Framtíð Íslands: Loftlagsmál – samgöngur – sjálfbærni Björn Ármann Ólafsson skrifar 19. apríl 2022 11:30 Á hverju byggist framtíð íslands? Augljóslega er það nýting innlendrar orku til samgangna og framleiðslu.Undanfarin ár hefur farið fram hönnun og tilraunir með svo kallað „Hyperloop TT“ lestarkerfi bæði í Bandaríkjunum og Evrópu. Þetta kerfi keyrir á raforku, sem þýðir fyrir Ísland innlend orka og léttir á vegakerfinu sem þýðir að kostnaður við vegakerfið minnkar, gerir flug innanlands óþarft sem þýðir að mengun af flugi innanlands minnkar og styttir siglingu fraktskipa til Íslands þar sem siglt yrði stysta leið til landsins og vörunni sem kemur til landsins dreift með lestarkerfinu og útflutningsvörunni komið til útflutningshafnanna með lestarkerfinu. Hvað er Hyperloop lest? Það er lestarkerfi sem fer gegnum sérhannað rör. Fer með hraða allt upp í 1000 km/klst (í tilraunum hafa þeir komist upp í 1200km/klst á löngum strikbeinum köflum). Fer þar af leiðandi hraðar en flug og nýtist bæði til mannflutninga og frakt flutninga. Ítalir stefna á að taka í notkun svona lest fyrir Vetrar-ólumpíuleikana 2026. Það er þegar búið að gera áætlun um að setja upp Hyperloop leiðakerfi í Bandaríkjunum og Evrópu: Nú er tími til kominn fyrir okkur Íslendinga að við þróum okkur til framtíðar og hönnum Hyperloop lestarkerfi kringum Ísland. Við ferðumst milli staða á stuttum tíma og hættum að menga með rútum, flugvélum og flutningabílum. Við flytjum alla frakt sem kemur stystu leið til íslands. Frá Evrópu til Austfjarða og frá Ameríku til Reykjaness. Dreifum fraktinni um Ísland á fljótan og öruggan hátt. Vöruflutningar á þjóðvegum minnka verulega og við styttum dreifingartíma. Við munum komumst milli staða á Íslandi á styttri tíma, sem gerir heilbrigðisþjónustuna skilvirkari með að komast milli sjúkrahúsa og/eða sérfræðilækna á styttri tíma. Auk þess verður auðveldara að sækja ýmis konar þjónustu hvert sem er á landinu, þar sem við komumst að heiman og heim aftur á sama degi. Þessi uppbygging kallar á að fjárfestar komi að málinu og er því gullið tækifæri lífeyrissjóða til að fjárfesta í uppbyggingu innviða á Íslandi af þessari stærðargráðu. Rekstur þessa kerfis kemur líklega til með að verða mjög arðbær og atvinnuskapandi, ekki síst fyrir menntað fólk þar sem notuð er hátækni við lestun og losun . Kerfi fyrir frakt yrði á hleðslustöðum lestanna, sem byggði á vélmennum sem þurfa þjónustu menntaðs fólks og einstaklinga með margvíslega sérhæfingu. Kerfið verði hannað með sem beinustum línum eða langdregnum bogum. Lestunar og losunarstaðir verða ákveðnir miðað við hagkvæmustu möguleika til dreifingar. Kerfið yrði þannig að veður og vindar kæmu ekki til með að hafa áhrif á tíðni ferða. Þetta kerfi kæmi til með að auka sjálfbærni Íslands um langa framtíð. Höfundur er leiðsögumaður og skipar 4. sæti á lista Miðflokksins í Múlaþingi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samgöngur Miðflokkurinn Skoðun: Kosningar 2022 Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason skrifar Skoðun Augljós og sýnilegur ávinningur í styttingu biðlista Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Staðreyndir í útlendingamálum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um ferðaþjónustuna Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson skrifar Skoðun Þetta kostar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þrífætta svínið og auðlindarentan Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Er nóg að bara brjóta land? Þorvaldur Rúnarsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta til framtíðar: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Að kjósa taktískt Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Að standa vörð um þjóðina Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri í boði Sjálfstæðisflokksins Snorri Ingimarsson skrifar Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Náttúran er stærsta kosningamálið Skúli Skúlason skrifar Skoðun Ásýnd spillingar Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Pólitík í pípunum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðin er í húfi Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Sjá meira
Á hverju byggist framtíð íslands? Augljóslega er það nýting innlendrar orku til samgangna og framleiðslu.Undanfarin ár hefur farið fram hönnun og tilraunir með svo kallað „Hyperloop TT“ lestarkerfi bæði í Bandaríkjunum og Evrópu. Þetta kerfi keyrir á raforku, sem þýðir fyrir Ísland innlend orka og léttir á vegakerfinu sem þýðir að kostnaður við vegakerfið minnkar, gerir flug innanlands óþarft sem þýðir að mengun af flugi innanlands minnkar og styttir siglingu fraktskipa til Íslands þar sem siglt yrði stysta leið til landsins og vörunni sem kemur til landsins dreift með lestarkerfinu og útflutningsvörunni komið til útflutningshafnanna með lestarkerfinu. Hvað er Hyperloop lest? Það er lestarkerfi sem fer gegnum sérhannað rör. Fer með hraða allt upp í 1000 km/klst (í tilraunum hafa þeir komist upp í 1200km/klst á löngum strikbeinum köflum). Fer þar af leiðandi hraðar en flug og nýtist bæði til mannflutninga og frakt flutninga. Ítalir stefna á að taka í notkun svona lest fyrir Vetrar-ólumpíuleikana 2026. Það er þegar búið að gera áætlun um að setja upp Hyperloop leiðakerfi í Bandaríkjunum og Evrópu: Nú er tími til kominn fyrir okkur Íslendinga að við þróum okkur til framtíðar og hönnum Hyperloop lestarkerfi kringum Ísland. Við ferðumst milli staða á stuttum tíma og hættum að menga með rútum, flugvélum og flutningabílum. Við flytjum alla frakt sem kemur stystu leið til íslands. Frá Evrópu til Austfjarða og frá Ameríku til Reykjaness. Dreifum fraktinni um Ísland á fljótan og öruggan hátt. Vöruflutningar á þjóðvegum minnka verulega og við styttum dreifingartíma. Við munum komumst milli staða á Íslandi á styttri tíma, sem gerir heilbrigðisþjónustuna skilvirkari með að komast milli sjúkrahúsa og/eða sérfræðilækna á styttri tíma. Auk þess verður auðveldara að sækja ýmis konar þjónustu hvert sem er á landinu, þar sem við komumst að heiman og heim aftur á sama degi. Þessi uppbygging kallar á að fjárfestar komi að málinu og er því gullið tækifæri lífeyrissjóða til að fjárfesta í uppbyggingu innviða á Íslandi af þessari stærðargráðu. Rekstur þessa kerfis kemur líklega til með að verða mjög arðbær og atvinnuskapandi, ekki síst fyrir menntað fólk þar sem notuð er hátækni við lestun og losun . Kerfi fyrir frakt yrði á hleðslustöðum lestanna, sem byggði á vélmennum sem þurfa þjónustu menntaðs fólks og einstaklinga með margvíslega sérhæfingu. Kerfið verði hannað með sem beinustum línum eða langdregnum bogum. Lestunar og losunarstaðir verða ákveðnir miðað við hagkvæmustu möguleika til dreifingar. Kerfið yrði þannig að veður og vindar kæmu ekki til með að hafa áhrif á tíðni ferða. Þetta kerfi kæmi til með að auka sjálfbærni Íslands um langa framtíð. Höfundur er leiðsögumaður og skipar 4. sæti á lista Miðflokksins í Múlaþingi.
Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar