Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Val 3. sæti Bestu deildar karla í sumar. Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir að venju fyrir um gengi liðanna í Bestu deild karla með árlegri spá sinni fyrir mótið. Keppni í deildinni hefst með leik Víkings og FH mánudaginn 18. apríl. Víkingar eiga titil að verja en þeir urðu Íslandsmeistarar í sjötta sinn í sögu félagsins í fyrra. Íþróttadeild spáir Val 3. sæti Bestu deildarinnar í sumar og að liðið endi þar með tveimur sætum ofar en á vonbrigðatímabilinu í fyrra. Valsmenn hafa hrist verulega upp í leikmannahópnum eftir slakt tímabil í fyrra. Það byrjaði reyndar ágætlega en svo fór allt loft úr Valsblöðrunni og Hlíðarendapiltar fengu aðeins tólf stig í seinni umferðinni. Heimir Guðjónsson virtist valtur í sessi en Valur ákvað að halda tryggð við hann og hann tók til hendinni eftir tímabilið. Landsliðsmarkvörðurinn fyrrverandi Hannes Þór Halldórsson yfirgaf félagið - og lagði hanskana í kjölfarið á hilluna. Þá var samningur Kristins Freys Sigurðssonar ekki framlengdur og hann gekk í raðir FH þar sem hann hefur öðlast nýtt líf. Um er að ræða besta markvörð sem Ísland hefur átt og einn besta leikmann efstu deildar síðasta áratuginn. Ásamt því að missa tvo burðarstólpa úr liðinu þá ákvað Túfa, Srdjan Tufegdzic, aðstoðarþjálfari Vals, að færa sig um set hann þjálfar nú Öster í sænsku B-deildinni. Í hans stað er Helgi Sigurðsson kominn á Hlíðarenda. Helgi stýrði ÍBV upp úr Lengjudeildinni síðasta sumar. Eftir vonbrigði síðasta sumars var ljóst að eitthvað þyrfti að gera og Valsmenn hafa ekki bara losað sig við leikmenn heldur sótt fjölda leikmanna með flottar ferilskrár, meðal annars Aron Jóhannsson og Hólmar Örn Eyjólfsson. Engu virðist skipta að Valur sé ekki í Evrópukeppni í sumar. Svona var síðasta sumar í tölum Væntingarstuðullinn: Enduðu 3 sætum neðar en þeim var spáð (2. sæti) í árlegri spá fyrirliða, þjálfara og forráðamanna fyrir mót. - Sumarið 2021 eftir mánuðum: Apríl og maí: 89 prósent stiga í húsi (16 af 18) Júní: 53 prósent stiga í húsi (8 af 15) Júlí: 67 prósent stiga í húsi (6 af 9) Ágúst: 40 prósent stiga í húsi (6 af 15) September: 33 prósent stiga í húsi (3 af 9) - Besti dagur: 16. júní Valsmenn unnu 3-1 sigur á Breiðabliki í toppslagnum og voru í efsta sæti deildarinnar. Versti dagur: 19. september 4-1 tap fyrir KA á heimavelli en þetta var fjórði tapleikur liðsins í röð. - Tölfræðin Árangur: 5. sæti (26 stig) Sóknarleikur: 4. sæti (37 mörk skoruð) Varnarleikur: 5. sæti (26 mörk fengin á sig) Árangur á heimavelli: 3. sæti (23 stig) Árangur á útivelli: 6. sæti (16 stig) Flestir sigurleikir í röð: 4 (13. maí til 24. maí) Flestir tapleikir í röð: 4 (22. ágúst til 19. september) Markahæsti leikmaður: Patrick Pedersen 9 Flestar stoðsendingar: Patrick Pedersen 6 Þáttur í flestum mörkum: Patrick Pedersen 15 Flest gul spjöld: Rasmus Christiansen 9 Liðið og lykilmenn Líklegt byrjunarlið Vals í sumar.vísir/hjalti Hólmar Örn Eyjólfsson, miðvörður (f. 1990): Það væri mikil pressa á öllum leikmönnum sem koma í Bestu-deildina eftir að hafa spilað reglulega með Rosenborg í Noregi undanfarin ár. Pressan á Hólmari Erni er enn meiri þar sem hann er á besta aldri og var hluti af íslenska landsliðshópnum fyrir ekki svo löngu síðan. Tryggvi Hrafn Haraldsson, kant- og sóknarmaður (f. 1996): Beinskeyttur og skemmtilegur leikmaður. Tók aðeins þátt í í tíu deildarleikjum á síðustu leiktíð og hefur verið að glíma við meiðsli á undirbúningstímabilinu. Virðist þó vera að komast í sitt besta form stuttu á réttum tíma og gæti valdið bakvörðum Bestu-deildarinnar allskyns vandræðum í sumar. Patrick Pedersen, sóknarmaður (f. 1991): Er með 79 mörk í 121 leik í efstu deild hér á landi þrátt fyrir að hafa lítið látið fyrir sér fara á síðustu leiktíð. Var talið að hann gæti farið á bekkinn með innkomu Arons Jóhannssonar. Svo virðist sem Aron muni hins vegar spila fyrir aftan Patrick og verður áhugavert að sjá samvinnu þeirra í sumar. Þá er gamli refurinn Helgi Sigurðsson mættur í þjálfarateymið og mun hann eflaust kenna þeim tveimur eitt og annað. Hólmar Örn Eyjólfsson, Tryggvi Hrafn Haraldsson og Patrick Pedersen verða að eiga gott tímabil fyrir Val.vísir/hulda margrét/bára Fylgstu með: Orri Hrafn Kjartansson, sóknartengiliður (f. 2002) Það er ekki beint um auðugan garð að gresja þegar kemur að ungum og efnilegum leikmönnum á Hlíðarenda. Orri Hrafn var keyptur dýrum dómum frá fallliði Fylkis. Klókur og lunkinn leikmaður sem gæti komið inn í byrjunarliðið ef illa gengur að skapa færi í upphafi móts. Markaðurinn Breytingarnar á leikmannahópi Vals.vísir/hjalti Valsmenn virðast hafa styrkt leikmannahóp sinn gríðarlega frá síðustu leiktíð. Tveir HM-farar hafa bæst í hópinn í miðverðinum Hólmari Erni Eyjólfssyni og sóknarmanninum Aroni Jóhannssyni, sem báðir gætu hæglega verið á flottum stað í atvinnumennsku á meginlandinu ef þeir kysu svo. Jesper Juelsgård, sem hefur afrekað það að leika fyrir A-landslið Dana, er svo kominn í vörnina og getur leikið bæði sem miðvörður og vinstri bakvörður. Mikil pressa er á Hollendingnum Guy Smit að standa sig eftir að hafa verið fenginn í markið fyrir Hannes en Smit stóð sig frábærlega með Leikni í fyrra. Hann hefur hins vegar ekki verið sannfærandi á undirbúningstímabilinu. Ágúst Eðvald Hlynsson kemur með mikla orku og hlaupagetu á miðjuna, sem og gæði. Hann er aftur að koma sem lánsmaður til Íslands frá Danmörku en verður með Val út leiktíðina. Valsmenn sóttu einnig hinn leikna Orra Hrafn Kjartansson á miðjuna nú þegar Kristins Freys Sigurðssonar nýtur ekki lengur við, og Heiðar Ægisson er sókndjarfur hægri bakvörður sem svo sannarlega styrkir hópinn. Hversu langt er síðan að Valur .... ... varð Íslandsmeistari: 2 ár (2020) ... varð bikarmeistari: 6 ár (2016) ... endaði á topp þrjú: 2 ár (2020) ... féll úr deildinni: 19 ár (2003) ... átti markakóng deildarinnar: 4 ár (Patrick Pedersen 2018) ... átti besta leikmann deildarinnar: 4 ár (Patrick Pedersen 2018) ... átti efnilegasta leikmann deildarinnar: 2 ár (Valgeir Lundal Friðriksson 2020) Að lokum … Mikið er undir hjá Heimi Guðjónssyni og strákunum hans í sumar.Vísir/Hulda Margrét Segja má að félagaskiptagluggi Valsmanna í vetur minni um margt á myrkari tíma þegar lítið gekk á Hlíðarenda. Leikmenn komu og fóru án þess að skilja neitt eftir sig. Stuðningsfólk Vals og Heimir vonast til að nú sé sagan önnur. Leikmennirnir sem liðið hefur sótt eru það sterkir að sagan ætti ekki að geta endurtekið sig. Frammistaðan í vetur hefur hins vegar ekki verið góð og Valsmenn verið langt frá því að vera sannfærandi í leikjum sínum á undirbúningstímabilinu. Heimir tók stórar ákvarðanir eftir síðasta tímabil sem hann stendur og fellur með. Það er erfitt að mótmæla því að leikmannahópur Vals í dag sé mun sterkari en á síðustu leiktíð en það er spurning hvort Heimir muni sjá eftir því að láta Hannes Þór og Kristinn Frey fara. Það kemur í ljós í haust. Besta deild karla Valur Reykjavík Tengdar fréttir Besta-spáin 2022: Níunda líf Óla Jó Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir FH 4. sæti Bestu deildar karla í sumar. 14. apríl 2022 10:00 Besta-spáin 2022: Déjà Vu í Vesturbænum Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir KR 5. sæti Bestu deildar karla í sumar. 13. apríl 2022 10:00 Besta spáin-2022: Raungerist Ewing-kenningin í Garðabænum? Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Stjörnunni 6. sæti Bestu deildar karla í sumar. 12. apríl 2022 10:01 Besta-spáin 2022: Ætlar að hífa Skagamenn ofar í draumastarfinu Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir ÍA 8. sæti Bestu deildar karla í sumar. 8. apríl 2022 10:01 Besta-spáin 2022: Lífið eftir Sævar og Smit Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Leikni 9. sæti Bestu deildar karla í sumar. 7. apríl 2022 10:01 Besta-spáin 2022: Hemmi stígur enn einn dans við falldrauginn Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir ÍBV 10. sæti sæti Bestu deildar karla í sumar. 6. apríl 2022 10:00 Besta-spáin 2022: Mátaðir eftir valdataflið Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Keflavík 11. sæti Bestu deildar karla í sumar. 5. apríl 2022 10:01 Besta-spáin 2022: Meðvindurinn breyttist í mótvind Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Fram tólfta og neðsta sæti Bestu deildar karla í sumar. 4. apríl 2022 10:01 Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti
Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir að venju fyrir um gengi liðanna í Bestu deild karla með árlegri spá sinni fyrir mótið. Keppni í deildinni hefst með leik Víkings og FH mánudaginn 18. apríl. Víkingar eiga titil að verja en þeir urðu Íslandsmeistarar í sjötta sinn í sögu félagsins í fyrra. Íþróttadeild spáir Val 3. sæti Bestu deildarinnar í sumar og að liðið endi þar með tveimur sætum ofar en á vonbrigðatímabilinu í fyrra. Valsmenn hafa hrist verulega upp í leikmannahópnum eftir slakt tímabil í fyrra. Það byrjaði reyndar ágætlega en svo fór allt loft úr Valsblöðrunni og Hlíðarendapiltar fengu aðeins tólf stig í seinni umferðinni. Heimir Guðjónsson virtist valtur í sessi en Valur ákvað að halda tryggð við hann og hann tók til hendinni eftir tímabilið. Landsliðsmarkvörðurinn fyrrverandi Hannes Þór Halldórsson yfirgaf félagið - og lagði hanskana í kjölfarið á hilluna. Þá var samningur Kristins Freys Sigurðssonar ekki framlengdur og hann gekk í raðir FH þar sem hann hefur öðlast nýtt líf. Um er að ræða besta markvörð sem Ísland hefur átt og einn besta leikmann efstu deildar síðasta áratuginn. Ásamt því að missa tvo burðarstólpa úr liðinu þá ákvað Túfa, Srdjan Tufegdzic, aðstoðarþjálfari Vals, að færa sig um set hann þjálfar nú Öster í sænsku B-deildinni. Í hans stað er Helgi Sigurðsson kominn á Hlíðarenda. Helgi stýrði ÍBV upp úr Lengjudeildinni síðasta sumar. Eftir vonbrigði síðasta sumars var ljóst að eitthvað þyrfti að gera og Valsmenn hafa ekki bara losað sig við leikmenn heldur sótt fjölda leikmanna með flottar ferilskrár, meðal annars Aron Jóhannsson og Hólmar Örn Eyjólfsson. Engu virðist skipta að Valur sé ekki í Evrópukeppni í sumar. Svona var síðasta sumar í tölum Væntingarstuðullinn: Enduðu 3 sætum neðar en þeim var spáð (2. sæti) í árlegri spá fyrirliða, þjálfara og forráðamanna fyrir mót. - Sumarið 2021 eftir mánuðum: Apríl og maí: 89 prósent stiga í húsi (16 af 18) Júní: 53 prósent stiga í húsi (8 af 15) Júlí: 67 prósent stiga í húsi (6 af 9) Ágúst: 40 prósent stiga í húsi (6 af 15) September: 33 prósent stiga í húsi (3 af 9) - Besti dagur: 16. júní Valsmenn unnu 3-1 sigur á Breiðabliki í toppslagnum og voru í efsta sæti deildarinnar. Versti dagur: 19. september 4-1 tap fyrir KA á heimavelli en þetta var fjórði tapleikur liðsins í röð. - Tölfræðin Árangur: 5. sæti (26 stig) Sóknarleikur: 4. sæti (37 mörk skoruð) Varnarleikur: 5. sæti (26 mörk fengin á sig) Árangur á heimavelli: 3. sæti (23 stig) Árangur á útivelli: 6. sæti (16 stig) Flestir sigurleikir í röð: 4 (13. maí til 24. maí) Flestir tapleikir í röð: 4 (22. ágúst til 19. september) Markahæsti leikmaður: Patrick Pedersen 9 Flestar stoðsendingar: Patrick Pedersen 6 Þáttur í flestum mörkum: Patrick Pedersen 15 Flest gul spjöld: Rasmus Christiansen 9 Liðið og lykilmenn Líklegt byrjunarlið Vals í sumar.vísir/hjalti Hólmar Örn Eyjólfsson, miðvörður (f. 1990): Það væri mikil pressa á öllum leikmönnum sem koma í Bestu-deildina eftir að hafa spilað reglulega með Rosenborg í Noregi undanfarin ár. Pressan á Hólmari Erni er enn meiri þar sem hann er á besta aldri og var hluti af íslenska landsliðshópnum fyrir ekki svo löngu síðan. Tryggvi Hrafn Haraldsson, kant- og sóknarmaður (f. 1996): Beinskeyttur og skemmtilegur leikmaður. Tók aðeins þátt í í tíu deildarleikjum á síðustu leiktíð og hefur verið að glíma við meiðsli á undirbúningstímabilinu. Virðist þó vera að komast í sitt besta form stuttu á réttum tíma og gæti valdið bakvörðum Bestu-deildarinnar allskyns vandræðum í sumar. Patrick Pedersen, sóknarmaður (f. 1991): Er með 79 mörk í 121 leik í efstu deild hér á landi þrátt fyrir að hafa lítið látið fyrir sér fara á síðustu leiktíð. Var talið að hann gæti farið á bekkinn með innkomu Arons Jóhannssonar. Svo virðist sem Aron muni hins vegar spila fyrir aftan Patrick og verður áhugavert að sjá samvinnu þeirra í sumar. Þá er gamli refurinn Helgi Sigurðsson mættur í þjálfarateymið og mun hann eflaust kenna þeim tveimur eitt og annað. Hólmar Örn Eyjólfsson, Tryggvi Hrafn Haraldsson og Patrick Pedersen verða að eiga gott tímabil fyrir Val.vísir/hulda margrét/bára Fylgstu með: Orri Hrafn Kjartansson, sóknartengiliður (f. 2002) Það er ekki beint um auðugan garð að gresja þegar kemur að ungum og efnilegum leikmönnum á Hlíðarenda. Orri Hrafn var keyptur dýrum dómum frá fallliði Fylkis. Klókur og lunkinn leikmaður sem gæti komið inn í byrjunarliðið ef illa gengur að skapa færi í upphafi móts. Markaðurinn Breytingarnar á leikmannahópi Vals.vísir/hjalti Valsmenn virðast hafa styrkt leikmannahóp sinn gríðarlega frá síðustu leiktíð. Tveir HM-farar hafa bæst í hópinn í miðverðinum Hólmari Erni Eyjólfssyni og sóknarmanninum Aroni Jóhannssyni, sem báðir gætu hæglega verið á flottum stað í atvinnumennsku á meginlandinu ef þeir kysu svo. Jesper Juelsgård, sem hefur afrekað það að leika fyrir A-landslið Dana, er svo kominn í vörnina og getur leikið bæði sem miðvörður og vinstri bakvörður. Mikil pressa er á Hollendingnum Guy Smit að standa sig eftir að hafa verið fenginn í markið fyrir Hannes en Smit stóð sig frábærlega með Leikni í fyrra. Hann hefur hins vegar ekki verið sannfærandi á undirbúningstímabilinu. Ágúst Eðvald Hlynsson kemur með mikla orku og hlaupagetu á miðjuna, sem og gæði. Hann er aftur að koma sem lánsmaður til Íslands frá Danmörku en verður með Val út leiktíðina. Valsmenn sóttu einnig hinn leikna Orra Hrafn Kjartansson á miðjuna nú þegar Kristins Freys Sigurðssonar nýtur ekki lengur við, og Heiðar Ægisson er sókndjarfur hægri bakvörður sem svo sannarlega styrkir hópinn. Hversu langt er síðan að Valur .... ... varð Íslandsmeistari: 2 ár (2020) ... varð bikarmeistari: 6 ár (2016) ... endaði á topp þrjú: 2 ár (2020) ... féll úr deildinni: 19 ár (2003) ... átti markakóng deildarinnar: 4 ár (Patrick Pedersen 2018) ... átti besta leikmann deildarinnar: 4 ár (Patrick Pedersen 2018) ... átti efnilegasta leikmann deildarinnar: 2 ár (Valgeir Lundal Friðriksson 2020) Að lokum … Mikið er undir hjá Heimi Guðjónssyni og strákunum hans í sumar.Vísir/Hulda Margrét Segja má að félagaskiptagluggi Valsmanna í vetur minni um margt á myrkari tíma þegar lítið gekk á Hlíðarenda. Leikmenn komu og fóru án þess að skilja neitt eftir sig. Stuðningsfólk Vals og Heimir vonast til að nú sé sagan önnur. Leikmennirnir sem liðið hefur sótt eru það sterkir að sagan ætti ekki að geta endurtekið sig. Frammistaðan í vetur hefur hins vegar ekki verið góð og Valsmenn verið langt frá því að vera sannfærandi í leikjum sínum á undirbúningstímabilinu. Heimir tók stórar ákvarðanir eftir síðasta tímabil sem hann stendur og fellur með. Það er erfitt að mótmæla því að leikmannahópur Vals í dag sé mun sterkari en á síðustu leiktíð en það er spurning hvort Heimir muni sjá eftir því að láta Hannes Þór og Kristinn Frey fara. Það kemur í ljós í haust.
Væntingarstuðullinn: Enduðu 3 sætum neðar en þeim var spáð (2. sæti) í árlegri spá fyrirliða, þjálfara og forráðamanna fyrir mót. - Sumarið 2021 eftir mánuðum: Apríl og maí: 89 prósent stiga í húsi (16 af 18) Júní: 53 prósent stiga í húsi (8 af 15) Júlí: 67 prósent stiga í húsi (6 af 9) Ágúst: 40 prósent stiga í húsi (6 af 15) September: 33 prósent stiga í húsi (3 af 9) - Besti dagur: 16. júní Valsmenn unnu 3-1 sigur á Breiðabliki í toppslagnum og voru í efsta sæti deildarinnar. Versti dagur: 19. september 4-1 tap fyrir KA á heimavelli en þetta var fjórði tapleikur liðsins í röð. - Tölfræðin Árangur: 5. sæti (26 stig) Sóknarleikur: 4. sæti (37 mörk skoruð) Varnarleikur: 5. sæti (26 mörk fengin á sig) Árangur á heimavelli: 3. sæti (23 stig) Árangur á útivelli: 6. sæti (16 stig) Flestir sigurleikir í röð: 4 (13. maí til 24. maí) Flestir tapleikir í röð: 4 (22. ágúst til 19. september) Markahæsti leikmaður: Patrick Pedersen 9 Flestar stoðsendingar: Patrick Pedersen 6 Þáttur í flestum mörkum: Patrick Pedersen 15 Flest gul spjöld: Rasmus Christiansen 9
Hversu langt er síðan að Valur .... ... varð Íslandsmeistari: 2 ár (2020) ... varð bikarmeistari: 6 ár (2016) ... endaði á topp þrjú: 2 ár (2020) ... féll úr deildinni: 19 ár (2003) ... átti markakóng deildarinnar: 4 ár (Patrick Pedersen 2018) ... átti besta leikmann deildarinnar: 4 ár (Patrick Pedersen 2018) ... átti efnilegasta leikmann deildarinnar: 2 ár (Valgeir Lundal Friðriksson 2020)
Besta-spáin 2022: Níunda líf Óla Jó Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir FH 4. sæti Bestu deildar karla í sumar. 14. apríl 2022 10:00
Besta-spáin 2022: Déjà Vu í Vesturbænum Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir KR 5. sæti Bestu deildar karla í sumar. 13. apríl 2022 10:00
Besta spáin-2022: Raungerist Ewing-kenningin í Garðabænum? Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Stjörnunni 6. sæti Bestu deildar karla í sumar. 12. apríl 2022 10:01
Besta-spáin 2022: Ætlar að hífa Skagamenn ofar í draumastarfinu Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir ÍA 8. sæti Bestu deildar karla í sumar. 8. apríl 2022 10:01
Besta-spáin 2022: Lífið eftir Sævar og Smit Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Leikni 9. sæti Bestu deildar karla í sumar. 7. apríl 2022 10:01
Besta-spáin 2022: Hemmi stígur enn einn dans við falldrauginn Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir ÍBV 10. sæti sæti Bestu deildar karla í sumar. 6. apríl 2022 10:00
Besta-spáin 2022: Mátaðir eftir valdataflið Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Keflavík 11. sæti Bestu deildar karla í sumar. 5. apríl 2022 10:01
Besta-spáin 2022: Meðvindurinn breyttist í mótvind Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Fram tólfta og neðsta sæti Bestu deildar karla í sumar. 4. apríl 2022 10:01