„Haldið ró ykkar meðan ránið stendur yfir“ Erna Bjarnadóttir skrifar 13. apríl 2022 16:30 Þannig mæltist verðlaunaskáldinu Elísabetu Kristínu Jökulsdóttur á fésbókarsíðu sinni, að morgni miðvikudagsins 13. apríl. Staðan í Íslandsbankasölu málinu verður vart römmuð betur inn. Varaformaður fjárlaganefndar minnti okkur almenning enda vinsamlegast á það fyrir tveimur dögum að „.... tapa ekki áttum þegar stormurinn blæs og þyrlar upp moldviðri.“ Varaformaðurinn lét ekki þar við sitja heldur talaði í ofanálag um að uppnámið væri „...ekki síst vegna tilfinninga fólks og vantrausts m.a. um hverjir keyptu litla hluti og fara með óverulegan eignarhluta.“ Í dag segir sami maður að fólki misbjóði brask! Ja, tilfinningarnar eiga það til að bera fólk ofurliði verð ég að segja. Ég var annars í sakleysi mínu að búa mig undir að núllstilla tilfinningar mínar í páskafríinu, slaka á, hlaða batteríin eða hvað það er kallað á nútímamáli, en já nú er mér allur ketill í eld fallinn. Eign okkar almennings er boðin til sölu eftir einhverjum kúnstarinnar reglum. Aðallega eiga þó að gilda um söluna lög um sölumeðferð eignarhluta ríkisins í fjármálafyrirtækjum. Þar er sérstaklega tiltekið að áhersla skuli lögð á „...opið söluferli, gagnsæi, hlutlægni og hagkvæmni. Með hagkvæmni er átt við að leitað sé hæsta verðs eða markaðsverðs fyrir eignarhluti“. Reyndar er ekki tiltekið að brask sé sérstaklega bannað. Hins vegar er þegar ljóst að einhverjir þeirra sem keyptu bréf í bankanum hafa innleyst söluhagnað sem skiptir verulegum fjárhæðum. Það að búast ekki við slíkri útkomu í ljósi fyrri reynslu lýsir hins vegar ekki mikilli þekkingu á hlutabréfamarkaði. Fjárfestingar í hlutabréfum eins og öðrum verðbréfum eru verkfæri til að ávaxta peninga. Skráning þeirra í kauphöllum er til að greiða fyrir viðskiptum með þau og tryggja að um þau gildi tiltekið regluverk. Það er engin afsökun fyrir þau sem bera ábyrgð á þessu að benda á að hinir og þessir þingmenn eða ráðherrar hafi hvergi bókað andstöðu sína á fyrri stigum. Hér er það almenningi sem treystir stjórnvöldum fyrir meðferð sameigna þjóðarinnar, sem er misboðið og það svo hressilega að þingmenn sem ferðast nú um landið komast ekki lengur hjá að frétta það beint frá grasrótinni. Óðinn fjallar ítarlega um málið í Viðskiptablaðinu í dag. Þar er undirstrikað að við sölu á ríkiseign eins og hér um ræðir þurfa þeir sem þátt taka í slíku útboði að standa jafnfætis. Jafnframt segir Óðinn að það hafi verið beinlínis óskynsamlegt að selja hluti í bankanum í lokuðu útboði. Engin leið er að halda því fram að framkvæmd sölunnar hafi verið óaðfinnanleg, því er lýst all ítarlega í þeirri grein sem hér er vitnað til. Það væri furðuleg niðurstaða að hvorki stjórn Bankasýslunnar, framkvæmdastjóri hennar eða aðrir sem söluferlið heyrir undir þurfi með engum hætti að axla ábyrgð. Óðinn gengur raunar svo langt að segja að hafi söluferlið ekki verið óaðfinnanlegt eigi stjórn Bankasýslunnar að víkja. Það verður fróðlegt að fylgjast með frekari viðbrögðum við málinu á stjórnarheimilinu eða með hvaða hætti ætla þeir stjórnmálamenn sem bera ábyrgð í þessu máli að axla sína ábyrgð? Á meðan reimum við hin á okkur hlaupaskóna í von um að vorið sé í nánd. Höfundur er varaþingmaður Miðflokksins í Suðurkjördæmi og fyrrverandi stjórnarformaður Arionbanka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Erna Bjarnadóttir Miðflokkurinn Salan á Íslandsbanka Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason skrifar Skoðun Augljós og sýnilegur ávinningur í styttingu biðlista Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Staðreyndir í útlendingamálum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um ferðaþjónustuna Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson skrifar Skoðun Þetta kostar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þrífætta svínið og auðlindarentan Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Er nóg að bara brjóta land? Þorvaldur Rúnarsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta til framtíðar: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Að kjósa taktískt Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Að standa vörð um þjóðina Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri í boði Sjálfstæðisflokksins Snorri Ingimarsson skrifar Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Náttúran er stærsta kosningamálið Skúli Skúlason skrifar Skoðun Ásýnd spillingar Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Pólitík í pípunum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðin er í húfi Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Sjá meira
Þannig mæltist verðlaunaskáldinu Elísabetu Kristínu Jökulsdóttur á fésbókarsíðu sinni, að morgni miðvikudagsins 13. apríl. Staðan í Íslandsbankasölu málinu verður vart römmuð betur inn. Varaformaður fjárlaganefndar minnti okkur almenning enda vinsamlegast á það fyrir tveimur dögum að „.... tapa ekki áttum þegar stormurinn blæs og þyrlar upp moldviðri.“ Varaformaðurinn lét ekki þar við sitja heldur talaði í ofanálag um að uppnámið væri „...ekki síst vegna tilfinninga fólks og vantrausts m.a. um hverjir keyptu litla hluti og fara með óverulegan eignarhluta.“ Í dag segir sami maður að fólki misbjóði brask! Ja, tilfinningarnar eiga það til að bera fólk ofurliði verð ég að segja. Ég var annars í sakleysi mínu að búa mig undir að núllstilla tilfinningar mínar í páskafríinu, slaka á, hlaða batteríin eða hvað það er kallað á nútímamáli, en já nú er mér allur ketill í eld fallinn. Eign okkar almennings er boðin til sölu eftir einhverjum kúnstarinnar reglum. Aðallega eiga þó að gilda um söluna lög um sölumeðferð eignarhluta ríkisins í fjármálafyrirtækjum. Þar er sérstaklega tiltekið að áhersla skuli lögð á „...opið söluferli, gagnsæi, hlutlægni og hagkvæmni. Með hagkvæmni er átt við að leitað sé hæsta verðs eða markaðsverðs fyrir eignarhluti“. Reyndar er ekki tiltekið að brask sé sérstaklega bannað. Hins vegar er þegar ljóst að einhverjir þeirra sem keyptu bréf í bankanum hafa innleyst söluhagnað sem skiptir verulegum fjárhæðum. Það að búast ekki við slíkri útkomu í ljósi fyrri reynslu lýsir hins vegar ekki mikilli þekkingu á hlutabréfamarkaði. Fjárfestingar í hlutabréfum eins og öðrum verðbréfum eru verkfæri til að ávaxta peninga. Skráning þeirra í kauphöllum er til að greiða fyrir viðskiptum með þau og tryggja að um þau gildi tiltekið regluverk. Það er engin afsökun fyrir þau sem bera ábyrgð á þessu að benda á að hinir og þessir þingmenn eða ráðherrar hafi hvergi bókað andstöðu sína á fyrri stigum. Hér er það almenningi sem treystir stjórnvöldum fyrir meðferð sameigna þjóðarinnar, sem er misboðið og það svo hressilega að þingmenn sem ferðast nú um landið komast ekki lengur hjá að frétta það beint frá grasrótinni. Óðinn fjallar ítarlega um málið í Viðskiptablaðinu í dag. Þar er undirstrikað að við sölu á ríkiseign eins og hér um ræðir þurfa þeir sem þátt taka í slíku útboði að standa jafnfætis. Jafnframt segir Óðinn að það hafi verið beinlínis óskynsamlegt að selja hluti í bankanum í lokuðu útboði. Engin leið er að halda því fram að framkvæmd sölunnar hafi verið óaðfinnanleg, því er lýst all ítarlega í þeirri grein sem hér er vitnað til. Það væri furðuleg niðurstaða að hvorki stjórn Bankasýslunnar, framkvæmdastjóri hennar eða aðrir sem söluferlið heyrir undir þurfi með engum hætti að axla ábyrgð. Óðinn gengur raunar svo langt að segja að hafi söluferlið ekki verið óaðfinnanlegt eigi stjórn Bankasýslunnar að víkja. Það verður fróðlegt að fylgjast með frekari viðbrögðum við málinu á stjórnarheimilinu eða með hvaða hætti ætla þeir stjórnmálamenn sem bera ábyrgð í þessu máli að axla sína ábyrgð? Á meðan reimum við hin á okkur hlaupaskóna í von um að vorið sé í nánd. Höfundur er varaþingmaður Miðflokksins í Suðurkjördæmi og fyrrverandi stjórnarformaður Arionbanka.
Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar