Afleiðingar ofbeldis sem fjórða valdið beitir þolendur Hulda Hrund, Ninna Karla, Ólöf Tara, Tanja M. Ísfjörð og Þórhildur Gyða skrifa 11. apríl 2022 11:30 Stórt hlutfall kvenna sem hafa orðið fyrir kynbundnu ofbeldi eru í kjölfarið opinberlega smánaðar með fjölmiðlaumfjöllun. Það hefur viðgengist að fjölmiðlar grafi upp hluti um þolendur sem koma ofbeldinu sem þau urðu fyrir ekkert við, til þess eins að rengja sögu þeirra. Þetta elur á andúð á þolendum og ýtir undir að fólk sýni frekar samúð og stuðning með gerendum. Þolendur eru afmennskaðir á meðan gerendur eru mennskaðir. Fyrirsagnir og fjölmiðlaumfjöllun eru oft á tíðum villandi til að skapa fleiri smellur og til að kalla fram neikvæðar tilfinningar lesenda í garð þolenda, hvort sem það er gert meðvitað eða ómeðvitað. Með þessum aðferðum er trúverðugleiki þolenda rýrður og ýtt er undir þolendaskömmun. Árið 2012 kærði 16 ára stelpa hópnauðgun í Bandaríkjunum sem fór fyrir dóm og fjölmiðlaumfjöllunin í kringum málið var vægast sagt skaðleg. Umfjöllunin einblíndi á samúð með gerendunum og ól á þolendaskömmun í garð þolanda. Fjölmiðlafólk sagði meðal annars að það væri svo erfitt að horfa upp á líf þessara tveggja drengja vera eyðilagt því þeir áttu svo efnilega framtíð og það alvarlegasta í málinu virtist vera að gerendurnir yrðu skráðir sem kynferðisafbrotamenn. Ýmsir fjölmiðlar lögðu áherslu á að þolandi hafi verið dauðadrukkin þegar henni var nauðgað og það var yfirleitt tekið fram í fyrstu setningum greinanna. Árið 2007 birtist drottningarviðtal við barnaníðinginn Jeffrey Epstein í kjölfar þess að hann var kærður til lögreglu árið 2005 fyrir barnaníð. Í pistlinum var farið fögrum orðum um Epstein en ekki svo fögrum orðum um þolendur hans. Þar var sagt að það væri ekki nema von að ungar stelpur vildu hann því hann væri nú svo fríður og bæri sig svo vel. Einnig var lögð áhersla á að vinir hans töldu að hann hafi orðið fyrir ofsóknum því hann væri svo ríkur. Það var sagt að stelpurnar hafi komið af fúsum og frjálsum vilja og verið samþykkar, hann jú borgaði þeim svo vel, hann væri svo sexy og að fullnægði þeirra þörfum. Í pistlinum má einnig finna klassíska aðferð sem notuð er til að gera þolendur ábyrga, ein af stelpunum hafi sagt Epstein að hún væri 18 ára en var raunverulega 14 ára og það væri nú ekki ólöglegt að sofa hjá 18 ára stelpum ásamt því að fjallað var um hversu tilfinningalega skemmdar þessar ungu stelpur hefðu verið. Þolendur Epstein fengu fyrst einhvern hljómgrunn í heimildaþáttunum Filthy Rich á netflix og Surviving Jeffrey Epstein sem komu út árið 2020, en þættirnir byggja á bók sem kom út árið 2016. Þar stigu meðal annars fram systurnar Maria og Annie Farmer en þær greindu frá því að hafa reynt að stíga fram opinberlega árið 2003 í grein hjá Vanity Fair. Það birtist vissulega grein um Epstein í blaðinu en hvergi var minnst á frásögn þeirra systra. Árið 2011 viðurkenndi blaðakonan sem skrifaði greinina að hún hafi ákveðið að taka sögur systranna úr greininni því hún vissi ekki hverjum hún ætti að trúa. Þær systur voru með fyrstu þolendum Epstein til þess að reyna stíga fram opinberlega og vekja athygli á ofbeldi hans en enginn hlustaði. Umræðan um barnaníð Epstein varð háværari eftir að hann var handtekinn árið 2019 en í mörgum greinum sem hafa verið skrifaðar í kjölfarið má finna skaðleg ummæli um þolendur hans á við “þolandi Epstein vældi í dómsal”, “þegar hún lenti í klónum á honum”, “naktar konur, unglingsstúlkur og nektarmyndir”, “þeim ungu stúlkum sem Epstein stundaði kynlíf með” og svo mætti lengi telja. Þessi orðræða er skaðleg, setur ábyrgðina yfir á þolendur hans, afmennskar þær og dregur úr alvarleika ofbeldisins sem hann beitti. Ef við færum okkur hingað til lands og tökum fyrir mál sem var á allra vörum um árabil getum við skoðað hvernig orðræðan í fjölmiðlum var í kringum þolendur sr. Ólafs Skúlasonar, þáverandi biskups. Árið 1996 steig fram hugrökk kona, Sigrún Pálína heitin. Hún skilaði skömminni til sr. Ólafs og kærði hann til siðanefndar Prestafélagsins fyrir tilraun til nauðgunar. Í kjölfarið stigu fleiri þolendur fram og greindu frá ofbeldinu sem þáverandi biskup hafði beitt þær. Biskup brást við á þá leið að segja að “hið illa gengi ljósum logum”, hið illa verandi að hans sögn þolendur hans en ekki hann sjálfur, há kristilegur maðurinn. Biskup fór einnig hina sívinsælu leið gerenda að kæra þolanda sinn fyrir rógburð. Þrautaganga Sigrúnar Pálínu stóð yfir í áratugi en hún greindi fyrst frá kynferðisbroti sr. Ólafs árið 1979 við þáverandi biskup. Sigrún fékk óþolendavæna útreið innan fjölmiðla á meðan gerandi hennar fékk drottningarviðtal í Kastljósi þar sem hann meðal annars líkti sjálfum sér við Jesús Krist og þær ofsóknir sem Kristur varð fyrir. Sigrúnu var gerður upp illur ásetningur því aldrei myndi prestur og hvað þá biskup brjóta á sóknarbarni sínu. Biskupsstofa fékk arftaka Ólafs, Karl Sigurbjörnsson, til að véfengja orð þolanda og segja frásögnina ósanna. Það þarf ekki að taka fram það ofbeldi sem meðlimir hópsins hafa orðið fyrir í fjölmiðlaumfjöllun hérlendis. Fjölmiðlar bera mikla ábyrgð þegar kemur að umfjöllun um kynbundið ofbeldi og þolendur þess. Rannsóknir sýna að það hefur áhrif hvernig fjölmiðlar fjalla um ofbeldi því fólk á það til að skilgreina skoðanir sínar út frá upplýsingum sem þau fá frá fjölmiðlum. Fjölmiðlar hafa í gegnum tíðina dregið upp slæma mynd af þolendum sem verður þess valdandi að almennur borgari sér þolendur á neikvæðan hátt. Rannsóknin Áfallasaga kvenna greinir frá því að konur á öllum aldri hafa orðið fyrir opinberri aðför á netmiðlum eða í fjölmiðlum í kjölfar þess að segja frá ofbeldi. Það voru alls 32.811 sem skráðu sig í rannsóknina, 40% þeirra höfðu orðið fyrir kynbundnu ofbeldi á lífsleiðinni, líkamlegu eða kynferðislegu og 14% af þessum konum voru með áfallastreituröskun. Marktækt þýði sem endurspeglar íslenska kvenþjóð vel. Má þá nefna að þeir aldurshópar sem greindu mest frá opinberri aðför á netmiðlum eða í fjölmiðlum voru 26% kvenna á aldrinum 18 – 24 ára og 18% kvenna á aldrinum 25 – 29 ára. Að vera beitt ofbeldi er eitt, að vera í kjölfarið ekki trúað er annað áfall. Það er þá rétt hægt að ímynda sér áfallið þegar þolandi verður síðan fyrir aðför í fjölmiðlum í kjölfar þess að skila skömminni eftir óréttlæti. Samfélagið beitir þolendur ofbeldi, réttarkerfið stendur ekki með þolendum og er oft notað til að beita áframhaldandi ofbeldi. Fjölmiðlar grípa umræðuna og græða á sársauka þolenda með áframhaldandi ofbeldi. Á litla Íslandi eru mörg dæmi um konur sem hafa þurft að flýja land út af viðbrögðum samfélagsins og fjölmiðla sem er mikið áhyggjuefni. Guðný Jóna frá Húsavík varð fyrir miklu aðkasti þar sem samfélagið hóf undirskriftasöfnun sem var síðar meir birt í fjölmiðlum. Ung kona í blóma lífsins sem gerði ekkert annað en að skila skömminni og leita réttar síns eftir að brotið var á henni. Það sem konum er ítrekað sagt að gera en síðan skammaðar og beittar útskúfun fyrir í kjölfarið ef þær voga sér að gera það. Sama má segja um Sigrúnu Pálínu sem á endanum flúði einnig land. Hún gat ekki farið út á meðal almennings án þess að eiga í hættu að verða fyrir áreiti og að vera kölluð hóra. Hún varð fyrir morðhótunum, fólk beið í bílum fyrir utan húsið hennar og hennar biðu endalaus ljót skilaboð á símsvaranum. Ofsóknir í kjölfar þess að hún leitaði réttar síns. Ofsóknir sem fjórða valdið samþykkti og aðstoðaði við að beita. Þessar aðfarir og ofsóknir hafa ekki minnkað í gegnum árin og þolendur finna sig enn í þessum sporum, sérstaklega með komu netmiðla. Miðlar sem halda kommentakerfum sínum opnum og leyfa hatursorðræðu að líðast fyrir smellur og like. Þjáning þolenda borgar reikningana. Það er kominn tími til að þolendur fái sanngjarna og þolendavæna umfjöllun, það er kominn tími til að fjórða valdið taki ábyrgð á geri betur. Síðasti pistillinn í þessari seríu verða leiðbeiningar að þolendavænni umfjöllun. Höfundar eru stjórnarmeðlimir Öfga. Heimildir: The influence of media on views of gender Rape Culture, Victim Blaming, and the Role of media in the criminal justice system Jeffrey Epstein The first women to report Jeffrey Epstein Filthy rich Umfangsmikill níðhringur Epsteins Myndband af heimili Epsteins Normalization of violence against women Áfallasaga kvenna Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein MeToo Kynferðisofbeldi Fjölmiðlar Tengdar fréttir Ofbeldi gegn konum í krafti fjórða valdsins Í gegnum tíðina hafa konur verið beittar ofbeldi ýmist af fjölmiðlum eða í gegnum fjölmiðla, yfirleitt er þeim stillt upp á ákveðinn hátt í fjölmiðlum. Þeim er stillt upp líkt og þær séu minna virði og jafnvel ósýnilegar. 9. apríl 2022 09:01 Mest lesið Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Sjá meira
Stórt hlutfall kvenna sem hafa orðið fyrir kynbundnu ofbeldi eru í kjölfarið opinberlega smánaðar með fjölmiðlaumfjöllun. Það hefur viðgengist að fjölmiðlar grafi upp hluti um þolendur sem koma ofbeldinu sem þau urðu fyrir ekkert við, til þess eins að rengja sögu þeirra. Þetta elur á andúð á þolendum og ýtir undir að fólk sýni frekar samúð og stuðning með gerendum. Þolendur eru afmennskaðir á meðan gerendur eru mennskaðir. Fyrirsagnir og fjölmiðlaumfjöllun eru oft á tíðum villandi til að skapa fleiri smellur og til að kalla fram neikvæðar tilfinningar lesenda í garð þolenda, hvort sem það er gert meðvitað eða ómeðvitað. Með þessum aðferðum er trúverðugleiki þolenda rýrður og ýtt er undir þolendaskömmun. Árið 2012 kærði 16 ára stelpa hópnauðgun í Bandaríkjunum sem fór fyrir dóm og fjölmiðlaumfjöllunin í kringum málið var vægast sagt skaðleg. Umfjöllunin einblíndi á samúð með gerendunum og ól á þolendaskömmun í garð þolanda. Fjölmiðlafólk sagði meðal annars að það væri svo erfitt að horfa upp á líf þessara tveggja drengja vera eyðilagt því þeir áttu svo efnilega framtíð og það alvarlegasta í málinu virtist vera að gerendurnir yrðu skráðir sem kynferðisafbrotamenn. Ýmsir fjölmiðlar lögðu áherslu á að þolandi hafi verið dauðadrukkin þegar henni var nauðgað og það var yfirleitt tekið fram í fyrstu setningum greinanna. Árið 2007 birtist drottningarviðtal við barnaníðinginn Jeffrey Epstein í kjölfar þess að hann var kærður til lögreglu árið 2005 fyrir barnaníð. Í pistlinum var farið fögrum orðum um Epstein en ekki svo fögrum orðum um þolendur hans. Þar var sagt að það væri ekki nema von að ungar stelpur vildu hann því hann væri nú svo fríður og bæri sig svo vel. Einnig var lögð áhersla á að vinir hans töldu að hann hafi orðið fyrir ofsóknum því hann væri svo ríkur. Það var sagt að stelpurnar hafi komið af fúsum og frjálsum vilja og verið samþykkar, hann jú borgaði þeim svo vel, hann væri svo sexy og að fullnægði þeirra þörfum. Í pistlinum má einnig finna klassíska aðferð sem notuð er til að gera þolendur ábyrga, ein af stelpunum hafi sagt Epstein að hún væri 18 ára en var raunverulega 14 ára og það væri nú ekki ólöglegt að sofa hjá 18 ára stelpum ásamt því að fjallað var um hversu tilfinningalega skemmdar þessar ungu stelpur hefðu verið. Þolendur Epstein fengu fyrst einhvern hljómgrunn í heimildaþáttunum Filthy Rich á netflix og Surviving Jeffrey Epstein sem komu út árið 2020, en þættirnir byggja á bók sem kom út árið 2016. Þar stigu meðal annars fram systurnar Maria og Annie Farmer en þær greindu frá því að hafa reynt að stíga fram opinberlega árið 2003 í grein hjá Vanity Fair. Það birtist vissulega grein um Epstein í blaðinu en hvergi var minnst á frásögn þeirra systra. Árið 2011 viðurkenndi blaðakonan sem skrifaði greinina að hún hafi ákveðið að taka sögur systranna úr greininni því hún vissi ekki hverjum hún ætti að trúa. Þær systur voru með fyrstu þolendum Epstein til þess að reyna stíga fram opinberlega og vekja athygli á ofbeldi hans en enginn hlustaði. Umræðan um barnaníð Epstein varð háværari eftir að hann var handtekinn árið 2019 en í mörgum greinum sem hafa verið skrifaðar í kjölfarið má finna skaðleg ummæli um þolendur hans á við “þolandi Epstein vældi í dómsal”, “þegar hún lenti í klónum á honum”, “naktar konur, unglingsstúlkur og nektarmyndir”, “þeim ungu stúlkum sem Epstein stundaði kynlíf með” og svo mætti lengi telja. Þessi orðræða er skaðleg, setur ábyrgðina yfir á þolendur hans, afmennskar þær og dregur úr alvarleika ofbeldisins sem hann beitti. Ef við færum okkur hingað til lands og tökum fyrir mál sem var á allra vörum um árabil getum við skoðað hvernig orðræðan í fjölmiðlum var í kringum þolendur sr. Ólafs Skúlasonar, þáverandi biskups. Árið 1996 steig fram hugrökk kona, Sigrún Pálína heitin. Hún skilaði skömminni til sr. Ólafs og kærði hann til siðanefndar Prestafélagsins fyrir tilraun til nauðgunar. Í kjölfarið stigu fleiri þolendur fram og greindu frá ofbeldinu sem þáverandi biskup hafði beitt þær. Biskup brást við á þá leið að segja að “hið illa gengi ljósum logum”, hið illa verandi að hans sögn þolendur hans en ekki hann sjálfur, há kristilegur maðurinn. Biskup fór einnig hina sívinsælu leið gerenda að kæra þolanda sinn fyrir rógburð. Þrautaganga Sigrúnar Pálínu stóð yfir í áratugi en hún greindi fyrst frá kynferðisbroti sr. Ólafs árið 1979 við þáverandi biskup. Sigrún fékk óþolendavæna útreið innan fjölmiðla á meðan gerandi hennar fékk drottningarviðtal í Kastljósi þar sem hann meðal annars líkti sjálfum sér við Jesús Krist og þær ofsóknir sem Kristur varð fyrir. Sigrúnu var gerður upp illur ásetningur því aldrei myndi prestur og hvað þá biskup brjóta á sóknarbarni sínu. Biskupsstofa fékk arftaka Ólafs, Karl Sigurbjörnsson, til að véfengja orð þolanda og segja frásögnina ósanna. Það þarf ekki að taka fram það ofbeldi sem meðlimir hópsins hafa orðið fyrir í fjölmiðlaumfjöllun hérlendis. Fjölmiðlar bera mikla ábyrgð þegar kemur að umfjöllun um kynbundið ofbeldi og þolendur þess. Rannsóknir sýna að það hefur áhrif hvernig fjölmiðlar fjalla um ofbeldi því fólk á það til að skilgreina skoðanir sínar út frá upplýsingum sem þau fá frá fjölmiðlum. Fjölmiðlar hafa í gegnum tíðina dregið upp slæma mynd af þolendum sem verður þess valdandi að almennur borgari sér þolendur á neikvæðan hátt. Rannsóknin Áfallasaga kvenna greinir frá því að konur á öllum aldri hafa orðið fyrir opinberri aðför á netmiðlum eða í fjölmiðlum í kjölfar þess að segja frá ofbeldi. Það voru alls 32.811 sem skráðu sig í rannsóknina, 40% þeirra höfðu orðið fyrir kynbundnu ofbeldi á lífsleiðinni, líkamlegu eða kynferðislegu og 14% af þessum konum voru með áfallastreituröskun. Marktækt þýði sem endurspeglar íslenska kvenþjóð vel. Má þá nefna að þeir aldurshópar sem greindu mest frá opinberri aðför á netmiðlum eða í fjölmiðlum voru 26% kvenna á aldrinum 18 – 24 ára og 18% kvenna á aldrinum 25 – 29 ára. Að vera beitt ofbeldi er eitt, að vera í kjölfarið ekki trúað er annað áfall. Það er þá rétt hægt að ímynda sér áfallið þegar þolandi verður síðan fyrir aðför í fjölmiðlum í kjölfar þess að skila skömminni eftir óréttlæti. Samfélagið beitir þolendur ofbeldi, réttarkerfið stendur ekki með þolendum og er oft notað til að beita áframhaldandi ofbeldi. Fjölmiðlar grípa umræðuna og græða á sársauka þolenda með áframhaldandi ofbeldi. Á litla Íslandi eru mörg dæmi um konur sem hafa þurft að flýja land út af viðbrögðum samfélagsins og fjölmiðla sem er mikið áhyggjuefni. Guðný Jóna frá Húsavík varð fyrir miklu aðkasti þar sem samfélagið hóf undirskriftasöfnun sem var síðar meir birt í fjölmiðlum. Ung kona í blóma lífsins sem gerði ekkert annað en að skila skömminni og leita réttar síns eftir að brotið var á henni. Það sem konum er ítrekað sagt að gera en síðan skammaðar og beittar útskúfun fyrir í kjölfarið ef þær voga sér að gera það. Sama má segja um Sigrúnu Pálínu sem á endanum flúði einnig land. Hún gat ekki farið út á meðal almennings án þess að eiga í hættu að verða fyrir áreiti og að vera kölluð hóra. Hún varð fyrir morðhótunum, fólk beið í bílum fyrir utan húsið hennar og hennar biðu endalaus ljót skilaboð á símsvaranum. Ofsóknir í kjölfar þess að hún leitaði réttar síns. Ofsóknir sem fjórða valdið samþykkti og aðstoðaði við að beita. Þessar aðfarir og ofsóknir hafa ekki minnkað í gegnum árin og þolendur finna sig enn í þessum sporum, sérstaklega með komu netmiðla. Miðlar sem halda kommentakerfum sínum opnum og leyfa hatursorðræðu að líðast fyrir smellur og like. Þjáning þolenda borgar reikningana. Það er kominn tími til að þolendur fái sanngjarna og þolendavæna umfjöllun, það er kominn tími til að fjórða valdið taki ábyrgð á geri betur. Síðasti pistillinn í þessari seríu verða leiðbeiningar að þolendavænni umfjöllun. Höfundar eru stjórnarmeðlimir Öfga. Heimildir: The influence of media on views of gender Rape Culture, Victim Blaming, and the Role of media in the criminal justice system Jeffrey Epstein The first women to report Jeffrey Epstein Filthy rich Umfangsmikill níðhringur Epsteins Myndband af heimili Epsteins Normalization of violence against women Áfallasaga kvenna
Ofbeldi gegn konum í krafti fjórða valdsins Í gegnum tíðina hafa konur verið beittar ofbeldi ýmist af fjölmiðlum eða í gegnum fjölmiðla, yfirleitt er þeim stillt upp á ákveðinn hátt í fjölmiðlum. Þeim er stillt upp líkt og þær séu minna virði og jafnvel ósýnilegar. 9. apríl 2022 09:01
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun