Er meirihlutinn í Hafnarfirði að villa um fyrir fólki? Sigurður P. Sigmundsson skrifar 6. apríl 2022 11:00 Stjórnmálamenn eiga það til að gefa loforð sem þeir vita að ekki verði staðið við. Hver man ekki eftir göngum milli lands og Eyja, Sundarbraut og flutningi flugvallarins úr Reykjavík. Ekkert af þessu hefur gengið eftir. Nú bregður svo við að bæjarstjórnarmeirihluti sjálfstæðismanna og framsóknar í Hafnarfirði auglýsir grimmt þessa dagana byggingaráform þar sem stefnt er að því að bæjarbúum muni fjölga um 17 þúsund fyrir árið 2040. Til samanburðar þá fjölgaði íbúum Hafnarfjarðar um rúm 10 þúsund á árunum 2000 til 2022. Besta mál að eitthvað sé loksins að gerast í byggingu íbúðahúsnæðis í bænum en fjölgun um 17 þúsund manns á 18 árum er algerlega óraunhæft. Slíkt myndi setja alltof mikinn þrýsting á uppbyggingu innviða. Þegar svona tölum um byggingaráform er slegið fram verður að gera kröfur um að nánari upplýsingar fylgi um hvað þurfi til að slíkt raungerist. Skoðum nokkur atriði: Hafnarfjarðarbær á mjög fáar lóðir á Hraun-vestur svæðinu, Flensborgarsvæðinu og Óseyrarsvæðinu. Hefur vissulega skipulagsvaldið en stýrir ekki hraða uppbyggingar. Lóðareigendur ráða þar för. Téður meirihluti virðist treysta á að Borgarlínan muni leysa að mestu aukna ferðaþörf á höfuðborgarsvæðinu. Um það ríkir óvissa auk þess sem Hafnarfjörður er aftarlega á framkvæmdaráætlun. Ekki hefur náðst samkomulag við Garðabæ og Vegagerðina um vegstæði ofanbyggðarvegar. Ólíklegt að niðurstaða fáist í það mál í bráð enda búið að vera í umræðunni í fjölda ára. Í samgönguáætlun ríkisins eru 12.600 m.kr. áætlaðar árin 2024-2029 í Reykjanesbrautina milli N1 Lækjargötu og Kaplakrika. Enn ekki búið að ákveða hvort vegakaflinn verði lagður í stokk eða önnur útfærsla valin. Stokkur yrði óhemju dýr og forsendan er sú að búið verði að leggja ofanbyggðarveginn til að taka við umferðarþunganum í tvö ár eða svo. Þetta eru einungis nokkur atriði sem upplýsa þarf almenning um áður en slegið er upp glæstum byggingaráformum. Við í Bæjarlistanum leggjum áherslu á vönduð og heiðarleg vinnubrögð. Höfundur er oddviti Bæjarlistans í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafnarfjörður Skoðun: Kosningar 2022 Húsnæðismál Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson Skoðun Staðreyndir í útlendingamálum Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Augljós og sýnilegur ávinningur í styttingu biðlista Jóhann F K Arinbjarnarson Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason skrifar Skoðun Augljós og sýnilegur ávinningur í styttingu biðlista Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Staðreyndir í útlendingamálum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um ferðaþjónustuna Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson skrifar Skoðun Þetta kostar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þrífætta svínið og auðlindarentan Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Er nóg að bara brjóta land? Þorvaldur Rúnarsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta til framtíðar: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Að kjósa taktískt Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Að standa vörð um þjóðina Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri í boði Sjálfstæðisflokksins Snorri Ingimarsson skrifar Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Náttúran er stærsta kosningamálið Skúli Skúlason skrifar Skoðun Ásýnd spillingar Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Pólitík í pípunum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðin er í húfi Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Stjórnmálamenn eiga það til að gefa loforð sem þeir vita að ekki verði staðið við. Hver man ekki eftir göngum milli lands og Eyja, Sundarbraut og flutningi flugvallarins úr Reykjavík. Ekkert af þessu hefur gengið eftir. Nú bregður svo við að bæjarstjórnarmeirihluti sjálfstæðismanna og framsóknar í Hafnarfirði auglýsir grimmt þessa dagana byggingaráform þar sem stefnt er að því að bæjarbúum muni fjölga um 17 þúsund fyrir árið 2040. Til samanburðar þá fjölgaði íbúum Hafnarfjarðar um rúm 10 þúsund á árunum 2000 til 2022. Besta mál að eitthvað sé loksins að gerast í byggingu íbúðahúsnæðis í bænum en fjölgun um 17 þúsund manns á 18 árum er algerlega óraunhæft. Slíkt myndi setja alltof mikinn þrýsting á uppbyggingu innviða. Þegar svona tölum um byggingaráform er slegið fram verður að gera kröfur um að nánari upplýsingar fylgi um hvað þurfi til að slíkt raungerist. Skoðum nokkur atriði: Hafnarfjarðarbær á mjög fáar lóðir á Hraun-vestur svæðinu, Flensborgarsvæðinu og Óseyrarsvæðinu. Hefur vissulega skipulagsvaldið en stýrir ekki hraða uppbyggingar. Lóðareigendur ráða þar för. Téður meirihluti virðist treysta á að Borgarlínan muni leysa að mestu aukna ferðaþörf á höfuðborgarsvæðinu. Um það ríkir óvissa auk þess sem Hafnarfjörður er aftarlega á framkvæmdaráætlun. Ekki hefur náðst samkomulag við Garðabæ og Vegagerðina um vegstæði ofanbyggðarvegar. Ólíklegt að niðurstaða fáist í það mál í bráð enda búið að vera í umræðunni í fjölda ára. Í samgönguáætlun ríkisins eru 12.600 m.kr. áætlaðar árin 2024-2029 í Reykjanesbrautina milli N1 Lækjargötu og Kaplakrika. Enn ekki búið að ákveða hvort vegakaflinn verði lagður í stokk eða önnur útfærsla valin. Stokkur yrði óhemju dýr og forsendan er sú að búið verði að leggja ofanbyggðarveginn til að taka við umferðarþunganum í tvö ár eða svo. Þetta eru einungis nokkur atriði sem upplýsa þarf almenning um áður en slegið er upp glæstum byggingaráformum. Við í Bæjarlistanum leggjum áherslu á vönduð og heiðarleg vinnubrögð. Höfundur er oddviti Bæjarlistans í Hafnarfirði.
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun
Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun
Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir Skoðun