Förðunarskvísur landsins mættu saman í afmæli Mist og Co. Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 18. apríl 2022 17:01 Ásthildur Gunnlaugsdóttir förðunarfræðingur stofnaði fyrirtækið Mist og Co. fyrir ári síðan og selur nú hreinsivörulínu í eigin netverslun og verslunum Hagkaup. Samsett Verslunin Mist og Co. fagnaði eins árs afmæli á dögunum. Haldið var upp á tilefnið með veglegu boði í veislusal Spritz á Rauðarárstíg. Ásthildur Gunnlaugsdóttir förðunarfræðingur er eigandi Mist og Co. og bauð hún förðunarfræðingum, tískubloggurum og fleiri flottum konum á þennan fallega viðburð. Á meðal gesta í þessu blómum skreytta boði voru Sunneva Einars, Sólrún Diego, Lína Birgitta. Ástrós Trausta og einnig Kristín Pétursdóttir þáttastjórnandi Make up. Förðunarsnillingar eins og Elín Reynis, Ingunn Sig og Heiður Ósk, létu sig ekki vanta. Ingunn og Heiður Ósk eru stjórnendur Snyrtiborðsins með HI beauty hér á Vísi og eigendur förðunarskólans Reykjavík Makeup School. Studio Morgundögg „Það var mikil þörf á þessari vöru, bæði fyrir alla þá sem nota förðunarbursta og einnig fyrir förðunarfræðinga á Íslandi. Áður fyrr var fólk aðallega að þrífa burstana sína við baðherbergisvaskinn með sápu og vatni, en það er afar tímafrekt og tekur burstana langan tíma að þorna. Með notkun Mist & Co. tekur það aðeins nokkrar mínútur að þrífa allt förðunarburstasettið,“ segir Ásthildur í samtali við Lífið um ástæðu þess að hún stofnaði fyrirtækið. Studio Morgundögg „Svo fer það líka mun betur með húðina að nota hreina förðunarbursta en óhreinir burstar geta valdið óþægindum í húðinni.“ Studio Morgundögg Burstahreinsisprey Ásthildar spiluðu lykilhlutverk á viðburðinum og voru skreytingar og kokteilar í tveimur litum spreyjanna, bleikum og grænu. „Viðtökurnar hafa verið mjög góðar. Fólki finnst það eiginlega bara ótrúlegt hvað hreinsirinn virkar vel og það gleður mig alltaf að heyra ummæli þeirra sem prófa Mist & Co. í fyrsta sinna,“ segir Ásthildur. Studio Morgundögg Studio Morgundögg „Það var ótrúlega gaman að fara í gegnum allt ferlið, að koma með nýja vöru á markaðinn, finna hina fullkomnu formúlu og framleiða svo loksins Mist & Co., allt frá því að ég var að blanda formúluna heima í stofu og upp í standa í búðum. Svo finnst mér líka gaman að sjá að makeup skólarnir hérna eru að nota Mist & Co. í kennslunni hjá sér.“ Drykkir og kökur voru merktar fyrirtæki Ásthildar. Studio Morgundögg Ásthildur hefur mikla ástríðu fyrir því sem hún er að gera og hefur haft áhuga á förðun frá því í menntaskóla. „Mesta áskorunin var að finna hina fullkomnu formúluna og öll efnin í hana. Á tímabili átti ég yfir 200 ilmolíur og tugi brúsa með allskonar efnum í áður en ég fann hin réttu fyrir Mist & Co.“ Studio Morgundögg Samhliða því að reka fyrirtækið Mist og Co. og framleiða eigin hreinsivörulínu starfar Ásthildur sjálfstætt sem förðunarfræðingur. Studio Morgundögg Studio Morgundögg Förðun Samkvæmislífið Tíska og hönnun Mest lesið Gellur tóku yfir Gamla bíó Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Hélt að hann væri George Clooney Lífið Einstakur garður í Mosfellsbænum Lífið Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Lífið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Lífið Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Lífið Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið Fleiri fréttir Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Sjá meira
Ásthildur Gunnlaugsdóttir förðunarfræðingur er eigandi Mist og Co. og bauð hún förðunarfræðingum, tískubloggurum og fleiri flottum konum á þennan fallega viðburð. Á meðal gesta í þessu blómum skreytta boði voru Sunneva Einars, Sólrún Diego, Lína Birgitta. Ástrós Trausta og einnig Kristín Pétursdóttir þáttastjórnandi Make up. Förðunarsnillingar eins og Elín Reynis, Ingunn Sig og Heiður Ósk, létu sig ekki vanta. Ingunn og Heiður Ósk eru stjórnendur Snyrtiborðsins með HI beauty hér á Vísi og eigendur förðunarskólans Reykjavík Makeup School. Studio Morgundögg „Það var mikil þörf á þessari vöru, bæði fyrir alla þá sem nota förðunarbursta og einnig fyrir förðunarfræðinga á Íslandi. Áður fyrr var fólk aðallega að þrífa burstana sína við baðherbergisvaskinn með sápu og vatni, en það er afar tímafrekt og tekur burstana langan tíma að þorna. Með notkun Mist & Co. tekur það aðeins nokkrar mínútur að þrífa allt förðunarburstasettið,“ segir Ásthildur í samtali við Lífið um ástæðu þess að hún stofnaði fyrirtækið. Studio Morgundögg „Svo fer það líka mun betur með húðina að nota hreina förðunarbursta en óhreinir burstar geta valdið óþægindum í húðinni.“ Studio Morgundögg Burstahreinsisprey Ásthildar spiluðu lykilhlutverk á viðburðinum og voru skreytingar og kokteilar í tveimur litum spreyjanna, bleikum og grænu. „Viðtökurnar hafa verið mjög góðar. Fólki finnst það eiginlega bara ótrúlegt hvað hreinsirinn virkar vel og það gleður mig alltaf að heyra ummæli þeirra sem prófa Mist & Co. í fyrsta sinna,“ segir Ásthildur. Studio Morgundögg Studio Morgundögg „Það var ótrúlega gaman að fara í gegnum allt ferlið, að koma með nýja vöru á markaðinn, finna hina fullkomnu formúlu og framleiða svo loksins Mist & Co., allt frá því að ég var að blanda formúluna heima í stofu og upp í standa í búðum. Svo finnst mér líka gaman að sjá að makeup skólarnir hérna eru að nota Mist & Co. í kennslunni hjá sér.“ Drykkir og kökur voru merktar fyrirtæki Ásthildar. Studio Morgundögg Ásthildur hefur mikla ástríðu fyrir því sem hún er að gera og hefur haft áhuga á förðun frá því í menntaskóla. „Mesta áskorunin var að finna hina fullkomnu formúluna og öll efnin í hana. Á tímabili átti ég yfir 200 ilmolíur og tugi brúsa með allskonar efnum í áður en ég fann hin réttu fyrir Mist & Co.“ Studio Morgundögg Samhliða því að reka fyrirtækið Mist og Co. og framleiða eigin hreinsivörulínu starfar Ásthildur sjálfstætt sem förðunarfræðingur. Studio Morgundögg Studio Morgundögg
Förðun Samkvæmislífið Tíska og hönnun Mest lesið Gellur tóku yfir Gamla bíó Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Hélt að hann væri George Clooney Lífið Einstakur garður í Mosfellsbænum Lífið Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Lífið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Lífið Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Lífið Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið Fleiri fréttir Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Sjá meira