Þjóðarhöll eða þjóðarskömm? Árni Stefán Guðjónsson skrifar 17. apríl 2022 15:00 Það var sannarlega frábært að fylgjast með íslenska karlalandsliðinu í handbolta vinna sigur á Austurríki í gær. Sigurinn þýðir það að liðið er á leiðinni á enn eitt stórmótið í janúar og þar ætla menn sér stóra hluti, líkt og alltaf. En á sama tíma var það sorglegt að Guðmundur Þ. Guðmundsson landsliðsþjálfari, þyrfti að nýta augnablikið í sigurreifu viðtali eftir leik til þess að ávíta stjórnvöld fyrir aðstöðuleysi landsliðsins. Landsleikurinn var nefnilega spilaður á Ásvöllum hér í Hafnarfirði fyrir framan 1.500 manns, en ekki í nútímalegri og vel útbúinni Þjóðarhöll sem rúmar á bilinu 5-9.000 áhorfendur. Þessi umræða er svo sannarlega ekki ný af nálinni, enda hefur Laugardalshöllin verið á undanþágu frá alþjóðasamböndum nánast jafn lengi og elstu menn muna. Nú þegar hefur körfuboltalandsliðið okkar þurft að spila „heimaleik“ á erlendri grundu og ef ekkert verður að gert, styttist í að handboltinn hljóti sömu örlög. Vandamálið snýr þó ekki eingöngu að A-landsliðunum okkar, því yngri landsliðin sem eru skipuð afreksfólki framtíðarinnar, þurfa líka á æfinga- og keppnisaðstöðu að halda. Í dag æfa liðin vítt og breitt í hinum ýmsu íþróttahúsum og þurfa ávallt að reiða sig á að þar sé að finna lausa tíma hjá íþróttafélögunum okkar, sem er að sjálfsögðu langt því frá að vera ákjósanleg staða. Íþróttamálin eru nú á sínu fimmta ári hjá Framsóknarflokknum í ráðuneyti. Á þeim tíma hefur svo sannarlega ekki skort fögru orðin. Ráðherrar hafa sagt málið vera á réttri leið, starfshópar hafa komið og farið og pólitískir aðstoðarmenn átt í viðræðum. En hér erum við í dag. Í nákvæmlega sömu stöðu og við vorum árið 2017 þegar núverandi ríkisstjórn tók við í fyrra sinn. Þremur dögum fyrir síðustu kosningar skrifuðu þrír núverandi ráðherrar, þau Ásmundur Einar Daðason, Lilja D. Alfreðsdóttir og Willum Þór Þórsson, grein á Vísi þar sem öllu fögru var lofað. Hún bar titilinn „Þjóðarhöllin rísi“ og þar tjáði þríeykið okkur að nú lægi fyrir tillaga að byggingu Þjóðarhallar (sem mennta- og menningarmálaráðuneytið ætti heiðurinn að) og að: „Það blasir því við hver næstu skref eiga að vera; að hefjast handa við byggingu á nýrri þjóðarhöll sem uppfyllir alþjóðlegar kröfur.“ Síðan þá eru liðnir tæpir 7 mánuðir og eina breytingin sem hefur orðið á stöðunni er sú að Reykjavíkurborg er að gefast upp á aðgerðaleysi ríkisstjórnarinnar, því þar stendur ekki á fólki að vera klárt í að henda sér í verkið. Ég veit það fyrir víst að framtíð íslenskra afreksíþrótta er björt, það sýna landsliðin okkar, yngri jafnt sem eldri, í hvert einasta sinn sem þau stíga fæti inn á keppnisvöllinn. En fyrir þessa þrjá ágætu ráðherra og ríkisstjórnina alla býður framtíðin upp á tvo afar skýra kosti: Þjóðarhöll eða þjóðarskömm. Ykkar, kæru vinir, er valið. Höfundur er handknattleiksþjálfari og skipar 3. sæti á lista Viðreisnar í Hafnarfirði fyrir komandi sveitastjórnarkosningar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Stefán Guðjónsson Ný þjóðarhöll Handbolti Skipulag Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Körfubolti Sveitarstjórnarkosningar 2022 Skoðun: Kosningar 2022 Viðreisn Hafnarfjörður Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Borgum rétta vexti - Landsbankinn verði banki allra landsmanna Baldur Borgþórsson Skoðun Afreksverk Lilju Daggar Alfreðsdóttur Atli Valur Jóhannsson Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Ert þú að velja milli Samfylkingar og Viðreisnar? Sigurrós Elddís Huldudóttir Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason skrifar Skoðun Augljós og sýnilegur ávinningur í styttingu biðlista Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Staðreyndir í útlendingamálum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um ferðaþjónustuna Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson skrifar Skoðun Þetta kostar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þrífætta svínið og auðlindarentan Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Er nóg að bara brjóta land? Þorvaldur Rúnarsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta til framtíðar: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Að kjósa taktískt Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Að standa vörð um þjóðina Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri í boði Sjálfstæðisflokksins Snorri Ingimarsson skrifar Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Náttúran er stærsta kosningamálið Skúli Skúlason skrifar Skoðun Ásýnd spillingar Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Pólitík í pípunum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðin er í húfi Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Sjá meira
Það var sannarlega frábært að fylgjast með íslenska karlalandsliðinu í handbolta vinna sigur á Austurríki í gær. Sigurinn þýðir það að liðið er á leiðinni á enn eitt stórmótið í janúar og þar ætla menn sér stóra hluti, líkt og alltaf. En á sama tíma var það sorglegt að Guðmundur Þ. Guðmundsson landsliðsþjálfari, þyrfti að nýta augnablikið í sigurreifu viðtali eftir leik til þess að ávíta stjórnvöld fyrir aðstöðuleysi landsliðsins. Landsleikurinn var nefnilega spilaður á Ásvöllum hér í Hafnarfirði fyrir framan 1.500 manns, en ekki í nútímalegri og vel útbúinni Þjóðarhöll sem rúmar á bilinu 5-9.000 áhorfendur. Þessi umræða er svo sannarlega ekki ný af nálinni, enda hefur Laugardalshöllin verið á undanþágu frá alþjóðasamböndum nánast jafn lengi og elstu menn muna. Nú þegar hefur körfuboltalandsliðið okkar þurft að spila „heimaleik“ á erlendri grundu og ef ekkert verður að gert, styttist í að handboltinn hljóti sömu örlög. Vandamálið snýr þó ekki eingöngu að A-landsliðunum okkar, því yngri landsliðin sem eru skipuð afreksfólki framtíðarinnar, þurfa líka á æfinga- og keppnisaðstöðu að halda. Í dag æfa liðin vítt og breitt í hinum ýmsu íþróttahúsum og þurfa ávallt að reiða sig á að þar sé að finna lausa tíma hjá íþróttafélögunum okkar, sem er að sjálfsögðu langt því frá að vera ákjósanleg staða. Íþróttamálin eru nú á sínu fimmta ári hjá Framsóknarflokknum í ráðuneyti. Á þeim tíma hefur svo sannarlega ekki skort fögru orðin. Ráðherrar hafa sagt málið vera á réttri leið, starfshópar hafa komið og farið og pólitískir aðstoðarmenn átt í viðræðum. En hér erum við í dag. Í nákvæmlega sömu stöðu og við vorum árið 2017 þegar núverandi ríkisstjórn tók við í fyrra sinn. Þremur dögum fyrir síðustu kosningar skrifuðu þrír núverandi ráðherrar, þau Ásmundur Einar Daðason, Lilja D. Alfreðsdóttir og Willum Þór Þórsson, grein á Vísi þar sem öllu fögru var lofað. Hún bar titilinn „Þjóðarhöllin rísi“ og þar tjáði þríeykið okkur að nú lægi fyrir tillaga að byggingu Þjóðarhallar (sem mennta- og menningarmálaráðuneytið ætti heiðurinn að) og að: „Það blasir því við hver næstu skref eiga að vera; að hefjast handa við byggingu á nýrri þjóðarhöll sem uppfyllir alþjóðlegar kröfur.“ Síðan þá eru liðnir tæpir 7 mánuðir og eina breytingin sem hefur orðið á stöðunni er sú að Reykjavíkurborg er að gefast upp á aðgerðaleysi ríkisstjórnarinnar, því þar stendur ekki á fólki að vera klárt í að henda sér í verkið. Ég veit það fyrir víst að framtíð íslenskra afreksíþrótta er björt, það sýna landsliðin okkar, yngri jafnt sem eldri, í hvert einasta sinn sem þau stíga fæti inn á keppnisvöllinn. En fyrir þessa þrjá ágætu ráðherra og ríkisstjórnina alla býður framtíðin upp á tvo afar skýra kosti: Þjóðarhöll eða þjóðarskömm. Ykkar, kæru vinir, er valið. Höfundur er handknattleiksþjálfari og skipar 3. sæti á lista Viðreisnar í Hafnarfirði fyrir komandi sveitastjórnarkosningar.
Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar