Auglýsing á „krísu-útrýmingarsölu“ ekki lögmæt Bjarki Sigurðsson skrifar 4. apríl 2022 16:09 Alan Talib er eigandi Cromwell Rugs ehf.. Aðsend Neytendastofa hefur sektað fyrirtækið Cromwell Rugs ehf. um eina milljón króna fyrir brot á neytendalögum. Félagið var einnig sektað af Neytendastofu í október síðastliðnum, þá um þrjár milljónir króna. Í ákvörðun Neytendastofu segir að stofnuninni hafi borist ábendingar vegna auglýsinga sem Cromwell Rugs birti ítrekað í Fréttablaðinu og Morgunblaðinu. Félagið auglýsti þar handofin persnesk teppi og hélt því fram að um væri að ræða „krísu-útrýmingarsölu“. Í auglýsingu í Morgunblaðinu þann 21. desember kom ekki fram hvert verðið á teppunum væri, einungis að það væri á enn meiri afslætti en það var áður. Stórt X var yfir upprunalega verðinu og gamla afsláttarverðinu. Þá sagði einnig að vöruhúsið væri einungis opið næstu þrjá daga. Neytendastofa gerði athugasemd við þessar fullyrðingar ásamt því að óska eftir sönnun á upprunalegu verði teppanna. Auglýsingin sem birtist í Morgunblaðinu þann 21. desember síðastliðinn. Morgunblaðið Töldu auglýsingar ekki varða reglugerðina Í 17. grein laga um eftirlit með óréttmætum viðskiptaháttum og gagnsæi markaðarins er kveðið á um að fyrirtæki sem selji vörur og þjónustu til neytenda skuli merkja vöru sína og þjónustu með verði eða sýna það á svo áberandi hátt á sölustaðnum að auðvelt sé fyrir neytendur að sjá það. Cromwell Rugs túlkaði ákvæðið sem svo að það gilti ekki um auglýsingar. Í svari Cromwell til Neytendastofu er því haldið fram að fullyrðingin um þriggja daga opnun væri sönn þrátt fyrir að vöruhúsið hafi opnað að nýju. Til stóð að færa teppin til Akureyrar og opna verslun þar en ekki náðust samningar við staðarblöð um auglýsingar og því hafi verið hætt við opnunina. Þá var ákveðið opna verslunina aftur í Reykjavík. Fullyrðingin hafi því verið byggð á bestu mögulegu upplýsingum á þeim tíma. Fengu fólk til að taka skyndiákvörðun Samkvæmt niðurstöðum Neytendastofu braut Cromwell Rugs lög með því að birta ekki endanlegt verð teppanna og einnig með því að halda því ranglega fram að félagið væri um það bil að hætta verslun. Með því hafi fyrirtækið blekkt neytendur til að taka skyndiákvörðun um kaupin. Cromwell Rugs er því gert að greiða stjórnvaldssekt að einni milljón króna vegna brotsins. Þá er fyrirtækinu einnig bannað að viðhafa viðskiptahættina sem eru tilgreindir í ákvörðuninni. Ákvörðunina má lesa í heild sinni hér. Neytendur Auglýsinga- og markaðsmál Tengdar fréttir Telja krísu-útrýmingarsölu á perneskum teppum í Kópavogi ekki standast lög Formaður Neytendasamtakanna segir auglýsingu um „krísu-útrýmingarsölu“ á persneskum teppum, sem birtist í aukablaði með Morgunblaðinu í morgun, ólöglega. 2. október 2021 19:03 Alan Talib er í áfalli: Þriggja milljóna króna sekt fyrir ólögmæta teppaauglýsingu Neytendastofa hefur gert Cromwell Rugs ehf. að greiða þriggja milljóna króna stjórnavaldssekt vegna auglýsingar félagsins um „krísu-útrýmingarsölu“ og fullyrðingar tengdar henni. Alan Talib, eigandi félagsins segist hafa verið í áfalli síðan ákvörðunin var birt í dag. 18. október 2021 19:50 Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Haukur kveður íþróttafréttamennskuna Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Sjá meira
Í ákvörðun Neytendastofu segir að stofnuninni hafi borist ábendingar vegna auglýsinga sem Cromwell Rugs birti ítrekað í Fréttablaðinu og Morgunblaðinu. Félagið auglýsti þar handofin persnesk teppi og hélt því fram að um væri að ræða „krísu-útrýmingarsölu“. Í auglýsingu í Morgunblaðinu þann 21. desember kom ekki fram hvert verðið á teppunum væri, einungis að það væri á enn meiri afslætti en það var áður. Stórt X var yfir upprunalega verðinu og gamla afsláttarverðinu. Þá sagði einnig að vöruhúsið væri einungis opið næstu þrjá daga. Neytendastofa gerði athugasemd við þessar fullyrðingar ásamt því að óska eftir sönnun á upprunalegu verði teppanna. Auglýsingin sem birtist í Morgunblaðinu þann 21. desember síðastliðinn. Morgunblaðið Töldu auglýsingar ekki varða reglugerðina Í 17. grein laga um eftirlit með óréttmætum viðskiptaháttum og gagnsæi markaðarins er kveðið á um að fyrirtæki sem selji vörur og þjónustu til neytenda skuli merkja vöru sína og þjónustu með verði eða sýna það á svo áberandi hátt á sölustaðnum að auðvelt sé fyrir neytendur að sjá það. Cromwell Rugs túlkaði ákvæðið sem svo að það gilti ekki um auglýsingar. Í svari Cromwell til Neytendastofu er því haldið fram að fullyrðingin um þriggja daga opnun væri sönn þrátt fyrir að vöruhúsið hafi opnað að nýju. Til stóð að færa teppin til Akureyrar og opna verslun þar en ekki náðust samningar við staðarblöð um auglýsingar og því hafi verið hætt við opnunina. Þá var ákveðið opna verslunina aftur í Reykjavík. Fullyrðingin hafi því verið byggð á bestu mögulegu upplýsingum á þeim tíma. Fengu fólk til að taka skyndiákvörðun Samkvæmt niðurstöðum Neytendastofu braut Cromwell Rugs lög með því að birta ekki endanlegt verð teppanna og einnig með því að halda því ranglega fram að félagið væri um það bil að hætta verslun. Með því hafi fyrirtækið blekkt neytendur til að taka skyndiákvörðun um kaupin. Cromwell Rugs er því gert að greiða stjórnvaldssekt að einni milljón króna vegna brotsins. Þá er fyrirtækinu einnig bannað að viðhafa viðskiptahættina sem eru tilgreindir í ákvörðuninni. Ákvörðunina má lesa í heild sinni hér.
Neytendur Auglýsinga- og markaðsmál Tengdar fréttir Telja krísu-útrýmingarsölu á perneskum teppum í Kópavogi ekki standast lög Formaður Neytendasamtakanna segir auglýsingu um „krísu-útrýmingarsölu“ á persneskum teppum, sem birtist í aukablaði með Morgunblaðinu í morgun, ólöglega. 2. október 2021 19:03 Alan Talib er í áfalli: Þriggja milljóna króna sekt fyrir ólögmæta teppaauglýsingu Neytendastofa hefur gert Cromwell Rugs ehf. að greiða þriggja milljóna króna stjórnavaldssekt vegna auglýsingar félagsins um „krísu-útrýmingarsölu“ og fullyrðingar tengdar henni. Alan Talib, eigandi félagsins segist hafa verið í áfalli síðan ákvörðunin var birt í dag. 18. október 2021 19:50 Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Haukur kveður íþróttafréttamennskuna Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Sjá meira
Telja krísu-útrýmingarsölu á perneskum teppum í Kópavogi ekki standast lög Formaður Neytendasamtakanna segir auglýsingu um „krísu-útrýmingarsölu“ á persneskum teppum, sem birtist í aukablaði með Morgunblaðinu í morgun, ólöglega. 2. október 2021 19:03
Alan Talib er í áfalli: Þriggja milljóna króna sekt fyrir ólögmæta teppaauglýsingu Neytendastofa hefur gert Cromwell Rugs ehf. að greiða þriggja milljóna króna stjórnavaldssekt vegna auglýsingar félagsins um „krísu-útrýmingarsölu“ og fullyrðingar tengdar henni. Alan Talib, eigandi félagsins segist hafa verið í áfalli síðan ákvörðunin var birt í dag. 18. október 2021 19:50