Kópavogsbær á að veita ungu fólki húsnæðisstyrki Ólafur Þór Gunnarsson skrifar 11. apríl 2022 10:30 Við þurfum öll þak yfir höfuðið, og hjá flestum kemur að því að við viljum stofna eigin heimili, flytja úr foreldrahúsum. Undanfarin misseri hefur húsnæðiskostnaður aukist, fasteignaverð hækkað og húsnæði á almennum leigumarkaði heldur áfram að vera mjög dýrt og stór hluti ráðstöfunartekna ungs fólks fer í að tryggja sér húsnæði. Ekki meira en þriðjungur ráðstöfunartekna í húsnæði VG í Kópavogi vilja að bærinn tryggi að aldrei fari meira en þriðjungur ráðstöfunartekna í húsnæðiskostnað. Þetta getur bærinn með ýmsu móti, og það er alls ekki óþekkt að bærinn (eða önnur sveitarfélög) greiði niður húsnæðiskostnað. Þar má nefna niðurfellingu og lækkun fasteignagjalda til eldra fólks, lágt leiguverð í félagslegu húsnæði og húsaleigubætur. Sérstakir húsnæðisstyrkir fyrir ungt fólk En við eigum að gera meira. Við viljum að bærinn taki upp sérstaka styrki eða ívilnanir til þeirra sem eru að stofna heimili í fyrsta sinn. Þetta gæti verið með ýmsu móti, t.d. að fella niður fasteignagjöld hjá fólki sem er að kaupa sér eign í fyrsta sinn, t.a.m. fyrstu eitt til tvö árin. Eða með niðurfellingu á lóðagjöldum til ungs fólks sem byggir eða kaupir nýtt húsnæði. Þá gæti bærinn verið með sérstaka styrki til þeirra sem fara út á leigumarkað í fyrsta sinn, stofna sitt fyrsta heimili. Með því að styðja sérstaklega við bakið á ungu fólki og gera því kleift að setjast að í Kópavogi búum við í haginn fyrir framtíðina. Við eigum að gera það sem við getum til að gera Kópavog að aðlaðandi kosti fyrir framtíðaríbúa bæjarins. Höfundur er oddviti VG í Kópavogi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Þór Gunnarsson Kópavogur Vinstri græn Skoðun: Kosningar 2022 Húsnæðismál Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason skrifar Skoðun Augljós og sýnilegur ávinningur í styttingu biðlista Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Staðreyndir í útlendingamálum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um ferðaþjónustuna Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson skrifar Skoðun Þetta kostar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þrífætta svínið og auðlindarentan Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Er nóg að bara brjóta land? Þorvaldur Rúnarsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta til framtíðar: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Að kjósa taktískt Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Að standa vörð um þjóðina Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri í boði Sjálfstæðisflokksins Snorri Ingimarsson skrifar Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Náttúran er stærsta kosningamálið Skúli Skúlason skrifar Skoðun Ásýnd spillingar Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Pólitík í pípunum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðin er í húfi Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Sjá meira
Við þurfum öll þak yfir höfuðið, og hjá flestum kemur að því að við viljum stofna eigin heimili, flytja úr foreldrahúsum. Undanfarin misseri hefur húsnæðiskostnaður aukist, fasteignaverð hækkað og húsnæði á almennum leigumarkaði heldur áfram að vera mjög dýrt og stór hluti ráðstöfunartekna ungs fólks fer í að tryggja sér húsnæði. Ekki meira en þriðjungur ráðstöfunartekna í húsnæði VG í Kópavogi vilja að bærinn tryggi að aldrei fari meira en þriðjungur ráðstöfunartekna í húsnæðiskostnað. Þetta getur bærinn með ýmsu móti, og það er alls ekki óþekkt að bærinn (eða önnur sveitarfélög) greiði niður húsnæðiskostnað. Þar má nefna niðurfellingu og lækkun fasteignagjalda til eldra fólks, lágt leiguverð í félagslegu húsnæði og húsaleigubætur. Sérstakir húsnæðisstyrkir fyrir ungt fólk En við eigum að gera meira. Við viljum að bærinn taki upp sérstaka styrki eða ívilnanir til þeirra sem eru að stofna heimili í fyrsta sinn. Þetta gæti verið með ýmsu móti, t.d. að fella niður fasteignagjöld hjá fólki sem er að kaupa sér eign í fyrsta sinn, t.a.m. fyrstu eitt til tvö árin. Eða með niðurfellingu á lóðagjöldum til ungs fólks sem byggir eða kaupir nýtt húsnæði. Þá gæti bærinn verið með sérstaka styrki til þeirra sem fara út á leigumarkað í fyrsta sinn, stofna sitt fyrsta heimili. Með því að styðja sérstaklega við bakið á ungu fólki og gera því kleift að setjast að í Kópavogi búum við í haginn fyrir framtíðina. Við eigum að gera það sem við getum til að gera Kópavog að aðlaðandi kosti fyrir framtíðaríbúa bæjarins. Höfundur er oddviti VG í Kópavogi.
Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar