekt BSRB, KÍ, BHM, ASÍ, SA og samninganefnda ríkis, Reykjavíkurborgar og Sambands íslenskra sveitarfélaga á umhverfi kjarasamninga á hinum Norðurlöndunum, þar sem áhersla var lögð á heildarendurskoðun samningalíkansins. Ég hef haldið því fram að með undirritun svokallaðra Lífskjarasamninga hafi menn samþykkt lélega útgáfu af Salek, t.d. Kjaratölfræðinefnd https://www.stjornarradid.is/raduneyti/nefndir/nanar-um-nefnd/?itemid=111d7e64-3b86-11ea-9451-005056bc530c Vandinn var bara sá að þegar þetta samkomulag var gert, þá var ekki haft samráð við stóran hluta vinnumarkaðarins og eins virðist mér leika vafi á að stórleikararnir í nefndum samningi 2019 hafi vitað hvað þeir voru að samþykkja. Allt er þetta fortíðin og stoðar lítt að rekja fram og til baka nema til að læra af því. Ég hef verið að reyna að festa fingur á hvað veldur því að núverandi forseti ASÍ, sem mér hefur virst vaxa í starfi við hverja raun, situr nú undir þeim árásum sem raun ber vitni. Drífa er einn 15 miðstjórnarmanna sem kjörnir eru á þingum ASÍ. Miðstjórnin fer með vald sambandsins milli þinga. Miðstjórn er bundin af þingsamþykktum og hefur sér til halds og trausts málefnanefndir, sem móta stefnuna og leggja mál undir miðstjórn og síðan undir þing eða formannafundi. Sumir forystumenn einstakra félaga hafa að mínu mati aldrei skilið þessa uppbyggingu á valdakerfi innan ASÍ. Fyrir þessum sömu aðilum hefur skilgreining á lýðræðinu líka farið fyrir ofan garð og neðan. Fulltrúalýðræðið virðist einnig trufla þessa einstaklinga mikið. Ef taka á stefnumarkandi ákvarðanir innan ASÍ þá þarf að hafa fyrir því meirihluta þessara 15 miðstjórnarmanna, þeirra atkvæði eru eitt á mann, án tillits til þess hvort þeir koma frá litlum eða stórum félögum. Á formannafundum er fyrirkomulagið þannig að vigta þarf fjölda félagsmanna í hreyfingunni og fjölda þeirra aðildarfélaga sem eru innan hennar. Ég ætla að sleppa því að reyna að útskýra hvernig atkvæðavægið er svo reiknað á þingum ASÍ, það væri efni í aðra grein. Glæpur Drífu er sagður sá að haga sér engu betur en Gylfi Arnbjörnsson. Hann þurfti að eiga það við hina 14 miðstjórnarmennina að ná samkomulagi og Drífa þarf að gera það líka. Vorið 2018 gekk á með vantraustsyfirlýsingum á þáverandi forseta m.a. frá núverandi nýkjörnum formanni SGS og fylgisveinum hans. Ég átti þá sæti í miðstjórn og reyndi að koma því á framfæri að það að lýsa vantrausti á Gylfa jafngilti því að lýsa vantrausti á alla miðstjórnina. Á sama hátt er það einfaldlega þannig að formenn einstakra stórra félaga eða landssambanda sem sitja í miðstjórn, ráða þar ekki meiru en sessunauturinn sem kemur e.t.v frá litlu félagi. Andstæðingar Drífu innan ASÍ virðast rugla saman orðunum ”fulltrúalýðræði” og ”foringjalýðræði”. Drífa geldur þess að hafa fengið gott málfarslegt og lýðræðislegt uppeldi, kann ég hennar fólki þakkir og get fúslega viðurkennt að hún er í þeim hópi sem vinnur á við frekari kynni. Höfundur er fyrrverandi varaforseti ASÍ og miðstjórnarmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stéttarfélög Kjaramál Signý Jóhannesdóttir Mest lesið Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Sjá meira
Drífa Snædal forseti ASÍ hefur setið undir linnulausum árásum einstakra forystumanna félaga innan ASÍ. Fyrrum forseti ASÍ, samstarfsmaður minn og félagi Gylfi Arnbjörnsson varð fyrir skítkasti og árásum víða að úr samfélaginu, þó mun minna innan úr hreyfingunni sjálfri, en í tilfelli Drífu. Það skal tekið fram að undirrituð var ekki stuðningsmaður Drífu þegar hún bauð sig fram til forseta ASÍ haustið 2018. Hún fór í viðtal í Vísi þegar hún tilkynnti um framboð og í því viðtali fór hún að mínu mati mjög frjálslega með staðreyndir. Það varð til þess að ég sendi henni lítið lettersbréf og las henni pistilinn. Ég hvatti hana til að kynna sér m.a. Salek áður en hún héldi áfram að bulla um eðli þess og gildi. Ég fer ekkert leynt með það að ég er stuðningsmaður þess að aðilar vinnumarkaðarins afli upplýsinga um anda Saleks. Þeir sem vilja í alvöru kynna sér málið geta t.d. leitað á meðfylgjandi slóð, í stað þess að éta bullið upp eftir nettröllunum. https://www.asi.is/media/243038/Spurt-og-svarad-um-SALEK-GA.pdf SALEK er skammstöfun fyrir samstarf um launaupplýsingar og efnahagsforsendur kjarasamninga. SALEK er afrakstur vinnu sem hófst 2013 með úttekt BSRB, KÍ, BHM, ASÍ, SA og samninganefnda ríkis, Reykjavíkurborgar og Sambands íslenskra sveitarfélaga á umhverfi kjarasamninga á hinum Norðurlöndunum, þar sem áhersla var lögð á heildarendurskoðun samningalíkansins. Ég hef haldið því fram að með undirritun svokallaðra Lífskjarasamninga hafi menn samþykkt lélega útgáfu af Salek, t.d. Kjaratölfræðinefnd https://www.stjornarradid.is/raduneyti/nefndir/nanar-um-nefnd/?itemid=111d7e64-3b86-11ea-9451-005056bc530c Vandinn var bara sá að þegar þetta samkomulag var gert, þá var ekki haft samráð við stóran hluta vinnumarkaðarins og eins virðist mér leika vafi á að stórleikararnir í nefndum samningi 2019 hafi vitað hvað þeir voru að samþykkja. Allt er þetta fortíðin og stoðar lítt að rekja fram og til baka nema til að læra af því. Ég hef verið að reyna að festa fingur á hvað veldur því að núverandi forseti ASÍ, sem mér hefur virst vaxa í starfi við hverja raun, situr nú undir þeim árásum sem raun ber vitni. Drífa er einn 15 miðstjórnarmanna sem kjörnir eru á þingum ASÍ. Miðstjórnin fer með vald sambandsins milli þinga. Miðstjórn er bundin af þingsamþykktum og hefur sér til halds og trausts málefnanefndir, sem móta stefnuna og leggja mál undir miðstjórn og síðan undir þing eða formannafundi. Sumir forystumenn einstakra félaga hafa að mínu mati aldrei skilið þessa uppbyggingu á valdakerfi innan ASÍ. Fyrir þessum sömu aðilum hefur skilgreining á lýðræðinu líka farið fyrir ofan garð og neðan. Fulltrúalýðræðið virðist einnig trufla þessa einstaklinga mikið. Ef taka á stefnumarkandi ákvarðanir innan ASÍ þá þarf að hafa fyrir því meirihluta þessara 15 miðstjórnarmanna, þeirra atkvæði eru eitt á mann, án tillits til þess hvort þeir koma frá litlum eða stórum félögum. Á formannafundum er fyrirkomulagið þannig að vigta þarf fjölda félagsmanna í hreyfingunni og fjölda þeirra aðildarfélaga sem eru innan hennar. Ég ætla að sleppa því að reyna að útskýra hvernig atkvæðavægið er svo reiknað á þingum ASÍ, það væri efni í aðra grein. Glæpur Drífu er sagður sá að haga sér engu betur en Gylfi Arnbjörnsson. Hann þurfti að eiga það við hina 14 miðstjórnarmennina að ná samkomulagi og Drífa þarf að gera það líka. Vorið 2018 gekk á með vantraustsyfirlýsingum á þáverandi forseta m.a. frá núverandi nýkjörnum formanni SGS og fylgisveinum hans. Ég átti þá sæti í miðstjórn og reyndi að koma því á framfæri að það að lýsa vantrausti á Gylfa jafngilti því að lýsa vantrausti á alla miðstjórnina. Á sama hátt er það einfaldlega þannig að formenn einstakra stórra félaga eða landssambanda sem sitja í miðstjórn, ráða þar ekki meiru en sessunauturinn sem kemur e.t.v frá litlu félagi. Andstæðingar Drífu innan ASÍ virðast rugla saman orðunum ”fulltrúalýðræði” og ”foringjalýðræði”. Drífa geldur þess að hafa fengið gott málfarslegt og lýðræðislegt uppeldi, kann ég hennar fólki þakkir og get fúslega viðurkennt að hún er í þeim hópi sem vinnur á við frekari kynni. Höfundur er fyrrverandi varaforseti ASÍ og miðstjórnarmaður.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun