„Við erum komin inn í gostímabil“ Atli Ísleifsson skrifar 20. apríl 2022 08:41 Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur ræddi við umsjónarmenn Bítisins í morgun um skjálftana sem hafa verið á Reykjanesskaga síðustu daga og vikur. Vísir/Vilhelm Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur segir að talsverðar líkur séu á öðru gosi á Reykjanesskaga „á næstunni“. „Við erum komin inn í gostímabil. Það er nokkuð ljóst að á tiltölulega stuttum tímaskala þá fáum við annað gos. Spurningin er hvort það gerist á morgun, eftir ár, eða eftir tíu ár.“ Þetta sagði Þorvaldur í samtali við umsjónarmenn Bítisins á Bylgjunni í morgun. Hann segir að Reykjanesskaginn sé greinilega búinn að taka við sér, en nokkuð hefur verið um skjálftahrinur á svæðinu síðustu daga og vikur. Hann segir skjálftahrinurnar nú ekkert ósvipaðar þeim sem voru fyrir gosið í Fagradalsfjalli á síðasta ári. „Það sem er merkilegt, þegar maður horfir á þetta, þá virðist þetta vera betur afmarkað núna. Afmarkast við ákveðna rein ef maður getur sagt svo. [Skjálftarnir] fylgja ákveðinni línu. Þessir sem hafa verið undanfarana viku hafa fyrst og fremst verið inni á kerfi sem við köllum Reykjanes, og hafi þá verið úti á því sem menn þekkja kannski best sem Reykjanestá, og þar fyrir utan,“ segir Þorvaldur. Hlusta má á viðtalið í heild sinni í spilaranum að neðan. Miðað við það sem á undan gekk og það sem við vitum, síðasta gosi og aðdragandann að því sem kom mörgum á óvart... Hverjar eru líkurnar á að gæti gosið núna? „Líkurnar eru talsverðar. Við erum komin inn í gostímabil. Það er nokkuð ljóst að á tiltölulega stuttum tímaskala þá fáum við annað gos. Spurningin er hvort það gerist á morgun, eftir ár, eða efitr tíu ár. Það er erfitt fyrir okkur að segja til um það nákvæmlega. Öll teiknin sem við höfum – skjálftarnir sem við vorum að sjá núna og það eru alltaf að verða meiri og meiri gliðnunarskjálftar tengdir þessum hrinum, sem bendir til þess að hugsanlega sé kvika að koma inn og þenja þetta út. Það eru greinilega líka einhverjar hreyfingar á plötuskilunum. Þetta er bara komið af stað. Spennusviðið er þannig á Reykjanesskaganum í dag að það virðist vera auðveldara fyrir kviku að koma nálægt yfirborðinu og jafnvel upp á yfirborðið,“ segir Þorvaldur. Jarðhræringar á Reykjanesi Eldgos og jarðhræringar Bítið Tengdar fréttir Fylgjast grannt með jarðskjálftavirkni Töluverð jarðskjálftavirkni hefur verið við Fagradalsfjall og við gosstöðvarnar í Geldingadölum síðan í síðustu viku. Að minnsta kosti tveir jarðskjálftar yfir tveimur mældust á svæðinu í nótt og í morgun. Náttúruvársérfræðingur segir ekkert benda til þess að möguleg kvikusöfnun sé nálægt yfirborðinu en áfram er fylgst með jarðskjálftavirkni. 18. apríl 2022 11:06 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Fleiri fréttir Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Framlengir fjöldaflóttavernd enn frekar Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Að starfa með Sjálfstæðisflokknum eins og að sænga hjá ísbirni Grunaður morðingi áfram bak við lás og slá Sjá meira
Þetta sagði Þorvaldur í samtali við umsjónarmenn Bítisins á Bylgjunni í morgun. Hann segir að Reykjanesskaginn sé greinilega búinn að taka við sér, en nokkuð hefur verið um skjálftahrinur á svæðinu síðustu daga og vikur. Hann segir skjálftahrinurnar nú ekkert ósvipaðar þeim sem voru fyrir gosið í Fagradalsfjalli á síðasta ári. „Það sem er merkilegt, þegar maður horfir á þetta, þá virðist þetta vera betur afmarkað núna. Afmarkast við ákveðna rein ef maður getur sagt svo. [Skjálftarnir] fylgja ákveðinni línu. Þessir sem hafa verið undanfarana viku hafa fyrst og fremst verið inni á kerfi sem við köllum Reykjanes, og hafi þá verið úti á því sem menn þekkja kannski best sem Reykjanestá, og þar fyrir utan,“ segir Þorvaldur. Hlusta má á viðtalið í heild sinni í spilaranum að neðan. Miðað við það sem á undan gekk og það sem við vitum, síðasta gosi og aðdragandann að því sem kom mörgum á óvart... Hverjar eru líkurnar á að gæti gosið núna? „Líkurnar eru talsverðar. Við erum komin inn í gostímabil. Það er nokkuð ljóst að á tiltölulega stuttum tímaskala þá fáum við annað gos. Spurningin er hvort það gerist á morgun, eftir ár, eða efitr tíu ár. Það er erfitt fyrir okkur að segja til um það nákvæmlega. Öll teiknin sem við höfum – skjálftarnir sem við vorum að sjá núna og það eru alltaf að verða meiri og meiri gliðnunarskjálftar tengdir þessum hrinum, sem bendir til þess að hugsanlega sé kvika að koma inn og þenja þetta út. Það eru greinilega líka einhverjar hreyfingar á plötuskilunum. Þetta er bara komið af stað. Spennusviðið er þannig á Reykjanesskaganum í dag að það virðist vera auðveldara fyrir kviku að koma nálægt yfirborðinu og jafnvel upp á yfirborðið,“ segir Þorvaldur.
Jarðhræringar á Reykjanesi Eldgos og jarðhræringar Bítið Tengdar fréttir Fylgjast grannt með jarðskjálftavirkni Töluverð jarðskjálftavirkni hefur verið við Fagradalsfjall og við gosstöðvarnar í Geldingadölum síðan í síðustu viku. Að minnsta kosti tveir jarðskjálftar yfir tveimur mældust á svæðinu í nótt og í morgun. Náttúruvársérfræðingur segir ekkert benda til þess að möguleg kvikusöfnun sé nálægt yfirborðinu en áfram er fylgst með jarðskjálftavirkni. 18. apríl 2022 11:06 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Fleiri fréttir Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Framlengir fjöldaflóttavernd enn frekar Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Að starfa með Sjálfstæðisflokknum eins og að sænga hjá ísbirni Grunaður morðingi áfram bak við lás og slá Sjá meira
Fylgjast grannt með jarðskjálftavirkni Töluverð jarðskjálftavirkni hefur verið við Fagradalsfjall og við gosstöðvarnar í Geldingadölum síðan í síðustu viku. Að minnsta kosti tveir jarðskjálftar yfir tveimur mældust á svæðinu í nótt og í morgun. Náttúruvársérfræðingur segir ekkert benda til þess að möguleg kvikusöfnun sé nálægt yfirborðinu en áfram er fylgst með jarðskjálftavirkni. 18. apríl 2022 11:06