Óheppilegt Atli Þór Fanndal skrifar 8. apríl 2022 17:30 Kannski er svolítið óheppilegt nú þegar Íslandsbanki er seldur fjölskyldu, vinum, útrásarvíkingum og viðskiptafélögum að þingsályktun um rannsókn á einkavæðingu Fjárfestingarbanka atvinnulífsins hf., Landsbanka Íslands hf. og Búnaðarbanka Íslands hf hafi verið troðið ofan í svarthol í trássi við ákvörðun löggjafans og aldrei framkvæmd. Það er alltaf svolítið óheppilegt þegar menn neita að skoða söguna og læra af henni. Jú, kannski er óheppilegt að stjórnarflokkarnir hafi hert ólina um háls Bankasýslu ríkisins. Mögulega, hugsanlega, en þó aðeins kannski er óheppileg afleiðing þessa að Lárus Blöndal, stjórnarformaður Bankasýslu, er innmúraður trúnaðarmaður Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra og baráttumaður fyrir hans hagsmunum innan flokksins. Já, óheppilegt ef gamalt ástarljóð stjórnarformannsins til fjármálaráðherra er túlkað eitthvað í þá átt að armslengdarsjónarmiðin og sjálfstæði Bankasýslu sé fyrst og fremst blekkingaleikur og fjarvistarsönnun gegn því að ráðherra þurfi að svara fyrir pólitískar gjörðir. Sko, nú má vel vera að reynst geti heldur óheppilegt ef í ljós kemur að þýfi frá Namibísku þjóðinni sé hugsanlega að fjármagna kaup á ríkiseignum á afsláttarkjörum í lokuðu útboði. Að sjálfsögðu erum við öll sammála um að allt svona skuli hafið yfir allan vafa. Ok, nú veit ég að sumir gætu talið óheppilegt ef í ljós kæmi að eigendur þeirra aðila sem komu að framkvæmd útboðsins hefðu sjálfir keypt á afslætti og með söluþóknun. Þau allra neikvæðustu gætu lesið eitthvað voðalega óheppilegt út úr því að meðal söluráðgjafa séu Fossar Markaðir ehf. í eigu sömu aðila og buðu fjármálaráðherra í gott partý á COVID-tímum. Auðvitað er örlítið óheppilegt ef í ljós kæmi að varað hafi verið við þeirri aðferð við útboð sem ákveðið var að fara sé ekki að „fullu í anda meginregla laga nr. 155/2012 um opið söluferli og gagnsæi. Þannig njóta ákveðnar fjárfestar betri réttinda en aðrir ásamt því að almenningur getur ekki tekið beinan þátt og þar með ekki tryggt fullt jafnræði bjóðenda. Aftur á móti er um að ræða hefðbundna venju á alþjóðlegum verðbréfamörkuðum sem talin er ákjósanlegasta aðferðin við áframhaldandi sölur til að hámarka verð og lágmarka áhættu.“ Þá er það ef til vill svo að einstaka aðilar gætu gert athugasemd við þá óheppilegu stöðu sem upp kæmi ef ljóst yrði að þessi aðferð hafi raunar alls ekki verið svo ódýr. Þau sem aldrei eru ánægð gætu talið smávægilega óheppilegt að þrátt fyrir að offramboð hafi verið á kaupendum og áhuga hafi verið mikill sé veittur afsláttur. Úff! Hvað það yrði nú óheppilegt ef til dæmis Sigríður Benediktsdóttir, sem sat í rannsóknarnefnd Alþingis um bankahrunið, teldi söluna brot lögum um sölumeðferð eignarhluta ríkisins í fjármálafyrirtækjum. Óheppileikinn gæti hugsanlega falist í því að lög um söluna eru sett í kjölfarið vinnu Sigríðar og fleiri aðila með það að markmiði að draga lærdóm af bankahruninu. Það er örlítill séns að sumum þyki óheppilegt að ríkisendurskoðandi hafi verið fluttur frá stofnun löggjafans til framkvæmdavaldsins með óheppilegri beitingu starfsmannalaga. Í því samhengi er nú svolítið óheppilegt að framkvæmdavaldið óski eftir úttekt ríkisendurskoðanda nú þegar það er enginn ríkisendurskoðandi að störfum sem kosinn er af Alþingi. Svona í ljósi sögunnar teldist líklega óheppilegt að Ríkisendurskoðun tók sér það hlutverk að hvítþvo þá einkavæðingu sem leiddi til hrunsins. Ef allt sem óheppilegt þykir er tekið saman yrði nú aldeilis heppilegt ef vel tækist að mynda stjórnarmeirihluta sem sameinaðist um að horfa fram hjá öllu sem talist getur óheppilegt. Meirihluta sem væri svo heppilega áhugalaus um allar spillingavarnir, heilindi og tiltrú almennings á stjórnmálunum að enginn þurfi að óttast ábyrgð og pólitískar afleiðingar. Höfundur er framkvæmdastjóri Íslandsdeildar Transparency International. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Salan á Íslandsbanka Íslenskir bankar Atli Þór Fanndal Mest lesið Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Kynþáttahyggja, einangrunarhyggja og Evrópusambandsaðild Haraldur Ólafsson Skoðun Hvers vegna við veljum ekki „Reykjavíkurmódelið“ Meyvant Þórólfsson Skoðun Kæru kjósendur í Suðvesturkjördæmi Alma D. Möller Skoðun Keyrum á nýrri menntastefnu Arnór Heiðarsson Skoðun Skoðun Skoðun Fákeppni og almannahagsmunir Sonja Ýr Þorbergsdóttir,Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sameinumst um stóru málin Ingi Þór Hermannson skrifar Skoðun Sjálfboðavinna hálfan sólarhringinn Áslaug Inga Kristinsdóttir skrifar Skoðun Loftslag, Trump og COP29: hvað á Ísland nú að gera? Haraldur Tristan Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju VG? Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Opið bréf til Guðlaugs Þórs umhverfisráðherra Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun XB fyrir börn Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Stöndum sameinuð á móti ofbeldi gegn konum - #NoExcuse Helga Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hefðu getað minnkað verðbólguna Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna við veljum ekki „Reykjavíkurmódelið“ Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Er nauðsynlegt að velta þessu fjalli? Elín Fanndal skrifar Skoðun Kæru kjósendur í Suðvesturkjördæmi Alma D. Möller skrifar Skoðun Breytum þessu saman! Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn í fortíð og framtíð Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja, einangrunarhyggja og Evrópusambandsaðild Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur skrifar Skoðun Keyrum á nýrri menntastefnu Arnór Heiðarsson skrifar Skoðun Réttindabarátta sjávarbyggðanna Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Íslenska, hvað? Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason skrifar Skoðun Augljós og sýnilegur ávinningur í styttingu biðlista Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Staðreyndir í útlendingamálum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um ferðaþjónustuna Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson skrifar Skoðun Þetta kostar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þrífætta svínið og auðlindarentan Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Sjá meira
Kannski er svolítið óheppilegt nú þegar Íslandsbanki er seldur fjölskyldu, vinum, útrásarvíkingum og viðskiptafélögum að þingsályktun um rannsókn á einkavæðingu Fjárfestingarbanka atvinnulífsins hf., Landsbanka Íslands hf. og Búnaðarbanka Íslands hf hafi verið troðið ofan í svarthol í trássi við ákvörðun löggjafans og aldrei framkvæmd. Það er alltaf svolítið óheppilegt þegar menn neita að skoða söguna og læra af henni. Jú, kannski er óheppilegt að stjórnarflokkarnir hafi hert ólina um háls Bankasýslu ríkisins. Mögulega, hugsanlega, en þó aðeins kannski er óheppileg afleiðing þessa að Lárus Blöndal, stjórnarformaður Bankasýslu, er innmúraður trúnaðarmaður Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra og baráttumaður fyrir hans hagsmunum innan flokksins. Já, óheppilegt ef gamalt ástarljóð stjórnarformannsins til fjármálaráðherra er túlkað eitthvað í þá átt að armslengdarsjónarmiðin og sjálfstæði Bankasýslu sé fyrst og fremst blekkingaleikur og fjarvistarsönnun gegn því að ráðherra þurfi að svara fyrir pólitískar gjörðir. Sko, nú má vel vera að reynst geti heldur óheppilegt ef í ljós kemur að þýfi frá Namibísku þjóðinni sé hugsanlega að fjármagna kaup á ríkiseignum á afsláttarkjörum í lokuðu útboði. Að sjálfsögðu erum við öll sammála um að allt svona skuli hafið yfir allan vafa. Ok, nú veit ég að sumir gætu talið óheppilegt ef í ljós kæmi að eigendur þeirra aðila sem komu að framkvæmd útboðsins hefðu sjálfir keypt á afslætti og með söluþóknun. Þau allra neikvæðustu gætu lesið eitthvað voðalega óheppilegt út úr því að meðal söluráðgjafa séu Fossar Markaðir ehf. í eigu sömu aðila og buðu fjármálaráðherra í gott partý á COVID-tímum. Auðvitað er örlítið óheppilegt ef í ljós kæmi að varað hafi verið við þeirri aðferð við útboð sem ákveðið var að fara sé ekki að „fullu í anda meginregla laga nr. 155/2012 um opið söluferli og gagnsæi. Þannig njóta ákveðnar fjárfestar betri réttinda en aðrir ásamt því að almenningur getur ekki tekið beinan þátt og þar með ekki tryggt fullt jafnræði bjóðenda. Aftur á móti er um að ræða hefðbundna venju á alþjóðlegum verðbréfamörkuðum sem talin er ákjósanlegasta aðferðin við áframhaldandi sölur til að hámarka verð og lágmarka áhættu.“ Þá er það ef til vill svo að einstaka aðilar gætu gert athugasemd við þá óheppilegu stöðu sem upp kæmi ef ljóst yrði að þessi aðferð hafi raunar alls ekki verið svo ódýr. Þau sem aldrei eru ánægð gætu talið smávægilega óheppilegt að þrátt fyrir að offramboð hafi verið á kaupendum og áhuga hafi verið mikill sé veittur afsláttur. Úff! Hvað það yrði nú óheppilegt ef til dæmis Sigríður Benediktsdóttir, sem sat í rannsóknarnefnd Alþingis um bankahrunið, teldi söluna brot lögum um sölumeðferð eignarhluta ríkisins í fjármálafyrirtækjum. Óheppileikinn gæti hugsanlega falist í því að lög um söluna eru sett í kjölfarið vinnu Sigríðar og fleiri aðila með það að markmiði að draga lærdóm af bankahruninu. Það er örlítill séns að sumum þyki óheppilegt að ríkisendurskoðandi hafi verið fluttur frá stofnun löggjafans til framkvæmdavaldsins með óheppilegri beitingu starfsmannalaga. Í því samhengi er nú svolítið óheppilegt að framkvæmdavaldið óski eftir úttekt ríkisendurskoðanda nú þegar það er enginn ríkisendurskoðandi að störfum sem kosinn er af Alþingi. Svona í ljósi sögunnar teldist líklega óheppilegt að Ríkisendurskoðun tók sér það hlutverk að hvítþvo þá einkavæðingu sem leiddi til hrunsins. Ef allt sem óheppilegt þykir er tekið saman yrði nú aldeilis heppilegt ef vel tækist að mynda stjórnarmeirihluta sem sameinaðist um að horfa fram hjá öllu sem talist getur óheppilegt. Meirihluta sem væri svo heppilega áhugalaus um allar spillingavarnir, heilindi og tiltrú almennings á stjórnmálunum að enginn þurfi að óttast ábyrgð og pólitískar afleiðingar. Höfundur er framkvæmdastjóri Íslandsdeildar Transparency International.
Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir skrifar
Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar