Boða til mótmæla í dag: „Það er verið að gera tilraun til þess að endurglæpavæða bankakerfið“ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 9. apríl 2022 12:45 Þorvaldur Gylfason. Boðað hefur verið til mótmæla vegna sölunnar á Íslandsbanka á Austurvelli klukkan 14 í dag. Einn flutningsmanna segir að með sölunni sé að um ræða tilraun til þess að endurglæpavæða bankakerfið og vill að fjármálaráðherra segi af sér vegna málsins. Samtökin Jæja efna til mótmælanna sem hefjast klukkan tvö á Austurvelli en frummælendur eru Ásta Lóa Þórsdóttir, þingmaður Flokks fólksins, Gunnar Smári Egilsson, formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokksins, Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR og Þorvaldur Gylfason, prófessor í hagfræði. „Ég skil og skynja að þau [skipuleggjendur] hafa í huga af fyrri útifundi á Austurvelli af skyldum tilefnum og þá er ég að vísa til búsáhaldarbyltingarinnar. Þannig við frummælendurnir, eins og skipuleggjendurnir, viljum mjög gjarnan að sem flestir flykkist á Austurvöll til þess að spjalla saman og heyra það sem við höfum að segja,“ sagði Þorvaldur Gylfason í hádegisfréttum Bylgjunnar. Heldur þú að þetta verði fjölmenn mótmæli? „Ég vona það. Ærin eru tilefnin. Það er verið að gera tilraun til þess að endurglæpavæða bankakerfið og hörðu viðbrögð almennings úr öllum áttum í útvarpi, sjónvarpi og á félagsmiðlum taka af öll tvímæli um það að fólkið í landinu vill ekki láta þennan ósóma yfir sig ganga.“ Vill að fjármálaráðherra „snauti heim til sín“ Hann segir að Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, beri höfuðábyrgð í málinu. „Ráðherrann er höfuðarkitekt og upphafsmaður málsins og það er hann sem á að taka ábyrgðina. Hann á að segja af sér og snauta heim til sín.“ „Ég hvet alla góða Íslendinga til þess að koma á fundinn til þess að lýsa andúð sinni á því sem um er að vera.“ Salan á Íslandsbanka Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Reykjavík Íslenskir bankar Tengdar fréttir Stjórnarþingmaður vill stjórn og forstjóra Bankasýslunnar frá Bjarni Jónsson, þingmaður Vinstri grænna, telur að Bankasýsla ríkisins myndi eiga auðveldara með að endurheimta traust almennings eftir nýafstaðið söluferli á hlut ríkisins í Íslandsbanka ef stjórn hennar og forstjóri myndu víkja. Hann telur að ekki ætti að ráðast í frekari sölu á hlut ríkisins að svo stöddu. 9. apríl 2022 10:37 „Augljóst að þetta útboð fór ekki eins og við helst óskuðum“ Fjármálaráðherra segir ljóst að yfirfara þurfi fjölmarga þætti varðandi söluna á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Ekki verði farið í að selja aftur í bankanum fyrr en öll kurl séu komin til grafar. 8. apríl 2022 20:00 Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Erlent Á sér langa sögu eldfimra ummæla Innlent Viðvaranir komnar í gildi og orðið ófært sums staðar Veður Mestu flokkaflakkararnir Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Gekk berserksgang í verslunarmiðstöð í Hafnarfirði Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Fleiri fréttir Sigurður beðinn um að fjarlægja Framsóknarnælu Kjörsókn betri fyrir austan en menn þorðu að vona Tekist að opna alla kjörstaði í Norðausturkjördæmi „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Heyrir fleiri segja þörf á VG á þingi Heldur aftur af sér svo hún gangi ekki um syngjandi Ölfusá orðin bakkafull af ís Á sér langa sögu eldfimra ummæla Auðvelt val þótt hann geti ekki kosið sjálfan sig „Við verðum að fá öflugan vinstri flokk“ Gekk berserksgang í verslunarmiðstöð í Hafnarfirði Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Mestu flokkaflakkararnir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Sjá meira
Samtökin Jæja efna til mótmælanna sem hefjast klukkan tvö á Austurvelli en frummælendur eru Ásta Lóa Þórsdóttir, þingmaður Flokks fólksins, Gunnar Smári Egilsson, formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokksins, Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR og Þorvaldur Gylfason, prófessor í hagfræði. „Ég skil og skynja að þau [skipuleggjendur] hafa í huga af fyrri útifundi á Austurvelli af skyldum tilefnum og þá er ég að vísa til búsáhaldarbyltingarinnar. Þannig við frummælendurnir, eins og skipuleggjendurnir, viljum mjög gjarnan að sem flestir flykkist á Austurvöll til þess að spjalla saman og heyra það sem við höfum að segja,“ sagði Þorvaldur Gylfason í hádegisfréttum Bylgjunnar. Heldur þú að þetta verði fjölmenn mótmæli? „Ég vona það. Ærin eru tilefnin. Það er verið að gera tilraun til þess að endurglæpavæða bankakerfið og hörðu viðbrögð almennings úr öllum áttum í útvarpi, sjónvarpi og á félagsmiðlum taka af öll tvímæli um það að fólkið í landinu vill ekki láta þennan ósóma yfir sig ganga.“ Vill að fjármálaráðherra „snauti heim til sín“ Hann segir að Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, beri höfuðábyrgð í málinu. „Ráðherrann er höfuðarkitekt og upphafsmaður málsins og það er hann sem á að taka ábyrgðina. Hann á að segja af sér og snauta heim til sín.“ „Ég hvet alla góða Íslendinga til þess að koma á fundinn til þess að lýsa andúð sinni á því sem um er að vera.“
Salan á Íslandsbanka Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Reykjavík Íslenskir bankar Tengdar fréttir Stjórnarþingmaður vill stjórn og forstjóra Bankasýslunnar frá Bjarni Jónsson, þingmaður Vinstri grænna, telur að Bankasýsla ríkisins myndi eiga auðveldara með að endurheimta traust almennings eftir nýafstaðið söluferli á hlut ríkisins í Íslandsbanka ef stjórn hennar og forstjóri myndu víkja. Hann telur að ekki ætti að ráðast í frekari sölu á hlut ríkisins að svo stöddu. 9. apríl 2022 10:37 „Augljóst að þetta útboð fór ekki eins og við helst óskuðum“ Fjármálaráðherra segir ljóst að yfirfara þurfi fjölmarga þætti varðandi söluna á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Ekki verði farið í að selja aftur í bankanum fyrr en öll kurl séu komin til grafar. 8. apríl 2022 20:00 Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Erlent Á sér langa sögu eldfimra ummæla Innlent Viðvaranir komnar í gildi og orðið ófært sums staðar Veður Mestu flokkaflakkararnir Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Gekk berserksgang í verslunarmiðstöð í Hafnarfirði Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Fleiri fréttir Sigurður beðinn um að fjarlægja Framsóknarnælu Kjörsókn betri fyrir austan en menn þorðu að vona Tekist að opna alla kjörstaði í Norðausturkjördæmi „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Heyrir fleiri segja þörf á VG á þingi Heldur aftur af sér svo hún gangi ekki um syngjandi Ölfusá orðin bakkafull af ís Á sér langa sögu eldfimra ummæla Auðvelt val þótt hann geti ekki kosið sjálfan sig „Við verðum að fá öflugan vinstri flokk“ Gekk berserksgang í verslunarmiðstöð í Hafnarfirði Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Mestu flokkaflakkararnir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Sjá meira
Stjórnarþingmaður vill stjórn og forstjóra Bankasýslunnar frá Bjarni Jónsson, þingmaður Vinstri grænna, telur að Bankasýsla ríkisins myndi eiga auðveldara með að endurheimta traust almennings eftir nýafstaðið söluferli á hlut ríkisins í Íslandsbanka ef stjórn hennar og forstjóri myndu víkja. Hann telur að ekki ætti að ráðast í frekari sölu á hlut ríkisins að svo stöddu. 9. apríl 2022 10:37
„Augljóst að þetta útboð fór ekki eins og við helst óskuðum“ Fjármálaráðherra segir ljóst að yfirfara þurfi fjölmarga þætti varðandi söluna á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Ekki verði farið í að selja aftur í bankanum fyrr en öll kurl séu komin til grafar. 8. apríl 2022 20:00