Kópavogur á að gera okkur auðveldara að lifa umhverfisvænum lífsstíl Ólafur Þór Gunnarsson skrifar 4. apríl 2022 07:01 Umhverfisvitund fólks hefur vaxið hratt undanfarin ár. Við viljum gera betur í flokkun. Við viljum minnka kolefnislosun. Við viljum minnka sóun. Sveitarfélögin gegna lykilhlutverki Sveitarfélögin eru sérstaklega vel sett hvað það varðar að hjálpa okkur að ná þessum markmiðum okkar. Um næstu áramót taka gildi samræmdar reglur um flokkun sem munu gilda um landið allt. Mörg sveitarfélög eru farin að huga að því að búa til s.k. 15 mínútna hverfi. Láta skipulag bæja og hverfa vera þannig að það sé auðvelt að ganga eða hjóla, og sækja þjónustu nálægt heimili. Á höfuðborgarsvæðinu mun Borgarlínan verða mjög mikilvægt skref til að gera okkur auðveldara að fara ekki allt á einkabílnum, heldur hafa raunverulegt val. Auðveldum fólki að taka umhverfisvænar ákvarðanir Sveitarfélögin eiga með uppsetningu hleðslustöðva, eða styrkja til einstaklinga, félagasamtaka og fyrirtækja sem vilja gera það, að stuðla að orkuskiptum. Þau eiga líka að ganga á undan með góðu fordæmi og skipta út sínum eigin kolefnisfarartækjum fyrir rafmagns. Með uppsetningu grenndargáma fyrir notaða hluti eða fatnað, inni í hverfunum í göngufæri fyrir sem flest, stuðlum við líka að minni sóun. Með ræktun og umhirðu grænna svæða og með því að bjóða íbúunum að taka þátt í hirðingu slíkra svæða gerum við bæinn fallegri og styrkjum límið í samfélaginu. Kópavogur getur ekki tekið ákvarðanir fyrir fólk. Bærinn getur hinsvegar gert fólki auðveldara að taka umhverfisvænar ákvarðanir og á að gera það. Höfundur er læknir og skipar 1. sæti á lista VG í Kópavogi við kosningarnar 14. maí. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Þór Gunnarsson Kópavogur Vinstri græn Skoðun: Kosningar 2022 Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason skrifar Skoðun Augljós og sýnilegur ávinningur í styttingu biðlista Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Staðreyndir í útlendingamálum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um ferðaþjónustuna Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson skrifar Skoðun Þetta kostar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þrífætta svínið og auðlindarentan Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Er nóg að bara brjóta land? Þorvaldur Rúnarsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta til framtíðar: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Að kjósa taktískt Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Að standa vörð um þjóðina Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri í boði Sjálfstæðisflokksins Snorri Ingimarsson skrifar Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Náttúran er stærsta kosningamálið Skúli Skúlason skrifar Skoðun Ásýnd spillingar Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Pólitík í pípunum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðin er í húfi Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Sjá meira
Umhverfisvitund fólks hefur vaxið hratt undanfarin ár. Við viljum gera betur í flokkun. Við viljum minnka kolefnislosun. Við viljum minnka sóun. Sveitarfélögin gegna lykilhlutverki Sveitarfélögin eru sérstaklega vel sett hvað það varðar að hjálpa okkur að ná þessum markmiðum okkar. Um næstu áramót taka gildi samræmdar reglur um flokkun sem munu gilda um landið allt. Mörg sveitarfélög eru farin að huga að því að búa til s.k. 15 mínútna hverfi. Láta skipulag bæja og hverfa vera þannig að það sé auðvelt að ganga eða hjóla, og sækja þjónustu nálægt heimili. Á höfuðborgarsvæðinu mun Borgarlínan verða mjög mikilvægt skref til að gera okkur auðveldara að fara ekki allt á einkabílnum, heldur hafa raunverulegt val. Auðveldum fólki að taka umhverfisvænar ákvarðanir Sveitarfélögin eiga með uppsetningu hleðslustöðva, eða styrkja til einstaklinga, félagasamtaka og fyrirtækja sem vilja gera það, að stuðla að orkuskiptum. Þau eiga líka að ganga á undan með góðu fordæmi og skipta út sínum eigin kolefnisfarartækjum fyrir rafmagns. Með uppsetningu grenndargáma fyrir notaða hluti eða fatnað, inni í hverfunum í göngufæri fyrir sem flest, stuðlum við líka að minni sóun. Með ræktun og umhirðu grænna svæða og með því að bjóða íbúunum að taka þátt í hirðingu slíkra svæða gerum við bæinn fallegri og styrkjum límið í samfélaginu. Kópavogur getur ekki tekið ákvarðanir fyrir fólk. Bærinn getur hinsvegar gert fólki auðveldara að taka umhverfisvænar ákvarðanir og á að gera það. Höfundur er læknir og skipar 1. sæti á lista VG í Kópavogi við kosningarnar 14. maí.
Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar